Dagur - 15.11.1985, Blaðsíða 4

Dagur - 15.11.1985, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 15. nóvember 1985 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI 24222 ÁSKRIFT KR. 360 Á MÁNUÐI • LAUSASÖLUVERÐ 35 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GlSLI SIGURGEIRSSON FRÉTTASTJÓRI: GYLFI KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, BRAGI V. BERGMANN, GESTUR E. JÓNASSON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (HÚSAVÍK), YNGVI KJARTANSSON, KRISTJÁN G. ARNGRlMSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, MARGRÉT Þ. ÞÓRSDÓTTIR AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Konur í framsókn JeiðarL Það kímdu margir þegar Landssamband framsókn- arkvenna kynnti þá álykt- un sína að konur í Fram- sóknarflokknum skyldu skipa efstu sæti á fram- boðslistum til jafns við karlmenn. Konur í Fram- sóknarflokknum hafa ver- ið mjög skeleggar í bar- áttu sinni fyrir auknum áhrifum í flokknum og með þessari ályktun vöktu þær verulega at- hygli á sínum baráttumál- um. Félagsmálastarf þeirra hefur verið mjög virkt og þær hafa í síauknum mæli tekið þátt í starfi flokksins. Þær hafa haldið fjöldamörg námskeið til að gera konur hæfari til þátttöku í stjórnmálastarfi og nú er árangur þessa mikla starfs farið að skila sér. Það vakti mikla eftirtekt hversu hlutur kvenna var stór á kjördæmisþingi framsóknarmanna á Norð- urlandi eystra. Þær voru þriðjungur þingfulltrúa og höfðu aldrei verið fleiri. Þær tóku virkan þátt í um- ræðum og störfum þingsins. Niðurstöður kosninga urðu svo þær að þingfulltrúar kusu þær til ábyrgðarstarfa. Konur voru í efstu sætum í öllum kosningum, hvort sem um var að ræða kosningar í trúnaðarstörf innan kjör- dæmissambandsins eða til miðstjórnar Framsókn- arflokksins. Konur á kjördæmisþing- inu nyrðra hefðu ekki get- að tekið völdin, eins og látið var í veðri vaka m.a. í útvarpsfréttum. Til þess höfðu þær einfáldlega ekki atkvæðamagn, ef konur hefðu aðeins kosið konur og karlar karla. Framsóknarmenn treystu konum einfaldlega fyrir því að taka að sér ábyrgð- arstörf. Þetta átti ekki aðeins við á Norðurlandi eystra, því skömmu síðar bárust fréttir af mjög svipuðum niðurstöðum kjördæmis- þings framsóknarmanna á Suðurlandi. Ef þessi þró- un heldur áfram hafa framsóknarmenn ótvírætt tekið forustuna í jafnrétt- ismálum kynjanna. Þá þurfa ekki að koma til neinar reglur um að annar hver maður á framboðs- listum eða í trúnaðarstörf- um almennt skuli vera kvenkyns. Það er fróðlegt að bera þessar niðurstöður saman við miðstjórnarkjör hjá Al- þýðubandalaginu. Þar gildir sú regla að ákveðið hlutfall annars kynsins verði að ná kjöri, nánar til- tekið 40%. Þessi regla er augljóslega sett til að hjálpa konum til áhrifa, enda máttu sjö karlmenn víkja úr stjórninni þar sem kosningaúrslit fullnægðu ekki þessari reglu. 'JkoII — hnýsa___________________ Mrnir og minjar Evrarlandslíkncskid svokallaða mun vera elsti og þekktasti fornmunur, sem fundist hefur hér á landi. Það fannst í landi Eyrarlands í Önguls- staðahreppi 1817 og er varðveitt á Þjóðminjasafninu. í september 1984 var ég á tveggja vikna ferðalagi um Sovétríkin að skoða söfn og stúdera sovéska fornleifafræði. Söfnin voru gjöróli'k þeim söfn- um sem maður á að venjast í Skandinavíu. Ekki bara ytra og innra útlit heldur miklu fremur stefna og markmið safnanna. Mjög mörg söfn eru til húsa í byggingum sem fyrir byltinguna voru opinberar stjórnsýslubygg- ingar eða í einkaeign keisarans, (Tsarins). Varla þarf að taka það fram að þetta voru og eru sérlega glæsilegar byggingar, en ekki ætíð jafn hentugar sem söfn, alla véga ekki ef miðað er við þær kröfur sem nú eru gerð- ar í Skandinavíu og á Vestur- löndum. Ég man ekki eftir einu einasta safni sem var í húsi sér- staklega byggt sem slíkt. Markmið safna í Sovétríkjun- um er, annars vegar að sýna al- þýðunni þeirra sögu og vekja með því föðurlandsumhyggju í mun ákveðnari tón en við Skandinavar eigum að venjast. Og hins vegar eru söfnin eins konar áróðursvopn yfirvalda á ágæti kerfisins og samfélagsins. í Ijósi þessa skildist mér ástæða þess að forsögunni skuli vera gerð svo lítil skil sem raun bar vitni og reyndar tíminn fram að tilkomu Péturs mikla á sautj- ándu og átjándu öld, (1672- 1726). Astæðan er auðvitað sú að áróðursgildi forsögunnar, áður en Sovétríkin urðu Sovét- ríkin, er rýrari en nútímasagan og ekki vænlegt að minna al- þýðuna um of á að þá börðust menn innbyrðis, þ.e.a.s. ógnin kom að innanverðu. Þjóðin var, og er reyndar enn, margar mis- litar þjóðir og gengið á ýmsu gegnum aldirnar þeirra á milli, og gerir ef til vill enn. Yfirvöld- um er því lítil þægð í því að minnna fólk á þessar staðreyndir, miklu mun betra er að sýna öll- um sameiginlegan óvin fyrir utan Iandamærin, sem nær allir geta sameinast gegn. Stríðum eru sem sagt gerð afar góð skil, einkanlega frá þessari öld. Maður gæti freistast til að halda að við Skandinavar séum lausir við þennan áróður af hálfu safna, en svo einfalt er það nú ekki. Öll söfn taka af- stöðu varðandi sögu þess lands sem það er í, hvort sem sú afstaða er meðvituð eða ei. Sovétmenn eru bara ekkert að tvínóna við hlutina, þeir skilja mátt safnsins sem upplýsinga- miðils og áróðurstækis. Sama gildir um leikhús, listasöfn og aðrar menningarstofnanir. Sú hætta er alltaf fyrir hendi að raunveruleikanum sé hliðrað til í upplýsingamiðlum, svo að markmiðunum sé betur náð. Ekki fór maður á mis við slíkt í hinum sovésku söfnum. Það verður þó að segjast að það sem er raunverulegt fyrir mig er ekki endilega raunverulegt fyrir þá, reyndar ómögulegt. Eitt atriði verð ég þó að minnast á, því þar er raunveruleikanum virkilega hliðrað til. í byltingarsafninu í Leníngrad var hvergi minnst á Trotskí, sem þó var svo ná- tengdur byltingunni, (höldum við), og mjög náinn vinur Leníns. í safninu voru myndir þar sem greinilega var búið að þurrka út einhverja persónu. Myndirnar voru aukreitis óvenju lélegar, skerpan afleit og myndirnar ógreinilegar. Málið er bara að sömu myndir eru til á Vesturlöndum, skírar og greinilegar og enginn þurrk- aður út, heldur viðkomandi leyft að vera með. Þar er kom- inn Trotskí. Hvaða hugmyndir fær maður um sögu Akureyrar og Eyja- fjarðar þégar maður kemur í Minjasafnið á Akureyri? Lík- lega er ekkert frá upphafi byggðar á svæðinu, meginþorri munanna er frá nítjándu og tuttugustu öld, ásamt slæðingi frá sautjándu og átjándu öld. Bjarni Einarsson skrifar. Það sem er sýnt í söfnum endur- speglar fortíðina, atvinnuhætti, verkmenningu, almenna hætti fólksins o.s.frv. En er saga Ak- ureyrar og nágrennis ekki lengri en munir safnsins gefa til kynna? Eða er það einhver meðvituð stefna hér nyrðra að leggja áherslu á áðurnefndar aldir í einhverju áróðursskyni? Nei, ekki held ég það. Hér áður fyrr var engin aðstaða til að sjá um forna gripi sem hér fundust og lá leið þeirra allra suður. Þar lentu þeir smám saman á Þjóðminjasafninu og hafa ekki átt afturkvæmt síðan. Þessi ör- lög hentu alla gripi alls staðar af landinu. Fyrir sunnan voru grip- irnir notaðir í ákveðnu áróðurs- skyni, ísland var að brjótast til sjálfstæðis og því hafði forsagan töluvert áróðursgildi. Nú eru breyttir tímar, eða eru þeir svo breyttir? Mér vitan- lega hefur leiðin suður ekkert torveldast, þó að fjöldi gripa sem finnast í jörðu hafi minnk- að af ýmsum ástæðum. Hins vegar hefur baráttan fyrir sjálf- stæði breyst og færst frá Reykjavík út í dreifbýlið. Og það er þar sem gripirnir hafa mest gildi í dag. Þessi mál breytast ekkert nema að við- komandi byggðarlög sjái að sér og hlúi að sinni menningu, ekki aðeins sögu sinni heldur og menningu almennt. Maður lifir ekki á brauði einu saman. Hvenær skyldi Þór snúa aftur á heimaslóðir? Bjarni Einarsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.