Dagur - 20.07.1984, Blaðsíða 13

Dagur - 20.07.1984, Blaðsíða 13
20.JÚIÍ 1984 - DAGUR - 13 „Ég á ekki til orð yfir þetta, “ sagði Ormarr Örlygsson eftir leik KA og Þróttar í 8 liða úr- slitum Bikarkeppni KSÍ á Akureyri á mið- vikudagskvöldið. „Eft- ir alla þá miklu baráttu sem við náðum upp eft- ir þessi mörk þeirra, var grátlegt að tapa í vítaspyrnukeppninni. “ Já, þaö var sannkölluð bikar- stemmning á leiknum og hinir 947 áhorfendur fengu fullan skammt af bikarleik, með fram- lengingu og vítaspyrnukeppni. KA lék undan þéttri sunnan- golu í fyrri hálfleik, en það voru leikmenn Þróttar sem náðu fljót- lega yfirhöndinni í leiknum. Strax á 7. mín. voru KA-menn heppnir að fá ekki á sig mark, Daði Harðarson komst þá í gegn- um sofandi vörn KA, en fast skot hans fór í stöngina innanverða og út. Yfirburðir Þróttara í fyrri hálfleik voru miklir, þeir léku vel saman og alla baráttu vantaði í leikmenn KA-liðsins. Erlingur bjargaði á línu og oft skall hurð nærri hælum við mark KA, en fyrri hálfleik lauk þó án þess að mark væri skorað og vart hægt að segja að KA hafi átt eina einustu sókn af viti í hálfleiknum. Leik- menn allt of seinir að losa sig við boltann og náðu því ekki upp neinu spili. Síðari hálfleikurinn hófst eins og þeim fyrri lauk og mark Þrótt- ara lá í loftinu. Á 15. mín. skaut Daði að marki KA af mjög löngu færi, skotið virtist meinlaust og Þorvaldur markvörður hafði auga á boltanum og virtist ætla að taka hann, en hætti við, taldi boltann fara framhjá stönginni utanverðri. Þar misreiknaði hann sig hrapallega því boltinn smaug inn með stönginni í mark. KA- menn hófu leik á miðjunni, en misstu strax boltann og Pétur Arnþórsson lék upp að vítateig og skaut að marki KA, Þorvaldur kraup niður og hugðist grípa knöttinn, en það var sem hann væri með lifandi lax í höndunum og boltinn skrúfaðist yfir hann og í netið. Þróttur hafði því skorað tvö mörk á sömu mínútunni, bæði sorglega ódýr. En við þetta var sem losnaði um einhverja pressu hjá KA-liðinu og það fór að berjast af viti í fyrsta sinn f leiknum. Smám saman náðu KA- Með þrumuskoti frá marktcigshorni sendi Ásbjörn boltann í mark Þróttar, fyrsta mark KA í leiknum. Mynd: KGA. Heppnin var ekki með KA gegn Þrótd - Tvö klaufamörk og síðan tvö víti í stengurnar í vítaspyrnukeppninni menn undirtökum í leiknum og náðu að minnka muninn á 20. mín. þegar Ormarr tók auka- spyrnu rétt utan vítateigs, sendi inn á Erling sem skallaði áfram fyrir fætur Ásbirni sem sendi knöttinn viðstöðulaust í mark Þróttar með glæsilegu skoti. Þegar um 15 mín. voru til leiksloka var Bjarna Jóhannssyni og Hinrik skipt inn á og höfðu þeir góð áhrif á liðið og sóknin þyngdist. Þegar um 10 mín. voru til leiksloka jafnaði KA með glæsilegu marki. Njáll Eiðsson vann boltann á eigin vallarhelm- ingi, lék fram og af um 25 m færi sendi hann knöttinn efst í mark- hornið hjá Þrótti með þrumu- skoti. Ekki skoruð fleiri mörk áður en venjulegum leiktíma lauk og þurfti því að framlengja leikinn um 2x15 mín. Þreyta var farin að segja til sín hjá leik- mönnum og ekki mikil knatt- spyrna leikin í framlengingunni, en mikið um kýlingar og miðju- þóf. Besta tækifærið í framleng- ingunni fékk KA strax á 5. mín. eftir aukaspyrnu frá Ormari, Njáll átti þá skalla að marki sem markvörður Þróttar bjargaði naumlega í horn. Framlengingunni lauk án þess að mark væri skorað og því tekið til við vítaspyrnukeppni. Björn skoraði fyrir Þrótt úr fyrstu spyrnunni. Hinrik tók fyrsta víti KÁ, en hörkuskot hans fór í stöng og Þróttur tók því forystu. Þorvaldur skoraði fyrir Þrótt, og Ormarr svaraði fyrir KA. Þriðju spyrnu Þróttar tók Kristján og skoraði, en Ásbjörn skoraði einnig fyrir KA. Arsæll skoraði því næst fyrir Þrótt og Njáll svar- aði fyrir KA. Þá var komið að fimmtu og síðustu spyrnu Þróttar Markasúpa á Húsavík — Völsungur steinlá fyrir Fram og með því að skora gat Daði tryggt þeim sigur í leiknum, en Þorvaldur í marki KA varði glæsilega. Bjarni Jóhannsson fékk það erfiða verkefni að taka síðustu spyrnu KA og jafna, þannig að haldið yrði áfram, en skot hans fór í þverslá og lauk þar með þátttöku KA í Bikar- keppninni að þessu sinni. Þróttur sigraði með 6 mörkum gegn 5. Þegar á heildina er litið var sigur Þróttar sanngjarn í leiknum, þeir léku betur, en KA- menn náðu þó að rífa sig upp og í lokin gat sigurinn allt eins orðið þeirra. Bjarni Jónsson var lang- bestur í íiði KA í þessum leik, Ásbjörn lék einnig mjög vel, en úthaldið brást í lokin. Njáll og Ormarr sóttu sig er á leið og Hinrik var hættulegur eftir að hann kom inn á. Þorvaldur mark- vörður átti að geta komið í veg fyrir bæði mörk Þróttar, en þrátt fyrir mistök sín brotnaði hann ekki niður heldur efldist og varði oft vel í lokakaflanum. Hjá Þrótti voru Pétur Arnþórs- son og bakvörðurinn Kristján Jónsson mjög góðir. Friðjón Eðvarðsson leikinn vel. dæmdi Bjami vann Um síðustu helgi fór fram á Siglufirði svonefnd Sparisjóðs- mót í golfi. Leiknar voru 18 holur með forgjöf og sigraði Bjarni Harðarson á 65 höggum og hlaut að launum Sparisjóðsbikarinn, en þetta er eitt helsta golfmót þeirra Siglfirðinga. Þór tapaði í 2. flokki Á mánudagskvöldið léku Vík- ingur og Þór í 2. flokki á ís- landsmótinu í knattspyrnu og fór leikurinn fram í Reykjavík. Víkingur sigraði í leiknum með þrem mörkum gegn einu. Mark Þórsara skoraði Einar Áskelsson. Eftir góða byrjun í mótinu hafa Þórsarar nú lækkað flugið eftir tvo tapleiki í röð. KS sigur á Vopnaftrði „Það er nú best að gleyma þessum leik sem fyrst, hann var algjör martröð,“ sagði Hafliði Jósteinsson á Húsavík eftir að Fram hafði sigrað Völsunga með sjö mörkum gegn engu í 8-liða úrslitum Bikarkeppni KSÍ á miðviku- dagskvöldið í leik á Húsavík. „Leikurinn var þó í jafnvægi fyrstu 15 mín. og á fyrstu mínút- unum fékk Helgi Helgason dauðafæri sem hann misnotaði, en síðan tóku leikmenn l.-deild- arliðs Fram smám saman völdin og sýndu hver munurinn er á 1. og 2. deild. Fyrsta markið kom á 30. mín. Kristinn Jónsson skor- aði með góðu skoti og á 43. mín. bæta Frammarar við öðru marki sínu, Guðmundur Steinsson skoraði, að vísu kolrangstæður." Þannig var staðan í hálfleik 2:0 Fram í vil. „Þetta fór rólega í gang aftur í síðari hálfleik, en síðan tóku þeir öll völd í leiknum," sagði Hafliði. „Á 60. mín. skoraði Guðmundur Torfa með skalla, 3:0 og á 75. mín. bætti nafni hans Steinsson fjórða markinu við, einnig með skalla og við misstum móðinn. Viðar Þorkelsson skoraði síðan á 85. mín. eitt fallegasta mark sem sést hefur á Húsavík. Það kom send- ing á lofti sem hann afgreiddi með viðstöðulausu skoti frá víta- teig, stórkostlegt mark. Kristinn skoraði 6. markið á 88. mín. og síðasta orðið átti Guðmundur Steinsson með marki úr víta- spyrnu í lokin. Rétt áður en flautað var til leiksloka björguðu Frammarar á línu og greinilegt að boltinn átti ekki að fara í netið hjá þeim í þessum leik.“ Að sögn Hafliða léku Frammarar við hvern sinn fingur í leiknum og ef þeir leika þannig áfram ættu þeir að komast í úrslit Bikarkeppn- innar. Þeirra besti maður í leiknum var Viðar Þorkelsson, en langbestur leikmanna Völsungs var markvörðurinn, Gunnar Straumland, sem þrátt fyrir að fá á sig sjö mörk bjargaði liði sínu frá enn stærra tapi í leiknum. Á miðvikudagskvöldið fór fram á Vopnafirði leikur Einherja og KS í 2. deild íslandsmótsins í knattspyrnu, en þessum leik hafði tvívegis verið frestað áður. Siglfirðingar sigruðu í leiknum með einu marki gegn engu og skoraði Óli Agnarsson mark þeirra í upphafi síðari hálfleiks. Að sögn var leikurinn mjög jafn og voru heimamenn óhressir með tapið sem þeir töldu ekki sanngjarnt. Við sigurinn í leiknum batnaði staða KS veru- lega í deildinni og eru þeir nú til alls líklegir. Um helgina leika þeir heima gegn liði ÍBV og með sigri í þeim leik eru þeir komnir í baráttuna um efstu sætin í deild- inni.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.