Dagur - 15.11.1985, Blaðsíða 16

Dagur - 15.11.1985, Blaðsíða 16
MttVR Akureyri, föstudagur 15. nóvember 1985 —I tilefiii af sýningu L.A. á Jólaævintýri— býður Smiðjan leikhúsgestum eftirfarandi: Sæsníglasúpa, bætt með koníaki og lambahnetusteik með fjallajurtasósu. Verð kr. 600,- Opnum kl. 18.00 þau kvöld sem sýnt er. Yerði ykkur að góðu og góða skemmtun í leikhúsinu. Sandfangarinn á Sauðárkróki: Eitt tilboð stóð eftir - Tvö dæmd ógild og einn aðili féll frá tiiboði sínu Nýlega opnaði Hafnarnefnd Sauðárkróks tilboð í flutninga á grjóti í svonefndan sandfang- ara sem hvarf næstum í óveðri í nóvember 1982. Fjögur tilboð bárust og var það hæsta þeirra frá Vörubílstjórafé- lagi Skagafjarðar en það hljóðaði upp á kr. 8.400.000 sem er 183.7% af kostnaðaráætlun. Ann- að tilboðið var frá Króksverki hf, kr. 3.935.000, sem er 86.06% af kostnaðaráætlun. Þriðja tilboðið var frá Pálma Friðrikssyni, kr. 2.983.850 eða 65.25% af kostn- aðaráætlun og fjórða tilboðið var frá Lyfti hf. sem bauð kr. 2.238.600 eða 48.96% af kostn- aðaráætlun. Þar sem formgallar voru á til- boðum Vörubílstjórafélagsins og Lyftis hf. var samþykkt að ganga til samninga við Pálma Friðriks- son en hann féll síðan frá tilboði sínu og er nú verið að leita eftir samningum við Króksverk á grundvelli tilboðs þess, að sögn Þóröar Þórðarsonar bæjarstjóra á Sauðárkróki. -yk. Umferð á Norðurlandi í október: 67 óhöpp Samkvæmt bráðabirgðaskýrslu Umferðarráðs urðu 564 um- ferðarslys á landinu í október s.l. í október 1984 urðu 617 umferðarslys á landinu. I 514 tilfellum var einungis um eignatjón að ræða (553 ’84), slys með meiðslum urðu 46 og fjöldi slasaðra 67 (62 slys, 84 slasaðir ’84), og dauðaslys urðu 4 (2 í október í fyrra). Ef litið er á Norðurland sér- staklega kemur í ljós að alls urðu þar 67 umferðarslys í október, þar af 64 með eignatjóni ein- göngu en þrjú með meiðslum, þar af eitt banaslys. Á Akureyri urðu 29 umferð- arslys en engin meiðsli á fólki. Á Húsavík urðu 5 umferðar- óhöpp, þar af eitt með meiðslum. Á Dalvík urðu tvö umferðar- óhöpp en engin meiðsli á fólki. I Ólafsfirði urðu fjögur um- ferðaróhöpp, engin meiðsli á fólki. Á Siglufirði varð ekkert um- ferðaróhapp í október. í Húnavatnssýslum urðu 6 um- ferðarslys, öll án meiðsla. í Skagafjarðarsýslu urðu 14 umferðarslys, þar af eitt bana- slys. í Þingeyjarsýslum urðu fjögur umferðarslys, þar af eitt með meiðslum. í Eyjafjarðarsýslu urðu þrjú umferðarslys, öll án meiðsla. BB. Aðflug. Skömmu fyrir lendingu á Akureyrarflugvelli í gær. Mynd: KGA Atvinnuástandið í Ólafsfirði oft verra á þessum árstíma: „Gráturinn í haust að sumu leyti óþarfur" - segir Valtýr Sigurbjarnarson bæjarstjóri „Það má fullyrða að atvinnu- ástandið hér á staðnum er ekki verra en það hefur verið áður á þessum árstíma og t.d. hjá iðnaðarmönnum hefur verið yfirdrifið nóg að gera,“ sagði Valtýr Sigurbjarnarson bæjar- stjóri í Ólafsfirði er við rædd- um við hann í gær. „Þessi grátur sem var snemma hausts var að sumu leyti óþarfur að mínu mati þótt hann ætti að Búmark: Viðmiðunarreglurnar verði endurskoðaðar - segir í áskorun kjörmannafundar Eyjafjarðarsýslu „Kjörmannafundur fyrir Eyja- fjaröarsýslu, haldinn 13. nóv- ember 1985 á Akureyri, skorar á stjórn Stéttarsambands bænda og Framleiðsluráð landbúnaðarins að taka til endurskoðunar fram komnar viðmiðunarreglur tii skiptingar framleiðslurétti milli héraða. Verði við þá endurskoðun tek- in viðmiðun að Vs við búmark 1980 en að % við framleiðslu þriggja síðustu verðlagsára. Varðandi skiptingu til ein- stakra framleiðenda hafi bú- mark fullt gildi.“ Ofangreind áskorun var sam- þykkt samhljóða af öllum kjör- mönnum búnaðarfélaga í Eyja- fjarðarsýslu sem komu saman til fundar að Hótel Varðborg í fyrrakvöld til að ræða hugmyndir þær sem þriggja manna nefnd Stéttarsambands bænda hefur lagt fram um skiptingu búmarks milli héraða. Á fundinn mætti Guðmundur Stefánsson, hagfræðingur Stétt- arsambands bænda og kynnti hann fundarmönnum tillögur Stéttarsambandsins. Þær gera ráð fyrir að skipting búmarks milli héraða verði miðuð að !/3 við bú- mark ársins 1980, >/3 við þrjú síð- astliðin verðlagsár og að ]A við búmark 1985. Kjörmannafundurinn telur að af ýmsum ástæðum komi sam- drátturinn í landbúnaðarfram- leiðslu harðar niður á Eyfirðing- um en mörgum öðrum ef farið verður eftir þeim vinnureglum sem Stéttarsambandið talar um í sambandi við skiptinguna á milli héraða og sá ójöfnuður myndi síður koma fram ef farið yrði eft- ir þeim kröfum sem koma fram í upphafi fréttarinnar. -yk. sumu leyti rétt á sér. Ég sagði þá að mér fyndist fréttir héðan af staðnum óþarflega neikvæðar og í mörgum tilfellum væri bara birt það sem miður fór en þess ekki getið sem var í lagi, né heldur þess sem væri framundan og kæmi til með að bæta ástandið. Það er búið að bræða mikið af loðnu hér í haust og hefur verið mikil atvinna í sambandi við það. Þá hefur verið nokkur vinna í fiski þótt fólkinu hafi verið sagt upp á sínum tíma.“ - Hvað er að frétta af málefn- um Óslax hf.? „Það er að koma hingað starfs- maður að fyrirtækinu í vikulokin, Ólafur Björnsson fiskeldisfræð- ingur og annar starfsmaður er fyrir. Það var slátrað um 750 eld- islöxum á dögunum og eitthvað á annað hundrað löxum sem komu úr hafbeit. Ég fagna því að þetta fyrirtæki komst á legg, starfsemi þess er ágæt og á eftir að verða enn blómlegri. Félagið er að byggja 600 fermetra hús fyrir starfsemina og nánari ákvörðun um framhaldið verður væntan- lega tekin í samráði við hinn nýja starfsmann þegar hann hefur komið hingað og sett sig inn í málin.“ gk-.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.