Dagur - 20.07.1984, Blaðsíða 3

Dagur - 20.07.1984, Blaðsíða 3
20. júlí 1984-DAGUR-3 Allir draumar taka enda Jæja, þá er sumarfríið mitt búið, allir draumar taka víst enda. Það er sem ég segi, hún hefur alltaf verið böl okkar dr . . . (já, við skulum láta það liggja á milli hluta) þessi vinna. Þar með er ég sestur við að blanda hér á síðunni á ný, hvort sem ykkur líkar betur eða verr. Vonandi verður ekki úr því álblanda!! í þessum letiþönkum dettur mér í hug vinur minn Andrés nokkur Templar frá Alkahóli, sem ég hef lát- ið í friði árum saman. Hann hafði vit á því blessaður, að setja þá skilmála þegar hann réði sig í þjónustu ríkis- ins um árið, að vinna kæmi alis ekki til greina!. Raunar heitir Andrés ekki Andrés, en þetta nafn festist við kappann eftir að hann fór að sækja andafundi hér inn með firði, á sama tíma og endurnar voru friðaðar. Það er hins vegar engin lygi, að hann er frá Alkahóli og býr þar meira að segja af og til enn. Templar nafnið mun hann hins vegar hafa tekið upp eftir að hann tempraði drykkjuna ögn öllum að óvörum hér um árið. Það má því segja að Andrés sé ímynd þess manns, sem allir vilja verða, en fæstir . . . nei, þetta rugl- aðist eitthvað hjá mér, en hvað um það. Lengi get ég blómum á mig bætt. En Andrés vinur minn er vel að sér í fuglafriðunarlögunum. Þess vegna brást hann ókvæða við þegar vél Flugfélags Norðurlands flaug á kolluna um daginn, svo hún, þ.e. kollan, hlaut bana af. Andrés hund- skammaði flugmanninn og sagði sem var, að hann vissi ekki betur en æðar- fuglinn væri friðaður allt árið! Tœknin tekur völdin Þorkell Jónsson, tæknifræðingur, hélt erindi á vorfundi Bílgreinasam- bandsins, þar sem hann fjallaði m.a. um tækninýjungar í bílum. Þar kom fram, að bílaframleiðendur eru í vax- andi mæli farnir að prófa sig áfram með að nota smátölvur í bíla sína með góðum árangri. Með þessu móti er hægt að einfalda rafkerfi bílanna og um leið verða þeir ódýrari í fram- leiðslu. Þannig þarf ekki nema eina leiðslu frá mælaborði aftur í farang- ursgeymsluna, í stað allrar þeirrar víraflækju sem nú er í flestum bílum. í farangursgeymslunni er síðan smá- tölva, sem sér um að deila orkunni á þau Ijós og tæki sem fyrir eru. En það verður líka hægt að rabba við þennan bíl tölvualdarinnar. Þú getur sagt við hann sem svo, um leið og þú kveður hann á stæðinu að loknum vinnudegi: - Jæja, vinur minn, við hittumst hressir á morgun. En það getur verið að sonur minn fái þig lán- aðan í kvöld, en þú manst að hann má ekki fara yfir hundrað og ef þú finnur vínþef af honum þá hreyfir þú þig ekki. En örlítið kvennafar ætti nú ekki að saka! . - Uss, minn hattur er helmingi fallegri en þinn. hann Steina sinn góða nótt, en slíkt hefði hún aldrei gert fyrr en að lokn- um þeim verknaði á sínum yngri árum!! Stína sagði hins vegar með nokkru stolti, að svona lagað kæmi aldrei fyrir sig. Sjö, níu, þrettán, sagði hún síðan og bankaði í þrígang í borðið. Að því loknu leit hún undr- andi í kringum sig, en hrópaði loks: - Kom inn, kom inn. AfBriennm ogBlöndölum Ég ætla að stela þessum alveg svell- kaldur úr Frey. Þar segir frá tíma- mótaauglýsingu frá hrossakynbóta- búinu á Hólum í Hjaltadal, þar sem auglýst var eftir duglegum og að sama skapi áreiðanlegum starfs- manni. Maður nokkur, að líkindum úr Reykjavík, leitaði til ráðsmanns og sótti um starfið. Hafði maður þessi mörg orð um eigið ágæti, ætt og upp- runa, þar sem hvergi var veikan blett að finna. Kvaðst kappinn vera kom- inn af Briemum í aðra ættina og Blöndölum í hina. Ráðsmaðurinn hlustaði þolinmóður á umsækjand- ann, en sagði síðan með þeirri hægð sem Skagfirðingum einum er lagið: - Við vorum nú að leita að manni til bústarfa en ekki til undaneldis! Verður þá orkustöð á Dysnesi? Og svo er hér smáupplyfting fyrir „ál-halla“. Þorkell varpaði fram þeirri hugmynd, að í framtíðinni verði ál notað sem orkugjafi fyrir bila. Og þetta er ekki svo fráleitt, því á næsta ári verður tilraunaekið bíl sem notar ál sem orkugjafa. Þar er um rafmagnsbíl að ræða, sem breytir áli í rafmagn. Þar með þarf ekki að hlaða bílinn. Þess í stað er einfaldlega skipt um álklump í ál- stöðinni. Um leið þarf að losa súrál úr bílnum, sem þá verður sent til endurvinnslu í álverið - á Dysnesi!! Síðan segir Þorkell Jónsson: „Þetta er hrein hringrás, algerlega mengunarlaus og reglulega skemmti- leg hugmynd á margan hátt en á sjálfsagt langt í land. Ég minnist að- eins á þetta til að gefa til kynna að einhvers staðar er eitthvað að gerast. Hvað gerist svo þegar við erum komnir með tank aftur í bílinn, eða kassa sem er jafnstór bensíntankn- um. í honum er þetta ál, eða rafbún- aðurinn sem býr til rafmagn úr álinu, og við fáum út úr þessu jafnmikla orku og jafnmikið afl og út úr bens- íntanki. Þá gæti maður hugsað sér að það hyrfi raunverulega allt kram úr bílnum og aðeins væri bætt nokkr- um seglum við bremsudiskana. Þá er kominn mótor í hvert hjól. Þá væri nú skrýtið að kíkja niður í húddið, því þar væri ekki neitt. . .“ Allurer varinn góður Ég kom í virðulegt hús á dögunum, þar sem ég hitti Önnu, Bínu og Stínu, en þær eru allar vel við aldur blessaðar, sú yngsta rúmlega áttræð. Anna hafði orð á því að minnið væri farið að gefa sig. Það kæmi nefnilega stundum fyrir sig á morgnána. að hún hefði ekki hugmynd um hvort hún ætti að klæða sig eða hvort hún væri nýháttuð. Bína hélt að þetta væri nú ekki mikið, því í seinni tíð kæmi það iðulega fyrir sig, að taka út úr sér tennurnar áður en hún kyssti Matseðill: Sherrylöguð kjúklingasúpa m/ostabrauði. Fyllt grísapottsteik m/papriku■ kartöflum, salati, rósinkáli og eplasósu. Kr. 500,- Mánasalur opinn fyrir matargesti. Tvo síðustu laugardaga var uppselt Sunnudagur: Stuðmenn kl. 21-01 ásamt Röggu Gísla. ^ Meiríháttar uppákoma. Bikarinn opinn alla daga, léttar veitingar. AKVV\ Geislagötu 14 föstudags og laugardagskvöld Miðasala funnitudag kl. 16-19. Föstudag og laugardag frá kl. 18 stanslaust stuð til kl. 03. ^ Húsið opnað kl. 19. Borðhald hefst stundvíslega kl.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.