Dagur - 08.08.1984, Qupperneq 12

Dagur - 08.08.1984, Qupperneq 12
ÞJÓNUSTA FYRIR HÁÞRÝSTISLÖNGUR OLÍUSLÖNGUR og BARKA PRESSUM TENGIN Á FULLKOMIN TÆKI VÖNDUÐ VINNA l»á er verslunarmannahelgin gengin um garð rélt einu sinni og eins og gengur á landinn um hana misjafnar minningar. Heimildum ber ekki saman, en talið cr að alls hafi liðlega 20 þús- und manns verið á skipulögðum útihátíðum helgarinnar, auk þess sem iiiikill mannfjöldi var í Asbvrgi, Hljóðaklettura, Vaglaskógi og öðrum náttúruðum ferðamannastöðum. Á Vind- heimamelum í Skagafirði var haldið Islandsmót hestamanna í hesfaíþróttum og þar var þessi rnvnd tekin, af Einari Magnússyni á Tinnu Sörladóttur, en hún var kjorin afbragð annarra hrossa á mótinu. Mynd: GS Nokkur ölvun en engin ólæti Lögreglunni á Húsavík og Ak- ureyri bar saman um að á þeim stöðum þar sem fólk safnaðist saman um helgina hafi allt far- ið vel fram þrátt fyrir nokkra ölvun. Að sögn lögreglunnar á Akur- eyri sem annaðist löggæslu í Vaglaskógi var þar gífurlegur fjöldi fólks, og var aðallega um að ræða fjölskyldufólk. Nokkur ölvun var á svæðinu eins og gengur og gerist en lögreglan þurfti lítil afskipti að hafa af fólki og var t.d. ekki nema einn fjar- lægður af svæðinu. Að sögn mótshaldara að Laugum voru þar um 1.000 manns þegar flest var á Laugahátíð. Par var nokkur ölvun á föstudags- kvöld en síðan dró úr henni hægt og sígandi. Ekki þurftu þeir aðilar sem þar voru með gæslu mikið að hafa sig í frammi. Töluverður fjöldi fólks var bæði í Ásbyrgi og Hljóðaklett- um. Sömu sögu er að segja þaðan, ölvun nokkur en allt fór þolanlega fram. gk-. Mættust r m $C u a miðri brúnni Geysiharður árekstur varð á Kotárbrú í Skagafirði á sunnu- dag er tveir bflar skullu þar saman á miðri brúnni. Aðkeyrslan er þannig að ef tveir bílar koma að hvor úr sinni áttinni og koma jafnt að brúnni þá er stuttur tími til stefnu til að draga úr ferðinni áður en þeir mætast. Það var það sem gerðist og báru ökumennirnir að þeir hefðu ekki séð til hvors annars fyrr en of seint. Alls voru 7 í bílunum báðum. Ein stúlka var flutt handarbrotin á sjúkrahús á Akureyri, ein kona kvartaði um innvortis eymsli og var flutt í sjúkrahús á Sauðár- króki en meiðsli hennar munu hafa verið óveruleg. Annar bíll- inn er mikið skemmdur eftir og hinn talinn ónýtur. Að sögn lögreglunnar á Sauð- árkróki var helgin róleg hjá þeim. Þó voru nokkrir teknir fyr- ir of hraðan akstur og fimm grun- aðir um ölvunarakstur. gk-. Bíll valtí Vaðla- heiði Bílvelta varð í Vaðlaheiði um helgina. Átti þetta sér stað í heið- inni austanverðri og var um fólksbíl að ræða. Bíllinn skemmdist talsvert en tveir far- þegar voru fluttir á sjúkrahús og talið að þeir væru lítið sem ekkert meiddir. Þá varð um helgina bílvelta við Lækjarbakka, rétt við Ferðanesti á Akureyri. Sömu sögu er að segja þaðan, nokkrar skemmdir á bílnum en ekki meiðsli á fólki. Að sögn lögreglunnar á Akur- eyri var gífurlega mikil umferð í kring um bæinn en hún gekk vel fyrir sig og ekkert stóróhapp átti sér stað. gk-. Bílvelta í Langadal - Allt með friði og spekt í Húnaveri Ung stúlka velti bifreið á móts við bæinn Auðólfsstaði í Langadal á föstudagskvöld. Lenti hún í lausamöl og missti við það vald á bifreiðinni. Stúlkan var keyrð á sjúkrahús- ið á Blönduósi til skoðunar en fékk að fara þaðan strax aftur. Bifreiðin er hins vegar ntikið skemmd eða ónýt. Að sögn lögreglunnar á Blönduósi var geysileg umferð um Húnavatnssýslur um helgina, sérstaklega á föstudagskvöldið og fram á nótt þá, en þá var nær óslitin bílaröð eftir Langadal. Engin alvarleg óhöpp áttu sér þó stað og enginn var tekinn fyrir glannaakstur. í Húnaveri voru dansleikir öll kvöld helgarinnar. Flestir voru þar á Iaugardagskvöld eða um 400 manns en ekki mikil ölvun og allt fór vel fram samkvæmt upp- Iýsingum lögreglunnar. Hættulegur leikur við háspennu- línur Nokkuð hefur verið um það undanfarið að krakkar hafi verið að leika sér í köðlum sem þeir hafa kastað yfír slár á háspennustaurum. Síðan sveiflað sér í köðlunum eins og Tarsan gerði í trjánum. Það þarf vart að taka fram að þessi leikur er stórhættulegur og væri ráðlegt af foreldrum að hafa auga með því hvort krakkar eru að þessum leik. Flugdrekar eiga líka til að hafna á háspennustaur- um og línum og af slíku getur skapast hætta og óvarlegt að eiga nokkuð við dreka sem þannig hefur endað flugferð. - KGA Gert er ráð fyrir suð- vestlægri átt á öllu landinu. Því fylgir rigning fyrir vestan, en þurrt fyrir austan, skil- in verða sennilega öðrum hvorum megin við Skagafjörðinn, trúlega þó vestan megin. # Hvað voru margir? Það er oft notað sem „trikk“ hjá þeim sem gangast fyrir útihátíðahöldum og útifund- um að gefa upp hærri tölu samkomugesta en komu í raun og veru og eru einna frægustu dæmin þegar her- námsandstæðingar í Reykja- vík voru að funda hér í „den“ og gáfu alltaf upp tvöfalda eða þrefalda tölu á vfð það sem lögreglan sagði. - Ekki veit S&S hvort forráðamenn Laugahátíðar ’84 eru viljandi að gefa upp ranga tölu um gesti þar um helgina en þeim tölum sem heyrst hafa frá herbúðum að Laugum ber ekki saman við aðrar sem heyrst hafa. Þeir Laugamenn segja að þangað hafi komið um 1.200 manns þegar flest var. Sumir viðmælenda S&S segja að þarna hafi ekki verið nema 2-300 og enn aðrir sem tjáð hafa sig um málið, tala um 6-700. Það er því óljóst hversu margir gestir voru á Laugahátíð. # Naktir „jökiar“ Hljómsveitin Skriðjöklar frá Akureyri náði ekki gullverð- laununum í hljómsveita- keppninni í Atlavík eins og „jöklarnir“ höfðu ákveðið, en þeir gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til þess að vekja at- hygli og fá atkvæði. Aðal- trompið var að mæta með bera bossa og „dilla“ þeim framan í áhorfendur, en að framan voru „jöklarnír" íklæddir gæruskinnum, sennilega frá Iðnaðardeild- inni. En þetta hreif ekki, því miður fyrir „Skriðjöklana“ sem sennilega mæta alisberir næst er þeir gera atlögu að verðlaunum í Atlavík. # „Breakið“ sækir á Óhætt mun að segja að hinn svokallaði „break-dans“ sem farið hefur eins og eldur í sinu yfir heimsbyggðina sé að festa rætur á Akureyri. Á skemmtistöðum bæjarins gerast sumir sífellt fyrirferð- armeiri á dansgólfinu og má sjá menn reyna hinar furðu- legustu kúnstir, ótrúleg stökk aftur á bak og áfram, skelli í gólfið af krafti og áfram mættf telja. Þannig var t.d. atriði „utan dagskrár“ ( Sjallanum sl. mánudagskvöld og kunnu aðrir gestir vel að meta takt- ana og klöppuðu dansaran- um lof í lófa.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.