Dagur - 24.04.1985, Blaðsíða 2

Dagur - 24.04.1985, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 24. apríl 1985 Þórir Óttarsson: Ég vona bara að það verði eins gott og í fyrra. Sigurbjörg Björnsdóttir: Mér líst mjög vel á það, það hlýtur að verða gott. Hvernig líst þér á komandi sumar? Anton Eiríksson: Ég held það verði frekar kalt. Guöfínna Sigurbjörnsdóttir: Ég bara veit það ekki, en ég vona það besta. Við skulum segja að það verði alveg ágætt. Landsliðsmiðvörður í framkvæmdastjórastólinn Róbert á meðan hann klæddist Víkingsbúningnum. NT-mynd - Spjallað við Róbert Agnarsson, nýskipaðan framkvæmdastjóra Kísiliðjunnar í Mývatnssveit Nýlega var Róbert Agnarsson, skrifstofustjóri við Kísiliðjuna í Mývatnssveit ráöinn fram- kvæmdastjóri þar í stað Há- konar Björnssonar sem ráðinn hefur verið forstjóri Áburðar- verksmiðjunnar. Róbert sem er viðskiptafræðingur að mennt hefur hlotið skjótan frama innan fyrirtækisins en það þarf ekki að koma á óvart. Róbert er mikill keppnismað- ur. Gamalreyndur landsliðs- miðvörður í knattspyrnu og einn af máttarstólpum fyrstu deildar liðs Víkings hér á árum áður. Meiðsli komu í veg fyrir frekari frama innan landsliðs- ins en Róbert þarf ekki að kvarta. Hans bíða verðug verkefni í Mývatnssveit. Blaðamaður Dags ræddi við Róbert skömmu eftir að hann var skipaður í framkvæmda- stjórastöðuna og spurði hann fyrst hvernig það hefði atvikast að hann réðst til Kísiliðjunnar í upphafi? - Ég útskrifaðist úr Háskólan- um 1982 og fyrst eftir það réð ég mig í skammtímaverkefni hjá fjármálaráðuneytinu. Ég rak síðan augun í auglýsingu í Morg- unblaðinu um að viðskiptafræð- ing vantaði til Kísiliðjunnar og ég sótti um af rælni. Ég fékk stöð- una og það sem síðan hefur gerst hefur svo sannarlega verið ævin- týralegt. Skrifstofustjóri Kísiliðj- unnar hætti í nóvember 1983 og mér var þá boðin sú staða og nú er það framkvæmdastjórastaðan sem ég tek við 1. júní nk. - Hvernig líst þér á að taka við þessu starfi? - Ég get ekki neitað því að ég er mjög spenntur. - Nú má segja að smá skuggi hvíli yfir Kísiliðjunni í augnablik- inu vegna þeirra deilna sem verið hafa innan héraðs og utan um framlengingu námaleyfis verk- smiðjunnar í Mývatni. Heldurðu að hægt verði að jafna þennan ágreining? - Ég held að það verði niður- staðan að báðir aðilar komi sér saman um skynsamlega lausn á þessu máli. Aðalatriðið er það að frekari rannsóknir verða að fara fram og ef það kemur í ljós að lífríki vatnsins er hætta búin vegna vinnslunnar þá eru allir sammála um að endurskoða þetta mál. - Hvernig er staða Kísiliðj- unnar nú? - Kísiliðjan er nú að koma upp úr ákaflega erfiðu tímabili. Pað þurfti að leggja út í mjög miklar fjárfestingar þegar þrærn- ar eyðilögðust í jarðhræringum en við erum að vinna okkur út úr því nú. Það er mjög bjart fram- undan hjá okkur ef við fáum að starfa í friði. Söluhorfur eru góð- ar og verð hagstætt og við seljum alla framleiðslu um leið, segir Róbert. Þess má geta að nú starfa um 75 manns við Kísiliðjuna en auk þess skapar verksmiðjan stór at- vinnutækifæri í sveitinni og á Húsavík. Byggðin í Reykjahlíð, hótelið og fleiri þjónustuaðilar eiga einnig mikið undir Kísiliðj- unni og það eru því fleiri en þess- ir 75 starfsmenn sem byggja af- komu sína á verksmiðjunni. - Svo við víkjum nú að öðrum hlutum. Verður þú áfram með HSÞ-b í knattspyrnunni í sumar? - Ég ætla að reyna það en það fer auðvitað mikið eftir því hvað berst hér inn á borð af verkefnum til mín. - Þú hefur þjálfað liðið? - Já ég hef verið með það tvö keppnistímabil og það er hug- myndin að þjálfa líka í sumar þó að ekki hafi enn verið gengið frá þeim málum. - Þið áttuð nokkuð gott ár í fyrra? - Það má segja að þetta hafi gengið vonum framar. Það voru margir sem spáðu okkur falli en við urðum í þriðja sæti í okkar riðli í þriðju deildinni þannig að við megum vel við una. - Og þið hafið einnig verið með sterkt lið í innanhússboltan- um? - Innanhússfótboltinn á ágæt- lega við okkur þar sem breiddin er ekki mjög mikil. Við erum með nokkra góða menn sem hentar vel í innanhússboltann þar sem aðeins fimm eru inni á vellinum í liði í einu. - Hvernig er það Róbert, fyrir Víking úr Smáíbúðahverfinu í Reykjavík að vera allt í einu kominn í Reykjahlíð og spila með HSÞ-b? Saknarðu aldrei stórborgarinnar og fyrstu deildar knattspyrnunnar? - Það kemur fyrir en hins veg- ar var ég orðinn hundleiður á fót- boltanum fyrir sunnan. Ég braut löppina á mér þrisvar sinnum og ég var hættur þegar ég réði mig hingað. Ég gerði mér a.m.k. enga grein fyrir því fyrirfram að hér væri leikin knattspyrna. Þeir fréttu svo af mínum fyrri „afrek- um“ við skulum hafa það innan gæsalappa, segir Róbert og hlær - og það varð því úr að ég tók að mér þjálfun hér. Og ég sé svo sannarlega ekki eftir því. Þetta hefur verið skemmtilegur tími og ég hef blessunarlega sloppið við meiðsli, segir þessi fyrrum lands- liðsmiðvörður í knattspyrnu sem nú mun „spila“ sóknarhlutverk fyrir Kísiliðjuna í Mývatnssveit. -ESE Er hjálpsemi alltaf hættuleg? Mig langar til að koma með skýr- ingu á hinni tíðræddu „hjálp- semi“ minni vegna umferðar- óhapps er átti sér stað á dögunum á Drottningarbrautinni. Það er greinilegt að Gróa á Leiti hefur heldur betur komist í feitt og gef- ið út sína útgáfu á málinu sem er mergjuð og góð fyrir fólk að japla á. Sumir virðast hafa gleypt þessa sögu heilshugar (og jafnvel gasprað með í blöðin). Ur því sem komið er finnst mér rétt að veita Gróu sam- keppni og koma með hina einu réttu skýringu þannig að fólk geti dæmt um réttmæti þess sem raun- verulega gerðist. Umræddan sunnudag var ég á rúntinum með fjölskylduna og koma þar að sem tveir bílar höfðu lent í árekstri. Ég kom úr suðurátt og vissi ekki fyrr til en ófrísk kona blóði drifin og með barn í fanginu kom yfir götuna að bílnum mínum og var henni greinilega mikið niðri fyrir. Hún bað mig að keyra þau upp á sjúkrahús því að þau hefðu lent í bílslysi. Ég dreif mína fjöl- skyldu út úr bílnum og lagði kon- una og barnið í aftursætið. Síðan kom faðirinn í framsætið og ég keyrði þau í snarhasti upp á sjúkrahús. Þannig gerðist þetta og dæmi nú hver sem vill. Mig langar að skjóta að Gróu- sögunni eins og ég heyrði hana, en hún er þannig að ég hafi kom- ið þarna askvaðandi, drifið fólkið alblóðugt út úr brakinu inn í Margrét hringdi: Sonur minn fór í sund 2. dag páska hér á Akureyri. Hann var klæddur í „glansgalla" á leið í sundið, og ég tók svo eftir því þegar hann kom heim að hann var í sams konar buxum, en allt minn bíl og síðan ekið burt. Mergjuð saga og góð til að „japla“ á, ekki satt? of stórum. Nú langar mig til þess að biðja móður þess er kom heim úr lauginni þennan dag í allt of litlum buxum af þessari gerð að hafa samband við mig í síma 25097. Sá hjálpsami.“ Of stórar buxur

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.