Dagur - 15.11.1985, Blaðsíða 9

Dagur - 15.11.1985, Blaðsíða 9
15. nóvember 1985 - DAGUR - 9 Mynd: - KGA. ;röllið“ Arthúr Bogason í helgarviðtali „Sérfrœðingur“ frá Evrópu - Hvar varstu í Bandaríkjunum? „í Dayton í Ohio. Ágætri borg. Ég fór í vinnu strax og ég kom þangað. Larry átti hlut í stórri heilsuræktarsamsteypu í landinu sem heitir „New life“ og komst ég í vinnu þar. Það var einnig mikil heppni því það voru vandræði með atvinnuleyfi, slíkt hafði ég ekki. En þeir voru fljótir að koma auga á glufu í því kerfinu. Þeir settu mig á námskeið í heilsurækt og í að setja upp æfingar fyrir fólk með mismunandi langanir í sambandi við heilsurækt. Sumir vilja grenna sig um mittið, aðrir vilja styrkja sig og þar fram eftir götunum. Eftir námskeiðið var útbúið heilmikið skjal, sem sannaði að ég væri evrópskur sérfræðingur í heilsurækt og væri sem slíkur að vinna við heilsuræktarstöðvarn- ar.“ Nú hlær Arthúr innilega og segir: „Peir eru góðir. Þannig vann ég sem evrópskur sérfræð- ingur allan þennan tíma, eða þessa 7 mánuði sem ég var þarna, án þess að „skatturinn“ skipti sér nokkuð af þessu, eða sæi nokkuð athuga- vert við þennan sérfræðing frá íslandi. Við vor- um búnir að hlæja mikið að þessu, en þetta var pottþétt." - Fórstu til Bandaríkjanna vegna þess að þú fékkst ekki nóg út úr lyftingunum hér heima? „Það má til sanns vegar færa. Ég fór út, í og með vegna þess að staðan var þannig hjá mér hér heima að ég hafði enga samkeppni. Jón Páll var að koma upp á þessum tíma, en hann var í Reykjavík og ég á Akureyri svo það gekk ekki. Auk þess langaði mig til að víkka sjóndeildar- hringinn svo um munaði. Ég sé svo sannarlega ekki eftir því, vegna þess að þessi dvöl mín ytra sýndi mér hversu miklar vitleysur við vorum oft að gera hér heima í sambandi við æfingar. Bandaríkjamenn vinna þetta mjög skipulega. Enda eru þeir framarlega í íþróttinni. Til marks um það voru þeir byrjaðir, - á þeim tíma sem ég var þarna, - að nota tölvur og láta þær reikna út þyngdarhlutföll og annað í æfing- unum. Einnig voru videómyndir skoðaðar linnulaust eftir æfingarnar. Á þann hátt mátti finna smáatriði sem gátu skipt sköpum í lyftu hvers og eins.“ „Norðurhjaratröll“ og bíladella - Á þessum tíma varst þú kallaður Norður- hjaratröllið vegna lyftinganna. Þú varst líka þekktur sem bfladelíukarl og áttir glæsilegustu og kraftmestu bíla á íslandi. Fylgdi bíladellan þér til Bandaríkjanna? „Dellan fylgdi mér ekki þangað. Ég átti ósköp venjulegan amerískan bíl. Það var eng- inn stæll á mér í bílamálunum, enda var það ekki á dagskránni. Bílar eru hins vegar afskap- lega athyglisverð fyrirbæri. Ég hafði áhuga á góðum og kraftmiklum bílum og átti nokkra slíka. Ég á mjög skemmtilegan bíl, SAAB turbo. Pað er skemmtilegasti bíll sem ég hef átt. Bíladella er eitt sem ég fer ekki í aftur, það er ljóta dellan. Að ætla sér að fara að dunda í bílskúrum það sem eftir er ævinnar. Það er eitt af því sem kemur ekki til greina. Ég hef fylgst með nokkrum vinum mínum sem eru enn í þessu. Ég er alveg rasandi að þeir skuli ekki vaxa upp úr þessu. Sérstaklega þegar það er skoðað hvað það er glæpsamlega dýrt að standa í þessu hér á íslandi. Ég mundi skilja þessa stráka frekar ef þeir væru í Bandaríkjunum, þar sem hægt er að fara í bílakirkjugarða og kaupa góða hluti fyrir litla peninga. Þar var hægt að kaupa nýlega bíla sem höfðu lent í árekstri á hlægilegu verði. Þessir hlutir kosta of fjár hér heirna." - Hvernig hófst lyftingamannsferillinn hjá Norðurhjaratröllinu? „Pað var með ferilinn eins og margt annað í lífinu, sem er tilviljun. Ég var eitt sinn staddur hjá kunningja mínum í Reykjavík. Par kom í heimsókn Gústaf Agnarsson sem þá var í topp- formi sem lyftingamaður og á enn í dag íslenskt met í ólympískum lyftingum. Þessi vinur minn kynnti okkur frekar óvanalega, því hann sagði við Gústaf: „Þetta er maðurinn sem á kraft- mesta bíl á íslandi.“ Gústaf kippti sér lítið upp við þetta og sagði: „Komdu blessaður ég er maðurinn sem á kraftmesta líkama á íslandi.“ Við ræddum mikið um lyftingar og ég talaði um svokölluð stofuheljarmenni sem verða sterkari og sterkari eftir því sem þeir eru búnir að drekka fleiri glös. Gústaf barðist á móti öllum slíkum sögum og sagði þetta hugarburð, það væru ekki til þessir sterku menn sem hvergi kæmu fram. í dag er ég sammála þessu og tel að slík heljarmenni séu ekki til. Ef svo skyldi vera, þá vil ég fá þau fram á sjónarsviðið. Eftir þetta samtal okkar skoraði Gústaf á mig að koma á æfingu og sýna hvað í mér byggi. Eg hafði ekki haldið því fram að ég væri sterkur og hafði slíkt ekki á tilfinningunni. Ég var þá hlutfallslega feitari en ég er nú og langaði að laga það. Á æfinguna fór ég og hafði ekki þekkingu á neinu sem lýtur að lyftingum, hvað þá þyngdum sem menn voru að berjast við á stönginni. Fyrsta lyftan var í hnébeygju og ég spuröi hversu oft ég ætti að beygja mig með lóðið. Það var ein- hver sem sagði mér að taka þetta tíu eða tólf sinnum, sem ég og gerði. Þá kom í ljós að þetta var sama þyngd og þessi vinur minn, sem kynnti okkur Gústaf, hafði lyft um dagana. Hann var þá sjálfur að æfa lyftingar í þeim til- gangi að verða sterkur. Næst var ég settur í réttstöðulyftu sem gekk mjög vel. Þá kom í ljós að ég var frekar náttúrusterkur, eins og íslend- ingar eru margir. Það kemur til af vinnu sem menn hafa unnið, til dæmis sjómenn og margir iðnaðarmenn sem hafa þetta náttúruafl. Eftir þetta vaknaði örlítill áhugi á lyftingum og ég fór að mæta á æfingar hér heima á Akureyri. Eftir nokkra mánuði fór ég að lyfta þyngdum sem voru í metklassa. Að vísu voru það engar þyngdir á alþjóðlegan mælikvarða, en alla vega það góðar að ekki þurfti að skammast sín fyrir það hér heima. Eftir það varð ég óður og stefndi að því að verða bestur, sem ég varð á tímabili. Það er með lyftingar eins og margt annað sem ég fæ áhuga á, að ég get ekki verið í þessu nema stefna að ákveðnu marki. Það er útilokað fyrir mig að vera að dútla í þessu mér til heilsubótar. Eg gerði tilraun fyrir þremur árum að lyfta mér til heilsubótar. Það gekk ekki því óðara var ég farinn að æfa eins og ég væri að fara á stórmót. Þetta tel ég galla við mig, en ég er svona skapi farinn.“ Vit í vöðvum og Grettir sterki - Ýmsir halda því fram að lyftingamenn hafi vitið í vöðvunum. Séu með öðrum orðum heimskir. Hvað þykir þér um slík ummæli? „Það er rakalaust kjaftæði að það sé sama- semmerki milli þess að vera sterkur og vera heimskur. Það hafa verið gerðar athuganir á þessu, því þetta er ekki bara útbreiddur mis- skilningur á íslandi, heldur út um allan heim. Þessar tilraunir sýna svo ekki verður um villst, að lyftingamenn hafa tiltölulega háa greindar- vísitölu. Auðvitað eru til í hópi lyftingamanna tröllheimskir menn, eins og í öðrum hópum samfélagsins. Margir lyftingamenn eru lang- skólagengnir og gegna ábyrgðarmiklum stöðum, þannig get ég ekki fengið þetta heim og saman, sagnir um vöðva ogvit. Ég hef kenn- ingu sem tengist þessu rnáli. Það er í sambandi við Gretti Ásmundarson hinn sterka, eins og hann var kallaður og hefur hann vafalaust verið vel að manni. Ég hef stúderað Grettissögu nokkuð vel og komist að þeirri niðurstöðu að Grettir var ekki afburða sterkur maður. Ég heimfæri það við rannsóknir sem gerðar eru á íþróttamönnum í dag. Við lestur Grettissögu kemur fram að öll hans afrek eru unnin á sviði þolrauna. Dæmi: Hann glímir við alla bændur í Skagafirði. Það þarf til þess meiriháttar þol. Hann berst víða við fjölda manns. Til þess þarf þol. Hann hljóp langar leiðir eftir einum vit- leysingi og nær honum í læk, tekur niður um hann og rassskellir. Til þess þarf þol. Hann var sem sagt óvenjuþolinn maður. Samfara því að vera þolinn, var hann skynsamur. Þrátt fyrir allt þetta var hann letingi, en áttaði sig á þessu atriði, og þar af leiðandi sýnir hann hvergi tak- mörk sín. Skynsemi hans ræður því að hann sýnir aldrei hvar mörk hans eru. Þá segir sagan: Það eru engin mörk. Nútímarannsóknir sýna að menn sem eru þolnir, geta ekki verið mjög sterkir í leiðinni. Þar af leiðir, að menn sem eru sterkir, eru ekki mjög þolnir. Tökum hlaupara sem dæmi. Þeir sem hlaupa stystu vegalengd- irnar eru sterkastir. Þeir sem hlaupa lengstu vegalengdirnar eru þolnastir, en jafnframt því ekki nálægt því eins sterkir. Menn sem stunda þolíþróttir mega hreinlega ekki samkvæmt for- múlunni vera sterkir. Þess vegna blæs ég á að Grettir hafi verið sterkur, hann var þolinn.“ gej-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.