Dagur - 23.11.1984, Blaðsíða 3

Dagur - 23.11.1984, Blaðsíða 3
•'A 23. nóvember 1984 - DAGUR - 3 Fljótir til Húsvíkingar Það mun hafa verið fyrir þremur til fjórum árum, að ég sneri nokkrum Hafnarfjarðarbröndurum upp á Hús- víkinga, jafnframt því sem ég skor- aði á Húsvíkinga að svara nú fyrir sig og láta Akureyringa hafa það óþveg- ið. Ég varð ekki var við nein við- brögð frá Húsvíkingum þá, ekki nema þegar ég hitti fulltrúa þeirra á förnum vegi. Pá höfðu þeir orð á því, að nú yrði að fara að gera eitthvað í þessu. Og ckki voru þeir iengi að átta sig á hlutunum, því um daginn var hálft Víkurblaðið uppfullt af Hafn- arfjarðarbröndurum, snúnum upp á Akureyringa. Þetta tók þá ekki nema nærri hálfan áratug, blessaða. Ein sagan segir frá Akureyringi, sem réði sig til fiskvinnu á Húsavík. Hann mætti alltaf of seint til vinnu á morgnana. Petta líkaði verkstjóran- um ekki og fann hann að við Akur- eyringinn. - Gerir þú þér grein fyrir því drengur minn, hvenær við hefjum störf hér í þessu fyrirtæki á morgn- ana? - Nei, svaraði strákur, þið eruð alltaf byrjaðir þegar ég kem! hamarim En það er sjálfsagt að launa Húsvík- ingum sendinguna og í því sambandi datt mér í hug sagan af Húsvíkingun- um, sem voru að gera við þakið á Húsavíkurkirkju. Öðrum þeirra varð fótaskortur, en í fallinu greip hann í annan fót félaga síns og dró hann með sér. En sá hélt á hamrinum og tókst að krækja honum í þakrenn- una. Parna héngu kapparnir á þak- rennunni og gátu litla björg sér veitt. Þá segir sá sem hélt í hamarinn: - Ef þú sleppir ekki fætinum á mér þá Iem ég þig með hamrinum! Stórborgjmar hœttulegar Og svo var það húsvískur vinur minn, sem brá sér til Borgarinnar. En þar ríkir skálmöld og þegar vinur minn var að koma úr „Holly“ var ráðist á hann og ræningjarnir vildu fá veski þess húsvíska. En hann varð- ist lengi vel, enda Þingeyingar þekkt- ir fyrir að vera rammir að afli. En lokst lét hann þó undan og afhenti veskið. En í því var ekki annað en skitinn fimmtíukall. Þá sneru árásar- mennirnir sér forviða að Húsvíkingn- um og spurðu hvers konar mótþrói þetta hefði verið út af einum fimm- tíukalli. - Ég hélt að þið ætluðuð að hafa af mér tíu þúsund krónurnar sem ég setti í vinstri skóinn minn, svaraði Húsvíkingurinn hróðugur. Ég vona að Húsvíkingar kunni að meta þessar gamansögur, eins og þær eru meintar, þó skopskyn þeirra sé óneitanlega umdeilt. Eitt er þó víst í því sambandi, þeir hlæja flestir í þrí- gang að hverjum brandara; fyrst þeg- ar þeir heyra hann, aftur þegar hann er útskýrður fyrir þeim og í þriðja sinnið þegar þeir loks fatta hann. Þetta staðfestir sagan af manninum, sem kom inn á barinn á Húsavíkur- hótelinu. Hann bauðst til að segja barþjóninum nýjasta Húsavíkur- brandarann. - Égaðvaraþig,égerHúsvíking- ur, sagði barþjónninn. - Það er allt í lagi, ég segi hann þá bara hægt, sagði gesturinn. Engjr smákarbr Ég brá mér á barinn á Hótel Húsavík fyrir skömmu þegar ég var á ferð fyr- ir austan. Þá kom einn heimamanna í salinn á völtum fótum og drafaði yfir lýðinn: Ég er Guð almáttugur. - Aumingja maðurinn, sá er illa drukkinn, sagði einhver. - Jæja, ég skal sanna mál mitt, sagði sá fulli, fór síðan út á götu og yfir að næsta húsi. Þar knúði hann dyra ákveðið, þar til úrill frú stakk höfðinu út um glugga. - Guð minn almáttugur, ert þú kominn aftur, sagði hún þegar hún sá komumann. Ég hef trú á því að það hafi verið þessi sami Húsvíkingur sem var á ferð í ísrael og ætlaði að fá sér far yfir Galileuvatnið. Honum þótti ferjugjaldið svívirðilega hátt, en lét sig nú samt hafa það. En þegar ferjan lagði frá bryggju heyrðist hann tuldra í barm sér: - Engin furða að Jesús gekk. Pjófavarnir ílagi Annar Húsvíkingur, sem kom á bar- inn áðurnefnt kvöld, vakti einnig at- hygli mína. Hann rogaðist nefnilega með heljarmikla útidyrahurð með sér og hafði haft það af að drasla henni upp alla stigana, því barinn er á 4. hæð. Þjónninn spurði manninn, hverju þetta sætti. - Nú, ég týndi útidyralyklinum f gærkvöld, en nú getur sá sem finnur hann ekki komist inn til mín, því ég er með hurðina. - En hvað gerist þá ef þú týnir hurðinni, rétt eins og lyklinum? - Það er allt í lagi vinur, ég skildi nefniiega eftir opinn glugga. En daginn eftir sagði barþjónninn mér þá sögu, að hann hefði fylgst með hurðarmanninum og hann hefði haft sig með hurðina heim. Þjónninn sagðist hafa bankað upp á hjá karli, þegar hann var viss um að hurðar- maðurinn var sofnaður. Eftir skamma stund kom hurðarmaðurinn samt til dyra, en ögn úldinn. - Fyrirgefðu að ég skyldi vekjaþig vinur, ég vildi bara ganga úr skugga um að þú værir örugglega sofnaður, sagði þjónninn. - Já, já, þetta er allt í lagi, ég þurfti hvort sem er að fara til dyra!! Nú erum við búin að fá á hreint hverjir tvímenningarnir eru sem við vorum ekki viss um að þekkja á myndinni, sem birtist í síðustu Blöndu. Sá með prjónahúfuna er Árni Gunnar Tómasson, sem látinn er fyrir mörgum árum, en hái mynd- arlegi maðurinn með pípuhattinn er enginn annar en Árni Valur Viggós- son, fyrrum Ijósameistari hjá leikfé- laginu. TÖLVUSÝNING Á AKUREYRI í tilefni stækkunar húsnæðis TÖLVUTÆKJA sf. verður haldin sýning á ýmsum tölvubúnaði að Gránu- félagsgötu 4, 2. hæð nk. laugardag og sunnudag frá kl. 13-18. Þar kynna m.a.: Skrifstofuvélar hf., Reykjavík IBM einkatölvur, IBM og STAR prentara ásamt ýmsum hugbúnaði. Tölvuskólinn Framsýn samstarf skólans og TÖLVUTÆKJA sf. um fyrirhugað námskeiðahald á Akureyri. Nýjung á sviði tölvumenntunar frá ATI - tölvustýrt nám Tölvutæki sf. tilgang og markmið fyrirtækisins. Televideo PC og tilboð fyrirtækisins á tölvutækjum. TÖLVUTÆKI s.f GRÁNUFÉLAGSGÖTU 4 S= 2 61 55 AKUREYRI PÓSTH.565 N.NR.8959-1368 Hefur þú gert veró- samanburó nýlega? izíír (SCÍCl í 1. lítra f lösku -góóur drykkurágóóu verói cca Verksmiójan

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.