Dagur - 20.07.1984, Blaðsíða 4

Dagur - 20.07.1984, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 20. júlí 1984 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 150 Á MÁNUÐI - LAUSASÖLUVERÐ 22 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÓRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GlSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRlKUR ST. EIRlKSSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTÐREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI: 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Ríkisstjómin grípi til markvissra aðgerða Þjóðhagsspá fyrir líðandi ár hefur nú verið endurskoðuð á vegum Þjóðhagsstofnunar, með hliðsjón af þróuninni það sem af er árinu. Endurskoðunin leiddi í ljós eftirfarandi megin- atriði: • „Þjóðarframleiðsla dregst minna saman árið 1984 en spáð var í ársbyrjun, eða um 1V2% í stað um 4% frá fyrra ári. Hér veldur meðal annars rýmkun aflakvóta, en einnig almenn aukning eftirspurnar í landinu frá fyrri spá. Ýmis merki eru um það, að botni hafi verið náð í hagsveifl- unni. • Hagur atvinnuvega er mis- jafn um þessar mundir. Sjáv- arútvegsfyrirtækin berjast sum í bökkum vegna minnk- andi þorskafla og mikilla skulda, sem hvíla á fiski- skipaflotanum og farið hafa vaxandi samtímis þverrandi afla. Hagur iðnaðar og ým- issa annarra atvinnugreina virðist á hinn bóginn með besta móti, og sér þess stað í áformum um framkvæmdir og ný fyrirtæki. • Atvinnuástand hefur, þegar á heildina er litið, verið svip- að og árið 1983 og ekki virð- ast horfur á miklum breyt- ingum á því á næstunni. • Spár um þróun verðlags og launa á árinu eru lítt breyttar frá þeim, sem settar voru fram að afstöðnum kjara- samningum og fjármálaráð- stöfunum, sem þeim fylgdu. Spáð er 13-14% verðhækkun frá upphafi til loka árs og um 10% verðbólguhraða um ára- mót að óbreyttum kjara- samningum og gengis- stefnu. Kaupmáttur ráð- stöfunartekna á árinu er tal- inn verða svipaður og var á síðasta fjórðungi ársins 1983, eða um 5—6% lakari en að meðaltali það ár. Nokkur óvissa ríkir um raunverulega tekjuþróun, og fremur á þann veg að tekjur og kaup- máttur í heild verði meiri en beinar áætlanir benda til. • Samdráttur einkaneyslu virðist lítill það sem af er ári, og fyrir árið allt minni en fylgja ætti beinum áætlunum um kaupmátt tekna almenn- ings. Endurskoðun á fjárfest- ingarhorfum bendir nú til lít- ilsháttar aukningar í stað fyrri spár um nokkurn samdrátt. í heild virðast horfur á, að þjóðarútgjöld minnki lítt eða ekki þetta ár. • Vegna mikils innflutnings það sem af er ári eru nú horf- ur á mun meiri viðskipta- halla en áður var gert ráð fyrir, eða allt að 4% af þjóð- arframleiðslu, þrátt fyrir meiri útflutningsframleiðslu og útflutning en áður var spáð. • Á bak við viðskiptahallann gagnvart útlöndum býr mis- vægi í innlendum fjármálum og peninga- og lánamálum. Nokkur halli er á ríkisbú- skapnum, og þenslu gætir á lánamarkaði þrátt fyrir hækkun raunvaxta. Erlendar lántökur verða afar miklar á árinu og skuldir þjóðarinnar erlendis lækka ekki í hlutfalli við þjóðarframleiðslu. “ Þróunin það sem af er árinu í efnahagsmálum þjóðarinnar sýnir, að verulegur árangur hef- ur náðst í baráttunni við verð- bólguna. Launþegar í landinu eiga mestan heiðurinn af þeim árangri, enda hefur kaupmátt- ur þeirra verið um 9% lakari það sem af er árinu, sé miðað við fyrra ár. Launþegar hafa verið tilbúnir til að taka þessa kjararýrnun á sig, en nú ætlast þeir líka til þess að ríkisstjórnin grípi til markvissra aðgerða í endurreisn atvinnu- og efna- hagslífs þjóðarinnar. — GS Þátturinn hefst með þrem svip- hýrum vísum eftir Sigríði Sigfús- dóttur í Forsæludal. Kyssir vanga vorsól hlý, vermir drang og haga. Blómaangan blænum í bjarta, langa daga. Lída i kvöld með léttum svip lofts á öldum bláum gulli tjölduð skýjaskip skautuð földum háum. Vakir þreyði vorblærinn, vona greiðast böndin. Huga seiða sífellt minn sólbjört heiðalöndin. Örn Arnarson skáld sendi Morg- unblaðinu á sínum tíma kvæði til birtingar. Þegar neitun barst frá blaðinu, orti skáldið: Segðu heimskum hnyttna stöku. Hentu perlum fyrir svín Bjóddu hundi heila köku. Honum Mogga kvæðin þín. Skagfirskur bændahöfðingi ók heim af samkomu ásamt frú sinni. Hafði hann tæpast náð full- • um tökum á jeppanum og fór hann hvimandi mjög á milli veg- arkantanna. Auðvitað var frúin dauðhrædd. Aftur í bílnum sat Jóhann Ólafsson bóndi í Miðhús- um og kvað: Pað er afleitt ástandið, enda er frúin slegin. Hann er alltaf utan við öðru hverju megin. Vatnsdælingurinn Björn S. Biöndal mun hafa búið á Blöndu- ósi á efri árum. Þar kvað hann: Draumar inn í dalinn ná. Dýrð yfir minningunni. En Blönduós vinnur ekkert á auknu kynningunni. Guðni Þorsteinsson kvað: Margir ljúga helst til hratt, haft er það í minnum, en vilja reyna að segja satt svona stöku sinnum. Steingrímur Baldvinsson f Nesi kvað á þorrablóti: Bændur þjóta á þorrablót, þreyta fótasnilli. Hafa ótal úti spjót eftir snóta hylli. Matur er hér af mörgum sortum, mjöður eins og girnist hver. Sjaldan hef ég áður ort um efni sem er kærra mér. Aðalsteinn Ólafsson frá Melgerði leit í eigin barm og kvað: Öll mín fegurð var eilíft tap. Engin frægð né gróði. Viðsjált, blendið skáldaskap skilar engu í sjóði. Vors ég bíð með von og þrá vetrarhríðum kvalinn. Stunur hlíðum streyma frá, stormar hýða dalinn. Benedikt Valdemarsson frá Þröm ljóðaði á gestgjafann í veislulok: Ekki bresta vínsins völd,. veislan besta sýnir. Munu flestir fara í kvöld fullir gestir þínir. Þá koma vísur úr minni eigin skjóðu: Pó ei breytist vatn í vín, við skulum leita í skjólin. Enginn veit hvar okkur skín auðnu heitust sólin. Hlýjast skjól ég hafði fyr hjá heimili og búi. Nú er oft sem allar dyr upp í vindinn snúi. Ég hef kvatt mitt starf og stétt. Strokið dögg af enni. Furða hve mér lætur létt að leika gamalmenni. Jón Bjarnason. í mömmuleik. Mynd: KGA.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.