Dagur - 20.07.1984, Blaðsíða 12

Dagur - 20.07.1984, Blaðsíða 12
12 - DAGUR -20. júlí 1984 Föstudagur 20. júlí 19.35 Umhverfis jörðina á áttatiu dögum. 11. þáttur. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dag- skrá. 20.40 Á döfinni. 20.50 Skonrokk. 21.15 ísland - frjálst undan oki Dana í 40 ár. Dönsk sjónvarpsmynd um sambandsslit íslands og Danmerkur. 21.55 Gimsteinaþjófarnir. (Green Ice) Bresk bíómynd gerð árið 1981. Leikstjóri: Emest Day. Aðalhlutverk: Ryan O'Neal, Anne Archer og Omar Sharif. Bandarískur ævintýramaður kemst í kynni við fagra og forríka konu í Mexikó. Hún á spilltri ríkisstjóm í Suður- Ameríku grátt að gjalda og hjúin ákveða að ræna gim- steinaforða stjórnarinnar. í upphafi myndarinnar er atriði sem ekki er við hæfi barna. 23.40 Fréttir í dagskrárlok. La ugardagur 21. júlí 16.30 íþróttir. 18.30 Börnin við ána. Sexmenningarnir - Loka- þáttur. 19.00 Hlé. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dag- skrá. 20.35 í fuilu fjöri. (Fresh Fields) Breskur gamanmyndaflokk- ur í sex þáttum. 21.00 Petula Clark. Skemmtiþáttur með bresku söngkonunni Petulu Clark. 21.55 Frú Muir og draugur- inn. (The Ghost and Mrs. Muir) Bandarísk bíómynd frá 1947. Leikstjóri: Joseph Mankie- wicz. Aðalhiutverk: Rex Harrison, Gene Tierney, George Sand- ers og Natalie Wood. Ekkjan frú Muir flytur í af- skekkt hús þar sem andi fyrri eiganda er enn á reiki og takast með þeim góð kynni. 23.40 Dagskrárlok. 22. júlí 18.00 Sunnudagshugvekja. 18.10 Geimhetjan. 4. þáttur. 18.35 Froskakvak. Bresk dýralífsmynd um ýms- ar tegundir froska í Austur- Afríku og lifnaðarhætti þeirra. 19.00 Hlé. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dag- skrá. 20.35 Sjónvarp næstu viku. 20.45 Stiklur. 17. þáttur. Afskekkt byggð í alfaraleið. Við innanverðan Arnarfjörð liggur þjóðleiðin um fá- mennt byggðarlag og af- skekkt að vetrarlagi. Á mörgum bæjum búa einbú- ar, svo sem á Hjallkárseyri, þar sem þjóðvegurinn liggur við bæjarhlaðið en búið er við frumstæð skilyrði. Á leiðinni vestur blasa við eyðieyjar á Faxaflóa og Breiðafirði. 21.15 Sögur frá Suður-Afriku. Lokaþáttur. Þorp skæruliðanna. 22.25 Arja Saijonmaa á Lista- hátíð. 23. júlí 19.35 Tommi og Jenni. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dag- skrá. 20.35 Land úr greipum ægis. Kanadísk heimildarmynd um landvinninga Hollend- inga. 21.15 Hún Winnie okkar. Breskt sjónvarpsleikrit. Winnie er þroskaheft og móðir hennar sem er ekkja á erfitt með að sætta sig við þá staðreynd. 22.05 íþróttir. 22.35 Fréttir í dagskrárlok. 24. júli 19.35 Bogi og Logi. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dag- skrá. 20.35 Dagur í Vínarborg. 21.20 Aðkomumaðurinn. Nýr flokkur. Breskur framhaldsmynda- flokkur í 7 þáttum. 22.10 Að loknum landsfundi. Fréttaskýringarþáttur um nýafstaðinn landsfund demo- krataflokssins í Bandaríkj- unum. Fréttir í dagskrárlok. 25. júlí 19.35 Söguhornið. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dag- skrá. 20.35 Nýjasta tækni og vis- indi. 21.05 Friðdómarinn. 21.55 Berlin Alexanderplatz. 22.50 Fréttir í dagskrárlok. „Island - frjálst undan oki Dana í 40 ár“, nefnist danskur sjónvarpsþáttur, sem verður á dagskrá sjónvarpsins kl. 21.15 á föstudagskvöldið. Þar verður m.a. rætt við Vigdísi Finn- bogadóttur, forseta. Föstudagur 20. júlí 17.00 Fréttir á ensku. 17.10 Síðdegisútvarp. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir - Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir • Tilkynn- ingar. 19.50 Við stokkinn. Guðrún Ásmundsdóttir seg- ir bömunum sögu. 20.00 Lög unga fólksins. Þóra Björg Thoroddsen kynnir. 20.40 Kvöldvaka. 21.10 Einleikur á píanó. 21.35 Framhaldsleikrit: „Gil- bertsmálið" eftir Frances Durbridge. Endurtekinn I. þáttur: „Ólánsmaður". 22.15 Veðurfregnir ■ Fréttir • Dagskrá morgundagsins ■ Orð kvöldsins. 22.35 „Maðurinn sem hætti að reykja" eftir Tage Dan- ielsson. Hjálmar Árnason byrjar lest- ur þýðingar sinnar. 23.05 Söngleikir í Lundúnum. 2. þáttur: Gilbert og Sulli- van. 23.50 Fréttir • Dagskrárlok. Næturútvarp frá Rás 2 til kl. 03.00. 21. júli 7.00 Veðurfregnir • Fréttir ■ Bæn • Tónleikar - Þulur vel- ur og kynnir ■ 7.25 Leikfimi ■ Tónleikar. 8.00 Fréttir - Dagskrá • 8.15 Veðurfregnir ■ Morgunorð. 8.30 Forustugr. dagbl. ■ Tón- leikar. 9.00 Fréttir • Tilkynningar • Tónleikar. 9.30 Óskalög sjúklinga. Helga Þ. Stephensen kynnir. (10.00 Fréttir • 10.10 Veður- fregnir) Óskalög sjúklinga frh. 11.20 Súrt og sætt • Sumar- þáttur fyrir unglinga. Stjórnendur: Sigrún HaU- dórsdóttir og Ema Amar- dóttir. 12.00 Dagskrá • Tónleikar ■ Tilkynningar. 12.20 Fróttir • 12.45 Veður- fregnir • Tilkynningar • Tónleikar. 14.00 Listapopp. - Gunnar Salvarsson. 14.50 íslandsmótið i knatt- spyrnu 1. deild: ÍBK-ÍA. 15.45 Tónleikar. 16.00 Fréttir • Dagskrá • 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Framhaldsleikrit: „Gil- bertsmálið" eftir Frances Durbridge. II. þáttur: „Reynolds hring- ir". 17.00 Fréttir á ensku. 17.10 Síðdegistónleikar. 18.00 Miðaftann í garðinum með Hafsteini Hafliðasyni. 18.15 Tónleikar • Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir ■ Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir • Tilkynn- ingar. 19.35 Ambindryllur og Arg- spæingar ■ Eins konar út- varpsþáttur. Yfimmsjón: Helgi Frímanns- son. 20.00 Manstu, veistu, gettu. Hitt og þetta fyrir stelpur og stráka. Stjómendur: Guðrún Jóns- dóttir og Málfríður Þórarins- dóttir. 20.40 „Laugardagskvöld á Gili.“ Stefán Jökulsson tekur sam- an dagskrá úti á landi. 21.15 Harmonikuþáttur. Umsjón: Högni Jónsson. 21.45 Einvaldur í einn dag. Samtalsþáttur í umsjá Ás- laugar Ragnars. 22.00 Tónleikar. 22.15 Veðurfregnir • Fréttir • Dagskrá morgundagsins • Orð kvöldsins. 22.35 „Maðurinn sem hætti að reykja" eftir Tage Dan- ielsson. Hjálmar Árnason les þýð- ingu sína (2). 23.05 Létt sígild tónlist. 23.50 Fréttir ■ Dagskrárlok. 24.00 Næturútvarp frá Rás 2 til kl. 03.00. 22. júli 8.00 Morgunandakt. 8.10 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir • Forustu- gr. dagbl. 8.35 Létt morgunlög. 9.00 Fréttir. 9.05 Morguntónleikar. 10.00 Fréttir • 10.10 Veður- fregnir. 10.25 Út og suður. Þáttur Friðriks Páls Jónsson- ar. 11.00 Hátiðarguðsþjónusta í Dómkirkjunni. Dr. Sigurbjöm Einarsson biskup prédikar og séra Hjalti Guðmundsson þjónar fyrir altari. Organleikari: Marteinn H. Friðriksson. Hádegistónleikar. 12.10 Dagskrá ■ Tónleikar. 12.20 Fréttir • 12.45 Veður- fregnir • Tilkynningar • Tónleikar. 13.30 Á sunnudegi. Umsjón: Páll Heiðar Jónsson. 14.15 Undradalurinn Askja. Samfelld dagskrá tekin sam- an af Guðmundi Gunnars- syni. Lesarar með honum: Jóhann Pálsson og Steinunn S. Sigurðardóttir. 15.15 Lífseig lög. Umsjón: Ásgeir Sigurgests- son, Hallgrímur Magnússon og Trausti Jónsson. 16.00 Fréttir ■ Dagskrá ■ 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Háttatal • Þáttur um bókmenntir. Umsjónarmenn: Ömólfur Thorsson og Ámi Sigurjóns- son. 17.00 Fréttir á ensku. 17.10 Síðdegistónleikar. 18.00 Það var og ... Út um hvippinn og hvappinn með Þráni Bertelssyni. 18.20 Tónleikar - Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir • Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir ■ Tilkynn- ingar. 19.35 Eftir fréttir. Umsjón: Bemharður Guð- mundsson. 19.50 „Manneskjan á jörð- inni“. Guðmundur Þórðarson les úr þýðingu sinni á sam- nefndri bók eftir Barbro Karlén. 20.00 Sumarútvarp unga fólksins. Stjórnandi: Helgi Már Barða- son. 21.00 íslensk tónlist. 21.40 Reykjavík bernsku minnar - 8. þáttur. Guðjón Friðriksson ræðir við Steinunni Magnúsdóttur. 22.15 Veðurfregnir • Fréttir • Dagskrá morgundagsins • Orð kvöldsins. 22.35 „Maðurinn sem hætti að reykja" eftir Tage Dan- ielsson. Hjálmar Ámason les þýð- ingu sína (3). 23.00 Djasssaga - Seinni hluti. Öldin hálfnuð III - Jón Múli Árnason. 23.50 Fréttir • Dagskrárlok. Mér er óhætt að segja að ég er á móti álveri við Eyja- fjörð. Ástæðurnar eru margar, ég er til dæmis hræddur við alla mengun. Ef við færum út á þessa braut óttast ég að fari fyrir okkur líkt og sumum vestur- evrópskum þjóðum. Að með tíð og tíma komi að því að við ráðum ekkert við mengunina. Flestir herma að svo sé komið í Svíþjóð að allur fiskur sé horfinn úr mörgum vötnum og stór flæmi af skógum séu ofurseld eyði- leggingunni. í Þýskalandi er ástandið engu betra. Við þessum voða hafa þjóðirnar engin úrræði. Nú er ég ekki að segja að þessi mengun stafi öll frá álverum en frá þeim er umtalsverð mengun. Sagt er að allar menning- arþjóðir vilji losna við álver- in og koma þeim helst á þróunarþjóðirnar. Ein- hverja ástæðu hljóta þær að hafa. Álver greiðir engan veg- inn kostnaðarverð fyrir raf- orkuna, ekki einu sinni ná- lægt því. Hverjir eiga að borga afganginn? Auðvitað engir aðrir en rafmagnsnot- endur í landinu. Mér finnst satt að segja rafmagnið nógu dýrt þó við förum ekki að greiða það niður handa ann- arri álverksmiðju. Ég er algerlega á móti því að útlendingar fái að vera aðilar að fyrirtækjum hér á íslandi. Mér er sagt að álver sé svo mikið fyrirtæki og dýrt í uppsetningu að það verði aldrei byggt hér nema útlendingar leggi til mikið fjármagn, kannski meiri- hlutann. Ég trúi því aldrei að útlendingar leggi fé í dýr fyrirtæki hér án þess að sjá sinn hagnað í því. Þeir láta sér hins vegar í léttu rúmi liggja þó við töpum. Ég er ekki farinn að sjá að útlendir auðhringir geti ekki hlunn- farið okkur aftur eins og þeir gerðu í Straumsvík. Það er að vísu sagt að til þess séu vítin að varast þau, en það er eins og sumir geti aldrei lært af reynslunni. Álver er mjög dýrt í bygg- ingu miðað við þann fjölda sem þar fengi vinnu. Mér er sagt að það sé 50 sinnum dýrara í uppbyggingu en annar iðnaður, á hvern verkamann. Minna má nú gagn gera. Við höfum enga tryggingu fyrir því að við fáum vinnu við uppbyggingu álvers. Því auðvitað yrði verkið boðið út og því ómögulegt að vita hverjir hlytu hnossið. Meðmælendur álvers tala um að athuga þurfi álkost- inn mjög gaumgæfilega. í því sambandi spyr ég og vænti svara: Hvernig hafa þeir hugsað sér að þær athuganir fari fram? Hve langan tíma vilja þeir gefa til athugana? Eiga þeir í því sambandi ein- göngu við mengun eða koma fleiri þættir, svo sem þjóðhagslegur hagnaður (tap), við sögu? Vænlegri leiðir. Hér er margvíslegur iðn- aður sem við getum snúið okkur að. Við höfum hér á Akureyri skinnaverksmiðju sem er alltof lítil til að full- vinna öll okkar sauðaskinn, sem virðist vera nægur markaður fyrir. Finnst mér hastarlegt til þess að vita að við skulum þurfa að semja við útlendinga um að full- vinna þessi hráefni okkar til þess að geta fullnægt þeim markaði sem við höfum fyrir þessa vöru. Ég vil nota tækifærið og skora á framámenn þessa héraðs að beita sér fyrir því að skinnaiðnaðurinn verði efldur, þannig að öll okkar skinn verði fullunnin hér heima. Slíkur iðnaður er mun ódýrari í uppbyggingu en álver og mundi skapa at- vinnu fyrir hundruð manna. Lífefnaiðnaður er álitinn mjög vænlegur og óvíða munu vera betri skilyrði en á Akureyri. Því ekki að at- huga þennan möguleika. Fiskiræktin á vafalaust mikla framtíð fyrir sér. Til hennar þarf heitt vatn sem við Eyfirðingar höfum ekki nóg af. í því sambandi dett- ur mér í hug það sem tveir gamlir menn hér á Sval- barðsströnd sögðu mér. Báðir þessir menn eru nú látnir. Þeir voru greindir og athugulir. Frosta- og ísavet- urinn mikla voru þeir báðir á besta aldri og ferðuðust oft eftir ísnum. Þá var samfelld íshella um allan Eyjafjörð. En framundan Ystuvíkur- hólum var allan veturinn auð vök, þó nokkuð stór. í þessari vök ólgaði alltaf svipað og í heitum hverum. Töldu þeir báðir að þarna mundi um mikinn jarðhita að ræða. Einhvern tímann í fyrnd- inni hefur fjallið fyrir ofan Ystuvík klofnað og hlaupið fram og myndað hólana. Gæti ekki hugsast að uppi á landi hafi verið hver. Síðar þegar hrundi úr fjallinu hafi hann hulist, fundið sér leið undir hólunum og komið upp í sjónum framan við. Áð endingu vil ég beina því til sveitarstjórna í Grýtubakkahreppi, á Sval- barðsströnd og til bæjar- stjórnar Akureyrar að taka þessar ábendingar mínar til greina og láta athuga hvort þarna sé um jarðhita að ræða. Valdimar Kristjánsson Sigluvík.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.