Dagur - 15.11.1985, Blaðsíða 15

Dagur - 15.11.1985, Blaðsíða 15
15. nóvember 1985 - DAGUR - 15 _Jivað er að gerastZ / Ismhmeist- arirn í diskó- dansi í Hmm Að vanda verða góð slcemmtiatriði í H-100 um helgina. Á föstudagskvöldið verður að sjálfsögðu valið andlit helgarinnar, og því veitt hin hefðbundnu verð- laun. Einnig mun Helena Jónsdóttir íslandsmeistari í diskódansi koma fram og sýna sigursporin. Helena mun einnig koma fram á laugardagskvöldið. Helena er eins og áður sagði íslandsmeistari í diskódansi og er einnig fulltrúi íslands í Malibu keppninni sem fer fram á Indlandi þetta árið. Rétt er að minna á úrslit keppninnar, andlit H-100 sem fer fram 6.-7. desem- ber. Sigurvegarinn fær að launum Londonferð ásamt fleiru. Nánar verður tilkynnt um vinninga svo og um dóm- nefnd nú á næstunni. Jólakonsert í Dynheimum - Tilgangurinn að hleypa lífi í tónlistar- og listalíf bæjarins Þann 29. desember verður orkestra pá Akureyri" með sem hafa áhuga á að vera haldinn jólakonsert í Dyn- undirskriftinni „Te i pona“ með geta snúið sér til Sigga í heimum til eflingar öllu upp- eru framkvæmdamenn og síma 22341 eða Steinþórs í rennandi tónlistarlífi í Akur- skipuleggjendur hljómleik- síma 22815. Tilgangurinn eyrarbæ, að sögn þeirra sem anna, og stendur öllum tón- með hljómleikunum er að að tónleikunum standa. listarmönnum, hljómsveitum hleypa lífi í tónlistar- og “Det eneste danske funn og Ijóðskáldum til boða að listalíf meðal upprennandi taka þátt í konsertinum. Þeir listamanna. Iþrótár Mgarinmr Körfuboltalið Þórs heldur suður í dag og spilar 3 leiki fyrir sunnan, í kvöld í Kópa- vogi gegn UBK kl. 20 í 1. deildinni, á morgun í Reykjavík við ÍS b í bikar- keppni KKÍ og á sunnudag við Reynir Sandgerði í deild- inni kl. 14 í Sandgerði. Handboltalið KA heldur einnig suður og leikur 2 leiki í 1. deildinni, á laugardag við Val og á sunnudag við Víking. Báðir leikirnir fara fram í Laugardalshöll og hefjast kl. 14. Völsungar og Þórsarar fá Reyni frá Sandgerði í heim- sókn í 3. deildinni. Völsung- ur og Reynir leika í kvöld á Laugum og hefst sú viður- eign kl. 20 og á morgun laug- ardag leika Þórsarar gegn Reynismönnum í Höllinni kl. 14. Þá er 1 leikur fyrir norðan í blaki KA-menn fá Fram í heimsókn og er sú viðureign í 1. deild. Leikurinn fer fram á morgun laugardag kl. 14 í Glerárskóla. Aukatónleikar Tónlistarfélagsins: Hörður og Rut kika í Akureyrarkirkju A laugardaginn kl. 18.00 verða aukatónleikar á vegum Tónlistarfélags Akureyrar í Akureyrarkirkju. Þar leika Hörður Áskelsson, orgel- leikari, og Rut Ingólfsdóttir fiðluleikari, verk eftir Hánd- el og Bach. Hörður Áskelsson (1953) er fæddur á Akureyri. Hann nam píanó- og orgelleik við Tónlistarskólann á Akureyri og síðar við Tónlistarskólann Lionsmmselja Ijósaperw og dagatöl Hin árlega söluferð Lions- klúbbsins Hugins, með ljósa- perur og jóldagatöl, verður nk. laugardag, 16. nóv. Ágóði sölunnar fer til upp- byggingar sumarheimilisins að Botni í Eyjafirði, en þar vinna foreldrafélög barna með sérþarfir og Styrktarfé- lag vangefinna á Norður- landi að santeiginlegu verk- efni. Akureyringar, við treyst- um sem fyrr á stuðning ykkar og skilning á nauðsynlegri hjálp til líknarmála. Lionsklúbburinn Huginn. í Reykjavík, þar sem hann lauk B-prófi í orgelleik. Árið 1981 lauk hann A- prófi í kirkjutónlist frá Tón- listarháskóla Rínarlanda f Dusseldorf með hæstu eink- unn. Hörður stundaði síðan framhaldsnám á sama stað hjá próf. Almut RöBler, sem heimsótti Akureyri fyrir nokkrum árum á vegum Tónlistarfélagsins. Rut Ingólfsdóttir hóf fiðlu- nám fimm ára gömul hjá Ruth Hermanns og síðan voru Einar Sveinbjörnsson og Björn Ólafsson kennarar hennar í Tónlistarskólanum í Reykjavík. Stúdent frá Menntaskólanum í Reykja- vík vorið 1965. - Árið 1965- 66 stundaði hún nám hjá Einari Sveinbjörnsyni við Musikkonservatoriet í Malmö. Haustið 1966 hóf Rut nám við Conservatoire Royal de Musique í Brussel og var André Gertler kenn- ari hennar í fiðluleik þar. Sumarið 1969 lauk hún prófi þaðan og hlaut Premier prix avec grande distinction. Rut var einn af stofnendum Kamm- ersveitar Reykjavíkur 1974 og hefur veirð formaður sveitarinnar frá stofnun hennar. Þá hefur Rut verið konsertmeistari í kammer- sveitum á tónleikum Pólý- Rut Ingólfsdóttir. fónkórsins undanfarin ár meðal annars á ferðum kórs- ins til Ítalíu og Spánar. Jólakortasala KFUM&K KFUM og KFUK hafa gefið út jólakort, sem verið er að selja þessa dagana. Kortin eru tvöföld og á þeim er mynd af logandi kyndlum, sem mynda orðin „Jesús lifir", en þessi orð blöstu við Akureyringum í Vaðlaheið- inni um síðustu áramót. Myndina tók Gísli Bergsson. Kortið er gefið út til styrktar félagsheimili KFUM & K í Sunnuhlíð. Kirkjudagur Alaireyramrkju Afmælis Akureyrarkirkju er árlega minnst þann sunnu- dag, sem næstur er vígslu- degi kirkjunnar, en hún var vígð 17. nóvember 1940. Næsta sunnudag eru 45 ár liðin frá þeim degi er Akur- eyringar gátu byrjað helgi- hald í sínum fagra helgi- dómi. Fyrir stundirnar þar verður þakkað í guðsþjón- ustunni og þess jafnframt minnst að 150 ár eru liðin frá fæðingu séra Matthíasar Jochumssonar, sem var prestur í Akureyrarpresta- kalli frá 1886-1900. Dagskrá kirkjudagsins verður þessi: Kl. 11 verður sunnudagaskóli í kirkjunni og kapellunni og eldri sem yngri velkomnir. Kl. 2 e.h. verður hátíðarguðsþjónusta. Prófasturinn séra Bjartmar Kristjánsson predikar, sókn- arprestar þjóna fyrir altari, Kirkjukór Akureyrarkirkju leiðir sönginn og organisti verður Jakob Tryggvason. Eftir messu eða kl. 3.20 verður Kvenfélag Akureyr- arkirkju með sína árlegu fjáröflun í Alþýðuhúsinu við Skipagötu. Þar verða fallegir munir og nytsamir á basarn- um og hlaðborðið verður ekki síðra en undanfarin ár. Við hvetjum sóknarbörn og aðra sem minnast helgra og blessunarríkra stunda í Akureyrarkirkju til þess að fjölmenna í kirkjuna og færa þar fram þakkir. Einnig væntum við þess að sem flestir heimsæki kvenfélags- konurnar, sem svo mikið hafa unnið fyrir helgidóm- inn, og leggi þeim lið. Sóknarprestar Akureyrarkirkju. SKODA120 LS Á AÐEINS KR. 209.900 Okkur tókst það sem Dönum hefur ekki tekist, að fá lúxusgerðina af Skoda 120 LS er sérlega hentugur, fjölskyldubíll, búinn hagkvæm- Skoda á frábæri afsláttarverði. Þar með skutum við þeim ref fyrir um eiginleikum. Getum einnig afgreitt Skoda 120 L á sérlega hag- rass. stæðu verði kr. 189.000,- KOMDU, SKOÐAÐU OC SKELLTU ÞÉR í PRUFU- AKSTUR. SKÁLAFELL SF Draupnisgötu 4 Akureyri Simi22255 ALLT ÞETTA FÆRÐU í SKODA 120 LS: vél 1200 cc m3. 58 din hö • 55 amperstunda alternator • Allt aö 1700 I farangursrými • Fellanleg sætisbök afturí# Halogen framljós • Þokuljós aö aftan • Læst bensín- lok • spegill að utan h/v • Rafmagnsrúöusprautur • Barna- læsingar í afturhuröum • Ceymslu- hólf v/gírstöng • öskubakkar í afturhuröum • Lúxus hljóö- einangrun • Afihemiar • Tann- stangarstýri • Afturrúöuhitari • 2ja hraöa miöstöö • vindskeiö („spoiier") aö framan og aftan • Sportfelgur • Snúningsmælir • Hert örvggisgler • Plussáklæöi á sætum ® Aövörunarljós f. bensín • Stillanlegir höfuðpúöar • Feröá- mælir („Daily trip recorder") • Stvrktargrind í farpegarými • Hallanleg sætisbök á framstólum # Sjálfstæð gormafjöðrun viö hvert hjól • Lungamjúkir radial hjói- baröar (165 SR13)® ÞÚ CETUR MEIRA AÐ SEGJA SOFIÐ í HONUM. Hægt er aö leggja sætisbökin niður og skapast pá ágætis svefnaðstaða. 1700 LÍTRA FARANCURSRÝMI. Meö því aö leggja aftursætiö fram myndast mjög gott farangurs- rými.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.