Dagur - 21.12.1984, Side 16
Ég held, að í raun s_éu flestir for-
eldrar og aðrir uppalendur á móti
stríðsleikföngum. En æði margir
hafa'gefist'upp fyrir umhverfinu.
Börnin vilja eignast stríðsleikföng
eins og leikfélagar þeirra eiga og
eins og þau sjá í auglýsingum. Svo
má ekki gleyma því, að það eru
ekki bara foreldrar sem gefa leik-
föng. - Hann Bjössi frændi getur
tekið upp á því, að gefa Palla litla
byssu, þó að hann viti ósköp vel að
pabbi og mamma eru á móti því.
En krakkagreyið langar svo í þetta
og allir eiga byssu! - Skyldi hann
svo gefa Gunnu systur Palla byssu,
næst þegar hún á afmæli? Það dreg
ég í efa. (Ætli hún fái ekki „Barb-
ie“.)
Fólk talar oft um að tilgangslaust
sé að neita börnum um stríðsleik-
föng, þau búi þau þá bara til, úr
kubbum til dæmis. Þetta höfum við
öll séð. En þar með er ekki eins.
gott að leggja niður skottið, hlaupa
út í næstu búð og kaupa byssu. Alls
ekki, því um leið og við höfum gef-
ið vopn, höfum við viðurkennt það
sem leikfang og það sem meira er,
við höfum viðurkennt ofbeldið sem
stríðsleikföng bjóða upp á.
Ofbeldi í sjónvarpi getur kallað
fram árásargirni hjá börnum. Pá er
talað um að þau séu að „leika sig
frá“ því sem þau sáu, þ.e. að reyna
að skilja það sem þau sáu og að
reyna að losasig við hræðsluna sem
ofbeldið vakti. Þegar barn verður
hrætt, gerir það sér oft ekki sjálft
grein fyrir því, það getur ekki kom-
’ ið til okkar og sagt okkur frá
hræðslu sinni, þess í stað getum við
séð merki hræðslunnar í gerðum
þess, ef við erum athugul. Þá er
okkar að grípa inn í og ræða málin,
útskýra og reyna að skilja. En það
þarf ekki stríðsleik eða stríðsleik-
tong, til að losna við árásargirni,
margir leikir, sem krefjast mikillar
orku.og þar sem börnin eru virk,
koma betur að gagni.
Stríðsleikur stríðir gegn lífinu
sjálfu! Við viljum og eigum að ala
börn upp í friðarhugsjón. Kcnna
þeim að leysa ágreiningsefni með
samræðum, en ekki með handalög-'
máli. En þá verðum við sjálf líka að
vera fær um að leysa ágreiningsefni
okkar þannig. Barnið tekur for-
eldra sína sér.til fyrirmyndar, j)ví er
mikilvægt að fyrirmyndin sé góð.
Þá á ég ekki við gallalaus, heldur að
hún sé sjálfri sér samkvæm, .segi
ekki eitt í dag og annað á morgun
cða segi eitt en framkvæmi annað.
Hún þarf líka að geta viðurkennt
mistök sín og geta beðist fyrirgefn-
ingar. Það er ekkert að því að biðja
barn fyrirgefningar.
Stríö er
Nú segja. e.t.v. einhverjir:
„Svona er nú einu sinni lífið.“ En
svona viljum við ekki hafa lífið, við
viljum að börn dagsins í dag nái
því að verða fullorðin og fái að lifa
í friði. Það er líka ýmislegt sem við-
gengst í þessu lífi, sem við getum
ekki hugsað okkur að börn taki þátt
í.
Við gæfum aldrei leikföng sem
tengjast þjófnaði, hanska til að fela
fingraför eða áhöld til að brjóta
upp hurðir svo dæmi séu nefnd, en
tengist leikfangið stríði virðist mál-
ið horfa öðruvísi við.
Þeir (vonandi fáu), sem ekki eru
á móti stríðsleikföngum, vilja að
við hin sýnum fram á skaðann sem
þeim fylgir. Sá skaði er lítt mælan-
legur og kemur ekki fram í útbrot-
um. En rannsóknir benda til þess,
að stríðsleikir auki líkur á því að
börn venjist á að leysa ágreinings-
efni sín með ofbeldi. Leikur er æf-
ing fyrir fullorðinsárin, hér þarf
engan stríðsleik, við höfum engan
íslenskan her.
Mér finnst óhugnanleg sú þróun
sem átt hefur sér stað f gerð stríðs-
leikfanga. Þau eru svo nákvæmar
eftirmyndir raunverulegra 'vopna,
að glæpamenn geta notað þau (sem
ógnun) í stað hinna raunverulegu.
Við höfum heyrt fréttir af því oftar
en einu sinni.
Að endingu: Sá sem vill frið gef-
ur ekki stríðsleikfang! Eða hvað?
Og viljum við ekki öll frið?
Fótatak
Valtýr Guðmundsson
frá Sandi
Bókaforlag Odds Björnssonar sendir
nú frá sér nýja bók eftir Valtý Guð-
mundsson frá Sandi: Fótatak.
Valtýr Guðmundsson frá Sandi
hefur góð tök á frásagnarefni sínu,
hvort sem eru minningar um atvinnu-
sögu, menn eða málefni. í þessari
nýju bók sinni segir hann m.a. frá
Þeistareykjum, Breiðafjarðarbyggð-
um, frá Noregi og vfðar, t.d. strand-
ferð með „Esjunni" gömlu. Kápu
gerði Snæfríður Njálsdóttir. „Fóta-
tak“ er 126 bls. að lengd, prentuð og
bundin inn hjá Prentverki Odds
Björnssonar hf. á Akureyri.
Enn er annríkt
í Glaumbæ
Guðjón Sveinsson
Eftir þriggja ára hlé kveðja Glaum<
bæingar dyra hjá þakklátum lesend-
um Guðjóns Sveinssonar, því nú gef-
ur Bókaforlag Odds Björnssonar út
bókina Enn er annríkt í Glaumbæ.
Þetta er þriðja bókin um fjölskyld-
una í Glaumbæ. Þar gengur á ýmsu,
enda margt að sýsla á stóru heimili.
Sumarið er að kveðja, haustannir að
■taka við og tindarnir ofan við þorpið
setja upp hvíta húfu'.
Fjölskyldan ratar í mörg ævintýri,
eins og kaflaheitin bera með sér.
„Málarinn mjói o.fl. málarar",
„Ærsl og uppskera", „Ný verkefni í
vændum“, „Töfratækið“ og „Súkku-
laðistrákarnir". En gleðin er ekki
einráð, það skiptast á skin og skúrir
í þessari tilveru og sorgin drepur á
dyr.
Guðjón Sveinsson er með kunnari
og virtari barnabókahöfundum okk-
ar um þessar mundir. Hann hóf rit-
störf innan við fermingu. Fyrstu
bækur hans voru reyfarar, en 1972
ritar hann bókina „Ört 'rennur
æskubláð“, ósvikna sjóarasögu. Um
hana segir Silja Aðalsteinsdóttir í
bók sinni „íslenskar barnabækur
1780-;1979“: „Nýstárleg oggagnrýnin
skáldsaga sem markar tímamót í
skrifum fyrir unglinga.“
1979 hlaut Guðjón'Viðurkenningu
samtaka móðurmálskennara í smá-
sagnasamkeppni. Saga hans kom út
í samnorrænu smásagnahefti „Reve-
sommer og andre noveller" árið
1981.
„Enn er annríkt íGlaumbæ“ er 15.
bók Guðjóns, 148 bls. að stærð,
prentuð og bundin inn hjá Prentverki
Odds Björnssonar hf. Akureyri.
Umsjón: Jón Bjarnason frá Garðsvík
Lyfdr huga himins til
Íiátíð Ijóss og friðar
Þátturinn hefst með vísum eftir -
Benedikt .Valdemarsson frá
Þröm. '
Þegar trúin verdur veik.
vissu hvergi að finna
ber ég þá að köldum kveik
kvndil vona minna.
Bátum hleður nú i naus f
nöpur veðurhrina.
Niður kveður húm og haust
hugargleði mína.
Hingað tíðum birtu barst,
blóm á fríðu trafi
og í hríðarveðrum varst
vona óg blíðugjafi.
Veldið svarta víkur hcr.
vorið bjart þú dáir.
Yndi margt að augum ber,
yl sem hjartað þráir.
Ama bugar ástríkt geð.
' Andans flug þitt vari.
Greind og dugur glæðist með
góðu hugarfari.
Aðalsteinn Ólafsson kvað á
jólum:
Vekja jólin von og þrá.
Vorsins þjóðin bíður.
Svarta þokan sjónum frá
senn í burtu líður.
Jólin lífga innri yl,
ýtist þras til hliðar.
Lyftir huga himins til
hátíð Ijóss og friðar.
Þótt við rólum' eldgíg á,
uppspennt tólin gapi
skuggar óláns flýja frá
fólksins jólaskapi.
Sigurður Kristjánsson í Leir-
höfn mun hafa kveðið þetta til
gests er var á förum.
Hvar sem bólið byggja fer
burtu róli mæða.
Góða njólu gefi þér
gylfi sólarhæða.
Gunnar Einarsson á Bergskála
kvað:
Ei skal kvarta, leiðarljós
lýsir svartar nætur.
Engilbjarta á ég rós
innst við hjartarætur.
Júlíus Sveinsson kvað:
_ Þegar blessuð börnin smá
-blíðum rómi hjala
hörpu drottins heyra má
huldumáli tala.
Valtýr Guðmundsson á Sandi
kvað á heiðskírum haustmorgni:
' Stjörnur lýsa loftið blátt,
Ijóma fjöll og dalir.
Opnir standa upp á gátt
allir himinsalir.
Þættinu'm lýkur með vísum sem
helgaðar eru sumrinu 1984 og
eru þær heimasmíð.
Sólin hlær á Ijóssins leiðum,
Ijóma slær á græna jörð.
Signir blær frá suður heiðum
silfurtæran Eyjafjörð.
Þegar geislum sólar sinnar
sveipar drottinn Eyjafjörð
hverju barni byggðarinnar
ber að flytja þakkargjörð.
Fangbrögð áttu fljóð og gumar
ferleg oft við sumur köld.
Máski kemur sólarsumar
svipað þessu á næstu öld.
Gleðileg jól.
Jón Bjarnason.