Dagur - 25.05.1984, Blaðsíða 12

Dagur - 25.05.1984, Blaðsíða 12
12-DAGUR —25. maí 1984 nseit® „Ég hciti Ingibjörg Edda Haralds- dóttir, það cr nú ansi langt nafn finnst mér," sagði þcssi hressi upp- rcnnandi píanólcikari, scm Dags- mcnn hittu í Tónlistarskólanum á Hvammstanga á dögunum. Hún var ckki sérlcga hrifin af blaða- mönnum, vildi lítið við þá tala. „Mcr finnst þið nú vcra dálítið skrýtnir karlar," sagði sú stutta og vildi frekar ræða við kennarann sinn, Guðjón Pálsson. Foreldrar hcnnar cru Haraldur Tómasson, læknir á Hvammstanga og lngibjörg Guðmundsdóttir Jóhannssonar söngstjóra og píanóleikara á Akur- cyri. í þcirri ætt cr mikil músík, þannig að Ingibjörg Edda á ckki langt að sækja áhugann fyrir píanó- inu. Ekki sagðist hún þó hafa áhuga á að stjórna karlakór cins og afi hennar gerir, „því þeir cru svo lciðinlcgir," sagði hún. Ingibjörg Edda cr 9 ára og hefur verið í tvo vetur í spilatímum hjá Guðjóni. Áður cn það kom til sagðist hún hafa dundað scr við að scmja ópcr- ur cn þá var söngröddin hcnnar hljóðfæri og Ingibjörg Edda hló dátt þcgar hún hafði trúað okkur fyrir þcssu lcyndarmáli. Guðjón lét vcl af þcirri stuttu scm nemanda og hvcr vcit ncma hún cigi cftir að láta að sér kvcða scm tónlistarmaður þegar úr hcnni tognar. ,Við hlustum ekki á sinfóníumar“ Rætt við upprennandi píanósnillinga á Hvammstanga - Við œfum talsvert heima og svo erum við í tímum hjá Guðjóni. Við erum búnar að vera þrjá vetur í þessum tímum og œtlum örugglega að halda áfram. Þetta sögöu þær Sóley Halla Egg- ertsdóttir og Inga Hanna Guð- mundsdóttir t samtali við blaða- mann Dags en þær voru þá á leið í píanótíma hjá Guðjóni Pálssyni, skólastjóra Tónlistarskóla V.- Húnavatnssýslu á Hvammstanga. Að sögn þeirra Sóleyjar og Ingu þá er það aðallega „Beethoven og svo- leiðis” sem |rær leika en báðar voru mjög sáttar við þessa tegund tón- listar þó þær játuðu fúslega að sum lögin væru hundleiðinleg, svona rétt eins og gerist. - Hvaða tónlist hlustið þið á í út- varpinu? - Við hlustum ekki á sinfóníur en hlustum þeim mun meira á Rás 2, sógðu þær en Hvammstangi cr á því svæði sem nær útsendingum Rásarinnar. - Hafið þið hug á að verða at- vinnupíanóleikarar í framtíðinni? - Ætli það, segir Inga Hanna og bætir því við að þó gæti verið gam- an að komast í popphljómsveit. - Leika foreldrar ykkar á hljóð- færi? - Pabbi minn spilar á orgel. Hann bara finnur þetta upp hjá sér sjálfum en hefur aldrei lært neitt sérstaklega á hljóðfæri, segir Sóley Halla en vinkona hennar segist vera sú eina í sinni fjölskyldu sem lært hefur á hljóðfæri. - Hver eru áhugamálin fyrir utan píanónámið? - Dýrogsund.segirlngaHanna og Sóley Halla tekur undir varð- andi sundið. Pað kemur síðan í Ijós að hún er ein efnilegasta sundkona staðarins og keppir fyrir USVH. Keppti meðal annars á fslandsmóti unglinga f Vestmannaeyjum í fyrra og stóð sig með ágætum þrátt fyrir að ekki hefði gefist mjög mikill tími til æfinga. Sóley Halla segist stað- ráðin í að keppa áfram í sundinu en auk þess æfir hún frjálsar íþróttir og víðavangshlaup. - Hvernig er að eiga heima á Hvammstanga? - Frábært, segja þær báðar ein- um rómi. - Krakkarnir á staðnum eru mjög skemmtilegir og okkur leiðist sjaldan. - Skólinn? - Hann er ágætur. Það er bara verst hvað það er þröngt um okkur, segja þær stöllur um leið og við kveðjum. - ESE Sóley llulla og Inga Hannu - píanóleikarar og sunddrottningur á upplcið. „Ég œda að bœta „Já, þetta er mjög gott hjól get ég sagt þér, og það kemur í góðar þarfir við að bera mig milli húsa hér á Blönduósi, auk þess sem það er hollt að hjóla, það eykur út- haldið, “ sagði Hrönn Sigurðardóttir, 14 ára blómarós sem Dags- menn hittu á Blöndu- ósi. Þegar að var spurt kom í ljós, að Hrönn er einn kraftmesti frjáls- íþróttamaðurinn á Blönduósi og keppir fyrir Hvöt. Hún æfir ýmsar greinar, en hennar uppáhaldsgrein er hástökk. „Ég tók þátt í íslandsmeistaramóti unglinga í frjálsum, sem haldið var í Reykjavík á sínum tíma. Þar keppti ég m.a. í hástökki og það gekk bara vel. Hæst hef ég stokkið 1,45, en næsta takmark er að komast yfir 1,50 og ég er alveg að hafa það. Þegar það tekst hef ég slegið gildandi Blöndu- ósmet í hástökki,“ sagði Hrönn ákveðin og Dagur sendir henni bar- áttukveðjur. Hrönn upplýsti Dagsmenn um það, að talsverður áhugi fyrir frjáls- um íþróttum væri á Blönduósi og hún sagðist ákveðin í að halda æfing- um áfram. Hún var spurð hvað ung- lingar á Blönduósi gerðu í frístund- um, hvort þeir færu í sjoppuhangs og reykingar? „Nei, nei,“ sagði Hrönn hneyksluð og nærstaddir félagar hennar tóku í sama streng. „Það reykir eiginlega enginn af mínum jafnöldrum og það er lítið gaman að hanga í sjoppunni. Hér er nóg annað við að vera. Mörg okkar eru í íþróttum, við förum í bíó og svo er líka opið hús í skólan- um, þar sem 9. bekkur sér um diskótek og ýmis skemmtiatriði. Já, já, það er ofsalega gaman að vera táningur á Blönduósi, ekki kvörtum við,“ sagði Hrönn Sigurðardóttir. Þar með var hún þotin af stað á reið- skjóta sínum. - GS Hrönn Sigurðardóttir með reiðskjóta sinn

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.