Dagur - 15.11.1985, Blaðsíða 6

Dagur - 15.11.1985, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 15. nóvember 1985 mannlíí „ Grafa tebt stór bíll“ - Nemendur Oddeyrarskóla í umferðarkönnun Það var alvörugefinn hópur ungsfólks sem stóð á gatnamótum Kaupvangsstrœtis og Glerárgötu rétt upp úr hádeginu á þriðjudaginn. Þar voru nemendur úr Oddeyrarskólanum í sínum skóla- tíma og gerðu umferðarkönnun. „Við teljum alla umferð,“ sögðu þessir krakkar sem voru að telja. „Við skiptum okkur ekki af því þó einhver fari yfir á rauðu, eða gefi ekki stefnuljós. Við eigum ekki að gera það. Þetta er hluti af samfélagsfræði sem við lær- um í skólanum.“ Blaðamaður átti fullt í fangi með að tala við krakkana því svo alvarlega tóku þau könnunina að enginn mátti sleppa framhjá án þess að merkt væri við. Gangandi fólk lenti líka á blaðið. „Það er allt talið.“ Nú kom stór drátt- arbíll með jarðýtu á pallinum. Þá var spurt hvernig þessi væri talinn. „Hann fer í hóp stórra bíla og ýtan líka. Þessi grafa fer í sama flokk,“ var sagt um leið og starfsmaður bæjarins átti leið hjá á traktorsgröfu. - Er þetta gaman? „Já þetta er mjög gaman. En það er líka kalt.“ Ljós- myndarinn átti í erfiðleikum með að fá liðið til að stilla sér upp til myndatöku, svo mikil var samviskusemin. - Þurfið þið að vera svona nákvæm á talningunni? var spurt þegar verið var að reyna að taka myndina. „Auðvitað, ef talningin tekst vel þá látum við lögaregl- una fá niðurstöðurnar. Við eru nefnilega fleiri að telja. Það eru þrír aðrir hópar í Miðbænum fyrir utan okkur.“ - Hvað þurfið þið að vera lengi? „Við byrjuðum kl. 13.07 og verðum til kl. 14.30. - Nákvæmt skal það vera. Er mikil umferð? „Já. Ég tel að það hafi verið nokkuð mikil umferð þennan tíma sem við höfum verið hér,“ sagði einn strák- urinn spekingslega. Krakkarnir sem þarna voru við taln- inguna heita Sigurgeir Benjamínsson, Ása Arnaldsdótt- ir, Brynjar Sigurðarson, Hafdís Hreiðarsdóttir og Bjarki Hreinsson. gej- Ása, Sigurgeir, Bjarki, Hafdís og Brynjar voru búin að merkja við þá bfla sem stóðu við umferðarljósin. Þess vegna gátu þau gefið sér tíma til að líta upp úr skráningunni. Mynd: KGA ^sendibréf til Sæl Sigurlína. Ég komst í bréfin, sem gengið hafa á milli ykkar Guðrúnar að undanförnu. Satt best að segja átti ég von á þeim gáfulegri, eins og ykkur er nú tamt að vera gáfulegar. Það eina sem virðist komast að í ykkar ferkantaða haus er sultugerð og barnaupp- eldi. Það eru ykkar ær og kýr. Samt þykist þið vera baráttukonur fyrir aukinni „velsæld“ kvenna. Heyr á endemi. En það má svo sem segja ykkur til hróss, að þið eruð svo sem hvorki verri né betri heldur en mussukerling- arnar ( Alþýðubandalag- inu, sem allt vita helmingi betur en allir aörir. Þrátt fyrir þaö fer það þeim best, að þjóna sínum herrum. Þeirra staður er heima, við eldhúsvaskinn, bleyjuþvott, skúringar og sigurlínu____________ önnur gagnleg verk. Og svo segir þú frá því, án þess að roðna, að þið kerlingarnar í sveitinni hafið riðið inn í gangna- mannakofa, með nokkrar niðursuðudósir I fartesk- inu, á sjálfan kvenna- frídaginn. Það sem ykkur dettur ekki í hug um há- vetur. Hræddur er ég um að kútur bónda þíns hafi ekki farið varhluta af þessu ferðalagi. Og svo segir þú að þiö hafið sungið. Það hefði nú verið helvíti gaman að vera með ykkur, því eins og máltækið segir: Hóflega drukkin kona, gleður mannsins hjarta. Ég sá svo sem hvert stefndi hjá ykkur Guðrúnu þegar þið unnuð hjá Sam- bandsverksmiðjunum, ó- lofaðar. Það eina sem þið hugsuðuö um voru strák- ar, peningar, föt og skemmtanir um helgar. Vinnan alla hina dagana var algert aukaatriði. Markmiöið var að ná sér í bærilegan gaur, hlaða niður börnum og stofna heimili, svo þið gætuð hætt í verksmiðjunum. Þið eruð ef til vill farnar að sjá núna, að lífið getur verið annað og meira. Þetta er svo sem gott og blessað. En ég held að þetta kvenrembutal ykkar sé mælt til að tolla í tísk- unni. Þiö getið tæpast lát- ið það um ykkur spyrjast, að þið séuð bara réttar og sléttar heimavinnandi húsmæður. Nei, það veit ég. Það finnst ykkur „lummó". En það á þó að vera stolt allra kvenna, að búa börnum sínum og bónda falleg heimili. Við karlarnir megum hafa frið með okkar vígi. Að vísu erum við því hliðhollir, að fallegustu konurnar verði úti á vinnumarkaðinum, til að sinna þeim störfum sem okkur leiðast. Jæja, Sigurlína mín. Ég vona að þú takir nú orð mín til athugunar. Ég náði mér aldrei í konu, eins og þú veist. Mér er því með öllu óskiljanlegt, að mér skyldi ekki takast að krækja í eina, eins og ég er myndarlegur, fjáður, víðsýnn og vel upplýstur um kvennamálefni, eins og þú sérð af þessu bréf- korni. Konuleysið plagar mig ögn, því það er nú alltaf svo notalegt að hafa ykkur, þessar elskur, að minnsta kosti í hófi. Þó veit ég um marga gifta kynbræður mína, sem öfunda mig. Hvernig getur staðið á því? Margblessuð. Þinn frændi, Sigurliði. Hákon Aðalsteinsson. Á bœrinn logarann eöa á togarirm bceim? Togarinn Kolbeinsey ÞH hefur verið mikið í fréttum að undanförnu, sakir þess að skipið fór á nauðungar- uppboð vegna vanskila. Skuldirnar voru miklar og reyndust þær útgerð togarans óviðráðanlegar. Hákon Aðalsteinsson, hagyrðingur með meiru, hefur mér vitanlega ekki verið talinn til spámanna, en meðfylgjandi gamanbragur hans er ögn spámannslega gerður. Hann er nefnilega ortur á þeim tíma, sem völundar Slippstöðvarinnar voru að smíða Kolbeins- ey. Þá voru að vísu til „úrtölumenn“, sem töldu vonlaust að skipið gæti veitt upp í vexti og afborganir af smíðaverðinu. Aðrir töldu að útgerðin hlyti að bjargast, rétt eins og útgerð á íslandi hefði bjargast fram að því. Hákon flutti braginn á skemmtun í Fé- lagsheimili Húsavíkur á sínum tíma. En nú hefur bragurinn öðlast nýtt gildi. Pííu taka á sálina togarakaup til þess þarf heilmikla krafta. Til þess þarf vinnu og heilmikil hlaup og helvíti sniðuga kjafta. Nota þarf frekju og fláræði í senn á fjölda manns verður að snúa til þess þarf hyggna og heilsteypta menn harðari en Þórshafnarbúa. Húsvískir áræðnir athafnamenn eiga nú togara í smíðum það flaggskip mun koma í flotann senn oþ fiska á höfunum víðum. Vandræðin hafa menn flest burtu flæint fagnar hver einasti maður. „Reddarinn“ sjálfur fékk sjóðina tæmt en Silli varð ekki neitt glaður. Kristján í Landsbankann galvaskur gekk að gá eftir pening þar inni. Ákveðin svörin hann fljótlega fékk „þú færð ekki meira að sinni“. Kiddi varð argur og óstillt hans geð áfram varð smíðina að keyra. En Silli var þrjóskur nú vantaði hann veð og vildi ekki lána honum meira. Og Kiddi hann veðsetti byggðir og bú bátana í höfninni flesta. Hann veðsetti skólann og Búðarárbrú beljur og kindur og hesta. Hann veðsetti eignir hvers vinnandi manns hann veðsetti fátæka og ríka. Hann veðsetti Torfa og verustað hans hann veðsetti pósthúsið líka. Nú fékk hann pening og nýsmíðin gekk og nú fékk hann tvöfaldan móðinn en þrátt fyrir allt þetta fé sem hann fékk þá fannst honum vanta í sjóðinn. Þá rak hann augun í geistlegan grip það grunsemd í huga minn lokkar, því hann stóð um daginn með hugsandi svip og horfði á kirkjuna okkar! Fjármálaviskan hjá Kidda er kæn og kirkjan er pottþétt að veði. Ingvar er smeykur og Björn er á bæn og bágt verður mörgum í geði. Víst munu spurningar vakna hér senn það verður að koma á daginn hvort bærinn má togarann eigna sér enn eða á kannski togarinn bæinn? Hákon Aðalsteinsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.