Dagur - 23.11.1984, Page 12

Dagur - 23.11.1984, Page 12
12 - DAGUR - 23. nóvember 1984 Horft á videó - sem nýtur mikilla vinsælda meðal allra aldurshópa. gerðarleysið gerir þau óánægð. Þau verða æst og þurfa að fá út- rás fyrir það sem þau hafa séð. Afleiðing langtíma sjón- varpsgláps er hreyfingarleysi og möguleikar barna til að kynnast og hafa stjórn á líkama sínum minnka að mun. Málfar barna á forskólaaldri er í mjög örri þróun og því er hætta á að málþroski og skiln- ingur bíði hnekki þegar um er að ræða mikla sjónvarpsnotk- un. Ástæðan er sú að það tal sem fylgir myndunum gerir eng- ar kröfur þess efnis að börnin séu málfarslega virk. Þetta á fyrst og fremst við þegar börn sitja einsömul fyrir framan tæk- ið og hafa engan til að ræða við. Lítið sem ekkert rými er skil- ið eftir fyrir hugmyndaflug barna þar sem sjónvarpsefni samanstendur af tilbúnum myndum. Börn samtímans eiga oft erfitt með að hlusta á sögu án mynda því þau eiga bágt með að gefa hugarfluginu laus- an tauminn og ímynda sér sögu- umhverfi og atburðarás. Það er nauðsynlegt að foreldrar geri sér grein fyrir mikilvægi þess að þeir horfi á barnaefni sjónvarpsins með börnunum sínum, en stilli þeim ekki fyrir framan skjáinn einum og yfir- gefnum. Myndirnar geta gert börnin óttaslegin og þá er geysilega mikið Öryggi fyrir barnið að hafa einhvern fullorðinn hjá sér til að hughreysta það. Hafi barnið þetta öryggi verða hin hræðsluvekjandi atriði myndar- innar bæði spennandi og áhuga- verð. Einnig getur verið að barnið skilji ekki allt sem fram fer í þættinum og geta þá vaknað ýmsar spurningar hjá barninu sem hinn fullorðni ætti að geta skýrt út. Þá getur myndefnið verið skemmtilegt og vakið hlátur og kátínu og er þá ósköp notalegt að sjá að mamma og pabbi eru líka að hlæja. Eftir þættina er svo gott að hafa einhvern til að geta talað við um efnið og rifja upp innihald þeirra. Það vekur samkennd hjá barninu og foreldrum þess, þar sem þau hafa þá upplifað eitthvað saman. Það er óneitanlega þægilegt að nota sjónvarp eða video sem barnfóstru til þess að geta unnið Tieimilisstörfin í friði og ró eða sofið út á morgnana. En höfum við leitt hugann að því hvaða líkamleg og andleg áhrif það hefur á börn að horfa mikið á sjónvarp? Ef við horfum framhjá efninu sjálfu og lítum aðeins á athæfið, þá má skilgreina það sem þrot- lausa setu þar sem allur líkam- inn er óvirkur og sömuleiðis öll skynfæri önnur en augu og eyru, sem eiga það á hættu að þreytast um of. Þá hefur verið sýnt fram á að starfsemi heilans minnkar veru- lega þegar horft er á sjónvarp og hugsunin verður bæði óskýr og ómeðvituð. Eins og við vitum búa börn yfir mikilli hreyfiþörf og það er þeim eðlilegt að bregðast við utanaðkomandi áhrifum. Þegar börn horfa á sjónvarpsefni má ætla að þau fái löngun til að taka virkan þátt í því sem er að gerast á skjánum t.d. dansa, renna sér á skautum, taka í og þreifa á hinum ýmsu hlutum. Hvað eftir annað hlýtur sú löngun að vakna að taka þátt í því sem fram fer, en börnin verða alltaf frá að hverfa þar sem slíkt er ógerningur. Það er oft talað um að ofbeldi í sjónvarpi hafi slæm áhrif á börn og er það áreiðanlega bæði satt og rétt. Hins vegar kemur það sjaldan fram að jafnvel saklausasta sjónvarpsefni getur vakið árásarhneigð hjá börnun- um, einmitt sökum þess að að- bama œskilegt - eður ei? Texti: Matt. 28,16-20 Fagnaðarboðskapur tii allra Sigur er unninn. Það er ekki þörf á að nokkur h'ði undir valdi myrkraafla og sé.í fjötrum syndar. Enginn þarf að óttast dauðann. Með upprisu sinni frá dauðum sannaði Jesús fyrir öllum að hann var sigurvegari. ÖJlum mönnum er opin Ieið til fullkomins samfé- lags víð hinn eina og sanna Guð. Þess vegna kom hinn upprisni frelsari í eigin persónu. sem lif- andi vitnisburður um það sem gerst hafði og sagði við lærisveina sína: „Allt vald er mér gefið á hímni og jörðu. Farið því og gjör- ið allar þjóðir að lærisveinum." Með öðrum orðum sagði Jesús: „Þið veröið að íáta alla vita að sigurinn sé unninn.“ Lærisvein- arnir fóru og vitnuðu um hinn upprisna frelsara. Ekkert gát hindrað þá og Guðs ríki óx. Til umhugsunar: Kristniboð Enn stendur hinn upprisni Jesús og gefur börnum sínum skipun. Látið alla vita um sigurinn. Það eru milljarðar manna, sem ekki hafa fengið að vita þetta enn. Þeir lifa í dag undir valdi myrkraafla og geta ekki losnað nema við, sem þekkjum sigurvegarann, Jesúmi Krist, látum boðin um hann ber- ast til þeirra. Enginn má bregðast skyldu sinni. Enginn má afsaka sig með að segja að þeir sem ekki þekkja Jesúm séu sælir í sinni trú. Það er ekki satt. Það er aðeins Jesús, sem veitir sigur yfir hinu illa og gefur hjartanu frið. Þetta eru aldagömul sannindi sem ekkert fær haggað. Umsjón: Jón Bjarnason frá Garðsvík Svo bar við á skrifstofu Dags að mær ein hallaði stól sínum aftur svo lá við falli. Á stund háskans þreif hún til manns er nærri stóð og náði að rétta sig af. Þá varð til hálf vísa. Seinna var mér fal- ið að botna. Þrífur hún í klofid klók, klípur í Steina læri. Velsæmis hún óvart ók yfir landamæri. Mývetningurinn Baldvin Stef- ánsson kvað um Laxá að vor- lagi: Elur söng og fræðaföng, frostaspöng má hopa. Laxá ströng sín stikar göng, stans er á öngum dropa. Baldvin kvað er hann fann lóu sem króknað hafði í hreti: Undir fjalla hárri hlíð hátt úr lofti dottin lóan, sem að lengi blíð lofað hafði drottin. Hjálmar J. Stefánsson í Vagn- brekku kvað um stúlku sem villtist í Dimmuborgum: / Dimmuborgum dúnabil dýran festi blundinn. Hefur eflaust ætlast til að hún væri fundin. Þá kemur svokölluð einyrða- vísa, eftir Mývetninginn Gam- alíel Halldórsson. Reiðin sætir illu ein. Öldu mætir reiðinn. Reyðin kætir soltinn svein. Söðla gætir reiðinn. Eftirfarandi vísur hlýtur Jakob Thorarensen skáld að hafa kveðið í bölsýniskasti: Elgur, froða, ys og þys, útvarpsgjamm og hraði. Heimska öld sem afleiðis öslar á hundavaði. Nú má heita að heimurinn heiðri öllum rifti, er sem guð og andskotinn ætli f makaskipti. Benedikt Ingimarsson á Hálsi yrkir um sannleikann: Sérhver leiður lygagestur litar dökku huga manns. Sannleikur er sagna bestur sárt þó stingi broddur hans. Næstu vísu nefnir Benedikt Sorg og gleði: Oft var gott og illt sem skeði, enda um slíkt ég gerði braginn. Mesta sorg og mesta gleði mætast kannski sama daginn. Loks kveður Benedikt um ferð- ina sem aldrei var farin: Viljinn er illa varinn, vita það fleiri en ég. Ferðin sem ekki var farin fremur var nöturleg. í ágætu bréfi frá Ólafi Sigfús- syni í Forsæludal er þetta skráð, meðal annars: Ég hef ort marg- ar vísur um dagana, en sárfáar sem eru þess virði að þær fari á prent. Af þeim mætti langa lest láta birtast sýnum, en vera heima hygg ég best hendingunum mínum. Þær eru kveðnar einsemd í oft á næturvökum, litlir vængir verða því vaxnir á þeirra bökum. Ef þú vilt þeim ota á flug ekki skal það banna, efþær særa einskis hug eða hlustir manna. Og svo eru það uppákomurnar. Þetta orðskrípi er farið að nota um allt sem óvænt kemur. Ekki get ég orða bundist um þessi ósköp: Uppákomur allt er nefnt óvænt sem við ber og skeður. Uppákomum að er stefnt, annað menn ei framar gleður. Uppákomur alls konar allir hafa á milli vara. Þegar blessað barn ég var bannað var með klám að fara. Jón Bjarnason.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.