Dagur - 25.05.1984, Blaðsíða 17

Dagur - 25.05.1984, Blaðsíða 17
25. maí 1984 - DAGUR - 17 ,Jríöfum hug á 3 stigum íí — KA : Víkingur kl. 17 á morgun Vegna sjónvarpsútsendingar á leik Stuttgart og Ham- burger á morgun hefur leikur KA og Víkings verið færður til og verður hann á KA-velIi kl. 17. „Við vonumst til þess að geta sýnt áhangendum okkar betri knattspyrnu en við gerðum á vinsson þjálfari KA er við rædd- um við hann um leikinn. Við höfum fullan hug á því að ná okkur í 3 stig í þessum leik.“ KA ætti að hafa góða sigur- möguleika í þessari viðureign ef liðið nær sér á strik. Liðið hefur aðeins náð einu stigi í tveimur fyrstu umferðunum og þarf því að lappa upp á stöðu sína í deild- inni. Víkingar hófu mótið með jafntefli gegn KR og síðan sigri gegn Val þannig að þeir eru sýnd veiði en ekki gefin og KA-menn þurfa að taka á öllu sínu til að knýja fram sigur. yy sagði Þorsteinn Ólafsson Mark Duffield. Mark í leikbann Mark Duffield verður í leikbanni er KA mætir Víkingi á KA-velli á morgun. Mark var með nokkur refsistig fyrir íslandsmótið og gula spjaldið sem hann fékk gegn Þór gerði það að verkum að hann fór í 10 stigin sem þýðir eins leiks bann. Fleiri leikmenn KA eru tæpir hvað þetta varðar og verða að gæta sín. Þannig er Njáll Eiðsson með 9 refsistig á bakinu og fær því leikbann við eitt stig til við- bótar. Þá er Erlingur Kristjáns- son með 8 refsistig. Nói líka Nói Björnsson verður ekki með Þór er liðið leikur gegn Þrótti á sunnudagskvöld. Hann fékk rautt spjald gegn KA um síðustu helgi og því eins leiks bann sjálfkrafa. Þá er óvíst hvort Bjarni Svein- björnsson getur leikið með, hann hefur átt við meiðsli í hæl að stríða og varð t.d. að fara af velli gegn Skagamönnum í fyrrakvöld. Sóknarmenn Þórs verða að teljast „aðalsökudólgarnir“ í leiknum gegn Skagamönnum á Þórsvelli í fyrrakvöld. Meiri grimmd þeirra upp við mark Skagamanna hefði hæglega getað fært Þór sigur en í stað þess héldu Skagamenn heim með 3:0 sigur. „Það var sorglegt að gera ekki út um leikinn í fyrri hálfleik" sagði Þorsteinn Olafsson eftir leikinn. „Við óðum í færum allan fyrri hálfleikinn en það vantaði alltaf að reka endahnútinn á sóknirnar." - Það er óhætt að taka undir með Þorsteini. Ekki skipti máli hversu góð marktækifæri Þórsar- ar fengu, þeim virtist fyrirmunað að skora. Skagamenn skoruðu hins vegar úr eina færi sínu í fyrri hálfleik, Guðbjörn Tryggvason á 37. mínútu fremur ódýrt mark þó vel væri að því staðið. í síðari hálfleik var leikurinn jafnari, en Skagamenn bættu tveimur mörkum við, Sigurður Halldórsson og Sveinbjörn Há- konarson. Þá brotnaði Þórsliðið og hefði reyndar getað fengið á sig fleiri mörk. Þórsarar verða að vera grimm- ari í sóknarleik sínum, sýna meiri vilja til að skora, skjóta meira í stað þess að spila sig alla leið í gegn. Það hefði reyndar ekki þurft mikla heppni til þess að þeir hefðu gert út um þenrian leik í fyrri hálfleik eins og Þorsteinn gat um hér að framan. 13 horn- spyrnur Þórs í leiknum gegn 2 Skagamanna segja líka sína sögu. Besti maður Þórs í þessum leik var Óskar Gunnarsson. Hann hefur riú verið færður í miðvarð- arstöðuna og hefur komið geysi- lega á óvart í leikjunum tveimur sem búnir eru í íslandsmótinu. Þá var Jónas mjög þokkalegur en aðrir leikmenn Þórs eiga að geta betur. , ,Þetta var gjöf‘ - sagði Gústaf Baldvinsson um vítaspyrnuna sem færði ÍBK jafntefli gegn KA „Ég er svekktur út af þessum úrslitum í Keflavík enda var stolið af okkur tveimur stigum þegar fimm mínútur voru eftir,“ sagði Gústaf Baldvins- son þjálfari KA eftir leikinn í Keflavík í fyrrakvöld, en þá gerðu KA og ÍBK jafntefli 1:1. Golf - Golf - Golf - Golf - Golf - Golf Tvö mót hjá GA Tvö golfmót verða á Akureyri um helgina. í fyrramálið kl. 9 hefst „four ball-best ball“ keppni og verða leiknar 18 hoi- ur með fullri forgjöf. Fyrsta drengjamót sumarsins hjá GA hefst kl. 13 á sunnudag og má búast við góðri þátttöku þar. Fjölmargir ungir piltar eru nú að stíga sín fyrstu spor á golf- vellinum og er ekki að efa að margir þeirra eiga eftir að ná langt ef þeir sýna golfinu áhuga. Piltarnir hafa verið mjög virkir í þeim mótum sem búin eru hjá klúbbnum og virðist framtíðin vera björt hjá GA. Þess má geta að nú í vikunni var farið að spila á sumarflöt- unum að Jaðri og völlurinn er óðum að komast í sumarskrúða. Völsungar heppnir Völsungar áttu í miklu basli með Leiftur frá Ólafsfírði í leik liðanna í 1. umferð Bikar- keppninnar á Húsavík í fyrra- kvöld. Leiftur hafði yfir 1:0 þar til nokkrar sek. voru eftir af leiknum er Völsungur jafnaði og f framlengingu tryggðu heima- menn sér sigur. Þá sigraði Tindastóll lið Magna 1:0. Þriðji leikurinn í N.landsriðli 1. umferðar verður á KA-velli kl. 20 í kvöld og leika þá Vaskur og Vorboðinn. „Dómarinn gaf þeim víta- spyrnu og það var einhver mesta gjöf sem ég hef séð. Maðurinn var búinn að missa boltann út af en lét sig detta og dómarinn beit á agnið. „Við lékum undan vindi í fyrri hálfleik og áttum þá allan leik- inn,“ sagði Gústaf. „Steingrímur Birgisson skoraði þá gott mark eftir samspil en Njáll gaf á hann síðustu sendingu. Við áttum bara að skora meira í fyrri hálf- leiknum. Þeir sóttu nokkuð í síðari hálf- leik undan vindi en áttu ekki nema eitt umtalsvert færi en Þor- valdur varði þá vel. Það var því slæmt að láta stela frá sér 2 stigum þarna í lokin,“ bætti Gústaf við. Próttur: Þór „Ég vona bara að menn læri eitthvað af leiknum við Skaga- menn, þeim mistökum sem þar voru gerð, og að mínir menn komi tvíefldir til leiksins gegn Þrótti á sunnudagskvöld,“ sagði Þorsteinn Ólafsson er við rædd- um við hann um leik Þróttar og Þórs í Laugardal á sunnudags- kvöld. „Ég hef trú á að mínir menn verði grimmir og leiki til sigurs, ekki veitir af eftir leikinn í fyrra- kvöld,“ sagði Þorsteinn. AKUREYRARBÆR Skemmtun fyrir aldraða verður haldin í Sjallanum sunnudaginn 27. maí nk. kl. 15.00 á vegum Félags aldraðra, Lions- klúbbsins Hængs og Félagsmálastofnunar Akur- eyrar. Gestur samkomunnar verður Halldór Laxness, leikarar frá Leikfélagi Akureyrar munu flytja stutta dagskrá úr verkum skáldsins. Allir aldraðir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Að- gangur ókeypis. Þeir sem óska eftir að verða flutt- ir heiman og heim eru beðnir að hringja í síma 22770 kl. 13-14 sunnud. 27. maí. Skrifstofiiyélar hf. og Bókval sf. sýna helstu nýjungar í skrifstofutækjum á Hótel KEA dagana 25. og 26. maí. Sýningin verður opin frá kl. 10 til kl. 18 báða dagana. © Umboð Akureyri k. ■ val 7?s ST Hverfitgötu 35, Rvk Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri Staða sérfræðings í handlækningum við Handlækningadeild sjúkrahússins (131/3 eykt) er laus til umsóknar. Upplýsingar um stöðuna veitir Gauti Arnþórsson yfirlæknir deildarinnar í síma 96-22100. Umsóknir sendist til framkvæmdastjóra sjúkra- hússins fyrir 25. júní ’84. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Útboð Hreppsnefnd Hvammstangahrepps óskar eftir tiiboðum í þriðja hluta fyrsta áfanga viðbygg- ingar við Grunnskóla Hvammstanga. Verkið felst í því að reisa þak á húsið og einangra það, klæða húsið að utan og ganga frá þak- köntum útihurðum, gluggum og glerjun ásamt öðru tréverki úti samkvæmt teikningum og verk- lýsingu Fjarhitunar hf. og Teiknistofunnar Lauga- vegi 42. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist 20. júní nk. og verði lokið 1. okt. 1984. Útboðsgögn liggja frammi og verða afhent gegn 5.000 kr. skilatryggingu á skrifstofu Hvamms- tangahrepps og verkfræðistofunni Fjarhitun hf. Borgartúni 17, Reykjavík. Tilboðum skal skila á sömu staði fyrir kl. 11 föstu- daginn 8. júní nk. en þá verða tilboð opnuð að viðstöddum bjóðendum. Sveitarstjóri Hvammstangahrepps.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.