Dagur - 24.04.1985, Blaðsíða 4

Dagur - 24.04.1985, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 24. apríl 1985 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI:. 24222 ÁSKRIFT KR. 200 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 28 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GÍSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRlKUR ST. EIRlKSSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI: 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Nýjungar í vegagerð Tilboð fyrirtækisins Hagvirkis í að leggja bundið slitlag á þjóðveginn milli Akureyrar og Reykjavíkur fyrir u.þ.b. 3A af kostnaðar- verði og á skömmum tíma hefur vakið verð- skuldaða athygli, ekki síst vegna þess að fyrirtækið segist geta unnið verkið á 30 mánuðum. Samkvæmt núgildandi lang- tímavegaáætlun er ekki gert ráð fyrir því að verkinu ljúki fyrr en árið 1994. Þar af er gert ráð fyrir að verulegur hluti verksins verði unninn eftir 1990. Tæknideild Vegagerðarinnar og vega- málastjóri hafa sett sig upp á móti þessu tilboði. Það hefur samgönguráðherra líka gert enda er hann vanur því að slík verk séu unnin á mörgum árum og af mörgum verktökum. Sjónarmið ráðherra eru út af fyrir sig skiljanleg. Það er verkefni pólitík- usa að sjá um að skipta kökunni á milli manna og það væri ekki vel séð út á við að fá einu fyrirtæki þetta verkefni. Sjónarmið tæknideildar Vegagerðarinnar og vegamálastjóra eru hins vegar allt önnur. Það hefur berlega komið í ljós á síð- ustu misserum að kostnaðaráætlanir tæknideildar eru mjög umdeilanlegar. Dæmin eru mýmörg og nægir þar að nefna að nú vinna norðlensk fyrirtæki við gerð annars áfanga Leiruvegar fyrir um 48 prós- ent af kostnaðaráætlun tæknideildarinnar. Aðilarnir sem vinna að öðrum áfanga Leiruvegarins og eru á góðri leið með að spara þjóðarbúinu milljónir króna, hafa einnig blandað sér í umræðuna um lagn- ingu bundins slitlags á þjóðveginn milli Akureyrar og Reykjavíkur. Þeir telja af skiljanlegum ástæðum ófært að Hagvirki sitji eitt að kökunni og benda raunar á að hægt sé að vinna verkið fyrir 65 prósent af kostnaðaráætlun. Þjóð sem á allt sitt undir samgöngum á kröfu á því að hlustað sé á menn sem hafa aflað sér reynslu á þessu sviði og hafa vit á málum. Óþarfi er að færa einu fyrirtæki þetta verkefni. Þrjú til fjögur stór fyrirtæki auk smærri undirverktaka geta unnið það. Svo kann að fara að menn verði að gera sér grein fyrir því að nýr dagur er runninn upp í íslenskri vegagerð. Framsóknarflokkurinn: Stjómmálaályktun miðstjórnarfundar Miðstjórnarfundur Framsóknar- flokksins haldinn í Reykjavík 19.-21. apríl 1985, minnir á kjör- orð flokksins fyrir síðustu kosn- ingar: Festa, sókn, framtíð. • Þrátt fyrir gífurlegt atvinnu- leysi í nágrannalöndum okkar hefur tekist að standa við fyrir- heit flokksins. ísland án at- vinnuleysis. • Þrátt fyrir óvenjuerfiðar að- stæður hefur ríkisstjórn undir forystu Framsóknarflokksins tekist að ná verðbólgunni niður. Verðbólgan er nú um 20%. í mörgum málaflokkum hefur verulegur árangur náðst. Fundur- inn minnir á eftirfarandi: • Forsætisráðherra hefur haft frumkvæði að tímamótatil- lögum um nýsköpun atvinnu- lífsins. • Sjávarútvegsráðherra hefur beitt sér fyrir markvissri fjár- hagslegri endurskipulagningu í sjávarútvegi og sameinað hagsmunaaðila um viðkvæma kerfisbreytingu við stjórnun fiskveiða sem áþreifanlega hefur bætt afkomu sjávarút- vegsins við erfiðar aðstæður. • Landbúnaðarráðherra hefur kynnt frumvarp um endur- skipulagningu á framleiðslu- og sölumálum landbúnaðarins sem felur í sér róttækar breyt- ingar og verulegan stuðning við nýjar búgreinar. • Félagsmálaráðherra hefur unnið markvisst að því að mæta greiðsluvanda húsbyggj- enda, m.a. með ráðgjafaþjón- ustu og viðbótarlánum hjá Húsnæðisstofnun ríkisins. Hann hefur lagt fram fast- mótaðar tillögur um greiðslu- jöfnun fasteignalána, skatt- frádrátt vegna húsnæðis og sett nýjar útlánareglur hús- næðislána. Framsóknarflokkurinn mun hér eftir sem hingað til starfa af fullum heilindum í ríkisstjórn og leggur m.a. áherslu á eftirfarandi atriði. • Menntakerfið þarf að endur- skipuleggja þannig að það búi komandi kynslóðir undir þá framtíð sem ný viðhorf í at- vinnurekstri og upplýsinga- tækni krefjast. • Utanríkisþjónusta lands- manna verður í auknum mæli að sinna viðskipta- og mark- aðsmálum í þágu atvinnulífs- ins. • Hagræðing og sparnaður í kostnaðarsömustu þáttum í ríkisrekstri og bankakerfi er löngu orðið tímabært. Höfuðviðfangsefni íslenskra stjórnmála er að varðveita frjálst velferðarþjóðfélag á íslandi þar sem manngildi er metið ofar auð- gildi og þjóðfélagslegt réttlæti ríkir. Fundurinn varar sterklega við blindri trú á öfgakenndar kenni- setningar frjálshyggju og sósíal- isma. Oftrú á eitt rekstrarform í atvinnulífinu er andstætt grund- vallaratriðum í stefnu Framsókn- arflokksins. Flokkurinn mun standa vörð um meginstoðir blandaðs hagkerfis sem felst í heilbrigðu einkaframtaki, öflug- um samvinnufélögum og hag- kvæmum opinberum rekstri þar sem hans er þörf. Framsóknarflokkurinn telur mikilvægara en nokkru sinni fyrr að með samráði aðila vinnumark- aðarins og ríkisvaldsins takist að jafna launakjör og aðstöðu fólks- ins í landinu. Sérstaka áherslu leggur flokkurinn á að bæta kjör þeirra, sem við lökust lífskjör búa. Flokkurinn telur að þróun vaxta- mála hafi farið úr böndum. Fund- urinn telur því brýnt, bæði vegna einstaklinga og atvinnulífs að vaxtastefnan verði endurskoðuð með hóflega raunvexti að mark- miði. Á mörgum sviðum leika nýir straumar um þjóðlífið. Á mið- stjórnarfundi á Akureyri á síð- asta ári lagði Framsóknarflokk- urinn pólitískan grunn að þeirri nýsköpun sem nú er að hefjast í atvinnumálum íslendinga. Þar ber hæst tillögur um að 500 millj. kr. af ríkisfé verði varið til ný- sköpunar. Nú þegar þessar hugmyndir eru að ná fram telur Framsókn- arflokkurinn tímabært að taka næsta skref til aðstoðar fyrirtækj- um sem teljast til nýsköpunar í atvinnulífi og selja á erlendan markað. • Aðflutningsgjöld og sölu- skattur af stofnkostnaði verði felld niður. • Tekjuskattur verði felldur niður í 5 ár. • Söluskattur og verðjöfnunar- gjald af raforku verði sömu- leiðis felld niður. • Með beinum skattafrádrætti og/eða mótframlagi úr ríkis- sjóði verði hvatt til aukinnar rannsóknar- og þróunarstarf- semi fyrirtækja. • Leitað verði leiða til að örva samvinnu innlendra og er- lendra fyrirtækja í nýjum at- vinnugreinum þar sem íslend- ingar geta öðlast reynslu og þekkingu á sviði háþróaðrar tækni og markaðsmála. • Komið verði á fót samkeppnis- og útflutningslánakerfi sam- bærilegu því sem erlendir sam- keppnisaðilar njóta. • Lög um ríkisábyrgðir verði endurskoðuð þannig að ríkis- ábyrgðakerfmu megi beita til hvatningar nýsköpunar í at- vinnulífi. Með fyrri tillögum um ný- sköpun atvinnulífsins og því framfaraskrefi sem flokkurinn vill nú að verði stigið telur hann traustan grunn vera lagðan að nýju tímabili í atvinnumálum ís- lendinga til framfara um land allt. Sókn til betri framtíðar er hafin. Sú sókn er undir forystu Framsóknarflokksins. Aðalfundur Osta- og smjörsölunnar: Heildarveltuaukning nam 39 prósentum Aðalfundur Osta- og smjörsöl- unnar sf. var haldinn föstudag- inn 22. mars. Þar fluttu skýrsl- ur þeir Erlendur Einarsson forstjóri, stjórnarformaður fyrirtækisins, og Óskar H. Gunnarsson framkvæmda- stjóri þess. Einnig var þar að vanda lögð fram prentuð árs- skýrsla fyrir árið 1984. Líka flutti Reynir Kristinsson rekstr- arráðgjafi hjá Hagvangi erindi þar og fjallaði um skipulagningu og hagkvæmni í mjólkurfram- leiðslu. Fundinn sátu hátt í 50 manns samkvæmt upplýsing- um Sambandsfrétta. Það kom fram á fundinum að á síðasta ári nam innvegið mjólk- urmagn til mjólkursamlaganna 108,4 milljónum lítra og er það um 1,9% aukning frá 1983. Sala osta jókst á árinu um tæp 4,3% á öllu landinu og nam um 2.154 tonnum, en það er aukning um nálægt 89 tonn frá fyrra ári. Meðalneysla á íbúa í landinu af ostum nam um 9,2 kg, á móti 8,8 kg árið á undan. Heildarsala á smjöri var um 856 tonn, og er það 6,7% samdráttur frá fyrra ári. Sala á smjörva var hins vegar um 460 tonn, og nemur sölu- aukning hans 15% milli áranna. Meðalneysla á íbúa var 3,6 kg af smjöri, samanborið við 3,93 kg árið á undan, og 1,95 kg af smjörva, en var 1,7 kg 1983. Samtals hefur því hver landsmað- ur neytt 5,55 kg af þessum tveim vörutegundum á árinu 1984, á móti 5,63 kg árið á undan. Á síðasta ári tók Osta- og smjöráalan við þeim útflutningi mjólkurvara sem áður var í höndum Búvörudeildar Sam- bandsins. Af osti voru flutt út um 1.000 tonn 1984, á móti 585 tonn- um 1983. Af kaseini voru flutt út 75 tonn, en 195 tonn 1983. All- mikið var unnið að rannsóknum og framleiðslueftirliti hvers kon- ar á árinu, og fræðslustarfsemi var öflug að vanda. Þrjár nýjar tegundir bræddra osta komu á markaðinn, þ.e. humarostur, skinkuostur og fjörostur, sem er bræddur ostur með hangikjöts- bitum, og náðu einkum hinar tvær fyrrnefndu ágætri sölu. Heildarvelta Osta- og smjör- sölunnar nam 940,8 milljónum, og jókst hún um rúm 39% á ár- inu. Endurgreidd umboðslaun voru 22,9 milljónir króna. í stjórn Osta- og smjörsölunn- ar sitja þeir Erlendur Einarsson forstjóri, formaður, Grétar Sím- onarson mjólkurbússtjóri, vara- formaður, Teitur Björnsson bóndi, ritari, Vífill Búason bóndi og Vernharður Sveinsson fyrrv. mjólkursamlagsstjóri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.