Dagur - 02.12.1985, Side 11

Dagur - 02.12.1985, Side 11
2. desember 1985 - DAGUR - 11 „ Það góða sigrar að lokum“ - Nokkur orð til viðbótar um Jólaævintýri Dickens Árni Tryggvason fer á kostum í hlutverki nirfilsins. Myndir: GS Sýningar standa nú yfir á Jólaævintýri Dickens í Sam- komuhúsinu á Akureyri. Sýningin hefur fengið mjög góðar viðtökur og er uppselt á flestar sýningar. I þessu ævintýri teflir Dickens saman hinu góða og illa, eins og honum var svo tamt. Og auðvitað sigrar það góða í manninum að lokum, eins og vera ber í ævintýri. Reynir Antonsson hefur þýtt ög staðfært grein um þessa sögu, sem birtist í leik- skránni. Greinin er um margt fróðleg og birtum við hana því hér á eftir. Það leikur ekki vafi á því, að þegar Dickens fékk hugmyndina að „A Christmas CaroI“, gerði hann vin- sæla hina mannbætandi jólasögu, ef hann var þá ekki beinlínis brautryðj- andi hennar. „Jólaævintýri" var hin fyrsta af mörgum jólasögum hans, og féll þegar öllum almenningi vel í geð - fyllti svo mörg hjörtu friði og manngæsku. Jólaævintýrið markar tímamót í sögu auðlesins og heimilis- legs skáldskapar og flutti kærleika og gleði að mörgum arni. 5. október 1843 var Dickens 31 árs og vinsælasti sagnahöfundur þess tíma. Hann var kominn til að halda ræðu hjá Manchester Athenaeum, stofnun sem hafði að markmiði að mennta og skemmta verkalýðnum á skynsamlegan hátt. í ræðu sinni fjall- aði hann um nauðsyn þess að þeir bláfátækustu nytu menntunar. Hann lýsti fangelsunum og fátækrahælun- um, sem hann hafði séð í Lundúnum og talaði um þær þúsundir for- dæmdra, sem hefðu enga möguleika á mannsæmandi lífi. Þessi mál voru mjög ofarlega í huga hans á þessum tíma. Hann hafði nýlega heimsótt nýjan skóla, Field Lane Ragged School, sem var að reyna að veita munaðarleysingjum strætanna lág- marksmenntun og að því loknu sent skýrslu um hann til milljónamærings- ins Miss Burdett-Coutts í von um skilning. Fyrr á árinu hafði honum hryllt við skýrslu frá þinginu sem nefnd um barnaþrælkun hafði unniö og hafði þá í huga að gefa út ódýran bækling, sem átti að heita „Ákall til ensku þjóðarinnar fyrir hönd barns fátæka mannsins11. En þar sem hann var nú staddur í Manchester fékk hann þá hugljómun að skrifa jóla- sögu, sem hefði þúsundföld áhrif á við bækling, einkum þar sem kjör fátæklinganna færðust þá inn á heim- ili þeirra betur settu. Hann lauk við að skrifa söguna í nóvemberlok. Hún kom út 17. des- ember og þann 24. desember voru þegar seld 6 þúsund eintök. Höfundurinn segist hafa orðið „einkennilega æstur á meðan hann samdi“, og sagðist hafa „hlegið eða grátið á víxl“, yfir þessu hugarfóstri sínu. Hann segir frá því hvernig hann gekk fram og aftur um öngstræti Lundúnaborgar fimmtán til tuttugu mílur, marga nóttina þegar allir aðrir voru farnir í háttinn. Thackeray, samtímahöfundur, og mikill aðdá- andi Dickens - fáránlegt væri að kalla hann keppinaut Dickens, því snilligáfa þeirra var jafn mikilfengleg á ólíkan hátt, - skrifaði í „Frazer’s Magazine“: „Hver getur lagt eyrun við gagnrýni á slíka bók? Mér virðist hún vera þjóðargóðgjörð, og vinar- greiöi sérhverjum manni eða konu sem hana les. Síðustu manneskjurn- ar sem ég heyrði ræða hana voru tvær konur. Hvorug þekkti hina, og það- an af síður höfundinn. Gagnrýni þeirra um sýninguna hljóðaði þannig: „Guð blessi hann.“ Hvílík tilfinning fyrir rithöfund, að geta vakið svona hugsanir, og hlotið slíka umbun að launum." Jeffrey lávarður skrifaði álíka hug- fanginn, í bréfi til höfundarins: „Þú ættir að vera hamingjusamur sjálfur, því þú mátt vera viss um það að þú hefur gert gott með þessu riti, hlúð að meiri kærleika og orðið kveikjan að fleiri góðverkum, en hægt er að rekja til allra predikunarstóla og skrifta kristindómsins síðan á jólun- um 1842.“ Ein fyrsta sviðsgerð „A Christmas Carol“ er eftir Edward Sterling, hinn sínálæga, sem þótti afburðasnjall í að leikgera sögur Dickens, Harrisson Ainsworth og fleiri, og var verkið frumflutt í leikhúsinu Royal Adelphi, sem þá var undir stjórn Thomas Gladstane 4. febrúar 1844. í auglýsingu um sýninguna stóð að hún væri „eina leikgerðin sem C. Dickens hafði lagt blessun sína yfir“. Leikrit- ið var „búið til flutnings og framleitt af Hr. Edward Stirling". Að sjálfsögðu hafði hr. Dickens litið þarna framhjá nokkrum smá- syndum Stirlings. Það var í leikriti Stirlings sem hinn síðar vinsæli gamanleikari, John Lawrence Toole, sló einna eftir- minnilegast í gegn þann 14. janúar 1860 sem Bob Cratchit, í Adelphi- leikhúsinu. Toole sagði í þessu sam- bandi eftirfarandi sögu: „Það var þegar ég var að leika Bob Cratchit í „Jólaævintýrinu“ hjá Adelphileikhúsinu sem hr. Webster rak. Á hverju kvöldi klukkan átta í fjörutíu daga varð ég að bera fram gæs og plómubúðing. Hr. Webster útvegaði raunverulega gæs og raun- verulegan plómubúðing sem hvoru tveggja var borið rjúkandi heitt fram fyrir frú Cratchit og litlu Cratchit- börnin sjö, Tomma litla að sjálf- sögðu þar meðtalinn. Börnin fengu alltaf gríðarstóra skammta, og öll átu þau af bestu lyst hvert kvöld, en það sem olli mér áhyggjum var hegðun litlu stúlkunnar sem lék Tomma litla. Matarlyst þessa litla barns skelfdi mig. Ég komst ekki hjá því að taka eftir með hvílíkum ógnarhraða hún neytti þess sem ég gaf henni. og hún var svo veikluleg og grönn. og svo aumkunarverð, að andlit hennar lét mig aldrei í friði. Ég var vanur að segja við sjálfan mig áður en ég byrj- aði: „Jæja, Tommi litli skal fá nægju sína í þetta skipti hvað sem öðru líður." Og ég setti meira og meira á diskinn hennar með hverju kvöldi, þar til ég man að hún fékk einu sinni meira en hálfan fuglinn. fyrir utan kartöflur og eplasósu. Mig furðaði á því hvernig hún gat yfir höfuð borið diskinn að arninum þar sem hún sett- ist á lágan koll svo sern sagan býður. hvað þá borðað af honum. Mér til undrunar bar hún diskinn og lauk af honurn, jafnskjótt. og af jafnmiklum ákafa og vanalega, rudd- ist síðan fram eftir plómubúðingnum ásamt hinum. Ég varð órólegur og talaði við frú Alfred Mellon sem lék frú Cratchit og lét þetta einkennilega fyrirbæri afskiptalaust. „Mér fellur þetta ekki." sagði ég. „Ég get ekki ímyndað mér hvar vesæl og veikluleg vera eins og þessi getur látið matinn." - Mér var það ráðgáta, hvernig börnin héldu áfram að njóta góðgjörðanna í fjörutíu kvöld, þvi ég komst í þannig ástand. að ef ég borðaði í húsi vinar, og gæs var á borðum, leit ég á það sem pers- ónulega móðgun. - „Þar að auki," sagði ég, „fellur mér ekki græðgi, og hún er sérlega óviðfelldin hjá fín- gerðri, veiklulegri lítilli veru eins og þessari. Auk þess eyðileggur hún andrúmsloft leiksins - og þegar ég, sem Bob, ætti að vera hluttekning- arfyllstur, er ég alltaf að velta vöng- um yfir því hvar gæsin og búðingur- inn eru, eða hvort nokkuð alvarlegt veikindakast komi yfir Tomma litla frammi fyrir áhorfendum, vegna þess hve óeðlilega hann gleypir." Frú Mellon hló að mér í fyrstu, en að lok- um ákváðum við að horfa á Tomma litla í sameiningu. Við horfðum á eins vel og við gátum og á því augna- bliki sem Tommi litli settist og byrj- aði að borða tókum við eftir ein- kennilegri hreyfingu. líkt og einhver væri að læðast, við arininn á sviðinu, og allt sem ég hafði gefið henni gæsin, kartöflurnar og eplasósan, hvarf bak við eftirlíkinguna af ofnin- um. Barnið þóttist borða með sömu lystinni og áður en af tómum diskin- um. Þegar sýningunni var lokið spurð- um við frú Mellon litlu stúlkuna hvað orðið hefði af matnum sem hún hafði ekki borðað, og eftir dálítið hik, af ótta við að lenda í vandræðum. sem við fullvissuðum hana um að ekki gæti átt sér stað, játaði hún að litla systir hennar (ég verð að geta þess að þær voru dætur eins sviðsmannanna) biði hinum megin við arininn á svið- inu eftir góðgætinu, og að öll fjöl- skvldan nyti gómsætrar máltíðar á hverju kvöldi af hinum ríkulegu skömmtum sem ég í gervi Bobs Cratchit, hafði fært Tomma litla. Dickens hafði mjög mikinn áhuga á þessu atviki. Þegar ég hafði lokið máli mínu, brosti hann dauflega. og dapurlega að því er mér fannst. og síðan sagði hann um leið og hann þrýsti höndina: „Þú hefðir átt að gefa henni alla gæsina'V Hinn fjölhæfi Seymour Hicks lék útgáfu af „Ævintýrinu" sem J.C. Buckstone gerði og kölluð var „Scro- oge" í Vaudevilleleikhúsinu 3. októ- ber 1901. Gerði hann mikla lukku í hlutverki gamla skröggsins Scrooge. „Jólaævintýrið" vekur sérstakan áhuga, sem ekki er af hreinum bók- menntalegum toga. Dickens las upp úr því, til ágóða fyrir nýju Midland- stofnunina, í ráðhúsinu í Briming- ham 27. desember 1853 og var það í fyrsta skipti sern Dickens kom fram opinberlega sem túlkandi eigin bóka. Fjöldi leikgerða hafa síðan komið fram, sem byggja á sögunni „A Christmas Carol". sem raunverulega þýðir jólasöngur. Auk þess hafa nokkrar kvikmyndir verið gerðar eft- ir verkinu, bæði leiknar og teiknað- ar. Má í því sambandi geta þess að nirfillinn Scrooge er talinn fyrirmvnd Walt Disneys að hinum vinsæla nirfli þeirra Ameríkana Jóakim frænda. Börn skipa veglegan sess í Jólaævintýrinu og þau setja fallegan svip á sýninguna.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.