Dagur - 25.05.1984, Blaðsíða 4

Dagur - 25.05.1984, Blaðsíða 4
4-DAGUR-25. maí 1984 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 150 Á MÁNUÐI - LAUSASÖLUVERÐ 22 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÓRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GlSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRlKUR ST. EIRlKSSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI: 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Land ítötrum Þegar litið er á gróðurlendi íslands í dag, þá er erfitt að ímynda sér að landið hafi einhverju sinni verið skógi vaxið, jafnvel allt frá fjöru til fjalls við upphaf landnáms. En forfeður okk- ar gengu hart að skóginum; hann var notaður til beitar og eldiviðar og var einn af þeim landkostum sem hélt lífinu í þjóðinni á harðinda- árum. Við þessu er ekkert að segja, en það er hægt að bæta skaðann; við getum skilað landinu því sem for- feður okkar tóku. Og það er mikið verk, því þar sem skógurinn hvarf hófst upp- blástur sem leiddi til örfoka lands. Rétt fyrir síðustu aldamót hófst barátta fyrir því að snúa vörn í sókn og á fyrstu árum aldarinnar var Skóg- rækt ríkisins sett á laggirn- ar. Síðan hafa bæst við skógræktarfélög um allt land og á fleiri sviðum rækt- unar hefur verið unnið mik- ið og gott starf, t.d. hefur Landgræðsla ríkisins náð markverðum árangri. En stærstur er að líkindum þáttur hugsjónafólksins um land allt, sem hefur skilið nauðsyn þess að klæða landið úr tötrum í skjólgóð klæði gróðursins. En því miður hefur fjárveitinga- vald ríkisins ekki alltaf ver- ið á sama máli og ræktunar- mennirnir, sem hafa þurft að standa í stöðugri baráttu við fjárveitingavaldið og því miður allt of sjaldan haft erindi sem erfiði. „Þjóðhátíðargjöfin" var myndarlegt átak á sínum tíma, en því miður hefur því ekki verið fylgt eftir. Það viðhorf hefur verið ríkjandi til skamms tíma, að skógrækt sé ekki annað en tómstundagaman, hún geti aldrei skilað neinum arði. En á síðustu árum hafa fleiri og fleiri landsmenn áttað sig á þeirri staðreynd, að það er hægt að rækta skóg á íslandi til nytja. Bændaskógar eru í vöggu, en eru þegar að komast á legg á Fljótsdalshéraði; skógrækt á Norðurlandi annar eftirspurn heima- manna eftir jólatrjám og gott betur, auk þess að rækta tré og runna fyrir ræktunarfólk; skjólbelti auka afurðir búpenings og matjurtagarða, jafnframt því að spara orku við húsa- hitun; og síðast en ekki síst sjá íslenskir skógar völund- um landsins í auknum mæli fyrir hráefni. Og það sem er meira um vert; Hákon Bjarnason fyrrverandi skógræktarstjóri, fullyrðir að íslenskir skógar geti séð okkur fyrir 95 prósentum af þeim smíðavið sem við þurfum. Fleiri kosti skóg- ræktar mætti nefna og hún er þegar orðin myndarleg atvinnugrein. Ræktunarþrá þjóðarinnar er að vakna eftir nær aldar- baráttu. Vonandi gerist það sama um fjárveitingavald- ið, þannig að hægt verði að gera átak í landgræðslu og skógrækt á komandi árum, með auknum framlögum til Skógræktar ríkisins, Land- græðslunnar og áhuga- mannafélaga. Jafnframt þarf að standa við bakið á bændaskógræktinni og opna landlausu áhugafólki leið til ræktunar. — GS Akureyri — bœr í rrúðju landi Norðlendingar hafa nú síðustu mánuði ákaft stundað þá vafa- sömu iðju að gráta Björn bónda. Þeir eru orðnir ófáir leiðararnir sem birst hafa í norðlenskum málgögnum, að ógleymdu öllu greinaflóðinu og útvarpssending- unum. Það er meira að segja svo komiö að jafnvel aðiiar fyrir sunnan eru farnir að taka þátt í grátkórnum, að vísu í falsetto, en taka undir þó. Ástæða alls þessa kórsöngs er skýrsla, vissulega svört um búsetuþróun í landinu sem unnin mun hafa verið á veg- um Fjórðungssambandsins. Það er í sjálfu sér góðra gjalda vert að semja þykka doðranta um vanda- mál Norðurlands, og vissulega skapar það atvinnu handa ein- hverjum sem ekki veitir af í kreppunni en um arðsemi þeirra starfa sem þarna skapast má vafalaust deila. Flóttinn rekinn Ekki eru Akureyringar eftirbátar annarra Norðlendinga í barlóms- listinni og ef til vill er þeim nokk- ur vorkunn þegar tillit er tekið til þeirrar staðreyndar að íbúum bæjarins fækkaði um sextán á síðastliðnu ári og þrátt fyrir þessa fólksfækkun virðist atvinnu- ástandið lítið ætla að batna, var það þó nógu slæmt fyrir. Það má endalaust deila um ástæður þeirrar kreppu sem Ak- ureyri umfram önnur bæjarfélög hefur þurft að ganga í gegnum. Menn tala um það að þjóðin hafi lifaö um efni fram og allt það, þó svo að erfitt sé að sannfæra það láglaunafólk, ekki síst hér á mesta láglaunasvæði landsins um slíkt enda hefur þetta fólk lítið fengið annað en að þefa af veig- unum í verðbólguveislunni frægu en orðið að þola timburmennina ekki síður en aðrir. En hið slæma þjóðmálaástand skýrir ekki nema að hluta til hina sérakureyrsku kreppu. Það verður að segjast eins og er, verulegur hluti þessarar kreppu er Akur- eyringum sjálfum að kenna og engum öðrum. Akureyringar með háttvirta bæjarstjórn í broddi fylkingar virðast helst gera sér það til dundurs að reka flóttann suður á bóginn, horfa á hann eins og hvert annað nátt- úrulögmál. Samfara þessu láta þeir svo plata sig upp úr skónum. Sem dæmi um það má nefna konuna ágætu að sunnan sem flutti hing- að með fyrirtæki sitt og græddi vel á hitaveituævintýrinu sællar minningar, en hljóp svo suður þegar því var lokið með nafn Norðurlands í farangrinum án þess að bofs heyrðist að norðan. Eða þá popphljómsveitin sem hyggst flytja suður til hins ímynd- aða „markaðar“ sjálfsagt til að koðna niður í reykvískri rigning- armeðalmennsku, eftir að hafa orðið sér úti um dálaglega upp- hæð úr sjóðum bæjarins. Nýjasta dæmið er svo hin fyrirhugaða iðnhönnunardeild sem þeir Reykvíkingar vilja endilega setja upp í Réttarholti sínu, að sögn til þess að koma listaskóla sínum, einum allra slíkra skóla alfarið á ríkisjötuna. Auðvitað á þessi deild hvergi heima nema í iðnað- arhöfuðstað íslands sem Akur- eyri óumdeilanlega er . . Og þá er ónefnt hvernig Akureyringar láta það óátalið að menn komi að sunnan til að græða á hvers kyns afþreyingarstarfsemi til dæmis misjafnlega löglegum videó- leigum og ljósmyndaframköllun. Þetta eru hlutir sem heimamenn geta sjálfir hæglega annast. Það sem að framan er sagt ber engan veginn að skoða sem neins konar norðlenska þjóðrembu í nasistastíl, eða fjandskap út í að- komumenn . . Ymsir bestu synir og dætur þessa bæjar hafa verið aðkomumenn og fordómar gagn- vart aðkomufólki eru svartur blettur á bænum. Þannig ætti Ak- ureyri tæpast eitt besta leikhús á íslandi ef ekki kæmi til fórnfúst og óeigingjarnt starf aðkomu- manna, til dæmis leikhússtjóra sem hafa verið hver öðrum betri. En taka ber þeim aðkomumönnum sem hér vilja leggja út í eins kon- ar „síldarævintýri" með varúð, ekki síst ef þeir vilja græða á at- vinnukreppunni í bænum. Og Akureyri þarf ekki að vera neitt síldarpláss. Margir möguleikar Akureyri er bær mikilla mögu- leika ef rétt er á málum haldið. Þessir möguleikar felast einkum í tveim samtvinnuðum kostum, legu bæjarins í miðju landinu, sem margir gera sér ekki grein fyrir og svo afleiðingu þessarar legu hið einstæða veðurfar sem á Akureyri ríkir. Kostir þessarar legu bæjarins komu berlega í ljós nú í vetur í sambandi við sýningar Leikfé- lagsins á „My Fair Lady“ og raun- ar einnig nú síðar á Karde- mommubænum, en báðar þessar sýningar hafa verið vel sóttar af fólki frá hinum ólíklegustu lands- hornum. Annars munu þessum möguleikum til „menningarstór- iðju“, vonandi verða gerð betri skil síðar . . En lega bæjar- ins býður upp á frekari mögu- leika. Það hefur komið í ljós að akureyrsk fyrirtæki hafa getað undirboðið reykvísk til dæmis á Austurlandi og þau geta einnig verið samkeppnisfær á Vestfjörð- um. Það er því óþarfi að einblína á Reykjavíkurmarkaðinn þó mikilvægur sé. En það þarf miklu meiri kynningu á þessum mögu- leika og getur maður ekki varist þeirri hugsun að þeim hundrað þúsundum sem varið var úr bæjarsjóði til að vinna gegn vímuefnaneyslu æskulýðsins, svo þarft mál sem það nú er hefði betur verið varið til kynningar á kostum bæjarins í stíl við það sem Reykvíkingar gerðu í vetur. 1 Það er nefnilega staðreynd að mikil fylgni er milli ofneyslu vímugjafa og stöðnunar í at- vinnu- og efnahagsmálum. Legu sinnar vegna getur Akur- eyri einnig orðið samkeppnisfær bæði á svið mennta- og heilbrigð- ismála og talandi um heilbrigð- ismálin þá get ég ekki stillt mig um að harma það tómlæti sem Akureyringar sýndu nýaf- stöðnu sjónverndarátaki. Fyrir- tæki og einstaklingar hafa svo sem oft verið örlát á gjafir til vog lendnahallanna suður hjá Davíð og því engin vorkunn að styrkja málefni í sinni heimabyggð. En við ráðum því miður hvorki yfir sjónvarpi né Dallasleikurum. Veðurfarið býr einnig yfir ýms- um kostum. Eyjafjörður er eitt besta landbúnaðarhérað landsins en hráefni landbúnaðarins geta ásamt sjávarfangi orðið undir- staða lífefnaiðnaðar og skal í þessu sambandi minnt á stór- merkt frumvarp Steingríms J. Sigfússonar um miðstöð rann- sókna á því sviði á Akureyri. Því máli hefðu norðlenskir fjölmiðlar mátt sinna miklu meira en raunin hefur orðið á . . Og það er ein- mitt þarna sem byrja þarf. Vekja þarf íbúana í miðju landsins til vitundar um möguleika sína sam- fara þrýstingi á stjórnvöld. Það er engin byggðastefna sem ekki er fylgt eftir af átaki heimamanna sjálfra í viðkomandi byggð. Reynir Antonsson

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.