Dagur - 24.04.1985, Blaðsíða 7

Dagur - 24.04.1985, Blaðsíða 7
24. apríl 1985 - DAGUR - 7 02 sumartískan ’85 Á frystihúsi ÚA voru allir í hvínandi bónus, nema hvað Ungfrú Akureyri tók því fremur rólega. Hún gekk um vinnusalinn og kynnti sér undirstöðuatvinnuveg þjóðarinnar í fötum frá Tískuversiun Steinunnar. Dressið kostar 5.970 krónur og blússan sem er tvílit kostar 1.650 krónur, festin er á 360 kr. - Var þetta ekki erilsamur dagur hjá ykkur? „Jú, það er óhætt að segja það. Við mættum klukkan 2 í hár- greiðslu og það tók dálítinn tíma, síðan fórum við beint í snyrtingu, þar sem við vorum málaðar og svoleiðis. Þá var dagskrá í Sjall- anum sem stóð eitthvað frameft- ir. Ég var orðin ansi þreytt undir það síðasta." - Var ekkert erfitt að taka þátt í þessari keppni? „Óneitanlega var dálítið óþægilegt að standa uppi á sviði og vita að dómarar væru að dæma mann, en nei, mér fannst þetta ekkert erfitt. Það hjálpaði - mér mikið að ég er vön að koma fram, ég hef tekið þátt í danssýn- ingum og tískusýningum í Sjall- anum og því vön að koma fram. Ég hef líka dansað í My Fair Lady og Kardemommubænum, svo að þetta var ekki mikið mál þegar á allt er litið.“ - Hvernig var andrúmsloftið áður en tilkynnt var hver yrði fyr- ir valinu? „Við vorum allar mjög spenntar, það var alltaf verið að spá í hver okkar myndi sigra. Ókkur fannst það svo óraunveru- legt að ein okkar yrði kosin feg- urðardrottning, við vorum búnar að vera saman allan daginn og það var alltaf verið að tala um þessa keppni, þetta var orðið hálffjarlægt. En það var mikil spenna að vita hver yrði fyrir val- inu.“ - Kom þetta þér á óvart? „Já, ég var mjög hissa á þessu, átti alls ekki von á þessu. Nei, nei, þær urðu ekkert reiðar þó að ég ynni alla titlana, það var engin innbyrðiskeppni hjá okkur. Við stóðum allar saman og þekkj- umst sumar og það kom aldrei til greina að vera neitt að móðgast." - Hvað skiptir mestu máli þeg- ar velja á fegurðardrottningu? „Hæðin skiptir máli og auðvit- að útlitið, bæði vöxturinn og and- litið. Einnig skiptir máli að hafa góða framkomu, þetta er nú það sem ég veit, annars er ég ekki mikið inni í þessum málum.“ - Andstæðingar fegurðarsam- keppna vilja halda því fram að um nautgripasýningu sé að ræða, hvað finnst þér um það? „Mér fannst það líka fyrst og var á móti svona keppnum. En eftir að hafa tekið þátt í keppni sjálf þá finnst mér hún allt öðru- vísi en ég átti von á að hún væri. Þetta er ný reynsla og mér fannst alveg sjálfsagt að prófa. Mér finnst að þeir sem fá tækifæri á borð við þetta eigi alls ekki að kasta því frá sér.“ - Ert þú kannski að hugsa um að fara út í eitthvað svoleiðis, t.d. að reyna fyrir þér sem Ijós- myndafyrirsæta? „Það er nógur tími til að hugsa út í það, ég er enn ekkert farin að pæla í því. Ég ætla að ljúka við menntaskólann fyrst en þar á ég eftir tvö ár. En ef mér býðst tæki- færi eftir það þá getur verið að ég slái til, það er allt í lagi að prófa. Hins vegar held ég að það sé ekkert spennandi að vera lengi f þessum bransa því ég held hann sé dálítið erfiður." - Við endum spjallið á að spyrja hvað þú gerir í frístund- um. „Það er alveg nóg að gera í skólanum og hann tekur mikinn tíma, en ég stunda nám á máia- braut. Þegar ég er ekki að læra, þá stunda ég jazzdans, en ég hef mikinn áhuga á honum. Ég fór einu sinni með vinkonu minni í tíma og þá langaði mig rosalega að prófa sjálf og gerði það og hef verið í jazzdansi síðan.“ - mþþ S s S i m® 5 g oj ca .= o ■2 ^ O 13 JS J2 c ííg’Sss "Efgíá 3 u |S * £ Q- •- .tr£ s — s = £ ‘S "■ <2 '§ 'O E "§ L. ■* •* wC1/) * £ W "“t r. M .Si8'3 E ® « ._ — i 'ct ■p B •= '= 8 S 5 •a s S s £ “ II 3 *2 C s t 3 ^ * tmm 3 ‘2 E 3 •5 3 2 S .2 ‘ " 'cS c g "X ðí ® ©

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.