Dagur - 18.10.1985, Side 12
12 - DAGUR - 18. október 1985
Alþjóðlega bílasýningin f Frankfurt 1985:
Nýr Honda Accord
Stærsti mótorhjólaframleiðandi
heims, Honda, átti stóra sýning-
ardeild í Frankfurt. Þar voru
nokkrar nýjungar og þá fyrst og
fremst tvær nýjar útgáfur af
Honda Accord. Fólksbíllinn
með nýju útliti, mýkri línur.
Ennfremur ný útgáfa, með
skuthurð, sem nefnist Aero-
deck. Sá bíll minnir nokkuð á
Civic en er þó talsvert stærri.
Báðar gerðirnar eru fáanlegar
með nýrri 2 1 vél, sem er ýmist
106 hö. eða 122 hö. Enn ein
gerð þessarar vélar verður fáan-
leg í Honda Prelude og verður
hún þar 136 hö. og er ætlað að
knýja Preludinn yfir 200
km/klst.
Nissan
Nissan-verksmiðjurnar heiðr-
uðu Evrópubúa með því að
sýna í fyrsta skipti nýjan sport-
bíl í Frankfurt þó aðeins nokkr-
ar vikur séu í bílasýninguna í
Tokyo. Sportbíllinn kallast
MID-4, og hefur eins og nafnið
gefur til kynna, vél í miðjum
bílnum. Sú er 6 strokka, 230 hö.
Bíllinn er búinn drifi á öllum
hjólum og verður fyrst um sinn
aðeins á markaði í Japan. Þá
mátti sjá Nissan Prairie með
drifi á öllum hjólum ásamt
hefðbundinni framleiðslu Niss-
an sem ekki virðist hafa breyst
ýkja mikið. En bílasýningin í
Tokyo hefst eftir nokkrar vikur
og þar er líklegt að Japanir op-
inberi fleiri nýjungar.
Færra var um nýjungar frá
frændum vorum Svíum en búist
var við. Margir hafa um nokk-
urt skeið átt von á því að Volvo
kynnti nýjan framhjóladrifinn
smábíl, sem leysa á af hólmi
340-gerðina og gæti jafnframt
gefið til kynna hvað í vændum
kann að vera þegar dagar 240-
bílanna verða allir. Ekki varð
þó af því að þessu sinni. Volvo
sýndi þó í fyrsta sinn á Evrópu-
markaði nýju „herragarðsvagn-
ana“ (station) af 740 og 760
gerðunum. Þetta eru risastórir
bílar að utan og innan með allt
það rými sem venjulegt fólk
getur nokkurn tíma þurft á að
halda. Fáanlegar eru 4 og 6
strokka vilar, bensín- og dísel-
vélar, 82-156 hö.
Alþjóðlega bílasýningin í
Frankl'urt, sú 51., varopnuð 12.
september sl. Þessi sýning er sú
mesta sinnar tegundar sem
haldin er og ekki brá út af þeirri
venju að þessu sinni, enda er nú
um þessar mundir haldið upp á
100 ára afmæli bílsins. Öld er
liðin frá því þeir Daimler og
Benz kynntu uppfinningu sína,
bílinn. Það farartæki átti lítið
sameiginlegt með því sem við
köllum sama nafni nú á dögum.
Fátt hefur þó átt jafnríkan
þátt í því að létta daglegt líf
fólks og auðvelda samgöngur og
samskipti manna á milli og
bíllinn. Þetta mikilvæga sam-
göngutæki má nú teljast al-
menningseign og áhugi almenn-
ings á bílnum og samgöngumál-
um sýnir ekki hvað sst hve háan
sess bíllinn skipar í hugum
fólks.
Sýningin í Frankfurt að þessu
sinni var tengd aldarafmæli bíls-
ins og umræður á sýningunni og
í tengslum við hana snerust
annars vegar um þessi tímamót
og hins vegar um nýjungar sem
fram kontu á sýningunni. Þegar
litið er til sýninga á fyrri áratug-
um hafa nýjungar í útliti og
hönnun ekki verið jafn áber-
andi á sýningum seinni ára. Svo
virðist sem bílaframleiðendur
hafi komist að svipaðri niður-
stöðu í aðalatriðum og að flest-
ar nýtilegar lausnir hafi verið
reyndar. Það þýðir hins vegar
ekki að bíllinn sé nú í endan-
legri mynd. Öðru nær. Sér-
fræðingar bílaiðnaðarins kepp-
ast við að bæta framleiðsluna í
enn ríkara mæli en nokkru sinni
fyrr. Nú voru nýjungarnar
fólgnar í bættum drifbúnaði
(fjórhjóladrif), hreinni útblæstri
frá vélum (katalysator) og
bættri nýtingu eldsneytis (for-
þjöppur, fjölvenllavélar og ör-
tölvustýringar fyrir eldsneytis-
og kveikjukerfi).
í tengslum við opnun sýning-
arinnar fór fram nokkur um-
ræða um þátt bíla í mengun og
áhrif þeirra á þá hættu sem
gróðurlendi stafar af súru regni,
svo og um hugmyndir um
hraðatakmarkanir á þýsku
hraðbrautunum. Skiptar skoð-
anir eru um þessi mál en þó virt-
ust margir andvígir hraða-
takmörkunum og töldu þær litl-
um tilgangi þjóna. Þjóðverjar
eru sjálfir tilbúnir að verja um-
talsverðum fjármunum í því
skyni að draga úr mengun en
telja að slík fjárfesting muni
tæplega skila tilætluðum árangri
nema flestar eða allar Evrópu-
þjóðir geri slíkt hið sama.
Porsche 959
Háþróað, hrað-
skreitt tœkniundur
Porsche 959 er af mörgum tal-
inn fullkomnasti, hraðskreiðasti
og jafnframt dýrasti fjöldafram-
leiddi bíll heims. Reyndar er
ekki um fjöldaframleiðslu að
ræða enn, heldur verða fyrst í
stað aðeins smíðuð 200 eintök
af honum svo hann fáist viður-
kenndur sem keppnisbíll. Öll
200 stykkin eru víst löngu seld
enda þótt það fyrsta verði ekki
afhent fyrr en í ágúst 1986.
Verðið er aðeins 420.000 þýsk
mörk. Porsche 959 er sportbíll
með óvenjulega eiginleika. Vél-
in er gamla 6 strokka boxer-
vélin, að þessu sinni með vatns-
og loftkælingu, 2 útblásturs-1
drifnum forþjöppum (turbo), 4
knastásum, 4 ventlum við hvern
strokk, rafeindastýrðu eldsneyt-
is- og kveikjukerfi og smurkerfi
sem lætur sig litlu varða hvort
vélin snýr upp eða niður. Vélin
er 450 hö., og slagrými er 2,8
lítrar. Bíllinn er með drif á öll-
um hjólum og stýrir örtölva því,
til hvaða hjóla aflinu er beint
hverju sinni, gírkassinn er 6
gíra, ABS bremsukerfi, og hægt
er að breyta hæð bílsins frá götu
með einu handtaki. Viðbragðið
frá 0-100 er ca. 4 sek. og
hámarkshraðinn er ca. 320
km/klst. Því miður eru þeir allir
uppseldir.
Umsjón:
Úlfar
Hauksson
Porsche 959.
Nissan Prairie 4wd.
Volvo 240 GL (station).
Bílasýningin í Frankfurt er
haldin annað hvert ár og gert
var ráð fyrir því að meira en
hálf önnur milljón manna kæmi
á þeim ellefu dögum sem hún
var opin. Sýningarsvæðið í
Frankfurt er gríðarstórt eins og
þeir sem þar hafa komið vita,
en sýningarhallirnar eru alls um
240.000 fermetrar auk úti-
svæða. Sýnendur voru 1666 frá
nær 40 löndum.
Hér á síðunni er getið nokk-
urra nýjunga sem sýndar voru í
Frankfurt, en á næstunni verður
svo greint frekar frá því sem þar
var að sjá og heyra.
lAAVk
tr0*
Honda Accord Aerodeck EX.
Honda Accord Limousine.