Dagur - 15.11.1985, Blaðsíða 12

Dagur - 15.11.1985, Blaðsíða 12
12 - DAGUR - 15. nóvember 1985 tíðarandinn Barnapeysur stærðir 104-164. Hin margeftirspurðu Viking barnastígvél komin aftur. Stærðir 21-33. Vinylstígvél karlmanna, stærðir 41-47. Verð aðeins kr. 625,- Opið laugardaga milli kl. 10 og 12. ®Eyfjörö S5 Hjalteyrargötu 4 • sími 22275 *■■» TONLEIKAR í AKUREYRARKIRKJU laugardaginn 16. nóv. kl. 18.00. Hörður Áskelsson organisti og Rut Ingólfsdóttir fiðluleik- ari flytja verk eftir Bach og Handel. Aðgöngumiðar við innganginn. Áskriftarkort vetrarins verða einnig seld þar. Tónlistarfélag Akureyrar. jjl EHGIN HÚS ÁH HITA sphinx Hvít hreinlætistæki. Borð- og vegghandlaugar. Hvít WC frá kr. 7.977,- m/harðri setu. Verslið við fagmann. DRAUPNISGÖTU 2 AKUREYRI SÍMI (96)22360 HREINLÆTISTÆKI STURTUKLEFAR 0G HURÐIR BLÖNDUNARTÆKI ALLT EFNI TIL PÍPULAGNA JAFNAN FYRIRLIGGJANDI Málarar Vandvirkirog áreiöanlegir málarar með réttindi og reynslu viö veggfóörun, teppa- og dúkalagnir óskast til starfa í Noregi. Uppl. í síma 02-869069 eftir kl. 20 aö íslenskum tíma. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 1., 27. og 33. tbl. Lögbirtingablaðsins 1985 á fasteigninni Öldugötu 12, Dalvík, þingl. eign Harðar Gígju, fer fram eftir kröfu Ólafs B. Árnasonar hdl. og Gunnars Sólnes hrl. á eigninni sjálfri miðvikudaginn 20. nóvember 1985 kl. 14.30. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 84., 85. og 86. tbl. Lögbirtingablaðsins 1981 á fasteigninni Hafnarbraut 13-14, Dalvík, þingl. eign Söltunar- félags Dalvíkur hf., ferfram eftir kröfu Björns J. Arnviðarsonar hdl. á eigninni sjálfri miðvikudaginn 20. nóvember 1985 kl 15.00. Sigríður Pétursdóttir skrifar Gluggar Stórir gluggar - litlir gluggar, gamlir og nýir, með mörgum rúðum eða fáum, allir þjóna þeir sama tilgangi. Þeir bera birtu inn í húsin, og auðvelda íbúum þeirra að fylgjast með því sem gerist úti fyrir. Hús án glugga eru Ifka eins og andlit án augna - sviplaus - enda eru gluggarnir oft kallaðir augu húsanna. Að augun séu spegill sálar- innar, segir málsháttur. E.t.v. er hægt að heimfæra það yfir á gluggana, þeir segja okkur stundum ýmislegt um íbúa hús- anna. Bastgardínur, kaktusar í leirpottum - ungt fólk, nýlega farið að búa, gæti verið að í eld- húsglugganum leyndist lítill peli. Stórir gluggar með þykkum velúrgluggatjöldum og stóris, kristal og postulín í gluggakist- unum. - íbúarnir gætu verið á miöjum aldri, og eiga sennilega rúmlega fyrir salti í grautinn. Gluggatjöldin, dálítið farin að gulna, blómstrandi blóm standa keik í gluggakistunum. - Allar líkur á að íbúarnir séu eldri borgarar. Á þennan hátt væri hægt að halda áfram lengi. Að sjálfsögðu er fáránlegt að alhæfa um þessa hluti, ekkert mælir á móti því að eldra fólk eigi kaktusa. Hér er aðeins rætt um væntingar og fordóma (orð- ið þarf ekki að hafa neikvæða merkingu). Gluggar geta verið listaverk, svo fallegir að undrun sætir, út- skornir gluggapóstar, glugga- hlerar, steint gler. Það er ekkert skrítið að hægt skuli vera að gleyma sér við að skoða þá. Lesandi góður, ég vona að næst þegar þú gengur um göt- urnar, sleppir þú því að hugsa um fallandi víxla með hausinn ofan í bringu, en horfir þess í stað á alla þá mörgu og mis- jöfnu glugga sem eru hluti af umhverfi þínu. Góða skemmtun. Glugginn Um mig léku í óþoli kvöldsins hin sæla birta og hinn svali skuggi. Unz þeim fagnaði opinn gluggi. Og allir hrópuðu: Opinn gluggi - Þorsteinn frá Hamri. Bæjarfógetinn á Akureyri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.