Dagur - 24.04.1985, Blaðsíða 6

Dagur - 24.04.1985, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 24. apríl 1985 Hrafnhildur H<$m Pað er sumardagurinn fyrsti á morgun. Gaman, gaman. í tilefni af honum fengum við nýkjörna „Ungfrú Akureyri" til liðs við okkur og tókum af henni nokkrar myndir. Árangurinn birtist hér í opnunni. Við gerðum víðreist um bæinn, fylgdumst með starfsmönnum Slippstöðvarinnar sem voru að vinna við skrúfu í aflaskipinu Guðbjarti frá ísafirði, á Útgerðar- félaginu var verið að skera fisk, í Mjólkursamlaginu voru starfs- menn að störfum við skilvindu og á saumastofu Sambandsins saumuðu konur saman peysur í erg og gríð. Á þessum stöðum klæddist Hrafnhildur fötum frá Lotto í Sunnuhlíð, Básnum í Vöruhúsi KEA, Amaro og Tískuverslun Steinunnar. Hrafnhildur er snyrt hjá Snyrtistofu Nönnu í Strandgötu. Dagur þakkar Hrafnhiidi, verslunum er lánuðu föt og fyrirtækjum sem heimsótt voru og við vonum að lesendur hafi einhverja ánægju af þessu uppátæki okkar. sagt að grípa tœkifœrið“ © *© e £ a s J*J 'SÉ£ ** -c © Is'® S1 a 3 »o o c to „Það var þannig að Alice Jó- hanns bað mig að vera með í keppninni og ég sló til eftir nokkra umhugsun,“ sagði „Ungfrú Akureyri“ Hrafnhild- ur Hafberg, en hún var kosin fegurðardrottning á mikilli hátíð sem haldin var í Sjallan- um fyrir skömmu. Og það var ekki allt og sumt, heldur var Hrafnhildur einnig kjörin Ijósmyndafyrirsæta, og stúlk- urnar sem þátt tóku í keppn- inni kusu hana vinsælustu stúlkuna í sínum hópi. Sem sé þrefaldur sigur. Hrafnhildur er 17 ára og stundar nám í Menntaskólanum á Akureyri. Hún segir okkur fyrst hvernig undirbúningi fyrir keppnina var háttað. „Við hittumst allar í vikunni á undan keppninni og þá var ákveðin leið sem við áttum að ganga og einnig æfðum við viss spor og fórum yfir nokkur atriði sem við þurftum að standa klárar á.“ Það var allt á útopnu á Heklu er Hrafnhildi bar að garði, saumavélarnar komu saman hverri flíkinni á fætur annarri. Ungfrú Akureyri klæðist fötum frá Amaro, jakka og buxum í grænum sumarlit og verðið er 5.670 krónur, eyrnalokka ber Hrafnhildur og kosta þeir 250 krónur, en taskan er á 865 krónur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.