Dagur - 25.05.1984, Blaðsíða 3

Dagur - 25.05.1984, Blaðsíða 3
25. maí 1984 - DAGUR - 3 Veiðileyfi hérogþar Sem betur fer eru alltaf til menn, sem leyfa sér hugmyndaflug og byggingu skýjaborga á góðum stundum. Slíkar hugmyndir verða sjaldnast að veru- leika, en þó kemur það fyrir, a.m.k. reyna hugmyndasmiðirnir að koma hugmyndum sínum í framkvæmd, þótt óraunhæfar séu. Ég frétti til dæmis af einum, sem seldi útlendingum veiði- leyfi í Polli Akureyringa fyrir væna fúlgu af dollurum. Síðan komu út- lendingarnir norður um mitt sumar og hugðust taka hvern stórfiskinn á eftir öðrum á stöng úr Pollinum, enda sagði sá er seldi veiðileyfin, að græðgin væri slík í fiskinum, að ástæðulaust væri að hafa fyrir agni á öngulinn. Þessu trúðu útlendingarnir og veiðileyfin seldust grimmt. Þetta heitir að koma hug- myndum sínum í verð. Það skemmdi heldur ekki fyrir, að veiðileyfin voru prentuð á fínan karton með gulli. En þó þessi ágæti maður hafi lofað fiski sem ekki var til staðar, hvað þá að hann hefði nokkurn veiðirétt á um- ræddum stað, þá er ekki að vita nema hann hafi slysast til að vera nokkuð framsýnn. Hver veit nema Pollurinn og Eyjafjarðará búi yfir ónýttum fiski- ræktarmöguleikum, sem eigi eftir að færa heimamönnum björg í bú. Eflaust yrði það líka til að efla Akureyri sem ferðamannabæ, ef hægt yrði að gera Pollinn - eða lón og tjarnir tengdar honum - að paradís fyrir stangaveiði- menn. Eingöngu fyrir konur Alltaf sækja konur á. Skemmst er að minnast „krúttmagakvöldsins“ í Sjallanum, en í Bandaríkjunum eru þær enn stórtækari. Pað nýjasta þar í landi eru sérstök bifreiðaverkstæði fyrir konur, þ.e.a.s. bílana þeirra, samkvæmt frétt í „Ökuþór". Á þess- um verkstæðum fá karlmenn alls ekki aðgang með sína bíla og kon- urnar eru harðánægðar, segja „kvennaverkstæðin“ mun betri og þar að auki ódýrari en almennu verk- stæðin. í dag eru komin um 1.300 verkstæði af þessu tagi í Bandaríkj- unum og í hverjum mánuði bætast ný við. Pessi verkstæði hafa eflaust nóg að gera, því 33 milljónir kvenna eru skráðir bifreiðaeigendur í Bandaríkjunum að sögn „Moderna transport". Mikú barátta um nwma-golf Einn af boðberum einkaframtaksins, Hreiðar vinur minn Jónsson, sótti um heimild til að setja upp mini-golfvöll á túninu fyrir sunnan sundlaugina á Ak- ureyri. Iþróttaráð samþykkti það fyrir sitt leyti og litlu munaði að bæjarstjórn gerði það sama. En þá reis upp boðberi félagshyggjunnar, Jón Sigurðarson, morgunsundmaður með meiru, og vildi að bæjarráð fjallaði nánar um málið. Lét hann þess getið í leiðinni, að sér þætti eðlilegra að sundlaugin setti upp mini-golf á sundlaugarsvæðinu, enda hefðu starfsmenn hennar lýst yfir vilja til þess, en ekki fengið framkvæmda- leyfi bæjarstjórnar. Nú, það var svo fjasað eitthvað um málið í bæjarráði á nokkrum fundum, svona ekki ósvipað því er leiktækjamálið var þar til um- ræðu forðum. Loks fékkst sú niður- staða, að Hreiðari skuli ekki heimilt að setja upp mini-golf á sundlaugarsvæð- inu. Það er hins vegar ekki óhugsandi, að Sundlaug Akureyrar verði heimiluð slík starfsemi. Umsókn Hreiðars hefur því verið til einhvers. Pess er því ef til vill ekki langt að bíða, að morgunsund- menn geti fengið sér einn mini-golf- hring með sundinu. Pegar þar að kem- ur skora ég á Jón Sigurðarson í einn hring. Við komum okkur saman um verðlaunin. Ráðtil þeirra sem em þyrsúr sí og œ Þeim fjölgar stöðugt þessum „þorsta- heftu“, eins og Flosi Ólafsson nefnir þá sem á fínu máli eru kallaðir „óvirkir alkohólistar". En sumir láta sér nægja að halda í við sig - fyrir nú utan þá sem aldrei láta það eftir sér að bragða áfengi. Svo eru þeirlíka til, sem aldrei langar í’ða, eftir því sem þeir sjálfir segja. Einn ágætur vinur minn drakk oftast viskí þegar hann bragðaði vín. Ég hélt. að hann væri sælkeri og hefði löngun í viskíbragðið. En það var nú öðru nær. - Ég passa mig með að drekka viskí vegna þess að mér finnst það virkilega vont; þannig drekk ég minna, sagði þessi ágæti vinur minn. Þetta var hans ráð til að hefta þorstann og eflaust ekki verra en önnur. En svo má illu venjast að gott þyki! Uppörvandi starfsheiti Ég fékk að sitja aftan á „kartöflunið- ursetningarvél“ hjá góðum granna á dögunum. Tvo þarf á slíka vél og sessunautur minn var ung stúlka, sem á ættir að rekja til höfðingja í Öngulsstaða- og Saurbæjarhreppi og hefur þar að auki gengið í skóla í Hrafnagilshreppi. Horfir því vel með framtíð stúlkunnar. Við ræddum um starfsheiti okkar þennan dag. Ég stakk upp á nöfnunum „kartöflu- tæknir“, „sæðir“, eða jafnvel „útsæð- ir“. En stúlkan mátaði mig alveg þeg- ar hún benti á að eðlilegast væri að nefna okkur „niðursetninga“, sem væri eftirtektarvert starfsheiti í síma- skrá, en um uppskerutímann í haust fengjum við eflaust starfsheitið „upp- takarar“ ef við héldum okkur við kartöfluræktina áfram. Fyrir daga tanka- vœðingarinnar Þessi mynd er ekki svo ýkja gömul, en þó sýnir hún starfshætti sem eru nær horfnir. Það er Jóhannes Pálsson sem er að hella mjólk úr mjaltavélakút í brúsa um trekt með síu. Síðan var farið með brúsann á brúsapallinn, en þangað kom Bjössi á mjólkurbílnum og fór með brúsann í samlagið, þar sem hann var losaður. Svo kom Bjössi með brús- ann til baka aftur, gjarnan með skyr- slatta í og stundum fylgdi GT (Gamli Tíminn) líka. Þetta er liðin tíð. Nútím- inn er tekinn við. Mjólkin fer úr kúnum um mjaltakerfin beint í kælitank. Síðan ekur „Bjössi" á tankbílnum sínum heim að fjósi og sækir mjólkina. Brúsa- streðið tilheyrir liðinni tíð, sem betur fer. Sala á trjám og runnum er hafin Fjölbreytt úrval, hagstætt verð. Plöntusalan er opin frá kl. 13—18 mánudag-föstudags og kl. 14-16 laugardag og sunnudag. Plöntur eru sendar ókeypis á Bögglageymslu KEA. Heimsending gegn vægu gjaldi. Skógrækt ríkisins Vöglum Sími 23100. Símatimi kl. 10-12 daglega. Aburðarkaupendur Þar sem áburðarafhendingu lýkur 30. maí nk. eru þeir sem eiga ótekinn pantaðan áburð, vinsamlegast beðnir að sækja hann fyrir lok mánaðarins. Kaupfélag Eyfirðinga. Héraðsskólinn Laugum Námsframboð 1984-85. 9. bekkur. Framhaldsskóli: Fomám almenn iðnbraut. Verknám tréiðna (2 ár). íþróttabraut (2 ár). Matvælatæknibraut (2 ár). Málabraut (2 ár). Náttúrufræðibraut (2 ár). Uppeldisbraut (2 ár). Viðskiptabraut (2 ár). Símar skólastjóra: Skrifstofa: 96-43112. Heima: 96-43113. Umsóknarfrestur til 10. júní. Héraðsskólinn Laugum, 650 Laugum. Sóló-húsgögn Sterk og stílhrein Eldhúsgögn, borð, stólar, kollar Einnig tilvaliö í kaffistofur, veitinga- og samkomuhús Borð og stólar í öllum stærðum og gerðum Alls kyns litir og áferð Allt eftir eigin vali Hrísalundi 5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.