Dagur - 24.04.1985, Blaðsíða 20

Dagur - 24.04.1985, Blaðsíða 20
Pakkningaefni korkur, skinn og hercules. sími 96-22700 § a s £ n Akureyrarbær sparar 3,5-4 milljónir á ári - vegna aðgerða Fjórðungssambandsins í skólakostnaðarmálum segir Sturla Kristjánsson fræðslustjóri „Sú mikla samstaða sem skapaðist fyrir forgöngu Fjórð- ungssambands Norðlendinga veitti þann stuðning sem þurfti til að stöðva auknar tilfærslur á skólakostnaði til sveitarfé- laga. Hér er um að ræða viku- lega fjölgun kennslustunda um 350-400, eða 10-13 stöðugildi á Akureyri. Það má því segja að málafylgja Fjórðungssam- bandsins hafí sparað Akureyr- arbæ 3,5-4 milljónir á ári,“ sagði Sturla Kristjánsson, fræðslustjóri í viðtali við Dag. Að sögn Sturlu er þessi leið- rétting á skólakostnaði árangur af þátttöku í starfi Fjórðungs- sambandsins. Þessi sparnaður svari til rúmlega tvöfalds fram- lags Akureyrarbæjar til sam- bandsins, en sem kunnugt er hafa bæði Akureyrarbær og Húsavík- Ákveðið hefur verið að selja vélbúnað Haga hf. svo og fram- leiðsluréttinn á Haga-eining- unum til Egilsstaða. Viöræður um málið eru á lokastigi og fátt annað eftir en að skrifa undir samninga. Að sögn Hafþórs Helgasonar, fjármála- og skrifstofustjóra Haga hf, var áhugi fyrir því að fyrirtækið yrði áfram á Akureyri, en hins vegar virtist raunveruleg- an vilja eða getu til að koma því í kring vanta. Kaupandi á Egils- stöðum er fyrirtækið Brúnás, stöndugt fyrirtæki sem rekur byggingastarfsemi. Meðal annars fær kaupandinn betri nýtingu á húsnæði, með þessum kaupum. „Það er enginn vafi að fram- leiðsla þessara eininga ei urkaupstaður ákveðið að endur- skoða aðild sína að sambandinu og láta athuga hver hagur sé af þátttöku í því. Hafa þessar hug- myndir fengið misjafnan hljómgrunn og orðið til þess að menn hafa sest niður til að skoða þessi mál. Skólakostnaðarmálið sem Sturla nefndi hófst með því að Fjórðungssambandið boðaði til fundar um málefni dreifbýlis- sveitarfélaganna í júní í fyrra. Skólamálin voru skoðuð sérstak- lega og í ljós kom að skólakostn- aðurinn er orðinn meginhluti út- gjalda minni sveitarfélaga. Enn- fremur kom í ljós að þéttbýlis- sveitarfélögin sátu ekki við sama borð og tíðkast hefur í Reykja- vík. „Vegna þeirrar umræðu sem starf Fjórðungssambandsins leiddi arðsöm, en áfallinn fjármagns- kostnaður Haga hf. varð fyrir- tækinu ofviða og stöðvaði frekari rekstur þess við óbreyttar að- stæður. Fyrirtækið hefði þurft 15-20 milljónir króna til að byggja upp nauðsynlegan lager og hefja 2-3 ára útflutnings- athuganir á framleiðsluvörunni. Við teljum okkur vera búna að reyna bókstaflega allar möguleg- ar og ómögulegar leiðir til að halda fyrirtækinu gangandi hér, en höfum einfaldlega ekki efni á að standa í því lengur," sagði Hafþór Helgason. Ákveðið hefur verið að halda sérstaka sölusýningu á Akureyri, þar sem boðið verður upp á sér- stök kjör á Hagaeiningum, á morgun, sumardaginn fyrsta, föstudag og laugardag. HS af sér verður framvegis óskað eft- ir því að Akureyri sitji við sama borð og Reykjavík, þegar úthlut- að er kennslustundum til grunn- skóla bæjarins. í hlut Akureyrar- bæjar hefur komið að greiða hundruð kennslustunda vikulega úr bæjarsjóði, en hér eftir kemur vonandi ekki til þess. Ástæðan fyrir þessu misrétti var sú að varðandi Reykjavík hefur verið tekið tillit til byggðabreytinga milli skóla, en ekki á Akureyri. Þetta væri allt við það sama ef þessi málaflokkur hefði ekki fengið þessa málsmeðferð á veg- um Fjórðungssambandsins. Það er líka ljóst að önnur landshluta- samtök eða sveitarfélög hafa ekki beitt sér með sömu málafylgju til að leiðrétta hlut sveitarfélaga í skiptingu skólakostnaðar. Mér er ekki kunnugt um að fræðslustjór- ar í öðrum landshlutum hafi fengið jafn eindrægan stuðning til að fylgja slíkum málum eftir. Þessa niðurstöðu má þakka því að Fjórðungssamband Norðlend- inga eru öflug samtök sem tekið er tillit til,“ sagði Sturla Kristjánsson, fræðslustjóri í Norðurlandsumdæmi eystra. HS Hrim- bakur skal hann heita Hrímbakur skal hann heita. Þetta er ákvörðun stjórnar Útgerðarfélags Akureyringa um nýtt nafn á togarann Bjarna Herjólfsson sem ÚA keypti nýverið. Að sögn Gísla Konráðsson- ar, framkvæmdastjóra ÚA var úr vöndu að ráða varðandi nafngiftina ' en Hrímbakur varð síðan ofan á. Fyrirtækið átti eitt sinn togara með þessu nafni en sá hét áður Norðlénd- ingur og var sameign nokkurra útgerðaáNorðurlandi. -ESE Dalvík: Innbrot hjá KEA upp- lýst Rannsóknarlögreglan á Akur- eyri hefur upplýst nokkur inn- brot sem framin voru í útibú Kaupfélags Eyfírðinga á Dal- vík í þessum mánuði. Farið hafði verið nokkrum sinnum inn í hið nýja útibú kaup- félagsins þar, og stolið alls um 40 þúsund krónum í peningum og einnig talsverðu magni af tóbaki og sælgæti. Þetta mál upplýstist um helg- ina. Sökudólgarnir reyndust vera tveir 14 ára Dalvíkingar, og sá þriðji hafði verið með þeim í inn- brotunum að einhverju leyti. Piltarnir gátu skilað aftur hluta þýfisins. Á sunnudaginn frumsýnir LA leikritið „Kötturinn sem fer sínar eigin leiðir“, eftir Ólaf Hauk Símonarson. Hér eru þau í hlutverkum sínum, Theodór Júl- íusson sem leikur köttinn og Þórey Aðalsteinsdóttir sem leikur konuna. Mynd: KGA Haga-einingar til Egilsstaöa - Sölusýning á Akureyri Dagur þarf ekki að óska les- endum sínum gleðilegs sumars á kafí í snjó. Sumar og vetur frjósa að vísu saman en sam- kvæmt upplýsingum veður- fræðinga er útlit fyrir að það verði úrkomulaust inn til landsins þó él verði e.t.v. á annesjum. Það verður hæg norðan- og norðaustanátt og kalt í veðri, a.m.k. fram á sunnudag. Gleðilegt sumar! # Laxveiði er lúxus Það þarf engum blöðum um það að fletta að fyrirsögnin hér að ofan er rótt. Oft hefur verið slegist harkalega um laxveiðiárnar og útlendingar hafa verið sakaðir um að sprengja verðið upp en nú hefur komið á daginn að stangaveiðifélögin og fyrir- tœkin hér heima eru litlu betri. Það er alkunn staðreynd að mörg fyrirtækí taka heilu árn- ar á leígu eða kaupa upp bestu dagana. Kostnaðurinn er settur á risnu og er því frádráttarbær frá skatti. Stór- laxarnlr og viðskiptamenn þeirra veiða síðan á kostnað skattborgara. • SVFR sprengir verðið upp Með þessu móti hafa fyrir- tækin sprengt upp verð á góðum sem lélegum iaxveiði- ám. Helsti keppinautur fyrlr- tækjanna er Stangaveiðifélag Reykjavíkur og nú er svo komið að mörgum er farið að blöskra hve míkil umsvif það félag hefur. Sagt er að SVFR bjóði ( allar ár sem eru á lausu enda ekkl vanþörf á því félagsmenn eru eitthvað á annað þúsundíð. Nýttdæmi um þetta er Miðá ( Dölum sem í fyrra var leigð á 350 þúsund. í þessa á mun SVFR hafa boðið eina milljón króna i ár en mörg önnur tilboð frá stangaveiðifélögum og fyrir- tækjum voru á bilinu 700-000 þúsund krónur. • 2.500 kr. ktlóið En hvað veiddist svo í Miðá í fyrra og hvað mega menn búast við að fá fyrir veiðlleyf- ið. Jú, tæplega 130 laxar veiddust í ánni í fyrra og tölu- vert af bleikju. 270 stangar- dagar eru í ánni sem þýðir að SVFR verður að fá um 4.000 kr. fyrlr stöng pr. dag til að hafa upp í kostnað. Hóflega áætlað verður dagurinn þá seldur á 5.000 krónur og mið- að við að hálfur lax veiðist á stöng á dag, kostar stykkið t(u þúsund krónur. Meðal- þyngdin var í fyrra rúm fjögur k(ló, þannig að kilóið af Mið- árlaxinum kostar litlar 2.500 krónur ef einungís er miðað við veiðileyfi. Miðá er bara eitt dæmið um á þar sem veiðin hefur farið minnkandl en verðið hækkandi. Það geta stangaveiðimenn þakkað brölti fyrirtækja, útlendinga og SVFR. Með þessu áfram- haldi endar þetta með því að flestir veiðimenn neyðast til að kaupa sér leyfi í „ódýrum“ fjallavötnum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.