Dagur - 24.04.1985, Blaðsíða 3

Dagur - 24.04.1985, Blaðsíða 3
24. apríl 1985 - DAGUR - 3 Akureyringar: m EIGNAMIÐSTÖÐIN - Nú erum við alveg að gefast upp. Um síðustu helgi voru tvær rúður brotnar í símaklef- anum í göngugötunni og sím- tólinu stolið, líklega í sjöunda eða áttunda skiptið í vetur. Símnotendur eru búnir að greiða tugþúsundir króna vegna þessara skemmdarverka og það er alveg á mörkunum að þetta gangi lengur. Akur- eyringar virðast því miður ekki kunna að umgangast síma- klefa. Þetta sagði Gísli Eyland hjá Pósti og síma á Akureyri er við ræddum við hann um síendurtek- in skemmdarverk á símaklefan- um í göngugötunni. Að sögn Gfsla er umgengnin um símaklefann með ólíkindum. Símaskrár endast þar ekki daginn og um helgar er símtólinu nær undantekningarlaust stolið. Gísli minntist á að á sínum tíma hefði neyðarsími sem komið var fyrir í Glerárhverfi, verið rústaður og svo virtist sem bæjarbúar kynnu ekki að nota né meta slíka síma- klefa. - Eina ráðið virðist vera að taka klefann niður en á það ber hins vegar að líta að nú fara ferðamennirnir sem kunna að ganga um símaklefa að koma og við ætlum því að gera eina tilraun enn, sagði Gísli Eyland. Gísli vildi jafnframt koma því á framfæri að Póstur og sími eða lögreglan væri látin vita ef fólk yrði vart við skemmdarvargana sem lagst hafa á símaklefann. - ESE Flugkynning á Akureyri um helgina Félög flugáhugamanna á Ak- ureyri gangast fyrir flugkynn- ingardegi nk. laugardag og verður mikið um dýrðir á þeirra vegum. Kynningin hefst strax kl. 9 um morguninn með hópflugi yfir bæinn, og taka þátt í því allar flugvélar Akureyringa sem flug- hæfar eru. Á sama tíma hefst opið hús í Dynheimum. Þar verða til sýnis ýmsir munir er tengjast fluginu og öllu er að því lýtur, og mynda- sýningar verða í gangi allan daginn. Fallhlífarstökk verður kl. 10 um morguninn og aftur kl. 15 og munu fjölmargir stökkvarar mæta þar til leiks. Kl. 13.30 lend- ir flugvél á túninu neðan við Samkomuhúsið og hálftíma síðar sviffluga. Þá verður módelflug á dagskrá og að lokum má geta þess að í Dynheimum verður hægt að fá upplýsingar um allt er tengist flugi, flugvirkjastörf o.þ.h. Náttúrulækn- ingafélagið fær stórgjöf Náttúrulækningafélaginu á Akureyri hefur aftur borist stórgjöf frá velunnara félags- ins, að upphæð tvær milljónir króna og skal þeim varið til bygg^garframkvæmda við heilsuhæli félagsins í Kjarna- skógi. Er þetta í annað sinn sem fé- lagið verður aðnjótandi svo stórrar peningagjafar, og mun þessi gjöf vera afleiðing af hinni fyrri. Að sögn Laufeyjar Tryggva- dóttur ganga framkvæmdir vel, nú í sumar á að Ijúka þaki, glerja glugga og klæða húsið innan að hluta og er þá stórum áfanga náð. - mþþ Seljahlíð: 3ja herb. raðhúsíbúð á einni hæð. Laus eftir samkomulagi. Kjalarsíða: 4ra herb. ibúð á 2. hæð í enda í svala- blokk. Verð kr. 1.570.000. Borgarhlíð: 4ra herb. endaíbúð á 1. hæð i svala- blokk. Laus strax. Verð kr. 1.450.000. Tjarnarlundur: 3ja herb. ibúð á 4. hæð í fjölbýlishúsi ca. 84 fm. Laus eftir samkomulagi. Verð kr. 1.300.000. Lerkilundur: 147 fm einbýlishús ásamt 32 fm bilskúr. Skipti á raðhúsibúð á Brekkunni möguleg. Verð kr. 3.500. Hrísalundur: 3ja herb. ibúð á 3. hæð í svalablokk. Laus eftir samkomulagi. Verð kr. 1.260.000. Dalsgerði: 5 herb. raðhúsíbúð á tveim hæðum. Möguleiki að hafa litla íbúð í kjallara. Verð kr. 2.000.000. Heiðarlundur: 5 herb. íbúð á tveim hæðum ca. 137 fm. Bílskúrsréttur. Verð kr. 2.400.000. Heiðarlundur: 4ra herb. raðhúsibúð ca. 140 fm á tveim hæðum til afhendingar eftir samkomulagi. Verð kr. 2.400.000. Grundargerði: 4ra herb. raðhúsíbúð á tveim hæðum. Laus eftir samkomulagi. Verð kr. 2.000.000. Lyngholt: 5 herb. einbýlishús ca. 143 fm ásamt 50 fm tvöföldum bilskúr og geymslum i kjallara. Grænamýri: 150 fm einbýlishús ásamt 30 fm bílskúr. Verð kr. 2.600.000. Brattahlíð: 135 fm einbylishus á einni hæð ásamt grunni undir bílskúr. Verð kr. 2.800.000. Munkaþverárstræti: 6 herb. einbýlishús á tveim hæðum ásamt bilskúr. Töluvert endurnýjað. Verð kr. 2.300.000. Þingvallastræti: 5 herb. einbýlishús á einni hæð ca. 110 fm. Þarfnast lagfæringar. Verð kr. 1.550.000. Gilsbakkavegur: 114 fm eldra einbýlishús, hæð og ris. Verð kr. 1.500.000. Bakkahlíð: 351 fm einbýlishús á tveim hæðum. N.h. fullfrágengin, en e.h. tilbúin undir tréverk. Bilskur ca. 32 fm. Stapasíða: 279 fm einbýlishús á tveim hæðum. N.h. fullfrágengin, en e.h. rúmlega til- búin undir tréverk. Bílskúr ca. 32 fm. Laus eftir samkomulagi. Iðnaðarhúsnæði: Ýmsar stærðir af iðnaðarhúsnæði undir hvers konar iðnað og þjónustu. Upplýsingar á skrifstofunni. Bakkasíða: Fokhelt einbýlishus ca. 156 fm ásamt 36 fm bílskúr og plássi í kjallara. Ýmis skipti. Verð kr. 1.900.000. Opið allan daginn. Síminn er 24606. Sölustjóri: Björn Kristjánsson. Heimasími: 21776. Lögmaður. Ólafur Birgir Árnason. Stálvík gerir við Bjama „heitinn“ Á stjórnarfundi í Útgerðarfé- lagi Akureyringa á mánudag var ákveðið að taka tilboði Stálvíkur hf. í Garðabæ í við- gerðina og endurbæturnar á togaranum Bjarna Herjólfs- syni, sem fyrirtækið keypti fyr- ir nokkru af Landsbankanum og ákveðið hefur verið að skíra Hrímbak. Tilboð Stálvíkur hljóðaði upp á rúmar 17 milljónir króna og er reiknað með að viðgerðin og endurbæturnar taki átta vikur. Þrjú tilboð bárust í verkið en auk Stálvíkur buðu norskt og þýskt fyrirtæki. Það vekur athygli að aðeins eitt innlent tilboð barst. Talsvert atvinnuleysi hefur verið hjá skipasmíðastöðvunum í vetur en nú virðist sem svo að eitthvað sé að birta til. Að sögn Gísla Konr- áðssonar, framkvæmdastjóra ÚA mun það hafa ráðið mestu að fyrirtæki eins og Slippstöðin buðu ekki í verkið að það þurfti að vinna á mjög skömmum tíma og framkvæmdir þurfa að hefjast fljótlega. -ESE Heimsmetstil- raun a Nákvæmlega kl. 24 aðfaranótt laugardags hefst skringileg uppákoma í gamla íþróttahús- inu við Menntaskólann. Þá munu 18 krakkar úr 6. bekk í Barnaskóla Akureyrar hefja heimsmetstilraun í því sem kallað hefur verið „að verpa eggjum“. Að sögn krakkanna hafa þau tekið við áheitum að undanförnu en allur ágóði rennur til Hjálpar- Akureyrí stofnunar kirkjunnar. Krakkarn- ir hafa skuldbundið sig til að vera að í 24 til 30 tíma og á þriðjudag höfðu þau þegar safnað 18 þús- und kr. í áheitum. Þess má geta að leikurinn „að verpa eggjum“ er boltaleikur þar sem þátttakendur kasta bolta í vegg og hoppa yfir hann einn af öðrum. Það verður því mikið hoppað og skoppað í þessari heimsmetstilraun. -ESE Nýtt • Nýtt Vorum að taka upp nýjar tegundir af húsgögnum Hrísalundi 5, kjallara. sImi (96)21400 Kunna ekki að um- gangast símaklefa að Skipagötu 14 3. hæð (Verkalýðshúsið). OPIÐ ALLAN DAGINN

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.