Dagur - 23.11.1984, Page 9

Dagur - 23.11.1984, Page 9
8 - DAGUR - 23. nóvember 1984 23. nóvember 1984 - DAGUR - 9 Brynjólfur Bjarnason var alltaf harður á sinni línu og bandalögin hefðu orðið færri ef hann hefði fengið að stjórna. En Alþýðubandalagið varð til og þar var ég með, en mér þótti vistin þar aldrei góð. Síðan fylgdi ég Birni vini mín- um Jónssyni og Hannibal þegar þeir stofnuðu Samtök frjálslyndra og vinstri manna. Pað varð ákaflega brátt um þá hreyfingu og menn tvístruðust. En ég stóð kyrr og sór þess dýran eið að kjósa aldrei framar.“ - Ertu ef til vill kominn í Framsókn? „Nei, nei, þó ég sé bendlaður við Dag er ekki þar með sagt að ég sé orðinn framsókn- armaður. Hins vegar hef ég alla tíð verið málsvari KEA og er það enn. Þar með get ég alls ekki skrifað upp á að framsókn eigi sam- vinnuhreyfinguna." - Er þín pólitíska ganga flótti frá útjaðri vinstri vængsins inn að miðjunni? „Nei, sko, ég held að þetta sé algerlega rök- rétt þróun. Mér finnst að maður sem tekur ein- hvers konar pólitíska trú á ungum aldri - og aldrei víkur frá henni, hvernig svo sem hún breytist - hljóti að hafa eitthvað undarlegt sál- arlíf. Menn verða að taka afstöðu á hverjum tíma, eftir sinni bestu vitund. Sú barátta sem ég tók þátt í var nauðsynleg á sínum tíma, en þegar við höldum áfram sömu vinnu- brögðunum eftir að við erum orðin rík, þá erum við klaufar. Og þau eru mörg klaufa- spörkin í okkar þjóðfélagi á síðustu áratugum. Það eru breyttir tímar, sem kalla á breyttar baráttuaðferðir. En eins og ég sagði þér áðan, þá veit ég ekki við hvað er miðað núna, þegar talað er um mannsæmandi lífskjör. Ég vissi það hundrað prósent 1934. Mér finnst íslensk pólitík í dag algjör skrípaleikur. Ég vil ekki tjá mig mikið um menn, en þó hef ég það á tilfinningunni að gáf- að fólk sæki á vinstri væng, eins og það hefur alltaf gert. En það er svolítið annað að vera gáfaður eða hagsýnn. Og ég get ekki gleymt þeirri ríkisstjórn sem jók skuldir mínar margfalt. Það hygg ég að ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen hafi gert og með honum á skút- unni var Alþýðubandalagið. Þar hefur „menn- tafólk" tekið völdin og snobbar gjarnan niður á við. Þetta er fólk sem þekkir ekki bakgrunn íslenskrar verkalýðsbaráttu og skilur ekki vœng“ og sitthvað fleira í helgarviðtali , fólk sœkir á vinstri - Kristján skáld Einarsson frá Djúpalæk ræðir um sveitarómantík, verkalýðsbaráttu, pólitík, skáldskap „Ég er einstaklega sáttur við lífið og tilveruna. Ég hef af- skaplega gaman af lífinu; mér þykir það líka svo fallegt, þó ekki væri nema vegna þess að ég hefheilsu og frelsi til að ganga hvenœr sem ég vil um Kjarnaskóg. Það gefur mér mikið. Nýlega var ég í tvo vetur í Reykjavík, en það var langtfrá því að vera skemmtilegur tími. Mér leiddist þar. Ég veit ekki hvers vegna. Ef til vill voru fjöllin allt í einu komin of langt frá mér. “ Það er Kristján skáld Einarsson frá Djúpalœk, sem kominn er í helgarviðtal við Dag. Það þarf ekki að kynna skáldið frekar fyrir lesendum; hann hefur lagt Degi ómetanlegt lið á síðustu árum og nú er að koma út nítjánda bókin hans. Ég spurði skáldið því fyrst um bókina; A varinhell- unni. „Ég skoðaði oft heiminn frá varinhellunni heima á Djúpalæk, en varinhella var nefnd sú hella sem sett var framan við bæjardyrnar. Þannig er nafnið á þessari bók til orðið. Hún er sett upp af 30 minningamyndum, þó minningin sé í sumum tilfellum ekki annað en grunntónn í sögunum. Til viðbótar hef ég spunnið úr eigin hugarheimi eftir aðstæðum, þannig að bókin er á mörkum minninga og skáldskapar. Ég reyndi að leggja höfuðáhersl- una á að úr yrði sæmilegur texti, rétt eins og Laxness krefst. Sigfús Sigfússon, sem talinn var heldur óvandaður þjóðsagnaritari vegna trúgirni, svaraði því til, að sagan þyrfti sitt. Mér finnst nokkuð til í þessu, því sannleikur- inn er afskaplega afstætt hugtak." - Hvernig tilfinning er að senda frá sér bók; berðu engan kvíðboga fyrir því sem speking- arnir kunna að segja? „Ég er löngu hættur að hafa nokkrar áhyggj- ur í sambandi við útkomu bókar; ég er löngu vaxinn upp úr því. Ég hef það á tilfinningunni - þó ég segi sjálfur frá - að þetta sé skemmtileg bók, læsileg bók. Ég er tiltölulega varinn fyrir umsögnum gagnrýnenda; ég tek þá ekki af- skaplega alvarlega þessa kauða sem skrifa um bækur, enda legg ég stund á að gera slíkt sjálfur. Mér þykir krítík atvinnumanna alger- lega ábyrgðarlaus. Okkur vantar virkilega bókmenntagagnrýnendur, alvarlega þenkj- andi, sem taka fyrir verk og skilgreina þau með faglegum hætti. Þarna kemur til greina sú afsökun, að íslenskar bækur koma flestar út á einum og hálfum mánuði; bókmenntagagn- rýnendur verða að hlaupa yfir þetta og skrifa síðan sinn dóm. Oft á tíðum eru þetta glappa- verk, hrein og bein. Hvernig er til dæmis hægt að taka góða ljóðabók, lesa hana einu sinni yfir, og skrifa síðan um hana stóradóm. Slík vinnubrögð eru goðgá sem þarf að uppræta.“ Djúpilœkur á flakki - Djúpilækur? „Nú er alltaf verið að hringla með þennan blessaða bæ minn, Djúpalæk. Stundum hefur hann verið settur niður í Þistilfirði, ellegar á Langanesi, sem er nú algengast, en síðast var hann settur niður í Vopnafirði í merku blaði. Og ég er aldeilis ekki spenntur fyrir því að láta hringla svona með bæinn minn. Ég vil hafa hann þar sem hann er, í Bakkafirði, á miðri strandlengjunni milli Bakkafjarðar og Gunn- ólfsvíkur, sem er endastöð Norður-Múlasýslu. Ég er sem sagt Norð-Mýlingur, kominn úr nyrsta hreppi í þeirri sýslu; Skeggjastaða- hreppi. Djúpilækur er nú kominn í eyði sem slíkur, en í túnjaðrinum var byggt nýbýli, en nafnbreytingar var krafist til að fá nýbýlastyrk. Þannig er nú búið að falsa margt bæjarnafnið á íslandi. Einn þátturinn í bókinni minni fjall- ar um það, þegar faðir minn réðist í það í ein- hverju bjartsýniskasti 1927, að byggja eitt af þessum steinhúsum þar sem hæðin var fyrir öllu. Þá var ekki farið að hugsa fyrir einangr- un; menn töldu að steinninn hlyti að vera jafn góður og torf og grjót. En hann reyndist nú nokkuð kaldur og rakur þegar vetraði.“ - Er bjart yfir þessum minningum? „Ég man eftir mér mjög ungum, allt frá því að ég var á þriðja ári, en eftir því sem árin hafa liðið hef ég litið raunsærri augum á þessa bernskudaga mína. Lengi framan af fannst mér að þetta hafi verið fögur tíð og glöð, en þegar maður fer að hugsa sig betur um þá var þetta ekkert annað en barátta við fátækt og allsleysi, svo ekki sé talað um dæmalausa fá- sinnu, því við bjuggum afskekkt við einangr- un, þannig að menningin átti ekki greiða leið til okkar í þessa sveit. Svo var þetta í jaðri Austfjarðaþokunnar, þarna rigndi mikið. En það er fallegt í Bakkafirði þegar vel viðrar. Og fólkið var gott. Það var heiðarlegt; það kom varla fyrir ef maður lofaði einhverju, að hann stæði ekki við það. Ef hann sagðist ætla að koma klukkan fjögur þá gerði hann það. Ef hann ætlaði að greiða skuld á ákveðnum degi, þá gerði hann það, jafnvel þó það væri harðsótt. Þar voru orð látin standa og þar þótti fagurt hugtak: „Orð hans voru betri en hand- söl annarra manna“. Þess vegna brá mér mjög við, þegar ég kom hingað norður í menning- una og varð þess var að menn tóku sjálfa sig ekki allt of alvarlega, þótt þeir lofuðu ein- hverju.“ - Hvað var menning í Bakkafirði? „Menning í Bakkafirði var að vinna; að heyja og reyta saman á örsnauðum engjum eitthvað af grasi handa þessum blessuðum sauðkindum. Ef til vill var það þess vegna, sem ég var nær einn um það í minni sveit, að skilja til hlítar „Sjálfstætt fólk“. Og ég lét karlana heyra það óspart, meðal annarra föður minn og afa, að Bjartur í Sumarhúsum væri ekki mjög ósönn persóna. Þetta var þeim fjarska- lega illa við, en Sjálfstætt fólk er enn ein af mínum uppáhaldsbókum.“ - Kunnu Bakkfirðingar illa við skáldskap Kiljans? „Þeir tóku honum afskaplega illa. Hann var eiginlega algjör bannvara. Þeir skástu stálust til að lesa bækur hans, en aðrir fordæmdu þær vegna afspurnar. Það bætti heldur ekki úr skák, að blað sem nú heitir NT barst á hvern bæ og Halldór fékk ekki háar einkunnir þar. Einnig fengu bændur ísafold senda, sem var útdráttur úr Morgunblaðinu, og ætli það hafi ekki kveðið við svipaðan tón þar. Bændum þótti Halldór gera lítið úr þeim. Ég man eftir einum sem sagði á þessa leið: - Svo segir þetta úrþvætti að við snýtum okkur í lúkurnar og þurrkum síðan í buxnaskálmarn- ar. Um leið gerði hann þetta sjálfur óafvitandi. Þeim var líka afskaplega illa við það, að því væri haldið fram að þjóðin væri lúsug, en þessi peningur, sem til allrar lukku lifir nú enn á Ak- ureyri, var ekki sjaldséður á Bakkafirði í mínu ungdæmi. Það var meira að segja talið óhollt að losa sig alveg við hana. Menn álitu að hún eyddi vessum. Og raunverulega stríðir það gegn náttúruvernd nútímans að útrýma lús- inni. En Halldór stóð þetta af sér og íslenskum rithöfundum er vandi á höndum við skriftir núna, eftir að við erum búnir að vera samtíma í ein sjötíu ár einum snjallasta rithöfundi heimsins. Þó að þetta sé mikið gleðiefni fyrir lesendur, þá er þetta erfið viðmiðun fyrir rit- höfunda. Og ég held að enginn maður komist framhjá nóbelsskáldinu.“ Fátœktin var mikil - Var mikil fátækt í Bakkafirði? „Já, það var mikil fátækt á þessum árum, sérstaklega á fjórða áratugnum. Það voru erf- iðir tímar, meðal annars vegna þess að þá kom upp garnaveiki í sauðfé. Það var alveg sama hvað var gjört og hverju var eytt í þessar skepnur af mat, það lak allt niður, féð var sjúkt. Það var ekki fyrr en ormalyf Dungals kom, að skepnurnar tórðu.“ - Þú sagðir áðan, að þú hefðir haft gaman af að stríða körlunum í Bakkafirði á samlík- ingu við persónur í Sjálfstæðu fólki eftir Laxness. Varstu kjöftugur krakki? „Já, ég var einkennilega uppreisnargjarn og var fæddur með alls konar leiðindahvatir. Ég hafði.til dæmis mjög gaman af að herma eftir fólki, jafnframt því að færa sögur í stílinn og henda á lofti það sem skrýtið var og bæta það síðan ögn í endursögn. Mönnum þótti þetta samt skemmtilegt vegna þess að þeir höfðu ekkert á móti því að aðrir væru gerðir brosleg- ir. Og mér er ekki grunlaust um að mörgum hafi þótt Bjartur ágætis mynd af náunganum á næsta bæ, en alls ekki sjálfsmynd. Ekki batn- aði þetta náttúrlega eftir að ég fór að setja saman vísur, sem var allt of snemma. Og það voru ekki allt sálmar sem ég orti, heldur eitt- hvað sem gat stuðað fólk svolítið.“ - Þú hleyptir heimdraganum? „Já, það sem þjáði mig hvað mest heima í Bakkafirði var að komast ekki í skóla. Ég hafði fengið farkennslu, sem var ákaflega léleg. Ég er nú með þeim ósköpum fæddur að geta ekki lagt saman tvo og þrjá og hef aldrei getað. Ég er svo blindur í stærðfræðilegum sökum, að ég get ekki einu sinni haldið tékk- hefti svo í lagi sé. Ef ég væri ekki svo heppinn að skipta hér við banka, þar sem fólkið er mér innan handar, þá veit ég bara ekki hvernig færi. En loksins komst ég í Alþýðuskólann á Eið- um þegar ég var um tvítugt og var þar í einn vetur. Það er einn sá skemmtilegasti vetur sem ég hef lifað. Þar sá ég í fyrsta skipti á ævinni rafljós og vatnsklósett, já, og jafnvel fólksbíl, þó ég hefði séð litlum vörubíl bregða fyrir áður. Þarna undi ég mér vel í glöðum hópi skólasystkina minna, í heimavist, og þarna var líka stúlka héðan úr Eyjafirði, sem var að bera þér kaffið áðan. Og þarna var Jakob Kristins- son skólastjóri. Hann var ákaflega merkilegur maður og gáfaður, svo andlega þroskaður, að hann taldi fyrsta bindið af Ljósvíkingnum meistaraverk. Hann kom mér líka aðeins á bragðið með indversk fræði, sem ég hef lengi verið veikur fyrir, og reyndist mér í alla staði besti maður. Til Akureyrar Ég var í einn vetur á Eiðum, en fór síðan í Menntaskólann á Akureyri af veikum burðum. Og ég dáist að því enn þann dag í dag, hvað hinn lítt alþýðlegi maður, Sigurður skólameistari Guðmundsson, tók mér vel. Það hefur mér alltaf fundist óskiljanlegt. Þó hygg ég að ástæðan hafi verið sú, að ég fór snemma að birta eftir mig kvæði í skólablaðinu, og hann áleit að ég hefði einhverja hæfileika í þá átt. í það minnsta reyndist þessi maður mér vel. Nú var ég þarna ekki reglulegur nemandi, því ég fékk heimild til að lesa utan skóla og Sigurður sagði að ég mætti vera þar sem mér þætti vænlegast. En ég lauk aldrei við Mennta- skólann. Þar kom margt til, heilsuleysi og þó sérstaklega peningaleysi. Það var svo gersam- lega útilokað fyrir mig að reyna að kosta mig hér í skóla. Ég sá enga leið til þess.“ - Hvað tókstu þá til bragðs? „Ég fór að fást við búskap með tengdaföður mínum, Friðbimi í Staðartungu í Hörgárdal. Mér er óhætt að fullyrða það, að það er eitt af undrunum í lífi mínu hvað tengdaforeldrar mínir tóku mér.vel. Ég var ekkert álitlegur tengdasonur. En gamli maðurinn hafði gaman af ljóðagerðinni og ríminu enda skáld sjálfur og við áttum ýmislegt sameiginlegt. Það hefur jafnvel verið sagt, að við værum ekkert ólfkir á vangann. En ég var búskussi. Einn nágranni minn lýsti mér vel í fáum orðum. Þannig var að mjólkurbíllinn kom ekki til okkar nema annan hvern dag. í því sambandi sagði þessi nágranni minn um mig: - Þeir segja að Krist- ján fari ekkert á fætur þá morgna sem bíllinn kemur ekki. Mér þótti þetta nokkuð gott. Annars var ég nú bara býsna seigur, enda brá mér við að koma í Hörgárdal og slá þar ef til vill upp á 10-12 hesta utangarðs yfir daginn, á móti því sem ég nagaði upp á eina bikkju heima. Og veðráttan var ögn önnur. En ég hætti búskap 1943 og flutti á mölina, til Akureyrar. Við keyptum meira að segja lít- ið hús fyrir afurðir búsins; lítið gult hús, sem stóð í miðjum forarvilpum Oddeyrarinnar, og er Gránufélagsgata 55. Á Akureyri gerðist ég fyrst starfsmaður hjá Kaupfélaginu, í svo- nefndu „setuliði“, þar sem Jóhannes frændi minn frá Ystu-Vík var verkstjóri. Þar voru góðir karlar.“ - Eftir komuna til Akureyrar gerðist þú virkur í verkalýðsbaráttu og lést til þín taka í pólitík. „Já, ég var allt að því fæddur kommúnisti. Ég veit ekkert hvernig hefur á því staðið. Ef til vill hef ég drukkið þetta í mig frá Laxness eða Þórbergi, en ég setti mig ekki úr færi til að lesa bækur þeirra. Þessar kenndir ágerðust eftir komuna til Akureyrar og þar var ég einn af stofnendum Verkalýðsfélags Akureyrar." Að lifa mannsœmandi lífi - Var það barátta til lífsbjargar? „Já, til að hafa til hnífs og skeiðar. Ég álít, að við verðum að skoða þessi ár mjög vand- lega með hliðsjón af nútímanum. Og þó að ég sé nú fráhverfur kommúnisma - og jafnvel ör- lítið tortrygginn gagnvart svokallaðri hungur- baráttu nútímans, sem ætti að vera í gæsalöpp- um - þá var þessi verkalýðsbarátta og pólitíska barátta alger lífsnauðsyn á þessum árum. Það var ekki verið að berjast til að geta farið oftar til útlanda, það var verið að berjast til að geta haft að éta og húsaskjól í sæmilegu húsi, jafn- framt því að geta klætt sig sómasamlega. Það var ekki verið að berjast fyrir neinum lúxus. Þess vegna er ég oft að hugsa um það núna; hvernig eigum við að skilgreina hugtakið „mannsæmandi líf“? Er verið að miða við að hafa í sig og á, eða er verið að miða við einn til tvo bíla, eina til tvær utanlandsferðir á ári og fín híbýli?“ - Var þetta hörð barátta á þessum árum? „Já, afskaplega, og þessi barátta var misk- unnarlaus á báða bóga. En fórnarlund og samstaða þess fólks sem barðist fyrir sínu og meðbræðra sinna, var ólýsanleg, og þar komu fram bestu dyggðir margra mætra manna. Og mér finnst að manneskjur eins og „systkinin í Þingvallastræti“ ásamt svo mörgum, mörgum öðrum hafi verið einstaklega góðir fulltrúar. Það var fólk sem gerði meira en að brýna menn til baráttu; það var fólk sem sýndi í verki að það vildi virkilega aðstoða þá sem áttu erfitt. Við lentum í verkföllum, en ég var afskap- lega lítill verkfallsmaður, því ég var svo hug- laus. Ég var bestur við að rífa kjaft, en kæmi til stórræða fór ég alltaf bak við annan mann sterkari. En hvað sem öðru líður, þá er það ekki fyrr en eftir að breskur her stígur hér á land, að við förum að hafa í okkur og á. Það þýðir ekkert að berja hausnum við steininn með það, hvort sem það var vel þegið eða ekki. Þá fengu menn vinnu og kaup, þó stjórn- völd hefðu þá sem oftar getað staðið betur að verki.“ Ekki góð vist í Alþýðubandalaginu - Þú varst kommúnisti, í hvaða flokki til að byrja með? „Ég var fyrst í Sameiningarflokki alþýðu, sósíalistaflokknum og kunni vel við mig þar. Ég minnist þess að Sigfús Sigurhjartarson kom hingað norður og var að brydda á slökun í pólitík. Þá sagði ég mig úr flokknum um stund, því ég vildi ekki svona menn! En var ég fyrr kominn upp úr þessum tlóum en ég fór að yrkja lofkvæði um engjadaginn. þar sem fólkið vann sælt og sveitt. Þetta þótti mér þá og þetta kvæði var talið gott. Meðal annars tók Jónas frá Hriflu það upp í tímarit sitt, sem hét Vaka, og þótti honum sem þetta væri hinn eini og sanni andi sveitamenningarinnar, enda þótti það nokkur dyggð þá að neita staðreynd- um. Þessi bók hét „Frá nyrstu ströndum", en sú næsta hét „Villtur vegar“. Þá hafði ég yfir- gefið sveitina og var kominn hér á mölina. Þar með var kominn nýr tónn í kvæðin mín; bylt- ingartónn. Það var lengi vandamál mitt, að margir vildu teygja mig til sín, annað hvort til hægri eða vinstri. Þannig var ég jafnmikill vinur Krist- manns Guðmundssonar og Gunnars Bene- diktssonar í þau 11 ár semégbjóíHveragerði. Báðir vildu leiða mig á sitt mál og ég var beggja vinur, en hvorugum trúr. Þannig hef ég reynt að gaufa mig áfram milli öfganna. Síðan rak hver ljóðabókin aðra. „Lífið kallar" kom út 1950. Hún þótti svo vond, að af mér var tekinn skáldastyrkur, sem ég hafði fengið tveim árum áður vegna bókarinnar „í þagnarskógi“. Auðvitað var það pólitísk aðgerð, en varð mér þó til góðs. Þá var til sjóð- ur hjá Helgafelli, sem hét minningarsjóður Jónasar Hallgrímssonar. Þar lágu einhverjir peningar og mönnum eins og Ragnari í Smára og Tómasi Guðmundssyni þótti bókin mín ekki verri en það, að þeir létu mig fá þessi verðlaun, m.a. vegna þess að þeim þótti ósanngjarnt að svipta mig skáldalaununum. Og ég gafst ekki upp. Nú eru Ijóðabækurnar mínar orðnar 13.“ - Kristján, þú hefur frá mörgu að segja og eflaust gætum við spjallað lengi saman enn. Hins vegar krefst rúmið þess að við förum að setja amenið á eftir efninu. En fyrst ætla ég að spyrja þig hvernig þér hafi gengið að lifa af skáldskapnum. „Skáldskapurinn hefur nú ekki verið mín aðaltekjulind fyrr en á síðustu árum. Áður starfaði ég við verkamannavinnu, kennslu og blaðamennsku, svo eitthvað sé nefnt. Ég veit ekki fyrir víst af hverju ég hef lifað, en ég gerði þann samning við skaparann, að ef mig vant- aði peninga, þá sæi hann um þá hlið málsins. Og hann hefur staðið vel við þann samning. Mestar tekjurnar hef ég haft af dægurlaga- textunum; ég hef stundum sagt, að það léleg- asta í mínum skáldskap hafi skilað mér mest- um arði. Auðvitað sögðu skáldbræður mínir, að ekkert skáld á íslandi hefði lagst lægra en ég með því að yrkja dægurljóð, en fólkið fagn- aði þessu framtaki. Þetta var eins og að gefa svöngu barni brauð. Þess vegna er ég ekki frá því að kollegar mínir hafi öfundað mig pínulít- ið, bæði vegna teknanna og hlýtur það ekki að vera takmark allra skálda að ná til sem flestra. Það er mikill ávinningur í að fá tónlist við texta sína.“ - Stuðlar, endarím? „Já, endarím er ekki heilagt fyrir mér, en ég legg mikið upp úr stuðlum, þó ég hafi skrifað ljóð án stuðla og endaríms. Stuðlarnir eru svo stór þáttur í íslenskri tungu, að við getum ekki misst þá. Ég held til dæmis, að stílgaldur óbundins máls sé oft að finna í stuðlum. Þeir eru eins og hljómfall í textanum. En því miður er þetta á undanhaldi í málinu. Mér heyrist að almenningur sé að týna brageyranu, því miður. Það væri ekki ómerkur þáttur í ís- lenskukennslu í skólum, ef hægt er að vinna því sess á ný. Sá sem heyrir ekki stuðlun í ljóð- um er laglaus maður. Það er mín skoðun." - Að lokum, Kristján, hvað þótti mönnum um þínar skáldagrillur þegar þú varst að kveðja þér hljóðs? „Það var ríkjandi trú á íslandi, að skáld væri ekki aðeins aumingi, heldur ólánsmaður hinn mesti líka og sjálfsagt þótti að hann væri fylli- bytta. Frændi minn, Fjallaskáldið, drakk sig í hel rúmlega 26 ára gamall og hlaut fyrir ódauð- lega frægð, ásamt þeim ljóðum sem hann hafði grátið á þessum hörmungarárum sínum. Ég hygg líka að Jónas Hallgrímsson hafi fyllt út í þá mynd, sem þjóðin gerði af skáldunum." - GS - Jæja, Kristján, nú vendum við okkar kvæði í kross og snúum okkur að skáldinu. Hvenær kom fyrsta ljóðabókin út og hvernig var henni tekið? „Fyrsta ljóðabókin mín kom út 1943, gefin út af Pálma H. Jónssyni í gustukaskyni, og það einkennilega var að þessari bók var vel tekið. Menn skrifuðu vel um hana. Þó'var þetta held- ur vond bók. Ég kunni þá ekki að fara með prófarkir og bókin því ekki aldeilis laus við villur. Þetta var sveitarómantík. Oft stóð ég við engjaslátt heima í Bakkafirði, kaldur og blautur, og þráði ekkert frekar en að komast sem lengst í burtu, jafnvel á sjóinn. En ekki Fyrsta Ijóðabókin heldur slœm þankagang almenns launafólks í landinu. Þetta er fólk sem jafnvel er alið upp við allsnægtir, en vill sýnast annað en það er og komast til valda með styrk verkalýðsins."

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.