Dagur - 20.07.1984, Blaðsíða 15

Dagur - 20.07.1984, Blaðsíða 15
20. júlí 1984 - DAGUR - 15 Þjóðdansarar frá öllum Norðurlöndunum sýna á Akureyri í kvöld Á föstudagskvöldið munu góðir gestir heimsækja Akur- eyri, það eru þjóðdansarar frá öllum Norðurlöndunum sem halda munu sýningu í Skemm- unni þá um kvöldið. Þessa viku hefur staðið yfir Norðurlandamót í þjóð- dönsum, ísleik ’84. Var það sett í Reykjavík laugardaginn 14. júlí, þátttakendur eru 240 frá öltum Norðurlöndunum. Á miðvikudag var lagt upp frá Reykjavík og skiptist hópur- inn, annar hópurinn fór þá yfir Kjöl og hinn fór vestur fyrir og var með sýningu á Húnavöllum miðvikudagskvöld. A Akur- eyri hittust svo báðir hóparnir á fimmtudag og verða hér fram á laugardag. í dag verður farið í Mývatnssveit og eins og áður segir verður sýning í Skemmunni í kvöld kl. 20.30. í hópnum eru pör úr Þjóð- dansafélagi Reykjavíkur sem stofnað var 17. júní 1951. Meginhlutverk félagsins er að kanna og kynna þær menning- arerfðir sem þjóðin á í þjóð- dönsum og öllu sem að þeim lýtur. Félagið átti hlut að út- gáfu bókarinnar Þjóðdansar I og Gamlir dansar og mikil alúð og vinna hefur verið lögð í að gera búninga eftir fyrir- myndum fyrri tíma. Hér heima hefur félagið haft þjóð- dansasýningu fyrir styrktarfé- laga og almenning á hverju ári, auk fjölda smásýninga í samkvæmum, ennfremur fyrir sjónvarp nokkurra landa. Þá hafa erlendir þjóðdansahópar gist félagið og sýnt á vegum þess. Auk þessarar starfsemi sýn- ingarflokks félagsins eru fjöl- mennar deildir barna, ungl- inga og fullorðinna á öllum aldri, þar sem kenndir eru hin- ir sígildu „görnlu" dansar og þjóðdansar, sem raunar er skammt á milli og álitamál hvort heldur er. Hér á Akureyri er starfandi „gömlu" dansa klúbbur og sl. vetur var hópur hér í bæ sem æfði þjóðdansa einu sinni í viku og væntanlega verður þeirri starfsemi haldið áfram næsta vetur. Hallbjöm og flein góðir á „Kántryhátíð Helgina 20.-22. júlí verður haldin kántrýhátíð á Skaga- strönd. Pálmi „Bimbó“ Guð- mundsson heldur þetta mót og hefur á sínum snærum allar þekktustu kántrýstjörnur landsins. Kl. 14.00 á föstudeginum verður svæðið opnað fyrir al- menning. Kl. 20.00 verða kvikmyndasýningar í Fellsborg. Kl. 23.00 verður svo opnunarhátíð þar sem Hallbjörn Hjartarson og Johnny King munu skemmta. Hljómsveitin Gautar frá Siglu- firði mun einnig leika kántrý- lög undir berum himni ef veður leyfir. Á laugardeginum verður margt um að vera. Hópreið með Hallbjörn í fararbroddi. Það verður bílasýning og fallegasti bíllinn fær verðlaun. Það verða kvikmyndasýning- ar, hestaíþróttir, kálfasnörun og fleira. Um kvöldið verður svo aðalhátíð. Þá verður hæfi- leikakeppni, Dalton bræður skemmta, Hallbjörn og Johnny King taka saman lagið. Gestur kvöldsins verður Siggi Helgi og hljómsveitin Týról frá Sauðárkróki leikur til kl. 4.00. Á sunnudeginum verður úti- messa þar sem Þorvaldur Hall- dórsson mun syngja og þá verður einnig kveðjustund með Hallbirni. Það má geta þess að útvarpstöð verður rekin, hestaleiga og hestvagn verður í föstum áætlunarferð- um um svæðið. Meistaramót ífrjálsum Meistaramót íslands í frjálsum íþróttum 15-18 ára unglinga verður haldið á Akureyrarvelli um helgina. Hefst mótið kl. 10 f.h. báða dagana. Keppt er í 4 flokkum í öllum frjáls- íþróttagreinum. 17 félög taka þátt í mótinu og eru þau alls staðar af landinu. Keppend- ur verða alls um 200 og er það UMSE sem stendur fyrir mótshaldinu. Moto- cross á morgun Nú fáum við að sjá motocross á morgun. Klukkan tvö hefst keppni í þessari íþrótt og fer fram í bæjarkrúsunum (hjá öskuhaugunum). Keppnin ber titilinn HÆNCO-motocross og er vænst 10-15 keppenda úr Reykjavík, auk þess verða að líkindum 5 Akureyringarmeð. Keppt verður í 3x15 mínútur. I hléum verður keppt á 50 cc hjólum og eru áhugasamir eig- endur slíkra hjóla hvattir til að mæta og taka þátt. Þeir þurfa ekki að vera sérstaklega „græj- aðir“, hjálmurinn á að duga því að keppnisbraut þeirra er ekki eins erfið og sú sem stærri hjólin keppa á. Sem sé: Moto- cross á morgun klukkan tvö. Hljómsveit Ingimars Eydal fer til Malbrka Hljómsveit Ingimars Eydal hefur nú í sumar skemmt dansglöðum Sjallagestum. Sjallinn hefur verið fjölsóttur og hefur þar verið margt ferðamanna, enda veður með eindæmum gott á Akureyri í sumar. Auk þess að spila í Sjallanum hefur hljómsveitin komið fram á Sumarsæluviku Skagfirðinga og á skemmtun Ómars Ragnarssonar í Veit- ingahúsinu Broadway. Þann 25. júlí heldur hljómsveitin til Mallorka á vegum ferðaskrif- stofunnar Atlantik. Þar mun Þórsarar œtla að sigra Þrótt Um helgina fer fram 12. um- ferð í 1. deild íslandsmótsins í knattspyrnu. KA fer suður og leikur gegn Víkingum á sunnudagskvöldið kl. 20.00 og á sama tíma fer fram á Akur- eyrarvelli leikur Þórs og Þróttar. Eftir erfiða bikarleiki í vikunni þar sem bæði liðin urðu að lúta í lægra haldi, er mikilvægt að þau nái að rífa sig upp og krækja í stig í þess- um leikjum. Staða þeirra í 1. deildinni er ekki sterk, Þór er neðstur ásamt KR, Breiðabliki og Fram með 11 stig, en þar fyrir ofan er KA ásamt Val og Víkingi með 13 stig. Af þessu má sjá að bæði liðin eru í fall- baráttu eins og er og mega ekki við því að tapa í þessum leikjum. Á Húsavík leika í 2. deild Völsungur og Víðir og verða heimamenn að sigra í þeim leik ætli þeir sér upp í 1. deild- ina. Það á því við um öll þessi lið að þau verða að gleyma vonbrigðum bikarleikjanna í vikunni, því þau þurfa á öllu sínu að halda í deildakeppn- inni. hún leika fyrir Islendinga og aðra sumarleyfisgesti á hótel- unum Royal Playa del Palma og Jardin del mar. Einnig mun hljómsveitin leika í grísaveislu á herragarðinum Son Amar. Hljómsveit Ingimars Eydal skipa þau Þorleifur Jóhanns- son sem leikur á trommur, Grímur Sigurðsson sem leikur á bassa og syngur, Inga Eydal s< igkona og Brynleifur Halls- son sem leikur á gítar og syngur, auk Ingimars sem leikur á hljómborð. Að lokum má geta þess að í bígerð er hljómplata með hljómsveit- inni. Gamalt hús fœr mal“ Um helgina verður opnuð myndlistarsýning í Laxdals- húsi. Þar sýna þær Þóra Sig- urðardóttir og Sólveig Aðal- steinsdóttir. Þóra sýnir grafík- verk og fleira og Sólveig teikn- ingar, grafík og vatnslita- myndir. Þá verður komið nýtt borðljóð, höfundur að þessu sinni er Kristján frá Djúpalæk og er ljóð hans tileinkað Lax- dalshúsi og ber titilinn: Gam- alt hús fær mál. Laugardags- uppákoman er enn á huldu, en Örn Ingi sagði að ef Leiruvegi miðaði áfram vonaðist hann til að huldumenn kæmust í málið, þannig að á öllu væri von. Og svo er auðvitað alltaf heitt á könnunni í Laxdals- húsi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.