Dagur - 25.05.1984, Blaðsíða 19

Dagur - 25.05.1984, Blaðsíða 19
25. maí 1984-DAGUR-19 Bylting í skrifstofubúnaði Stórkostleg bylting hefur átt sér stað nú á síðustu árum í tækjabúnaði til skrifstofuvinnu og stjórnunar fyrirtækja með örtölvubúnaði og nýjungum í ritvinnslu og Ijósritun. í dag og á morgun (föstudag og laugardag) kl. 10.00 til 18.00 sýna Skrifstofuvélar hf. og Bóícval sf. í Gildaskála Hótels KEA helstu nýjungar á þessu sviði. Þar verður kynnt meðal annars nýja IBM PC tölvan ásamt forritum en tölva þessi er mest selda tölva í heiminum í dag. Einnig verður kynnt þarna ódýra heimilistölvan LYNX ásamt forritum. Þarna verður meðal annars það nýjasta í Ijósritunarvélum, stimpil- kössum fyrir verslanir; ritvél- ar, reiknivélar, stimpilklukkur o.m.fl. af nýjungum fyrir þess- ar starfsgreinar. Sérfræðingar frá Skrifstofu- vélum hf. sem er innflytjandi þessara tækja verða þarna til leiðbeininga og ráðgjafar. Allir þeir sem hugsa til nýj- tunga á þessu víðfeðma starfs- sviði eru hvattir til að notfæra sér þetta tækifæri. „Lífmyndir“ í Samkomuhúsinu - Fjallar um líf og kjör vangefinna og aðstandenda þeirra Mánudaginn 28. maí sýnir Leikfélag Sólheima látbragðs- leikinn „Lífmyndir" í Sam- komuhúsinu kl. 20.30. „Lífmyndir“ er látbragðs- leikur í 14 atriðum sem saminn er af starfsfólki Sólheima. Verkið fjallar um líf og kjör vangefinna einstaklinga og að- standenda þeirra. Á Sólheimum í Grímsnesi dveljast nú um 40 vangefnir einstaklingar, en heimilið var stofnað af Sesselju Sigmunds- dóttur árið 1930 og er því elsta starfandi stofnunin fyrir þroskahefta hér á landi. Leik- list hefur löngum verið snar þáttur í starfi Sólheima. Flutn- ingur þýskra helgileikja var ár- viss viðburður á Sólheimum áður fyrr. Á sl. ári voru sett upp tvö frumsamin leikverk og annað þeirra sýnt í Reykjavík. Leiklist er á margan hátt öfl- i ugt meðferðartæki í starfi með þroskahefta einstaklinga. Ráðgert er að sýna verkið á Egilsstöðum 30. maí en síðan verður farið í leikferð um Norðurlönd. Verkið hefur einnig verið sýnt á ísafirði og Seltjarnarnesi. „Lífmyndir'1 höfða sérstak- lega til aðstandenda þroska- heftra og þeirra sem starfa með þroskaheftum eða láta sér annt um kjör þeirra og aðbún- að. Öll hutverk eru í höndum vistmanna Sólheima. 13 leikarar taka þátt í sýningunni. Leikstjóri er Magnús J. Magn- ússon, en Mist Þorkelsdóttir samdi tónlist. Hér á Akureyri munu félag- ar úr Styrktarfélagi vangefinna vera Sólheimahópnum til að- stoðar. Auk þess hefur Baut- inn boðið leikhópnum upp á veitingar í Smiðjunni eftir sýn- inguna á mánudag. HÉjp LIFMYNDIR Sveitanmkaður á haustdögum Nokkrir áhugamenn hafa í hyggju að efna til sveita- markaðar við Eyjafjörð vest- anverðan um miðjan ágúst- mánuð. Er gert ráð fyrir að menn komi þar með vörur sín- ar og selji þær sjálfir, en til þess fái þeir borðpláss undir berum himni eða bílastæði ef þeir vilja selja úr bíl sínum. Menn verðleggja vöru sína sjálfir. Varan getur verið hvað sem er, helst eitthvað sem menn framleiða sjálfir, skraut- munir svo sem fallegir steinar, skeljar eða smtðagripir eða eitthvað gagnlegt, matvara svo sem nýjar kartöflur, heima- ræktað grænmeti, rabarbara- sulta, fiskur, nýr eða siginn eða hvað sem mönnum dettur í hug. Einnig geta menn tekið til á háaloftinu eða kjallaran- um og reynt að selja eitthvað af skraninu, sem þar er að finna. Öðrum getur þótt feng- ur í því sem einn ætlar að fleygja. Á markaðsdaginn verður ýmislegt gert til að stytta fólki stundirnar og gera daginn sem eftirminnilegastan. Þeir sem áhuga hafa á að selja eitthvað á markaðnum éru beðnir að tilkynna það hið fyrsta til Bjarna E. Guðleifs- sonar, vinnusími 24477 eða Jósavins Helgasonar, Litla- Dunhaga, sími 23100. Þess er vænst að sem flestir sýni þessu áhuga og bjóði fram vörur sín- ar og hefji undirbúning og framleiðslu strax. Þetta er kjörið tækifæri fyrir alla til að drýgja tekjur sínar, svo sem auralitla unglinga, hugvitsama einstaklinga og iðna öldunga. Afinœlishátíð Bílaklúbbsins Elías sýnir í Gkrár- götu34 „Ég hef stundum sagt, að Elías sé eini listamaðurinn utan Reykjavíkur, sem hefur lífsviðurværi af list sinni,“ sagði Bárður Halldórsson í samtali við Dag, þegar hann kynnti málverkasýningu Elías- ar B. Halldórssonar. Sýningin hefst laugardaginn 26. maí, sem sé á morgun, og hún er í listsýningarsalnum að Glerár- götu 34. Sýningin verður opin alla virka daga frá 20-22, en laugardaga og sunnudaga frá 14-20. Sýningunni lýkur sunnudaginn 3. júní. Allar myndirnar eru til sölu. - Mikið um að vera hjá Bílaklúbbi Akureyrar Þetta verður vegleg hátfð í til- efni af tíu ára afniæli klúbbsins og við vonumst til að sent tlest- ir af stofnfélögunum og heið- ursfélögunum verði viðstadd- ir, sagði Kristján Kristinsson, formaður Bílaklúbbs Akur- eyrar er blaðamaður Dags ræddi við hann uin afmælishóf félagsins sem haldið verður að Gránufélagsgötu 49 (Kiwanis- húsinu) annað kvöld. - Þetta hóf cr opið öllum núverandi og fyrrvcrandi fé- lögum og ég vil nota tækifærið til að skora á sem flesta að mæta. Dagskráin verður í grófunt dráttum sú að saga fé- lagsins verður rakin en síðan skemmta menn sér sem rncst þeir njega, sagði Kristján en veislan hefst kl. 21. Afmælis- árið vcrður annars annasamt hjá Bílaklúbbi Akureyrar. Fyrirhuguð er sandspyrnu- keppni í byrjun næsta mánað- ar en torfærukeppni er Irestáð eitthvað fram á sumarið. - Það er erfitt að fá kepp- endur i torfæruna. Göntlu jaxlarnir cru allir að hætta og það tckur tíma fyrir þá ungu að koma upp. Ég vona þó að jeppaleiknin bæti úr því og við verðum með harðsnúið lið inn- an nokkurra ára, sagði Krist- ján Kristinsson. Annað sem er á dagskráinni í sumar er bílasýningin við Oddeyrarskóla á 17. júni en þar veröur sérstök áhersla lögð á glæsilega fornbíla. Af öðrum viðburðum má nefna torfærukeppni í sumar, rally cross og hugsanlega moto- cross en auk þess munu félagar í BA rcyna að vinna að upp- byggingu keppnissvæðis síns í Glerárdal. - Það er bara þessi eilífa barátta við öskuhaugana. Á mcðan þeir eru á sínum stað cr lítið hægt að gcra, sagði for- maöurinn. Vegleg hársýning hddin í SjaUmum Mikil hársýning verður í Sjall- anum nk. laugardag. Það er Klúbbur CVS á Norðurlandi sem stendur að sýningunni en kynnt verður vor- og sumar- tíska í hárgreiðslu fyrir dömur og herra. Sýningin hefst kl. 21.30 í Sjallanum og ef að líkum lætur verður ýmislegt skemmtilegt á boðstólum. Kynnir á hátíð- inni verður Torfi Geirmunds- son, hársnyrtir úr Reykjavík. Sýning Helga í Swmuhlíð að Ijúka Á sunnudagskvöldið lýkur sýningu Helga Björnssonar á leirmunum, sem staðið hefur í Gallerí Sunnuhlíð síðan um síðustu helgi. Að sögn Helga hefur sýningin verið vel sótt það sem af er, en hún er opin daglega frá 14-22. Sýningá handavinnu íHlíð Árleg handavinnusýning vistmanna á Dvalarheimilinu Hlíð verður á morgun, laugar- daginn 26. maí og stendur hún frá 14-17. Á sýningunni verða prjónaðir, heklaðir og saum- aðir munir, sem allir eru til sölu. Auk þess verða kaffiveit- ingar á boðstólum. Sigfús Halldórsson verður „aðalnúmerið" á Vorvöku á Dalvík. Hér er hann á góðri stund með Guðjóni Pálssyni, píanóleikara. Mynd: GS. Vorkoma á Dalvík „Vorkoma" Lionsklúbbs Dal- víkur verður um helgina og hefst með málverkasýningu Sigfúsar Halldórssonar í Dal- víkurskóla í dag. Þar verða jafnframt sýndir safnmunir, annars vegar úr safni Hafsteins Pálssonar sem á um 700 hljómplötur, en hins vegar úr safni Birnu Kristjánsdóttur, sem hefur safnað yfir 200 gerð- um af gleraugum. Sýr verða opnar fram a sunnudag frá 10 - 22. Á laugardaginn kl. 15 og 17 verða bíósýningar fyr- ir börn og unglinga, þar sem sýnd verður myndin „Rúntur- inn“. „Vorkomunni" lýkur síðan með tónleikum í Víkur- röst kl. 15. Þar syngja Elín Sigurvinsdóttir og Friðbjörn G. Jónsson við undirleik Sig- fúsar Halldórssonar - og þau flytja eingöngu lög eftir Fúsa. Samkór Dalvíkur kemur einn- ig fram á tónleikunum. Menn- ingardagar sem þessir eru ár- legur viðburður á vegum Lionsklúbbs Dalvíkur og er öllum heimill ókeypis að- gangur. Að sögn Lionsmanna er þetta þakklætisvottur þeirra til heimamanna fyrir veittan stuðning fyrr og síðar. - GS.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.