Dagur - 21.12.1984, Blaðsíða 14

Dagur - 21.12.1984, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - 21. desember 1984 „Það var í pessum manni bœði gull og grjót; hann gat verið eins og venjulegur maður í samræðum maður við mann, en ef hann varð fyrir sterk- um áhrifum, t. d. frá fögrum konum, þá átti hann það til að um- hverfast og láta öllum illum látum. En það var gott í honum Brandi og ég veit ekki til þess að hann hafi gert nokkrum manni mein. “ Þannig komst einn af viðmælend- um biaðsins að orði um Guðbrand Jónsson, sem öðru nafni var nefndur Ástar-Brandur. Við auglýstum eftir upplýsingum um Brand fyrir nokkru og margir hafa lagt okkur lið. Fæddur Barðstrendingur Guðbrandur Jónsson var fæddur á Brandsstöðum á Reykjanesi í Barða- strandasýslu, sonur Jóns Guðmunds- sonar og Steinunnar Guðbrandsdótt- ur. Guðbrandur fæddist 27. desem- ber 1896. Játvarður Jökull Júlíusson á Miðjanesi er systursonur Guð- brands. Hann sagði að Guðbrandur hefði verið vel gerður og af honum hafi farið gott orð sem unglingi. Hann spilaði á harmoniku og lék þá gjarnan fyrir dansi á skemmtunum. Þar var hann hrókur alls fagnaðar, spaugsamur og glettinn. Hann var einnig góður söngmaður og smekk- maður á góðan skáldskap. Ekki mun hann þó hafa sett saman kvæði sjálfur, a.m.k. flíkaði hann því ekki. En Guðbrandur tók umskiptum milli tvítugs og þrítugs. Varð hann fyrir einhverju áfalli? „Ég veit ekki neinar sönnur á því, hvort hann varð fyrir einhverju áfalli eða hvernig á því stóð að hann fór að taka sig út úr,“ sagði Játvarður. „Ég veit þó að hann var sendur til Þórðar Sveinssonar á Kleppi, þegar hann var rúmlega tvítugur, en Þórður sendi hann til baka með þeim orðum, að Guðbrandur hefði ekkert hjá sér að gera. Ég skal ekki segja um áfallið, hvort það var eða hvers kyns það var. Það var nefnt, að það hefði verið í sambandi við stúlku, ástamál. En þá stúlku hef ég aldrei heyrt nafn- greinda og veit ekki hvort tilvist hennar hefur verið getgáta eða hvað. En það er víst að Brandur þagði í ein tíu ár, hann yrti aldrei á fólk. Þetta mun hafa verið á árunum 1918 til 1928, en þá komst hann á hreyfingu og fór jafnframt að gera sér far um að vera með skringilegheit. Á þess- um árum sem hann þagði hélt hann mikið til á sama bænum, í Mýrar- tungu, og þar gekk hann til allra þeirra verka sem honum gott þótti. Og hann var trúr yfir því sem hann tók að sér.“ Pögnin rofin Eftir að Guðbrandur rauf þögnina gerði hann það svo eftir var tekið, jafnframt því sem hann lagðist á flakk. Hann ferðaðist gjarnan fót- gangandi, enda var hann léttur á sér og orðlagður hlaupagikkur. Þannig er sú saga sögð, að hann hafi tekið þátt í Þingvallahlaupinu 1930, en þá var hlaupið frá Reykjavík til Þing- valla. Brandur var þó ekki formlegur þátttakandi, en hann hljóp svona með, rétt til að sýna þátttakendum fram á hvað þeir væru nú litlir hlauparar. Og Brandur var kominn langt á undan hlaupurunum þegar honum fór að leiðast þófið. Ef til vill hefur hann orðið einmana. En þá gerði hann sér lítið fyrir og hljóp heim á næsta bæ í kaffi! Svipaðan leik lék Brandur þegar hann „hljóp með“ í víðavangshlaupi frá Fagraskógi til Akureyrar. Sig- urgeir Jónsson, fyrrverandi bifreiðar- stjóri á Akureyri, segist muna vel eft- ir Brandi í þessu hlaupi. Hann hafi verið með ýmiss konar kúnstir. Stundum hafi hann verið kominn langt á undan hlaupurunum, en þá hafi hann snúið við og hlaupið á móti þeim. í eitt skiptið settist hann niður á stein í norðanverðum Moldhaugna- hálsi og beið eftir meðhlaupurum sínum. En þó Brandur væri léttur á sér fór hann ekki alltaf um á tveim jafnfljót- um. Hann ferðaðist mikið með strandferðaskipum, því hann átti víða vini sem vildu honum vel. Það voru líka margir sem höfðu gaman af Brandi og vildu gjarnan hafa hann sem ferðafélaga, því hann gat verið fyndinn og hrókur alls fagnaðar þeg- ar svo bar undir. Brandur kom ekki við á öllum bæj- um á ferðum sínum. Hann fékk mis- jafnar móttökur eins og gengur, sem varð til þess að hann bannfærði sum heimili, en dásamaði önnur. Og þeg- ar hann var á ferðinni átti hann það til að senda boð á undan sér; að sín væri nú von. Ekki skemmdi það heldur fyrir, ef fagrar heimasætur voru til staðar þar sem hann húsvitj- aði og Brandur var smekkmaður á konur. Hann skráði nöfn þeirra hjá sér og raðaði þeim niður eftir fegurð og verðleikum, hélt nokkurs konar „topp tíu“ fyrir kvenfólk. Enda voru það konur sem höfðu hvað mest áhrif á hann til skringilegheita. Hann átti það til að hlaupa að þeim á götu og góla ógurlega, en síðan var hann venjulega rokinn. Aðalsteinn Óskarsson man eftir Ástar-Brandi frá dansleik á Dalvík. Framan af dansleiknum var Brandur eins og fólk er flest og virtist hann skemmta sér vel. En loks kom hann auga á fallega stúlku, sem kom hon- um úr jafnvægi. Hann hljóp til hennar, greip utan um hana og sveifl- aði henni um gólfið. Stúlkunni varð mikið um, enda gætti Brandur ekki siðsemi í fangbrögðum sínum. En áður en til handalögmála kæmi sleppti Brandur stúlkunni og rauk á dyr með það sama. Eftir þetta lét hann ekki sjá sig á dansleiknum. Annar Svarfdælingur segist muna eftir Brandi frá dansleik á Dalvík. Þá var hann fram yfir síðasta dans, en sat einn eftir þegar aðrir fóru. Það vildi enginn hafa hann með. „Þá fann ég mikið til með Brandi, mér fannst hann svo umkomulaus þar sem hann sat eftir, einn og yfirgefinn,“ sagði Svarfdælingurinn. Sjálfur tók Brandur upp nafnið Ástar-Brandur og skrifaði nafnið sitt þannig undir það sem hann lét frá sér fara, eins og sjá má á einni myndinni hér í opnunni. Mikill sölumaður Ástar-Brandur var mikill sölumaður. Hann keypti gjarnan smáhluti í versl- unum, sem hann seldi síðan á ferðum sínum um sveitirnar. Myndirnar hér á opnunni voru teknar á Ijósmynda- stofu Hallgríms Einarssonar, og það eru synir Hallgríms, Jónas og Kristján, sem tóku myndirnar. Þess- ar myndir voru í póstkortastærð og þær seldi Brandur og varð nokkuð vel ágengt í þeim efnum. í Ástar-Brandi var að finna tvær persónur, guil og grjót. Hann gat veric sléttur og felldur, eins og fólk er flest, og þá hvers manns hugljúfi,.... Brandur kom oft til Akureyrar og hélt þá ýmist til hjá Oddi Lýðssyni á Glerá, Bjarna mjólkurpósti Hákon- arsyni inni í Lækjargötu eða hjá Halldóri Aspar og Kristbjörgu Torfadóttur. „Ástar-Brandur var besti karl og hann var hæglætismaður þegar hann var heima hjá okkur,“ sagði Jón Aspar, sonur Halldórs og Kristbjarg- ar. „Hann var hins vegar alltaf í ein- hverju brasi, sérstaklega var það kvenfólk sem setti hann út af spor- inu. Þá átti hann það til að reka upp mikið gól og hoppa í kringum þær. Ef þær urðu hræddar var það enn og frekar. Og svo var hann að skrifa stúlkum sem hann taldi sig vera skot- inn í.“ Sagan segir, að Ástar-Brandur hafi kveikt í tukthúsinu eða „ráðhúsinu“ á Akureyri og síðan dansað gleði- dans uppi á Höfðanum á meðan það brann. „Ráðhúsið stóð inni í Gilinu, þar sem nú er barnaleikvöllur. Það brann um 1940. Ekki ber mönnum saman um hvort Brandur hafi verið þar að verki. Þórir Áskelsson hafði samband við blaðið og hann taldi það af og frá. „Ég veit ekki hvernig þessi saga hefur komist á kreik, því Brand- ur var sérstaklega strangheiðarlegur og ég er viss um að hann kom hvergi nálægt því að kveikja í gamla tukt- húsinu,“ sagði Þórir. Aðrir telja næsta víst, að Brandur hafi gert þetta, telja jafnvel að hann hafi gortað sig af þessu verki. Hann hafi til dæmis haft á orði daginn eftir brunann, að „sumarbústaðurinn sinn hafi brunnið í nótt“ eða þá „mér tókst heldur betur að kynda undir Jóni í nótt“. Þar átti hann við Jón Benediktsson, yfirlögregluþjón, sem oft þurfti að hafa afskipti af Brandi. Fyrir vikið var Brandi ekki sérlega hlýtt til Jóns eða tukthússins, enda var það óupphitað og slæmt „hótel“. Einhverju sinni mun það hafa komið fyrir, að Brandur gleymdist í tukt-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.