Dagur - 21.12.1984, Síða 4
4 - DAGUR - 21. desember 1984
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR:
STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI
SlMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 180 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 25 KR.
RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR:
HERMANN SVEINBJÓRNSSON
RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GlSLI SIGURGEIRSSON
BLAÐAMENN:
EIRfKUR ST. EIRlKSSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON
ÚTBREIÐSLUSTJÓRI:
HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI: 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
Siðmenntim og
hungursneyð
Nú þegar jólin eru á næsta
leiti, þessi hátíð ljóssins og
friðarins, beinast augu
manna enn á ný að hörm-
ungum þeim sem dynja yfir
meðbræður okkar í fjar-
lægum heimshlutum. Að
þessu sinni eru það íbúar í
Afríkuríkinu Eþíópíu sem
hvað harðast hafa orðið úti.
Þar hefur jörð sem getur
verið frjósöm ef hinar ár-
legu rigningar láta ekki á
sér standa, skrælnað svo
vegna þurrka undanfarinna
ára að hún hefur ekkert gef-
ið af sér. íbúarnir hafa orðið
að þola hungurdauða svo
þúsundum og hundruðum
þúsunda skiptir og þvílík-
um fjölda fólks bíða sömu
örlög, að íslendingar eiga
erfitt með að ímynda sér
hvað þarna er í húfi. Þó hef-
ur ástandinu verið lýst í
myndum og máli í útvarpi
og sjónvarpi að undan-
förnu.
Hjálparstofnun kirkjunn-
ar stendur enn einu sinni
fyrir mikilli söfnunarherferð
sem nefnist „Brauð handa
hungruðum heimi“. Sem
fyrr virðast íslendingar ætla
að bregðast vel við, enda
rennur þeim til rifja að sjá
þær hörmungar sem fólkið
þarf að ganga í gegn um.
Skelfilegast er að horfa upp
á börnin, máttfarin og sjúk
vegna langvarandi van-
næringar. Mörg þeirra, ef
ekki flest, eiga enga framtíð
fyrir sér, miðað við óbreytt-
ar aðstæður. Þessar að-
stæður eru til komnar
vegna náttúrufars að
mestu leyti en þó ekki öllu.
Undanfarið hafa verið
sýndar í íslenska sjónvarp-
inu myndir um Afríku og
sögu þeirra þjóða sem þar
búa. Þær myndir hafa verið
heldur dapurlegar sem þar
hafa verið dregnar upp. Þær
hafa sýnt okkur þá kýgun
og það arðrán sem hinar
svokölluðu siðmenntuðu
þjóðir í Vestur-Evrópu hafa
beitt Afríkubúa um alda-
raðir. Þrátt fyrir það að
nýlendukúguninni sé víð-
ast hvar aflétt heldur arð-
ránið áfram. Þjóðirnar eru
neyddar til að framleiða
ákveðnar vörur og síðan
ráða auðhringar Evrópu
því að þær geta ekki fram-
leitt úr þeim dýrari fullunn-
inn varning. Það er gert
með tollamúrum og ýmiss
konar höftum. Þessar sömu
siðmenntuðu þjóðir ráða
því einnig hvaða verð er
greitt fyrir hrávörurnar sem
frá Afríku koma. Því má
með sanni segja að hinn
siðmenntaði, kristni, vest-
ræni heimur eigi stóra sök
á því að Afríkumenn eru
ekki betur í stakk búnir til
að takast á við náttúruham-
farir eins og nú cjanga yfir.
í þeirri von að Islendingar
bregðist vel við og gefi
rausnarlega í söfnunarher-
ferð kirkjunnar — bæti þar
með í litlu fyrir allt það sem
kynbræður þeirra í Evrópu
hafa gert á hluta Afríku-
þjóða — óskar Dagur öllum
landsmönnum gleðilegra
jóla.
Þá cr biðin langa loks að fara að
taka enda. Allt er að verða hreint
og fínt, laufabrauðið bakað og búið
er að dusta rykið af jólaskrautinu
frá því í fyrra og hitteðfyrra, já og
auðvitað að kaupa nýtt. í stuttu
máli. Hin árvissa umturnun samfé-
lagsins er búin að ná hámarki.
Með jólin á hreinu
Aðventan er fyrir margra hluta sak-
ir eitt skemmtilegasta tímabil
ársins. Hún er í rauninni ekki síður
full af sjarma, en jólahátíðin sjálf.
t*að sem ef til vill á svo mikinn þátt
í þessum sjarma, er hin sérstaka
stemmning eftirvæntingar og til-
hlökkunar seni skapast. Allir fá það
svo sterkt á tilfinninguna að eitt-
livað mikið og stórkostlegt sé í að-
sigi, eitthvað mikið og háleitt sem
engin orð fá lýst.
Með sanni niá segja að við ís-
lendingar höfuni okkar jólahald á
hreinu. Tölur segja okkur að nóv-
ember og desember séu yfirleitt
þeir mánuðir sem viðskiptahalli
þjóðarinnar er hvað mcstur, og það
þótt engar gengisfellingar komi til.
Og sem kunnugt er Ijúga tölur
aldrei, það eru bara stjórnmála-
mennirnir sem Ijúga þegar þeir eru
að túlka tölurnar málstað sínum í
hag, en það er með tölurnar eins og
Biblíuna út úr hinum sömu tölum
má fá tvær mismunandi niðurstöður
sem hvor um sig réttlæta jafnvel al-
gerlega andstæð sjónarmið.
Þessar tölur um mikinn við-
skiptahalla síðustu mánuði ársins
sýna svo ekki verður um villst, að
miklu er eytt fyrir jólin, þó að vísu
komi fleira til, eins og mikil olíu-
notkun.
Við eigum auðvitað ekki nógu
sterk orð til að fjargviðrast yfir öllu
Heims um ból
bruðlinu í kringum jólahaldið, en
tökum vitaskuld þátt í því af lífi og
sál. Það lyftist líka brúnin á æði
mörgum kaupmanninum þessa dag-
ana, og gylliboðin skortir ekki. í
síbylju glymja yfir okkur slagorð á
borð við „vöruverð í lágmarki",
„það borgar sig að versla hjá
okkur", og „hápunktur hagstæðra
innkaupa" . . . Einn kaupmaður
hér á Akureyri gekk meira að segja
svo langt að auglýsa vöru sína „fyrir
næstum ekki neitt", og líklega hef-
ur hann verið meðal hinna raun-
særri, því hvað þýðir annað en
bjóða almenningi hér um slóðir
vörur fyrir „næstum ekki neitt“, ef
satt er það sem sagt er að hér séu
allir blankir eftir að hafa goldið
honum Ágústusi fyrir sunnan það
sem honum ber, nema það sé sama
svartagallsrausið og hjá hátekju-
mönnunum sem á dögunum héldu
spástefnu þar sem þeir komust að
því að ekki væri hægt að bæta lífs-
kjörin næstu árin. Það gefur auga
leið að auðvitað er ekki hægt að
bæta þeirra lífskjör á næstunni en
það eru til aðrir sem slíkar bætur
þurfa.
Flóðbylgjur og jólatré
En það er fleira en gjaldeyrisaust-
urinn sem setur svip sinn á jólaund-
irbúning okkar íslendinga sem bet-
ur fer. Dagana og vikurnar fyrir jól
skella flóðbylgjur bæði bóka og
hljómplatna yfir landslýð. Sem bet-
ur fer drukkna nú fáir í flóðbylgjum
þessum, þótt óneitanlega fari marg-
ur á bólakaf, og sé dálitla stund að
ná fótfestu á ný eftir að bylgjan hef-
ur sjatnað í byrjun næsta árs. Það
gefur auga leið, að flóðbylgja þessi
skolar mörgu og misjöfnu á land.
Mikið er auðvitað um lítilsvert
spýtnabrak, en innan um leynast
svo hinar mestu gersemar. Mikill
meirihluti þeirra bóka og hljóm-
platna sem út koma fyrir hver jól
hafa fallið í gleymsku þegar um
næstu jól. En hið besta heldur velli.
Þannig getur verk sem í dag flokk-
ast til fagurbókmennta fljótt
gleymst, en reyfari, ef hann á ann-
að borð er góður orðið býsna lang-
lífur. Vel gerð poppplata getur oft
vænst lengri lífdaga, en illa gerð
klassísk. Þannig er öll flokkun
varasöm.
Þá má ekki gleyma enn einu ein-
kenni hins aðvífandi jólahalds, en
það eru jólatrén stóru og fögru sem
spretta upp út um borg og bý, og
sem kveikt er á með tilheyrandi
ræðuhöldum og lúðrablæstri, að
ógleymdum öllum jólasveinunum,
sem varla hafa undan við að mæta
á slíkar athafnir, milli þess sem þeir
standa í ströngu við að lokka við-
skiptavinina að verslununum, auð-
vitað á kostnað viðskiptavinanna
sjálfra, en það er annað mál. En
hvað jólatrén varðar þá hefur mað-
ur það einhvern veginn á tilfinning-
unni, að Akureyri beri einkar
skarðan hlut frá borði. Það væri
verðugt verkefni bæjarstjórnar að
gauka því að fulltrúum einhvers
vinabæjar okkar svona á þriðja eða
fjórða glasi í einhverri móttökunni,
að okkur bráðvanti hingað stórt og
veglegt jólatré, sem kveikja mætti
á við hátíðlega athöfn á Torginu,
að viðstaddri bæjarstjórn og
RÚVAK sem að sjálfsögðu miðlaði
fréttum af athöfninni til landslýðs
fyrir tilstuðlan hins ágæta starfsliðs
síns, veraldlegrar og andlegrar
stéttar. Þarna yrði enn einni rósinni
bætt í hnappagat norrænnar sam-
vinnu, sem ekkert gæfi Hildi og
Nordsat eftir.
Já, senn er amstrið á enda. Senn
munu klukkur þessa lands klingja
inn heilög jól. Enn einu sinni mun
barnið sem í okkur öllum blundar
vakna, og við munum tengjast
handabandi og syngja „Heims um
ból“. Enn einu sinni mun sagan
endalausa og fagra um barnið sem
í fátækt var borið hljóma út yfir
fjöll og dal. Friðarljósið ber birtu
st'na og yl þjáðu mannkyni út í
blakka vetrarnóttina.
Gleðileg jól.