Dagur - 15.11.1985, Blaðsíða 3

Dagur - 15.11.1985, Blaðsíða 3
15. nóvember 1985 - DAGUR - 3 —matarkrókuL ,$Aeb öndirn í hálsinum“ - Vonandi gefur engin upp öndina, þó þetta virðist and-skoti erfitt í síðasta Matarkróki birt- um við uppskriftir affor- réttum og eftirrétti, sem til- heyra veislumatseðli Gísla sœlkera Jónssonar. Þá er ekkert annað eftir en aðal- rétturinn, sem er úrbeinuð fyllt önd. Fljótt á litið virð- ist þetta vera svolítið flókið, en við nánari at- hugun komist þið að raun um, að þetta er ósköp ein- falt. Leiðbeiningar Gísla eru nákvœmar, þannig að með örlítilli þolinmœði œtti þetta nú að takast. Svo látum við matseðilinn fylgja hér með, eins og hann lítur út í heildina.. Úrbeinuð fyllt önd Það er fremur lítill matur á einni önd, en þegar hún er fyllt með svínalundum og öðru góðgæti þá er hún skyndilega orðin að nægum mat fyrir 6-8 manns, og það sem meira er hún smakkast jafn vel köld eins og heit. Þessi andasteik er afar sérstök þar sem fyrst er önnur öndin úr- beinuð og síðan fyllt með annarri úr- beinaðri önd. Þetta lítur út fyrir að vera nokkuð dýrt en aftur á móti kemur að rétturinn er fyllilega nægur fyrir 6-8 manns. Andasteikin lítur mjög vel út bæði heil og í sneiðum - en er í rauninni alls ekki svo erfið í matargerð. Matargerðin krefst aðeins svolítillar þolinmæði og góðrar nálar til að sauma haminn. Meðlætið er mismunandi. Með heitri önd er gott að gefa gufusoðnar næpur og soðnar hvítar baunir, léttkryddaða sósu ásamt hrásalati með léttri, frískri salat- sósu (dressing). Sé öndin framreidd köld er hún góð með hrásalati, sneiddum næpum, köld- um hvítum baunum, þunnt skornum rauðlaukshringjum ásamt snittubrauði (flute) og súrsætum agúrkum. En nú er komið að alvörunni. Til matreiðslunnar þurfið þið: Eina stóra önd og aðra minni 150 g smjör Fylling: 450 g svínalundir fóörn og hjörtu úr báðum öndunum, lifrarnar 6 pcrulauka (hakkaða) 1 pressað hvítlaukslauf 2 msk. hveiti 1 msk. brauðmylsna (rasp) MatscðiCC: rordryfifiur °9 Forréttur Paté úr rej'ktum (axi ocj (uníogfiski jy((t ttv'gufusoðnu spercjifMt MilUréttur TrjóruároBSasúpa Kampavínssotict Aðalréttur Fydt önd m/svínamörúróð og oíívum Soriðfram með gíjdðum agúrkutn, smjörbaunum og parísarkartöfhim Eftirréttur Etísteikt jarðarBer tneð grænpipar og Penwddkjör 1 stórt egg 1 dl andasoð 1 tsk. timian 1 tsk. rósmarín 15 heilar ólífur (grænar með rauðu innan í) salt, pipar fína nál og ólitað bómullargarn. Soð: Andabeinin, hálsarnir og vængcndarnir soðnir í 1-Vrí lítra af vatni og 1 tsk. af salti sett út í. Sósa: 5 dl soð rósmarín af hnífsoddi timian af hnífsoddi 4. kryddið af hnífsoddi 1 dl rjómi salt og pipar. Undirbúningur og matreiðsla: Úrbeinið öndina vandlega. Skerið lang- an skurð með mjög beittum og mjóum hníf frá hálsi aftur á enda. Skerið síðan út til hliðanna, eins nærri beinagrindinni og hægt er. Færið hnífinn eftir hryggn- um og áfram í áttina að bringubeininu, smátt og smátt í einu, þannig losnar kjötið frá hryggnum og brjóstvöðvar frá bringubeini. Þetta er miklu auðveld- ara heldur en það lítur út fyrir að vera og þið skuluð engu kvíða. Nú skerið þið í gegnum sinarnar við lærin og vængina - þau eiga að vera föst á. Losið nú kjöt- ið frá beinunum - ein hlið í einu. Ef gal kemur á haminn, er það saumað saman á eftir, svo fyllingin velli ekki út. Skerið nú það kjöt af sem enn er á beinunum og geymið það í fyllinguna. Nú liggur öndin svo að segja flöt frammi fyrir ykk- ur - með bringuna niður og brjóstvöðv- ana heila inni í hamnum. Minni öndin er nú hamflett og allt kjöt fláð af henni. Hálsar, vængendar ásamt með öllum beinum er soðið í potti með vatni og dálitlu salti í. Látið þetta malla í pottinum í nokkra tíma og síið síðan soðið gegnum grisju eða þétt sigti. Hakkið nú lausa kjötið (þó ekki Gísli Jónsson ræðir niálin við Jón Kr. Sólnes, lögmann. brjóstvöðvana og lifrarnar), ásamt fó- örnum, hjörtum og svínalundum í hakkavél (einu sinni). Hrærið hakkaða perlulaukana saman við ásamt pressuð- um hvítlauknum og öðru sem afgangs er. Farið varlega með saltið, því ólífurn- ar gefa einnig frá sér salt, en sparið ekki piparinn. Látið fyllinguna (farsið) standa og jafna sig í 1 klst. Breiðið nú fyllinguna á brjóstvöðva úrbeinuðu andarinnar, leggið lausu brjóstvöðvana þar ofan á, dreifið lifrun- um meðfram og fyllið upp með af- ganginum af farsinu, þannig að öndin verði eðlileg og jöfn - eins og önd í lag- inu. Það er mikilvægt að fylla hana ekki um of, því þá getur hún rifnað meðan á steikingu stendur. Saumið fyrst saman bakhl. Byrjið aftast og saumið í átt að hálsinum. Skerið haminn af hálsinum og saumið hálsgatið saman. Saumið saman/ gerið við göt sem komið hafa á haminn. Snúið öndinni við, mótið hana ef með þarf svo útlitið verði eðlilegt. Saumið hana saman frá bringu og niður að aftur- endanum, fyrst langs síðan þvert á. Nú ætti hún að vera eins og ný aftur. Já, ennþá betri. Leggið öndina á ristina í ofninum. sem hefur verið hitaður upp áður. Nuddið hana alla með dálitlu salti og pipar og penslið með bræddu smjörinu, penslið oft á meðan á steikingu stendur. Steikið öndina fyrst í 1>/Í? klst. við 150° hita. Hækkið nú hitann í 200°. Penslið enn einu sinni með smjörinu og steikið áfram í 20 mínútur. Steikið öndina að lokum undir grillinu í um það bil 3 mín- útur svo að hamurinn verði vel stökkur. Opnið nú hurðina á ofninum og látið standa í 10 mín. Takið þá öndina út og látið hana standa í 10 mín. á skurðar- brettinu, ef framreiða á hana heita. Þessar 20 mín. sem þarna gefast er hægt að nota til þess að laga sósuna. Eftir það er öndin borin fram á borð (við sýnum hana) og skerum svo allir sjái. Andasósa: Nú gerum við sósuna. Setjið dálítið soð í ofnskúffuna sem steikt var í, hitið ögn og hellið svo í skál, veiðið fituna ofan af og síið, bætið nú andasoði í kjötseyðið og látið sjóða. Bragðbætið með kryddi og hrærið rjóm- ann út í og látið malla í 10 mín. Nú er þessu lokið og allir bíða sjálf- sagt með öndina í hálsinum og við skul- um vona að enginn gefi upp öndina þó verkið sýnist and-ikoti erfitt. uppstóra sendiugu af kápum og jökkum. Einnig nýkomiö mikið úrval af kjólum 403 Meíríháttar Saumavélasýmng föstudag 15.11. kl. 14-16, laugardag 16.11 kl. 11-16. Erla og Björk kynna 11 gerðir Husqvarna saumavéla, þar á meðal tvær gerðir loksaumavéla (overlock) og nýja Husqvarna Prisma 950 tölvuvél. Komið og kynnist þessum frábæru vélurn frá Husqvarna. Þær eru a.m.k. ellefu sporum framar. Kynning á Pepsi. Heitt á könnunni. Al.l lf VÍ GLERÁRGOTU 20 — 600 AKUREYRI glMI 22233

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.