Dagur


Dagur - 18.10.1985, Qupperneq 5

Dagur - 18.10.1985, Qupperneq 5
18. október 1985 - DAGUR - 5 ,-hjátrú eða hvaðZ Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Epíí Eplið er eins og allir vita ávöxtur- inn sem slangan freistaði Evu með í aldingarðinum Eden. Það hafði skelfilegar afleiðingar þess vegna skyldi engin borða epli áður en fyrst, að hafa þvegið það vandlega, annars gæti sá vondi legið í leyni. Epli eru nátengd ástinni. Ef stúlka vill leita frétta af því hvort hún komi til með að giftast piltinum sem hjarta hennar stendur til, þá er ekki til annað betra ráð en að flysja epli og henda flusinu, sem Nota Bene, verður að vera heilt, yfir vinstri öxlina. Haldist það í heilu lagi og myndi fyrsta stafinn í nafni piltsins er um ræðir, giftist hún honum. Ef flusið rifnar í sundur giftist hún aldrei. Einnig getur hún lesið framtíð sína í eplinu sjálfu ef það er skorið í tvennt og fræin talin, kvöldið fyrir Tómasarmessu, sem er í endaðan desember. Ef tala þeirra er jöfn er gifting í vændum. Ef hún er svo óheppin að skera í sundur eitt eða fleiri fræ þá er það ógæfumerki og hún endar sem ekkja. Ef stúlka á sér marga elskhuga og verður að velja á milli þeirra er kjarnhús eplisins gott hjálpartæki. Hún nælir sér í jafn mörg kjarnhús og elskhugarnir eru og hendir þeim hverju á fætur öðru á eld og leið og hún mælir fram nöfn mannanna. Ef kjarnhúsið brennur án þerss að springa þá er ást viðkomandi málum blandin, en springi það, þá er sá sem um ræðir, að sjálfsögðu, að springa úr ást. Fyrsta eplið á ungu tré verður kona að eta sem átt hefur mörg börn og þá mun tréð verða frjósamt. „Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni“, segir íslenskur málsháttur og tekur þar meira tillit til stuðlasetningar en þeirrar staðreyndar að epli vaxa ekki á eikartrjám. Margir reyna að vera meiri en þeir eru eins og þessi málsháttur ber með sér: „Vér eplin með sögðu hrossataðskögglarnir“. Eldingar Eldingar eru náttúrufyrirbæri sem ekki sjást oft á íslandi en þær vekja óhug hvar sem þær sjást. Alveg síð- an í Grikklandi hinu forna hefur þetta haft í för með sér alls konar hjátrú. Allir kannast við að „eldingu slær aldrei niður á sama stað“. Þessi fullyrðing gefur falska öryggiskennd sem sannast best á því að Empire State Building í New York verður fyrir rúmlega fimmtíu elding- um á ári. í fornöld trúðu menn því að eldingin væri þyrnir eða refsivönd- ur guðanna. Seifur gat sent eldstólpana til jarðar þar sem hann sat á Olympsfjalli og Ása-Þór átti ekki í vandræðum með það heldur. Sagt er að ef einhver sefur á meðan eldingu lýst niður þá sé hann feigur, en ef hann vaknar við leiftrið þá er það góður fyrir- boði. Ekki þykir ráðlegt að tala um eldinguna rétt á eftir að henni hefur slegið niður, það boðar ekkert gott og einnig var það álit sumra að hætta væri á því að missa vitið ef horft væri á þær. Margs konar aðferðir eru til að vernda sig gegn eldingum s.s. að vefja slönguskinni um höfuðið eða liggja á fjaðradýnu. í Ameríku vita margir að tré sem hefur orðið fyrir eldingu má aldrei nota sem eldivið því þá aukast líkurnar á því að húsið verði fyrir eldingu. Þrettán Talan þrettán hefur verið illræmd frá upphafi alda. Líklegasta skýringin á því er sú að akkúrat þrettán menn voru viðstaddir síðustu kvöldmáltíð- ina. Þeir þurfa því að vera hugaðir sem halda veislu eða samkomu þar sem þrettán gestum er boðið. Eng- um góðum gestgjafa ætti að láta sér detta slíkt og þvílíkt í hug, vegna þess að samkvæmt einni kenningu um þrettán þá ætti einn af þessum gestum að láta lífið innan árs, nefnilega sá sem fyrstur stendur upp frá borðum. Það er sjaldgæft að sjá þetta númer á skrifstofum eða á verslunum og flugfélög hafa verið þekkt fyrir að veigra sér við að nota þrettán sem flugnúmer. í París er ekki líklegt að rekast á þrettán sem húsnúmer, þar hafa þeir líka leist vandann af franskri smekkvísi þar sem númer þrettán er sleppt en í stað þess notað tólf plús. Beri þrettánda upp á föstudag er eins gott að gæta sín og réttast að leggja niður allt starf í samfé- laginu og halda þjóðinni innan dyra undir slíkum kringumstæð- um. HoQSöes/ BIIASAIA | I- C Cg, bíiasalínn VIÐ HVANMAVtLLI 5:24119/24170 Toyota Carina, sjálfsk. ary. '80, ek. 67000 Verð 240.000. Colt GLX 1400 árg. '81, ek. 65.000. Verð 250.000 Peugeot 504 árg. '79, ek. 75.000. Verð 250.000 Subaru station árg. '82, ek. 70.000. Verð 360.000. Land-Rover diesel árg. '71, ek. 71.000. Verð 100.000. Lada Sport '79, ek. 60.000. Verð 180.000. Saab 99 5 gíra árg. '82, ek. 35.000. Verð 370.000. Gott úrval af bílum á góðum kjörum. Opid frá kl. 9-19 daglega. „Laugardaga kl. 10-17. KMGpisf Gleraugu - Gleraugu ■ Notar bamið þitt gleraugu? Vorum að taka upp níðsterkar bama- og unglingaumgjarðir frá Essilor í Frakklandi. Bamagleraugu em sérgrein okkar. Gleraugnaþjónustan Skipagötu 7 - í miðbæ Akureyrar «. O) rj < SjcMUm Föstudagur 18.10. Húsið opnað kl. 20.00. Bandaríski discósöngvarinn Forrest mætir í Sjallann, aðeins þetta eina kvöld kl. 23.15. Diskótekið á fullu, nýtt efni vikulega. Diskótek allt kvöldið. Laugardagur 19. október TÍSKUSÝNING: 'fióluvetðlun Síeírtunnat J Nýja tiskulinu á haus haustdrögtum frá hollenska fyrirtækinu „CIN“. Þýska kvöld-model kjóla frá „MUREK + MUREK“. Vönduð frönsk pils frá „PARÍS". Pils og peysur frá danska fvrirtækinu ,MICHA“. Kjallarinn Jazz - Jazz Sunnudaginn 20. október. Hálft í hvoru Mánudaginn 21. október. Þnðjudaginn 22. október. Miðvikudaginn 23. október. Vel klædd er konan ánægð. Sýningarflokkur frá Dansstudíói Alice. Hljómsveitin AllltUJ leikur fyrir dansi ásamt diskóteki. Tilboð Marineraður hörpufiskur á teini m/kryddsoði Piparsteik m/grænpiparsósu, djúpsteiktum laukhringjum, smjörsoðnu spergilkáli og kartöflugratín. Heitt eplapie m/þeyttum rjóma. kr. 795.- Grímur Sigurðsson og Kristján Guðmundsson leika fyrir kvöldverðargesti.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.