Dagur - 15.11.1985, Blaðsíða 10

Dagur - 15.11.1985, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - 15. nóvember 1985 ----------------------------------------------------------------------popps/'ðan Flestir Akureyringar og eflaust allmargir Norðlendingar kannast við hljómsveitina Art. Nafn henn- ar hefur jafnvel borist víðar, en ekki mun það vera í það miklu magni að það taki að tíunda. Þessi hljómsveit, Art er til um- fjöllunar á poppsíðu Dags í dag. Art er skipuð þeim Jakobi Jó- hannssyni (gítarsynth + raddir), Hermanni Ingólfssyni (synthesiz- er), Sigurði Kristinssyni (synthes- izer + trommuheili), Viðari Sveinbjörnssyni (synthesizer + raddir) og Tómasi Guðmunds- syni (söngur). Rétt er að geta einnig Trausta Ingólfssonar, sem hefur leikið með hljómsveitinni sem gestur, Trausti leikur á ásláttarhljóðfæri. Skipan hljómsveitarinnar hefur verið nokkuð óbreytt frá stofnun hennar í september 1982. Allir meðlimir hafa verið með frá byrjun, en svolítil hreyfing hefur verið á gestaleikurunum. Eins og áður sagði er hljóm- sveitin næsta óþekkt utan Akur- eyrar, enda hefur hún hvergi flutt efni sitt utan höfuðstaðar Norður- lands. Haldnir hafa verið þó nokkrir tónleikar fyrir bæjarbúa og hefur mæting verið all misjöfn, í eitt skipti voru áhorfendur orðnir frekar óþolinmóðir þegar aðeins tveir hljómsveitarmeðlimir voru mættir til leiks og klukkan dálítið yfir auglýstan tíma. Þar höfðu drengirnir lent í bensínleysi, en slíkt kemur ekki fyrir aftur, enda eru þeir orðnir vanari í að með- höndla bíla en var á þessum tíma. Eins og með líkum má telja hefur tónlistin breyst mikið á rúm- um þremur árum. Aðspurðir sögðu Artarar, að breytingin lægi í hraðari takti og breyttu sándi (sletta, sem lesendur verða að sætta sig við í þetta sinn), sándið væri orðið grófara, ef það mætti orða það svo. Sögðu þeir að þessar breytingar virtust falla vel í mannskapinn. Því til stuðnings, nefndu þeir suðurferð sína, en höfuðborgin var heimsótt og tekin voru upp nokkur lög f stúdíóinu Mjöt, undir stjórn Jóns Gústafssonar. Út á þessar upptökur hefur hljóm- sveitinni verið boðnir tveir plötu- samningar. Var öðrum þeirra hafnað samstundis svo óað- gengilegur þótti hann en hinn er í athugun. Vonast er til að út úr honum gæti komið plata fyrri partinn á næsta ári. í leiðinni minntust þeir á að nú væri vonlaust að komast í stúdíó hér norðan heiða og háði það ak- ureyrsku tónlistarlífi. Mikill kostn- aður væri því samfara að þurfa alltaf að fara til Reykjavíkur fyrir upptökur. Þeir kváðust vera nokkuð ánægðir með íslenskt tónlistarlíf. Komnar væru fram hljómsveitir á svipaðri línu og Art. Þar nefndu þeir Cosa Nostra og Rikshaw, hins vegar töldu þeir akureyrskt tónlistarlíf með allra daufasta móti. En fimmtudaginn 21. nóvem- ber næstkomandi, heldur Art tón- leika í Samkomuhúsinu kl. 21 stundvíslega. Þá hafa þeir ekki spilað opinberlega síðan í febrú- ar. Og þá er um 11/2 ár síðan þeir spiluðu síðast í Samkomuhús- inu. Mikið hefur verið lagt í til að gera hljómleika þessa sem skemmtilegasta, sviðsmynd og Ijós munu verða mjög skemmti- leg, líklegast mun Jón Gústafs- son, sá hinn sami og stjórnaði upptökunum í sumar koma norð- ur og sitja við mixerinn. Tónlist Art hefur löngum verið kennd við tölvupopp. Varla er hægt að neita þeirri skilgrein- ingu, enda engin ástæða til. Umsjón: Tómas Gunnarsson Helstu áhrif sín sækja þeir til ný- rómantíkur, en síðan koma áhrif- in úr ýmsum áttum, þannig að ekki er hægt að tala um hreint tölvupopp. Mest af tónlistinni er danshæf og er hún eins og áður sagði orðin heldur hraðari, svona rétt í takt við tíðarandann. Poppsíða Dags vill hvetja sem flesta til að skunda í Samkomu- húsið næsta fimmtudag og Ijá eyra því sem er að gerast í akur- eyrskri tónlist. Hljómleikarnir byrja kl. 21. Framtíðaráform hljómsveitar- innar eru að gefa út plötuna og fylgja henni eftir með góðu myndbandi. Dynheimar: Topp 10 1 (4) White Wedding Billy Idol 2 (-) Nikita Elton John 3 (7) Cherish Kool And The Gang 4 (3) Eaten Alive Diana Ross 5 (2) She’s So Beautiful Cliff Richards 6 (5) If I Was Midge Ure 7 (-) Running Up That Hill Kate Bush 8 (-) Living In Japan Fun Fun 9 (7) This Is The Night Mezzoforte 10 (8) Lean On Me Red Box '1 - Helena Jónsdóttir (slandsmeistari í diskódansi og fulltrúi íslands í Malibukeppninni sýnir dans í H-100 föstudags- og laugardagskvöld. Stórlækkad (A) svín í Vi og Vi úrbeinað og reykt, 485 kr.- Bayonerskinka, 530 kr.- Kambur, reyktur og úrb., 485 kr.- Hamborgarhryggur, 525 kr,- Bacon, niðursneitt, 260 kr.- Bógur, reyktur og úrb., 468 kr. Svínarif, 145 kr.- Svínaskankar, 55 kr.- Erum irið alla daga frá morgni til kvölds Úrbeining: Úrbeinum Hökkum Útbúum snitzel Hamborgarmótum Vacumpökkum Frystum Meðal annars: Mínútusteik Nautasnitzel Nautagúllash Nautahakk Erum ávallt með vel hangið:(UN1) Nautakjöt Kjötvinnsla Sími 22080 e^iDGT+ v/Hvannavelli

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.