Dagur - 15.11.1985, Blaðsíða 5

Dagur - 15.11.1985, Blaðsíða 5
15. nóvember 1985 - DAGUR - 5 Jijátrú eða hvaðZ Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Úr Gambanteinum Það að spá í veður er líkast til frá fornu fari þjóðaríþrótt íslendinga. Og líkja má því við skákiðkun þar sem hvort tveggja er íþrótt hugans. Þess vegna er nauðsynlegt að vera vel að sér í ýmsum leiðbeiningum náttúrunnar og var það að sjálfsögðu brýn nauðsyn áður fyrr þegar engir veðurfræðingar voru til og enn nauð- synlegra í dag þar sem ekkert er að marka þá. Hér á eftir fara nokkrar leiðbeiningar um að spá í veðrið úr Gambanteinum. Ef skær bjarmi sést á hnífsblaði í óþurrkatíð veit það á sólskin en ef rauðbláum lit slær á eld er vísast að hörð tíð sé í vændum. Ef þoka er á sunnudaginn fyrsta í sumri verður sumarið allt þokusamt. Sé venju fremur fagurt hljóð í hröfnum, veit það á góða tíð, en ef þeir eru bæði rámir og raddljótir þá má búast við harðindum. Úr Barðastrandarsýslu er það komið að ef hrafnarnir krunka eins og sé vatn í goggi þeirra þá veit það á vætu en sé krunk þeirra hreint þá er þurrkatíð í nánd. Sé jólafastan góð, bera hinar fösturnar keim af henni. Sé jóla- fastan vond, verður hið gagnstæða. Blóðnasir o.fl. Þeim sem þykir hárkarl góður og éta ótæpilega af honum er hætt við blóð- nösum, þá er hægt að grípa til þess- ara ráða: í fyrsta lagi er gott að leggj- ast á bakið og hafa brýni rnilli herða- blaðanna. Dugi það ekki er rétt að binda fast um litlafingur með bandi og best er að það sé rautt á litinn. Dugi ekkert af þessu er óbrigðult ráð að taka mikið í nefið og batna blóðnasirnar við það þó að líklegt megi teljast að eitthvað annað taki að renna í staðinn. Ef það er fingurmein sem hrjáir þig þá skaltu stinga fingrinum í moldarvegg og segja: „Sting ég þér í vegg eftir skil ég mein aftur tek ég bein“. Missi barn tönn, skal vefja ullarlagði utan um hana og stinga henni í moldarvegg og segja: Sjómennska Hjátrú er algeng á sjónum og væri gaman ef að lesendur úr sjómanna- stétt upplýstu þáttinn um hvernig ástand þeirra mála er í dag. Hér áður fyrr var það siður á skipum frá Bol- ungarvík að kasta einum fiski í hafið í upphafi vertíðar og segja: „Þetta átt þú Ölver“. En Olver þessi var fornmaður og dysjaður skammt frá bænum. Ef sá sem er að beita hnerrar niður í bjóðið, er von á góðum afla í þeirri veiðiferð sem fyrir hendi er. Sama er uppi á teningnum hjá sjómanni ef hann dettur fram fyrir sig á leið til skips, hann má eiga von á góðum hlut. Ef menn eru sólgnir í harðfisk þá er það þjóðráð að hafa alltaf hertan ufsa uppi á skemmulofti (eða því lofti sem tiltækt er) og þá er næsta víst að ekki þrýtur harðfiskinn. Sjódraugar eru að sjálfsögðu til og ekki grunlaust um að þeir séu að minnsta kosti einn á skip. Ef þess verður vart að sjódraug- urinn yfirgefi skipið þá er það örugg vísbending til þess að skipið er feigt. Hrafnamál Viljir þú skilja hrafnamál, þá náðu þér í lifandi hrafn. Þegar það hefur tekist er mikilvægt að kryfja hann á sem allra skemmstum tíma og taka úr honum hjartað. Hafi þetta gerst svo hratt að hrafninn geti flögrað nokkur fet hjartalaus þá munt þú skilja hrafnamál. Hjartað verður að geyma í íláti sem ekkert annað hefur verið geymt í áður. Hafi krummi ekki getað flögið er allt til einskis unnið. Þyki þér þetta of mikið umstang er önnur aðferð til þess að ná árangri en hún er einfaldlega sú að taka spora af hægra fæti hrafnsins og bera í vasa sér. Hrafnar hafa oft verið tengdir fjölkyngi og galdri. Til að fría sig frá slíku er gott að taka himnu af dauðs manns auga, brenna hana í eldi úti á víðavangi, teppi eða eitthvað slíkt þarf að hafa við hendina. Þegar himnan tekur að brenna skalt þú steypa yfir þig og eldinn klæðinu þannig að reykurinn leiki um þig. Þetta er ör- ugg vernd gegn öllum aðsóknum, galdri og formælingum. „Geymi sá sem gaf og gefi mér aðra nýja“. Sigfús Þór Baldvinssun Garðarsbraut 67, Húsavík áður til heimilis að Sandhólum á Tjörnesi verður sjötugur laugar- daginn 16. nóv. Hann tekur á móti gestum á heimili dóttur sinnar og ' tengdasonar að Baughóli 19, Húsávík. Sextugur var í gær, fimmtudaginn 14. nóvember, Haukur Tryggva- son, Sæbóli, Dalvík. Hann tekur á móti gestum á heimiii sínu föstu- daginn 15. nóvember. Jeg söger pennevenner pá Island. Mit navn er Inger Elisabeth Hansen, 50 ár. Hobbies: frimærk- er, broderi, gamle ting. Skriv til Inger Elisabeth Hansen, Ida Tesdorpfsvej 4B II TH, 3050 Humlebæk Danmark. 5:24119/24170 Pajero diesel árg. ’83. Ekinn 52 þús. Suzuki Fox árg. ’83. Ekinn 18 þús. Ford Bronco árg. 78. Ekinn 70 þús. MMC Sapporo 1600 árg. ’82. Ekinn 57 þús. MMC Cordia 1600 árg. ’83. Ekinn 22 þús. Opið frá kl. 9-19 daglega. ^Laugardaga kl. 10-17. Sfattúut Laugardagur Opnað kl. 19.00 Matur framreiddur til kl. 22.00 hljómsveitin Fiction leikur fyrir dansi ásamt diskóteki Sólarsalur: Sunnudagur v JAZZ ÐAQUR* \\a ^ hljómsveitir 4$ w Stjórnandi Paul Weeden Fjölskylduskemmtun kl. 15.00-17.00 Kaffihlaðborö, aðeins kr. 180.- 12 ára og yngri fá frítt inn. $ Tilboð: Rækjubikar m/ristuðu brauði M Fylltur lambahryggu m/myntusósu Vanilluís m/jarðarberjum kr. 640,- JAZZ tónleikar kl. 20.00 Geislagata 14 22970 - 22770 Aðalfundur knattspyrnudeildar KA verður í KA-miðstöðinni Lundarsk miðvikudaginn 20. nóv. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjomin Arshátíð Árroðans, Öldunnar-Voröld og Leikfélags Öngulsstaðahrepps verður í Freyvangi laugardaginn 23. nóv. kl. 20.30. Matur, skemmtiatriði. Miðaverð ca. 550 kr,- Pantanir í símum 31175 og 21351 fyrir kl. 20.00 á mánudagskvöldið 18. nóv. Nefndin. 14 LAUT RESTAURANT Helgin 15. og 16. nóvember: Réttir dagsins: Pönnustéiktur hörpuskelfiskur garlic með ristuðu brauði. Agnes Sorel súpa. Steiktur karfi nteð vínberjum og humri. Grísasneiðar með Róbertsósu og bakaðri kartöflu. Heilsteiktur nautahryggvöðvi með choronsósu og grænmeti. Ferskjukaka. Kaffi og konfekt innifalið. Sunnudagur 17. nóvember. Tilboð: Rjómalöguð sveppasúpa bætt með sherry. Heilsteikt lambalæri. Súkkulaðiís með peru. Kr. 350,- Frítt fyrir 10 ára og yngri. Borðapantanir í simum 22525 og 22527. RESTAURANTLAUT HÓTELAKUREYRI HAFNARSTRÆTI 98

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.