Dagur - 25.05.1984, Blaðsíða 10

Dagur - 25.05.1984, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - 25. maí 1984 „Nei, ég er ekki orðinn íslendingur ennþá á pappírunum, œtli ég sœkist nokkuð eftir því, þar sem mér þœtti heldur óviðkunnanlegt að koma sem réttinda- laus gestur til míns föðurlands. Par að auki fœrir íslenskur ríkisborgararéttur mér lítið annað en kosn- ingarétt til Alþingis og reynslan hefur kennt mér að það skipti ekki sköpum hverjir stjórna landinu. En ég hugsa á íslensku og mig dreymir á íslensku og ég næ ekki tökum á móðurmáli mínu fyrr en eftir eins til tveggja vikna dvöl í Noregi. Þangaðfer ég árlega og mér finnst gott að koma til Noregs í heimsókn, en eftir tvær til þrjár vikur er ég oft- ast búinn að fá nóg. Pá fer mig að langa heim til íslands. Eg er því orðinn íslendingur í mér, þó ég hafi ekki réttindi sem slíkur. “ Það er tónlistarmaðurinn Roar Kvam, sem hefur orðið í viðtali við Dag. Hann er íslenskur Norðmaður, sem kom fyrst til Akureyrar árið 1971, til að kenna við Tónlistarskól- ann og stjórna lúðrasveit bæjarins. Hvernig kom það til? % Vildi breyta til „Það er erfitt að staðhæfa og til- greina eina ákveðna ástæðu fyrir því að ég kom til íslands. Þegar ég tók þessa afdrifaríku ákvörðun var ég við nám í Tónlistarháskólanum í Osló og hafði lokið við fyrri hluta náms í stjórnun kóra og hljómsveita. Þá langaði mig til að taka frí frá námi og gera eitthvað annað um tíma. Ég rakst á auglýsingu í skólanum mínum þar sem leitað var eftir manni til að taka að sér kennslu á blásturshljóð- færi við Tónlistarskólann á Akureyri og stjórnun lúðrasveitar bæjarins. Þar að auki var þessum manni ætlað að þjálfa upp lúðrasveit innan skólans. Ég ákvað að reyna í eitt ár, enda hafði alla tíð blundað í mér ein- hver forvitni um ísland, því þegar ég var 12-13 ára gamall hafði dottið í mig að læra íslensku. Það var eitt- hvað spennandi við þetta land og þessa þjóð, sem er svo nátengd Nor- egi, en samt svo fjarlæg Norð- mönnun, að því er mér finnst. Að vísu varð aldrei neitt úr því að ég lærði íslenskuna sem barn, en ég fór til íslands sem fullorðinn maður. Eft- ir að ég hafði verið þar í ár ákvað ég að setjast að á Akureyri. Og ég hef aldrei séð eftir þeirri ákvörðun. Hér hef ég haft vinnu við mitt hugðarefni, tónlistina, sem ég hafði aflað mér menntunar til. Ég efast um að sú menntun hefði nýst mér í Noregi.“ - Roar býr á Fossbreku, sem er nýbýli frá Mógili á Svalbarðsströnd, en þaðan er eiginkona hans, Gígja Kjartansdóttir, orgelleikari. Þangað heimsótti ég Roar og við spjölluðum saman í litlu gróðurhúsi sunnan við bæ. Þarna hafa þau hjónin komið sér notalega fyrir og trjárækt þeirra sunnan og austan við bæinn er farin að bera ríkulegan árangur. Roar er um kortér að aka til vinnu sinnar í Tónslistarskólanum, en hann setur það ekki fyrir sig, segir Fossbrekku hafa upp á svo mikið að bjóða að ferðirnar séu fyllilega á sig leggjandi. Ég ýjaði að því að það hafi verið Gígja sem kom með hann til landsins. 9 Hafði frétt af Gígju „Nei, það er nú ekki alveg rétt hjá þér en við komum hingað á sama tíma, hún frá námi í kirkjutónlist í Hannover í Þýskalandi, en ég sem innflytjandi frá Noregi. Þá þekkt- umst við ekki, en ég hafði samt haft spurnir af henni, svo tilviljanakennt sem það var. Það vildi þannig til að hljómfræðikennarinn minn í Osló hafði verið í Hannover. Þegar hann hafði spurnir af því að ég væri á leið- inni til íslands, þá fór hann að segja mér frá skólasystur sinni frá Hann- over, sem væri frá íslandi, og gaf henni gott orð. Það var Gígja Kjart- ansdóttir, sem síðar átti eftir að verða eiginkona mín. Hún átti að sjálfsögðu sinn þátt í að ég festi rætur, þannig að það eru mörg sam- verkandi atriði sem hafa gert mig að norskum íslendingi. Og ég held að allir sem búa á íslandi geti verið ánægðir. Við höfum það tiltölulega gott, þótt kaupið sé lágt. En það er ekki það sem öllu skiptir í lífinu." - A undanförnum áratug - og ein- hverjum árum betur - hefur verið unnið mikið uppbyggingarstarf innan Tónlistarskólans á Akureyri. Raunar má segja að í þeim skóla hafi alla tíð verið unnið uppbyggingarstarf en það sem ég á við er uppbygging hljómsveitar, nokkurs konar vísir að „Sinfóníuhljómsveit Akureyrar". Þessi hljómsveit hefur dafnað vel þótt sveiflur hafi verið í þroskanum og hún hefur gert tónlistarunnendum á Akureyri glatt í geði á undanförn- um árum, sérstaklega í samstarfi við Passíukórinn á Akureyri, sem Roar stofnaði á sínum tíma. Ég spurði Roar um hljómsveitina. „Þegar ég kom að skólanum, á sama tíma og kollegi minn Michael Clarke, var engin hljómsveit starf- andi við skólann, það var ekki um neinn samleik að ræða. Þá voru haldnir 2-3 nemendatónieikar á skólaárinu, en þeir byggðust að mestu á framgangi einstaklinga og að stærstum hluta á píanóleik. Síðan höfum við reynt að byggja upp hljómsveit og miðað við árangur síð- ustu 10 ára getum við verið bjartsýnir á framhaldið. Ég tel að það eigi að reka þá pólitík í skólanum, að nýta námið og þar með kennsluna til að æfa hljómsveit. Nemendurnir þurfa að fá sem breiðasta menntun. Og námið á fyrst og fremst að vera skemmtilegt, það á ekki að þurfa að vera nemendunum þraut. Það verður að horfa til þess, að í skólanum er ekki fyrst og fremst verið að ala upp atvinnumenn í tónlist. Slfk efni eru í minnihluta. Meginverkefni skólans er að þroska tónlistarþekkingu þeirra sem þar eru, þannig að þeir hafi meira gaman af músík og njóti betur þeirrar tónlistar sem þeim er boðið upp á. Tónlistarskólarnir bæta sem sé tónlistarmenningu þjóðarinnar. Þessu hefur ekki verið sinnt sem skyldi og grunnmenntunin í skólum landsins er í molum, einfaldlega vegna þess að kennara vantar. Það er slæmt, því íslendingar, já og raunar Norðmenn líka, eru ekki þekktir fyr- ir gott taktskyn, þeir þurfa flestir hverjir að hafa mikið fyrir taktinum. Þetta kemur glöggt fram í þeirra þjóðlögum. Við erum til dæmis langt á eftir Þjóðverjum í tónlistarmenn- ingu, sem byggist á góðri undirstöðu- menntun þeirra í tónlist. Vegna þessa mega tónlistarskólarnir ekki slá slöku við að mennta tón- listaráheyrendur framtíðarinnar. Það má sem sé ekki miða kennsluna við að hver og einn nemandi sé upprenn- andi snillingur, þó vissulega séu efni innan um. Að þeim þarf að hlúa eftir mætti en af öllum þeim sem verið hafa hjá mér í skólanum síðan ég byrjaði man ég ekki eftir nema tveim sem lagt hafa tónlistina fyrir sig sem aðalstarf." 0 Getur verið hundleiðinlegt - Nú hefur hljómsveitin fengið nokkurn byr í vetur, ekki síst í sam- starfi við Leikfélag Akureyrar í My Fair Lady og Kardemommubænum. Er það ekki kærkominn hvati? „Jú vissulega, en í raun og veru hafa krakkamir ekki þroska til að starfa í atvinnuhljómsveit. Til þess vantar þau festuna, sem varð til þess að á sumum sýningum var músíkin mjög slæm en á öðrum glimrandi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.