Dagur - 20.07.1984, Blaðsíða 6

Dagur - 20.07.1984, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 20. júlí 1984 Þetta er sxmilegasti sveppur. Hvað heitir þessi, er hann eitraður, má borða hann? Það þarf að spyrja um ýmisiegt þegar farið er í fyrstu sveppaferðina. Garðyrkjufélag Akur- eyrar og Skógræktar- félag Eyjafjarðar gengust fyrir sveppa- tínsluferð í Kjarna- skógi eitt kvöldið í vik- unni og er óhœtt að segja að þátttaka hafi verið góð. Yfir 100 manns stóðu í hnapp og hlýddu á Helga Hallgrímsson leiðbein- anda fjalla um sveppi, er blaðamann Dags bar að garði. Sagði hann að algengustu sveppirnir vœru kúa- Iubbi og lerkisveppur og benti á staði er þá mætti helst finna. Tvístruðust menn síð- an út um allan skóg í leit að sveppum, en var uppálagt að mœta aftur eftir u.þ.b. klukku- tíma. Voru menn misjafnlega með á nótunum. sumir með Rauðhettu- körfur upp á arminn. aðrir vissu ekki alveg hvers mátti vænta: Fáum við 2 sveppi, 20 eða 200? Og svarið: Þetta er alveg eins og veiðimennskan, farið út í skóginn og freistið gæfunnar! Undirrituð arkaði af staö inn í skóginn til að vita hvernig fólki reiddi af. Fyrst rakst ég á þær systur Dódó og Ollý með tóma körfu. „Við erum nýbyrjaðar." Þær ákváðu að fara niður fyrir trimmbraut, „þar er ábyggilega fullt af sveppum." Er ég gekk í rólegheitum eftir trimmbrautinni sást varla köttur á krciki, en langt inni í skógar- þykkninu mátti heyra fólk spjalla saman: Bjössi, ertu búinn að finna eitthvað? Vá, pabbi, sjáðu hvað þessi er stór. Ég finn ekkert (vonleysi). Ég gekk að cldri hjónum og spurði um árangur. Hún hafði fundið 3-4 litla sveppi, hann örlítið fleiri. „Það er búið að tína þetta allt saman.“ Ég sagði þeim frá 4 stórum sveppum er ég sá „dálítiö ofar í skógin- um". Óskaði þeim góðs gengis. Þá fór að síga á seinni hlutann, ég spjaliaði örlítið við Öldu og Rafn. „Við komum hingað í fyrra og þá fundum við miklu meira. Það er svo mikið gras hérna núna að það er erfitt að finna svepp- ina." Þau voru samt tiltölulega bjartsýn og ætluðu að ganga lengra inn í skóginn. Er umræddum klukkutíma var að verða lokið fór fólk aö drífa að. „Hvað heitir þessi sveppur og hvað heitir þessi?" Helgi og Hall- grímur lndriðason leystu greið- lega úr öllum spurningum er yfir þá rigndu með aðstoð Sveppa- kversins. Margrét Kristinsdóttir hús- mæðrakennari setti sig í stelling- ar og fór að skera niður sveppi. Hún sagði að þrifalegast væri að hreinsa sveppina strax og þeir eru teknir upp. Helgi hampaði víga- legum sveppi: Þessi er eitraður, en ekkert voðalega mikið. Bætti síöan viö: Rússar éta mikið af honuml. Seinna sagði hann að enginn sveppur íslenskur væri svo bragövondur að ekki mætti éta hann steiktan. Margir væru dálítið eitraðir, en mönnum ætti ekki að verða meint af. „Kannski smávegis magakveisa og búið." Það var múgur og margmenni í kringum Margréti og Hallgrím, hvar þau skáru kúalubba og lerkisveppi ofan á pönnu. Diskur var síðan látinn ganga á milli manna og nældu þeir sér í sveppabita. Hann bragðaðist Ijúflega. Við fengum Margréti til að gefa okkur uppskriftina sem hún og gerði. Hún er svona: Skera sveppina niður í litla bita og láta krauma í smjöri. Sítrónu- safi eða hvítvín látið drjúpa ofan á pönnuna, salt og pipar. Síðan er rjóma hellt yfir. Látið malla þar til sósan verður örlítið þykk. Margrét sagði að hlutföllin væru svolítið á reiki. Líklega um 50 gröntm af smjöri á móti 100 grömmum af sveppum og 'k dl af rjóma. Vilji menn skipta um bragð er gott að setja dálítinn hvítlauk út í eliegar karrý. Verði sveppatínslufólki að góðu og munið að þetta er borðað með ristuðu brauði eða snittubrauði. Þetta var mjög ánægjuleg og uppbyggileg ferð, það held ég þátttakendur hafi almennt verið sammála um. Að minnsta kosti skein ánægjan úr hverju andhti er menn héldu heim í heiðardalinn með afrakstur kvöldsins. ntþþ fftiu " sveppatínsluferð blaðamanns Dags í Kjarnaskógi Myndir og texti: Margrét Þ. Þórsdóttir Margrét og Hallgrímur matreiða kúalubbann á listilegan hátt. „Þarna finnurðu örugglega væna sveppi“ Helgi Hallgrímsson sagði mönnum til Þetta eru ekki neinir sveppir úr dós. Enda voru þær ánægðar með árangur- inn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.