Dagur - 24.04.1985, Blaðsíða 1

Dagur - 24.04.1985, Blaðsíða 1
FERMINGAR- GJAFIR í MIKLU ÚRVALI GULLSMKMR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREVRI AKUREYBI 68. árgangur Akureyri, miðvikudagur 24. aprfl 1985 46. tölublað Atvinnulevsi - en samt vantar fólk! Menn greinir á um hvort raun- hæft sé að tala um að atvinnu- leysi sé að einhverju marki á Akureyri. Bent er á tölur frá Vinnumiðlunarskrifstofunni í því sambandi, en þær sýndu t.d. um síðustu mánaðamót að á atvinnuleysisskrá voru 81 karl og 35 konur. - Aðrir benda á að það vanti fólk til starfa í mörgum fyrirtækjum og á meðan svo sé, sé ekki um raunverulegt atvinnuleysi að ræða. „Eins og staðan er í dag getum við bætt við okkur 40-50 konum Ávísana- falsari á ferð Eftir að aðkomumaður sem var að skemmta sér á Akureyri um helgina hafði komist yfír veski með ávísanahefti í, hóf hann að falsa ávísanir og tókst honum á skömmum tíma að verða sér á þann hátt úti um 21 þúsund krónur. Þetta var maður af Reykjavík- ursvæðinu, og þegar honum fundust „afrek“ sín vera orðin nóg á Akureyri hélt hann austur á Eskifjörð. Pá var lögreglan hins vegar komin á slóð hans og þar var hann handtekinn og úti um skemmtiferð hans um landið að sinni a.m.k. í fiskvinnslu," sagði Gunnar Asp- ar hjá Útgerðarfélagi Akureyr- inga er við ræddum atvinnu- ástandið hjá því fyrirtæki við hann. Gunnar sagði að æskilegt væri að þessar konur hefðu reynslu af störfum við fiskvinnslu en það væri ekki skilyrði. Við spurðum hann hvort ekki væri hægt að fá konur til fiskvinnslu hjá Vinnumiðlunarskrifstofunni. „Við höfum fengið talsvert af fólki hingað frá vinnumiðlun- inni,“ sagði Gunnar. „í vetur höfum við fengið a.m.k. þrjá hópa þaðan og þetta hafa oftast verið konur sem hafa verið búnar að fá þær atvinnuleysisbætur sem þær eiga rétt á. Ég get hins vegar sagt að það er engin af þessum konum í vinnu hjá okkur í dag, þetta er fólk sem kærir sig ekki um að vinna svona vinnu.“ Haukur Torfason hjá Vinnu- miðlunarskrifstofunni varð fyrir svörum þar, og við spurðum hann hvort sumt af því fólki sem væri þar á atvinnuleysisskrá væri fólk sem ekki hefði áhuga á að vinna. „Ég get hreinlega ekki svarað þessari spurningu,“ sagði Hauk- ur. „Allir þeir sem koma hér inn og láta skrá sig eru að sækjast eft- ir atvinnu, annað get ég ekki sagt. Það er hins vegar þannig að margt af þessu fólki hefur læknis- vottorð um að það megi ekki stunda hvaða vinnu sem er, t.d. ekki erfiðisvinnu eða vinnu þar sem um kulda og vosbúð er að ræöa. Af þeim 35 konum sem voru hér á skrá um síðustu mán- aðamót voru 18 sem höfðu slíkt vottorð undir höndum." gk-. Slippstöðina vantar 25 menn: „Engir jámiðnaðar- menn til í bænum“ - segir Gunnar Skarphéöinsson starfsmannastjóri „Okkur vantar tilfínnanlega járniðnadarmenn til starfa,“ sagði Gunnar Skarphéðinsson starfsmannastjóri hjá Slipp- stöðinni á Akureyri í samtali við Dag. „Við gætum tekið á móti a.m.k. 15 plötusmiðum. Einnig vantar okkur vélvirkja og raf- suðumenn þannig að það er ekki fjarri lagi að ætla að okkur vanti um þessar mundir 25 iðnaðar- menn.“ - Er vandræðaástand? „Ég veit ekki hvað á að segja. Það vantar þessa járniðnaðar- menn í bæinn, þeir eru einfald- lega ekki til hér. Þeir járniðnað- armenn sem hafa t.d. hætt störf- um hjá okkur hafa flutt burt úr bænum. Við höfum bjargað okk- ur á þann hátt að hafa samvinnu við verkstæði hér í bænum og það er af hinu góða, þótt auðvitað vildum við heldur hafa yfir okkar eigin mannskap að ráða hverju sinni.“ Mynd: KGA Verður hluti afl- ans tvífiystur? - SH og Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins gera tilraunir með endurþíðingu - ÚA fylgist grannt með framvindu mála Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna vinnur nú að merkilegum tiiraunum á tvífrystingu sjávar- afla í samráði við Rannsókna- stofnun fískiðnaðarins. Hefur Akureyrin lagt upp frystan afla hjá SH í þessu skyni en niður- stöður tilraunanna ættu að liggja fyrir eftir u.þ.b. mánuð. Samkvæmt íslenskum lögum er bannað að tvífrysta fisk en Norð- menn og Bretar hafa náð góðum árangri í að frysta fisk og endur- þíða til vinnslu áður en fiskurinn er svo frystur að nýju. Samkvæmt upplýsingum Hjalta Einarssonar, framkvæmdastjóra SH hefur komiði ljós í tilraunum þeirra að það er síst lakara að tvífrysta fiskinn en geyma hann í ís í sex til tíu daga. Hjalti sagði ljóst að vel væri hægt að nota tvífrystan fisk í blokk en hvort hægt væri að nota hann í bestu umbúðir væri of snemmt að segja til um á þessu stigi. - Ég tel það Ijóst að ef við náum að sýna fram á hagkvæmni þessarar tvífrystingar þá muni ekki standa á ráðuneytinu og fiskeftirliti að gefa leyfi, sagði Hjalti Einarsson. Forráðamenn Útgerðarfélags Akureyringa hafa fylgst náið með þessum rannsóknum og að sögn Gísla Konráðssonar, fram- kvæmdastjóra hafa þeir velt þeim möguleikum fyrir sér að ef leyfi verður veitt til tvífrystingar, að láta togarana frysta aflann fyrstu þrjá til fjóra dagana í hverri veiðiferð. - Með þessu móti geta skipin haldið sínum veiðitíma. Ef við ætlum hins vegar að ná öllu hrá- efninu í bestu flokka án frysting- ar þá styttist úthaldstíminn mikið, sagði Gísli Konráðsson. Að sögn Gísla er það alrangt sem haldið var fram í Þjóðviljan- um á dögunum að Akureyrin myndi leggja upp frystan fisk hjá fyrirtækinu. Ef tvífrysting reynist hagkvæm og ef leyfi fást myndu togarar ÚA sjá um hráefnisöflun- ina sem fyrr.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.