Dagur - 21.12.1984, Síða 11
'
10 - DAGUR - 21. desember 1984
21. desember 1984 - DAGUR - 11
Fréttaannáll ársins 1984 • Fréttaannáll ársins 1984 • Fréttaannáll ársins 1984 • Fréttaannáll ársins 1984 • Fréttaannáll ársins 1984 • Fréttaannáll ársins 1984 • Fréttaannáll ársins 1984 • Fréttaannáll ársins 1984 • Fréttaannáll ársins 1984 • Fréttaannáll ársins 1984
hljóta að vera mjög ánægðir með
ástandið því það er allt að tveimur
mánuðum á undan miðað við síðasta
ár,“ sagði Stefán Skaftason ráðu-
nautur í Aðaldal í samtali við Dag.
Ekki var nóg með að vorið væri gott,
sumarið var það einnig og þá er
óhætt að segja að haustið og það sem
af er vetri hafi ekki látið sitt eftir
liggja-
„Allir ökumenn í Húnavatnssýslum
án prófs,“ sagði í baksíðufyrirsögn
Dags 30. apríl. Ekki var ástandið þó
svo slæmt, heldur kom fram í yfirfyr-
irsögn að fjöldi þeirra ökumanna
sem misst hafa ökuleyfi sitt sl. 10 ár
svaraði til þess að allir Húnvetningar
væru próflausir.
Við minntumst hér áðan á góða
veðrið sl. vor. Því til sanninda má
geta þess að í apríl voru eplatré á
Akureyri í blóma í garði Arnórs
Karlssonar.
Maí:
Aðalfundur Kaupfélags Eyfirðinga
var haldinn á Akureyri í byrjun mán-
aðarins. Þar kom m.a. fram að fé-
lagsmenn fengu 10,5 milljón króna
afslátt á árinu 1983. Rekstursreikn-
ingur ársins 1983 sýndi 8,1 milljón
króna hagnað og var honum að
mestu ráðstafað til félagsmanna með
einum eða öðrum hætti.
Konur á Akureyri héldu „krútt-
magakvöld" í Sjallanum og var þar
mikið um dýrðir. Stofnað var svo-
kallað karlavinafélag og eru ein-
kunnarorð félagsins: „Betri er einn
karl í bóli en frosin fruma í röri.“
Eru þessi einkunnarorð tilkomin
vegna þess að sæðisbankar ryðja sér
nú mjög til rúms og „hitt“ er á
undanhaldi!
Ákaflega léleg veiði var hjá togur-
um á Sauðárkróki. Þegar komið var
fram í miðjan maí höfðu togarar Út-
gerðarfélags Skagfirðinga Hegranes,
Drangey og Skafti ekki fengið nema
300-400 tonn af þorski hver og átti
útgerðarfélagið því um 2.500 tonna
þorskkvóta eftir. Úr þessu rættist
hins vegar er lengra leið á árið og
Sauðkrækingar hefðu þurft stærri
kvóta eins og flestir aðrir.
Sunna Borg leikkona hlaut styrk
úr Minningarsjóði Stefaníu Guð-
mundsdóttur. Var þetta í fyrsta
skipti að leikari utan Reykjavíkur
hlýtur styrkinn og sagði Porsteinn
Gunnarsson sem afhenti hann að auk
þess sem hér væri um persónulega
viðurkenningu að ræða til Sunnu
Borg mætti Leikfélag Akureyrar líta
á þetta sem viðurkenningu fyrir
þróttmikið starf.
Á aðalfundi Útgerðarfélags Akur-
eyringa kom fram að hagnaður af
rekstri frystihúss fyrirtækisins nam
rúmum 22 milljónum króna. Hins
vegar varð um 20 milljón króna tap
á útgerð togara fyrirtækisins. Ágóði
af skreiðarverkun nam um 3,6 millj-
ónum króna og heildarútkoman varð
því sá að um 2,5 milljón króna ágóði
varð af rekstri fyrirtækisins árið
1983.
„50 ökumenn hafa verið skotnir á
Akurcyri" sagði í baksíðufyrirsögn
Dags. - Málið reyndist sem betur fer
ekki eins alvarlegt og ætla mætti við
fyrstu sýn, því hér var um að ræða að
viðkomandi ökumenn höfðu lent inn
í geisla radarbyssu lögreglunnar sem
hún notar við hraðamælingar sínar.
Má því segja að ökumennirnir hafi
sloppið með skrekkinn.
Rekstur Kísiliðjunnar í Mývatns-
sveit gekk vel og sagði Hákon
Björnsson framkvæmdastjóri í sam-
tali við Dag að það væri efnahagsað-
gerðum ríkisstjórnarinnar að þakka.
„Við höfum fengið hækkandi verð á
erlendum mörkuðum og peningarnir
skila sér auðvitað betur þegar verð-
bólgan er ekki til þess að éta þetta
upp jafnóðum."
Togarinn Björgvin frá Dalvík fékk
óvenjulegan afla í trollið. Var það
risasmokkfiskur sem var hvorki
meira né minna en 4,3 metrar á lengd
en meðalstærð smokkfiska er á bilinu
50-70 cm.
Þegar hér var komið sögu bárust
fregnir af góðum aflabrögðum á
Húsavík. Afli var góður á netum og
snurvoð og þá gengu rækjuveiðar
togarans Kolbeinseyjar vel.
Júní:
„Við höfum miklar áhyggjur af því ef
framkvæmdum við Kröfluvirkjun
verður hætt og það mun hafa alvarleg
áhrif á þetta samfélag hér við
Mývatn," sagði Arnaldur Björnsson
sveitarstjóri í Mývatnssveit í samtali
við Dag. Heyrst hafði að jafnvel
kæmi til álita að flytja aðra vélasam-
stæðu virkjunarinnar suður fyrir
heiðar og hugmyndir um jarðhita-
orkuver og risastóra laxeldisstöð í
tengslum við hana gaf þessum orð-
rómi byr undir báða vængi.
„Heyskaparútlit við Eyjafjörð er
mjög gott og mér kæmi ekki á óvart
þótt einhverjir bændur hér frammi í
Firði myndu byrja slátt fyrir miðjan
júní,“ sagði Ævarr Hjartarson ráðu-
nautur í samtali við Dag. Það gekk
eftir og mjög vel viðraði til heyskap-
ar í Eyjafirði eins og reyndar um allt
Norðurland í sumar.
Enn var háskólakennsla á Akur-
eyri til umræðu. „Ég fer í það að
skoða álit nefndarinnar alveg á næst-
unni,“ sagði Ragnhildur Helgadóttir
menntamálaráðherra í samtali við
Dag.
Jón Benediktsson frá Breiðabóli á
Svalbarðsströnd tilkynnti í nafni
systkinasjóðs að hann hyggðist færa
Svalbarðsstrandarhreppi að gjöf 500
þúsund krónur og ætti að verja þeim
peningum til eflingar skógræktar á
Svalbarðsströnd.
Fullkomið myndbandafyrirtæki
var stofnað á Akureyri. Hlaut það
nafnið Samver hf. Eigendur eru ýms-
ir aðilar á Norðurlandi, félög, fyrir-
tæki og einstaklingar. í fyrirtækinu er
m.a. unnið við gerð auglýsinga fyrir
sjónvarp auk þess sem hugmyndin er
að vinna að hvers konar fræðslu-
myndagerð fyrir fyrirtæki og sveitar-
félög, kynningar- og heimildar-
myndum svo eitthvað sé nefnt.
Umræður um álver náðu nú há-
marki. Andstæðingar álvers við
Fjörðinn héldu næturfund í Frey-
vangi og mótmæltu harðlega öllum
álvershugleiðingum.
Lögreglan sagði að ástand ungling-
anna sem dvöldu í Vaglaskógi um
hvítasunnuhelgina hefði verið
„suddalegt“. Geysileg ölvun var á
svæðinu og m.a. var bifreið ekið í
Fnjóská sem tók bifreiðina, kuðlaði
henni saman og skilaði síðan á land
nokkru neðar, gjörónýtri.
Sveitarfélög á Norðurlandi samein-
uðust um kaup á malbikunarstöð. Er
stöðin færanleg og tekur stuttan tíma
að færa hana milli staða. Binda
Norðlendingar miklar vonir við þessa
stöð og vonandi verður hún til þess
að malbikunarframkvæmdir á hinum
ýmsu stöðum aukast.
Enn hélt álversumræðan áfram.
Meðmælendur stóriðju við Eyjafjörð
og andstæðingar þeirra einnig voru
komnir af stað með undirskriftalista
til stuðnings sínum málstað. And-
stæðingar stóriðjunnar hafa þegar
skilað sínum listum til forsætisráðherra
en hinir meðmæltu ætla sér að hinkra
lengur við, segjast samt vera komnir
með fleiri nöfn en hinir.
Það var ekki seinna vænna að grill-
staður yrði opnaður í Grímsey. Það
gerðist um miðjan júní og hlaut hann
nafnið „Pólar-grill". Þar er að sjálf-
sögðu að fá hamborgara, pizzur og
fleira nammi.
17. júní hátíðahöldin fóru mjög
vel fram á Akureyri og Húsavík.
Aðra sögu var að segja frá Sauðár-
króki en þar lenti lögreglan í hinu
mesta basli. Menn höfðu þar tekið
tappa úr flöskum og létu illa. Var
fangageymslan tvífyllt og dugði ekki
til svo flytja varð nokkra til ge^mslu
í fangageymslur á Blönduósi. I sam-
tali við Dag stuttu síðar sagði Björn
Mikaelsson yfirlögregluþjónn að
fleiri væru búnir að gista fanga-
geymslur á Sauðárkróki fram í miðj-
an júní en gistu þar allt árið 1983.
í annað skipti á árinu varð Piper
Chieftain flugvél Flugfélags Norður-
lands fyrir óhappi. Nú var um að
ræða vél sem var að flytja 6 farþega
frá Akureyri til Bíldudals. Vélin kom
niður utan brautar og skemmdist
talsvert. Var hún síðar flutt sjóleið-
ina til Akureyrar, þar settur á hana
vængur af vélinni sem hafði hlekkst
á í Ölafsfirði fyrr á árinu og „Bíldu-
dalsvélinni" síðan flogið til Evrópu
til viðgerðar.
Júlí:
Ungur Akureyringur, fvar
Bjarklind, vakti óhemju athygli á
miklu knattspyrnumóti sem fram fór
í Vestmannaeyjum. fvar, sem er að-
eiiis 9 ára sýndi þar snilldartakta með
boltann og hann var kjörinn með
yfirburðum besti leikmaður mótsins
en í því tóku þátt hátt í 400 piltar
víðs vegar af landinu.
Blönduósingar hófu í sumar fram-
kvæmdir við nýja íþróttamiðstöð.
Byggja á 22x44ra metra íþróttasal,
útisundlaug, gufubaðstofu o.fl. „Það
er ljóst að það verður ekki í allra
nánustu framtíð sem lokið verður við
þetta mannvirki. Þetta eitt sér væri
alveg nóg verkefni fyrir sveitarfélag-
ið næstu árin,“ sagði Snorri Björn
Sigurðsson sveitarstjóri á Blönduósi
í samtali við Dag af þessu tilefni.
Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar hafði
til athugunar nýtingu á afgangsvarma
frá hugsanlegu álveri sem reist yrði
við Eyjafjörð. Áætlað er að afgangs-
varmi frá 130 þúsund tonna álverk-
smiðju yrði 130 gigawattstundir, sem
nægði til upphitunar á 5 þúsund
manna byggðarlagi.
„Þetta er vissulega áhyggjuefni,“
sagði Valtýr Sigurbjarnarson bæjar-
stjóri í Ólafsfirði er rætt var um
„fólksflótta“ þaðan. „Að sjálfsögðu
eru það atvinnumálin sem spila hér
inn í, hér var mikið atvinnuleysi sl.
vetur og hugsanlegt er að fólk óttist
að slíkt gerist aftur næsta vetur,“
bætti Valtýr við.
Enn var kennsla á háskólastigi á
Akureyri að veltast fyrir mennta-
málaráðherra. „Málið er til athugun-
ar hér í ráðuneytinu og meira get ég
ekki sagt á þessu stigi,“ sagði Ragn-
hildur Helgadóttir menntamálaráð-
herra.
Innritun lauk fyrir fyrsta starfsár
Verkmenntaskólans á Akureyri. Alls
voru 748 nemendur innritaðir, en
nemendur þeirra skóla sem Verk-
menntaskólinn leysti af hólmi voru
610 árið áður þannig að um mikla
aukningu var að ræða.
Heyskapartíð var með afbrigðum
góð. Á Ytra-Laugalandi lauk hey-
skap um miðjan júlí, eða á sama
tíma og heyskapur hófst þar árið
áður!
Bæjarstarfsmaður nokkur sem er-
indi átti í hús á Akureyri varð fyrir
þeirri óskemmtilegu lífsreynslu að
hundur í húsinu réðst á hann. Beit
hundurinn manninn fyrst í handlegg-
inn en reyndi síðan árangurslaust að
komast að hálsi mannsins:
Samkvæmt upplýsingum frá hag-
deild Iðnaðarbankans höfðu innlán í
banka á Akureyri minnkað stórlega
í hlutfalli við þá þróun sem almennt
hafði orðið í landinu. Vantaði 180
milljónir króna í bankakerfið á Ak-
ureyri til þess að innlánin næðu sama
hlutfalli af landsmeðaltali og var á ár-
unum 1978 og 1979.
Lyftingamaðurinn Gylfi Gíslason
frá Akureyri var dæmdur í keppnis-
bann fyrir að hafa tekið inn ólöglegt
lyf fyrir Evrópumótið í lyftingum
sem fram fór á Spáni. í Ijós kom að
Gylfi hafði tekið inn bólgueyðandi
lyf sem er löglegt, og tilkynnt það
fyrir keppnina. Engu að síður var
hann ásamt fjölmörgum öðrum
dæmdur í keppnisbann. Ekki er enn
séð fyrir endann á þessu máli.
Rússneska skemmtiferðaskipið
Estonia sigldi á togarann Harðbak
frá Akureyri á Strandagrunni aðfara-
nótt 21. júlí. Talsverðar skemmdir
urðu á Harðbak og einnig á stefni
skemmtiferðaskipsins.
Læknar og lyfsalar skipuðu sér í öll
efstu sætin í álagningaskrá í Norður-
landskjördæmi eystra en skráin var
lögð fram 25. júlí. Oddur C. Thorar-
ensen lyfsali á Akureyri var hæstur
einstaklinga en Kaupfélag Eyfirðinga
var með langhæst gjöld félaga.
Heljarmikið „karnival“ var haldið
á Akureyri í lok mánaðarins. Ungir
og aldnir brugðu sér í hin ýmisleg-
ustu gervi og létu gamminn geysa í
bænum í einn dag og reyndar fram á
nótt. Allt fór vel fram og er fyrirhug-
að að „karnival" verði árlegur við-
burður á Akureyri í framtíðinni.
Agúst:
Málefni DNG voru mikið til umræðu
á árinu. Lengi vel leit út fyrir að
fyrirtækið flyttist úr landi en þann 1.
ágúst segir Nils Gíslason í samtali við
Dag:
- í Noregi eru miklir styrkir veittir
allri nýrri starfsemi á borð við þá sem
DNG stendur að - „svoleiðis að
maður verður alveg grænn“. En við
erum íslenskir ennþá. Það væri hart
að þurfa að gefast upp og flytja er-
lendis, við reynum að vera hér
áfram.
Rætt er um að gera fyrirtækið að
almenningshlutafélagi og Jón Sigurð-
arson, formaður atvinnumálanefndar
segir að það eina sem fyrirtækið vanti
sé áhættufjármagn.
Þann 1. ágúst var einnig opnað
kvennaathvarf á Akureyri og krakk-
ar í vinnuskólanum kröfðust þess að
fá laun sín útborguð.
Kartöflubændur voru með spræk-
asta móti í byrjun mánaðarins.
Nokkrir höfðu kíkt undir og Svein-
björn Laxdal spáði 20-faldri upp-
skeru sem síðar kom á daginn að var
ekki fjarri lagi.
Þann 7. ágúst héldu 11 valinkunnir
Eyfirðingar áleiðis til Kanáda með
„álfuglinum“ frá Alcan. Ferðalang-
arnir skoðuðu álverksmiðjur ytra og
landbúnaðarhéruð og hrifust mjög af
öilu því sem fyrir augu bar.
Helgina á undan bar mikið á um-
ferðaróhöppum í nágrenni Gríms-
staða. Átta voru fluttir á sjúkrahús
eftir árekstur og franski sendiherr-
ann fór á hvolf í bíl sínum. Það er að
segja: Bíll hans valt.
Flugleiðir byrja að selja „hopp-
miða“ og loksins geta menn því
hoppað á ódýran hátt á milli Akur-
eyrar og höfuðborgarinnar. Ekki
þarf þó að reyna verulega á ganglimi
því hér er um að ræða sérstök far-
gjöld í innanlandsflugi sem seld eru
á hálfvirði.
„Hættum ekki í bili að minnsta
kosti,“ segir Valdimar Kjartansson
stjórnarmaður í Árveri hf. á Ár-
skógsströnd en honum líst ekki frek-
ar en öðrum á blikuna varðandi
sölumál á rækju.
Annar kappi sem ekki lætur heldur
deigan síga er Jón Gíslason sem
endurbyggir Gamla Lund í trássi við
DV og þjóðminjavörð. Og Jón
byggði húsið upp og Gamli Lundur
varð nýjasta húsið á Akureyri.
„Hann er sprunginn þvers og
kruss,“ segir í fyrirsögn í Degi 15.
ágúst. Ekki er þó verið að ræða um
ákveðinn stjórnmálaflokk, heldur er
það klukknaturninn á Hólum sem er
að gefa sig.
Þann 20. ágúst greinir Dagur frá
því að búið sé að stofna hlutafélag
um seiða- og laxeldi í Kelduhverfi
með þátttöku Eimskipafélagsins og
Sambandsins. Nefnist hlutafélagið
Krossdalur hf. og á að gera tilraunir
með laxeldi í fersku vatni.
„Verður endurhæfingarstöð Sjálfs-
bjargar Iokað?“ spyr Dagur en
ástæðan er slæm fjárhagsstaða Sjálfs-
bjargar. Hallinn á rekstri stöðvarinn-
ar var ein milljón kr. á síðasta ári,
upplýsir Valdimar Pétursson, fram-
kvæmdastjóri Sjálfsbjargar í viðtali
við Dag þann 20. ágúst. Ékkert verð-
ur þó af lokun stöðvarinnar því hún
er opnuð aftur eftir sumarleyfi.
„Þetta var draumatúr,“ segja eig-
endur Akureyrinnar, nýja frysti-
togarans um veiðiferð sem lauk svo
sannarlega vel. Aflaverðmætið eftir
túrinn var 15 milljónir króna sem er
mesta verðmæti sem fiskiskip hefur
fært að landi eftir eina veiðiferð hér
á landi.
Loksins berast fréttir af ákveðnum
dagsetningum í sambandi við stein-
ullarverksmiðjuna á Sauðárkróki.
Samkvæmt upplýsingum fram-
kvæmdastjórans á framleiðsla að
hefjast um mitt ár 1985.
Þann 22. ágúst gengu álversand-
stæðingar við Eyjafjörð á fund for-
sætisráðherra og afhentu honum
undirskriftalista með mótmælum
3.300 manna. Ekkert bólaði hins
vegar á listum stuðningsmanna stór-
iðju.
Miklar skemmdir urðu á Súlunni
EA er eldur kom upp í skipinu í
Slippstöðinni. Nýi bíll slökkviliðsins
sannaði notagildi sitt við slökkvi-
starfið.
Thule-bjór er vakinn til lífsins hjá
Sanitas á Akureyri. Heil 5,4% að
styrkleika og aðeins fyrir útlendinga
og ferðamenn.
Þeir voru ekki aldeildis á kúpunni
bændurnir á Árskógsströnd undir lok
mánaðarins en þá fundust átta haus-
kúpur er verið var að grafa fyrir
vatnslögn við bæinn Hellu.
Ólafsfirðingar héldu upp á 100 ára
byggð í Ólafsfjarðarhorni og var það
sannkölluð fjölskylduskemmtun.
September:
Menntamálaráðherra byrjar mánuð-
inn vel með því að láta uppi tillögur
þær sem nefnd um háskólakennslu
skilaði í maí. í nefndarálitinu er lögð
til umfangsmikil kennsla á háskóla-
stigi á Akureyri og að bærinn verði
efldur sem miðstöð mennta og vís-
inda utan höfuðborgarinnar. Þegar
líða tekur á árið er Ijóst að ekkert
verður af háskólakennslunni - í bili
a.m.k. Verkmenntaskólinn er settur
í byrjun mánaðar með pompi og
prakt.
Þann 4. september hefst mesta eld-
gosið á Kröflusvæðinu frá upphafi
elda árið 1975. Um tíma var óttast að
hraunstraumurinn rynni á Kröflu-
virkjun en svo fór þó ekki. Gosið var
það fjörugasta fram að þessu og því
lauk ekki fyrr en nokkuð var liðið á
mánuðinn.
Mikill samdráttur er boðaður í
dreifbýlisskólunum en í Reykjavík er
samdrátturinn 9,4% aukning á
stöðugildum. Kennarar og skólayfir-
völd á landsbyggðinni deila hart á
menntamálaráðherra. Menntamála-
ráðherra gerði það heldur ekki enda-
sleppt á Fjórðungsþingi Norðlend-
inga. Þar var ráðherra með framíköll
er það var upplýst að fyrir dyrum
stæði að ríkið drægi úr greiðslum til
dreifbýlisskólanna.
„Sjöfn selur gólfefni til USA." seg-
ir í frétt Dags þann 7. september og
Aðalsteinn Jónsson, forstjóri segir
að þetta geti skipt sköpum fyrir verk-
smiðjuna.
„Verða verkföll?" spyr Dagur á
forsíðu þann 10. september. Svarið
fæst sama kvöld en þá fara bókagerð-
armenn í verkfall og blaðaútgáfa
lamast. Síðan fylgja fleiri launþegar
í kjölfarið eftir að bókagerðarmenn
hafa verið í verkfalli í mánuð. Næsta
tölublað af Degi kemur ekki út fyrr
en 24. október.
Október:
Bókagerðarmenn semja loks við
viðsemjendur sína mánudaginn 22.
október, eftir sex vikna verkfall og
fá 20-24% launahækkun á samnings-
tímanum sem er til áramóta 1985/86.
Ekki blæs þá byrlega í samningavið-
ræðum BSRB og ríkisins en staifs-
menn Dags senda Guðlaugi Þor-
valdssyni 100 vindla, þegar þeir kom-
ast að raun um að það séu helst
vindlar sem halda mönnum gangandi
í karphúsinu og að uppáhaldsvindlar
sáttasemjara séu á þrotum. „Svældu
þá til samninga," segir í bréfi Dags-
rnanna til sáttasemjara og hvort sem
það er vindlunum að þakka eður ei,
þá fer að þokast í samkomulagsátt.
Dagsmenn sátu ekki auðum hönd-
um í verkfallinu. Starfrækt var út-
varpsstöð FM-90 í samvinnu við
góða menn og síðar eftir að sending-
ar voru stöðvaðar að boði yfirvalda
var gefinn út „fréttasnepill" sem
nefndist Verkfallsdagur.
Verkfall BSRB er ekki enn leyst
þann 27. október en Steingrímur
Hermannsson, forsætisráðherra segir
á kjördæmisþingi Framsóknarflokks-
ins á Húsavík að ef BSRB semji á
svipuðum nótum og einstök sveitar-
félög og aðrir fylgi í kjölfarið þá þýði
það 25-30 prósent verðbólgu á næsta
ári.
Aðfaranótt 29. október kemur upp
eldur í hlöðu að Reykjum í Fnjóska-
dal og brenna þar um 1.200 hest-
burðir af heyi.
Samningar milli ríkisins og BSRB
takast loks 30. október. Samið er á
svipuðum nótum og við bókagerðar-
menn. Launahækkanir eru rúm 20
prósent á samningstímabilinu og
ríkisstarfsmenn fá launauppbót.
Nóvember:
„Stöðvast útskipun í Dalvíkurhöfn?"
spyr Dagur í byrjun mánaðarins.
Ástæðan er sú að Ríkismat sjávaraf-
urða hefur gefið hafnaryfirvöldum á
Dalvík alvarlega áminningu vegna
útskipunaraðstöðu. Bæjaryfirvöld
lofa bót og betrun fái þau umbeðna
fjárveitingu.
Hitaveitumálin eru enn til um-
ræðu. Nú samþykkir stjórn hitaveit-
unnar að selt skuli eftir mæli. Er bú-
ist við því að hið nýja sölufyrirkomu-
lag komi til framkvæmda um mitt
næsta ár.
Þann 7. nóvember segir deildar-
verkfræðingur Pósts og síma að
stefnt sé að því að bjóða Norðlend-
ingum Rás 2 fyrir jól. Þegar þessi
annáll var ritaður skömmu fyrir jól
hafði hins vegar ekki heyrst múkk í
útvarpinu en vonandi taka mennirnir
sig á og gera Rás 2 að jólagjöf til þess
hluta þjóðarinnar sem ekki nýtur
þessarar þjónustu Ríkisútvarpsins.
Það er greinileg framtíð í plastinu.
Dagur skýrir frá því 12. nóvember að
Plasteinangrun á Akureyri sé orðið
það stórtækt fyrirtæki á þessum vett-
vangi að fyrirtæki í Noregi séu farin
á hausinn af þess völdum.
Akureyringar bölva nýju varma-
dælunum. Þær eru nefnilega svo
frekar til vatnsins að ekkert afgangs-
vatn er til þess að hita upp göngugöt-
una. Það verður úr ráði að hitaveitu-
stjóri hættir keyrslu dælanna og
kaupmenn og göngugötugestir taka
gleði sína. þ.e.a.s. þeir sem ekki
liggja beinbrotnir á sjúkrahúsinu.
Kerfið lætur ekki að sér hæða. Á
sínum tíma var fleyið Sjóli stytt um
metra við komuna til landsins, til
þess að teljast bátur en ekki togari.
Nú hefur Slippstöðin hins vegar feng-
ið það verkefni að lengja Sjóla um
hcila níu metra og verður hann þá
orðinn að skipi.
Gunnar Hilmarsson. sveitarstjóri
á Raufarhöfn lýsir því yfir í viðtali
við Dag um miðjan mánuðinn að
Raufarhafnarbúar vilji byggja nýtt
frystihús. Gamla frystihúsið standi
þeim hreinlega fyrir þrifum. Rætt er
um stofnun nýs hlutafélags í þessu
sambandi.
„Nýtt bíó í Miðbæinn?" spyr Dag-
ur eftir að aðstandendur kvikmynda-
félagsins Nýtt líf hf. sækja um lóð
undir kvikmyndahús á Akureyri.
Bygginganefnd er þessu samþykk
sem og bæjarstjórn og þá virðist því
ekkert til fyrirstöðu að kvikmynda-
húsin á Akureyri verði tvö áður en
langt um líður.
Verður Akureyri „Detroit norð-
ursins"? spyrja menn sig eftir að
fréttir kvisast út að erlendir aðilar
vilji byggja hér samsetningarverk-
smiðju fyrir sportbíla. Sumir eru
hrifnir af hugmyndinni en aðrir ekki
því bílaiðnaður er láglaunaiðnaður
og stefnt er að því að Akureyri verði
ekki „Singapore norðursins”.
íslenskir húsgagnaframleiðendur
sýndu útboði Verkmenntaskólans
um húsgögn fvrir bóknámsálmu lít-
inn áhuga. Aðeins fjórir af átján sern
leitað var til svöruðu og þar af bjóða
þrír innflutta vöru.
Ýfingar eru með bókagerðar-
mönnum á Akureyri og fyrirtækinu
HS-vörumiðar. Neita bókagerðar-
menn að vinna fyrir fyrirtækið vegna
þess að eigandi og aðstoðarstúlka eru
ekki í fagfélagi. Var deilan enn
óleyst í lok ársins.
Nýtt skip - Arnþór EA bætist í
Eyjafjarðarflotann. Skipið er gert út
frá Árskógssandi og eigendurnir eru
hvergi bangnir þrátt íyrir kvóta og
kreppu.
í nóvember er það upplýst í miklu
hófi Náttúrulækningafélagsins að
Steindór Pálmason fyrrum bóndi á
Þelamörk hefur gefið félaginu rúrnar
tvær milljónir kr. sl. haust. Pening-
unum var varið til byggingar heilsu-
hælisins í Kjarnaskógi en það lætur
nærri að um þriðjungur þessa glæsi-
lega húss hafi verið byggt fyrir gjöf-
ina.
Frystitogararnir eiga framtíðina
fyrir sér. Togarinn Siglfirðingur fékk
t.a.m. sem svarar 70 tonnum af frvst-
um flökum í reynslutúrnum en afla-
verðmætið var um fjórar milljónir kr.
Matvörudeild Sambandsins hefur
ákveðið að fella niður flutnings-
kostnað á vörum sínum. Þessi
ákvörðun var kynnt á kaupfélags-
stjórafundi í Reykjavík en aBeiðing-
arnar verða þær að vöruverð til
kaupfélaganna stórlækkar utan
Reykjavíkur.
Énginn vill veitingareksturinn í
verkalýðshöllinni og varla nerna von.
Dagur greinir frá því að sögusagnir
séu á kreiki um að krafist sé 4.5 millj.
kr. fyrirframgreiðslu og það kosti
ekki minna en 3 millj. að korna hús-
næðinu í viðunandi horf. Miðað við
þetta þyrfti hamborgari með frönsk-
um sennilega að kosta einn fjólublá-
an.
Það er ekki á hverjum degi sem
Vegagerðin dettur í lukkupottinn, en
það gerði hún í nóvember. Þá buðust
greiðviknir menn til þess að vinna við
næsta áfanga Leiruvegarins ívrir
45,5% af þeirri upphæð sem kostn-
aðaráætlun hljóðaði upp á.
Nýtt hótel verður byggt í Skipa-
götu og öðru verður valinn staður í
Hafnarstræti. Þessar fréttir má lesa
rneð stuttu millibili í Degi í lok nóv-
ember og byrjun desember.
Jóhann Svarfdælingur er látinn 71
árs að aldri.
Bergfurutré komast í fréttirnar.
Hafa menn Seðlabankann grunaðan
um að vilja kaupa trén fyrir nýbygg-
ingu sína enda hafi J. Nordal komist
að því að þetta séu peningatré sem á
vaxi sérstök dráttarréttindi. dollarar
og pund.
Desember:
Loðnan bjargar sköttum og jólum á
Raufarhöfn. segir í frétt Dags í byrj-
un desember en aðeins viku síðar
verða Raufarhafnarbúar fyrir miklu
áfaili er frystihúsið brennur. Talið er
að þar hafi um 10 millj. brunnið á
skömmum tíma. Framkvæmdastofn-
un ákveður að aðstoða við uppbygg-
ingu.
Umferðarmiðstöðin Öndvegi er
opnuð í bvrjun mánaðarins á Akur-
eyri.
Bæjarstjórn Akureyrar samþykkti
einróma að mælast til þess að nýju
þróunarfélagi verði fundinn staður á
Akureyri. Forsætisráðherra telur
sjálfsagt að skoða það mál.
Á bæjarstjórnarfundi kemur fram
tillaga urn að nýtt útgerðarfélag verði
stofnað um raðsmíðabátana svo-
kölluðu. Á sama fundi gerir formað-
ur atvinnumálanefndar grein fyrir
hugmyndum um iðnaðarsamstarf við
Grænlendinga.
„Skuldugustu skip flotans" eru til
umræðu. Það kemur í Ijós að skuldir
þeirra eru meiri en sem nemur and-
virði og því fá þau ekki skuldbrevt-
ingu. Rætt er um að bjóða skipin upp
og ríkisstjórnin beinirþeim tilmælum
til Fiskveiðasjóðs að finna viðmiðun-
arverð á skipin og selja þau síðan
fyrri eigendum.
Útsýn gerist aðili að Ferðaskrif-
stofu Akureyrar.
Kröflueldar. Hafa sennilega aldrei verið tilkomumeiri
Hér er vindlunum góou sem starfs-
menn Dags sendu ríkissáttasemjara,
pakkað inn.
Karnivalölið þótti Ijúffengt og betur heppn
að en sjálf hátíðin.
FM-90. Ut-
varpsstöð
Dagsmanna
o.fl. var al-
mennt vel
tekið en for-
ráðamenn
Pósts og síma
og Ríkisút-
varpsins voru
ekki eins
hrifnir.
m
Hótel KEA.
Skipað upp
úr Akureyr-
inni eftir
mettúrinn.
Kanadafararnir fyrir utan „álfuglinn"