Dagur


Dagur - 18.10.1985, Qupperneq 16

Dagur - 18.10.1985, Qupperneq 16
Akureyri, föstudagur 18. október 1985 Fjölskyldutilboð í Smiðju og á Bauta sunnudaginn 20. október í hádeginu og um kvöidið Matseöill: Prinsessusúpa, sítrónukryddaöur lambahryggur með bakaðri kart- öflu og cognacsósu. Verð á Bauta kr. 350.00. Verð í Smiðju kr. 400.00. Fyrir 12 ára og yngri í fylgd foreldra frír hamborgari eða samloka með frönskum kartöflum Skaut uglu í stað rjúpu! Rjúpnaskytta nokkur sem var að veiðum ekki fjarri flugvell- inum í Aðaldalshrauni í fyrra- dag fékk óvæntan feng. Hann hafði skotið eina rjúpu og var að beygja sig eftir henni þegar fugl flaug upp mjög nærri honum. Skyttan brá byssunni á loft og skaut á fuglinn, sem lá og var maðurinn að vonum ánægður. Ánægja hans stóð þó ekki lengi því í ljós kom að fengur hans var ekki rjúpa, heldur brandugla. Varð manninum mikið um og fór hann þegar til lögreglunnar á Húsavík og skýrði þar frá því sem gerst hafði. Ljóst var að hér var um algjört óhappaverk að ræða, en þó mun óheimilt að skjóta rjúp- ur þar sem þessi atburður átti sér stað, en manninum var ekki kunnugt um það. Uglan var síð- an send til Náttúrufræðistofn- unarinnar í Reykjavík. gk-. Dalvík: Nóg vinna hja iðnaðarmönnum „Það er nú ýmist í ökkla eða eyra atvinnuástandið hjá iðn- aðarmönnum,“ sagði húseig- andi á Dalvík í samtali við blaðamann og kvartaði undan því að það væri jafnvel erfitt að fá þá til að vinna fyrir sig vegna anna. „Það hefur að minnsta kosti verið nóg að gera hjá okkur að undanförnu og næg verkefni fyrirliggjandi fram yfir áramót," sagði Bragi Jónsson fram- kvæmdastjóri Tréverks hf., sem er langstærsta byggingarfyrirtæk- ið á Dalvík með 13 iðnaðarmenn á sínum snærum. Bragi sagði að um áramótin 83/84 hefðu þeir þurft að segja upp öllum iðnaðarmönnum en fljótlega upp úr því hefði farið að birta til og verið nokkuð gott síðan. „Svo erum við með 8 íbúðir í smíðum fyrir stjórn verkamanna- bústaða sem við eigum að skila í apríl ’86, þannig að það er bara gott hljóð í okkur,“ sagði Bragi Jónsson. BB. Verður afgreiðsla áfengisvarnanefndar Akureyrar við umsóknum um nýja vínveitingastaði með þessum hætti? Mynd: - KGA. „Svar mitt er nei“ - segir formaður áfengis- varnarnefndar Akureyrar um vínveitingaleyfi fyrir veitingastaðinn Svartfugl „Ég veit ekki um afstöðu ann- arra nefndarmanna en svar mitt er nei,“ sagði Arnfinnur Arnfinnsson formaður Áfeng- isvarnarnefndar Akureyrar er við spurðum hann hvort nefnd- in hefði sent umsögn sína varð- andi vínveitingaleyfi veitinga- hússins Svartfugls á Akureyri til dómsmálaráðherra. Veitingahúsið Svartfugl er í Alþýðuhúsinu nýja á Akureyri og hefur forsvarsmaður þess sótt um leyfi til vínveitniga. „Ég ve.it ekki hvaða hugmyndir félagar mínir í nefndinni hafa, þeir mynda sér sína skoðun,“ sagði Arnfinnur er við spurðum hann hvort nefndin starfaði á sömu nótum og áfengisvarnarnefndin í Hafnarfirði sem ávallt mælir gegn slíkum leyfum þar í bæ. „Það get- ur verið að skoðanir séu skiptar innan nefndarinnar, það er þarna fólk sem ekki er bindindisfólk. Mín afstaða liggur auðvitað fyrir og ég færi þau rök fyrir henni að eftir því sem auðveldara er að ná í þetta og stöðunum fjölgar aukist drykkjan,“ sagði Arnfinnur. gk-. Kreditkortaviðskipti hjá KEA - Hagkaup hóf viðskipti með kreditkort á þriðjudaginn Frá og með morgundeginum verður hægt að versla með kreditkortum frá Visa og Eurocard í Vöruhúsi KEA og kjörmarkaði félagsins við Hrísalund. Síðan munu aðrar verslanir félagsins bætast við ein af annarri næstu daga. „Pað er fyrst og fremst tíðar- andinn sem rekur okkur út á þessa braut, þar sem kreditkorta- viðskiptin hafa haslað sér völl í viðskiptum hérlendis að undan- förnu. Einnig hafa kreditkorta- fyrirtækin lækkað þá þóknun sem verslanirnar þurfa að greiða,“ sagði Magnús Gauti Gautason, fulltrúi hjá KEA, í samtali við blaðið. Það kom fram í samtalinu við Gauta, að tekið verður við kred- itkortum í öllum almennum verslunum félagsins. Það tekur hins vegar einhvern tíma, að koma þessu á í þeim öllum, setja starfsfólkið inn í þennan nýja greiðslumáta og fá nægilega margar vélar. Magnús vildi ekki tilgreina það nákvæmlega, hvað langan tíma þetta tekur, en það verður unnið að þessu verkefni jafnt og þétt. Hjá Hagkaup hófust kredit- kortaviðskipti sl. þriðjudag. Að sögn Guðmundar Friðrikssonar, verslunarstjóra, er notkun þeirra ekki komin verulega á skrið enn. Enda hafi það verið reynslan, að kortin eru mest notuð í upphafi hvers greiðslutímabils, eftir 17,- 20. hvers mánaðar. Með því móti fá korthafar allt upp í 45 daga greiðslufrest. - GS Um klukkan níu í gærmorgun fauk þakið af hlöðunni á bæn- um Hæringsstöðum innarlega í Svarfaðardai. Hlaðan var næstum full af heyi, en litlar skemmdir urðu á því. „Það var sviptivindur sem feykti þakinu af,“ sagði Jón Þór- arinsson bóndi á Hæringsstöðum. „Þeir eru stundum mjög sterkir í , ..... , suðvestan átt, sem getur orðið Síðdegis í gær var unnið við að endurbyggja þakið á hlöðunm a Hænngsstoðum. Það voru nábúar Jóns sem aðstoð- hvöss hérna. Veðrið var verst um uðu hann við verkið. Á innfelldu rnyndinni er Jón Þórarinsson. vi.,n#i:.. \ .... - moðunni a Hæringsstoðum í Svarfaðardal - litlar skemmdir urðu á heyinu AÆ A• i/r- * ’ -ww »c*i vuiai UIII Myndir: KGA. nóttina en var að mestu gengið niður um klukkan átta í ga morgun. Síðan kom hviða u níuleytið og þá fór þakið,“ sag Jón. Brak úr þakinu dreifðist ví vegar um túnið ofan við bæinn i eitthvað af heyi fauk upp um le og þakið, þó ekki verulegt mag Jón sagði að það hve tjónið yi mikið réðist af því hversu fljc gengi að gera við þakið, þann að heyið í hlöðunni blotna ekki. - KGv „Sviptivindur tók þakið af“

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.