Dagur - 02.12.1985, Síða 13

Dagur - 02.12.1985, Síða 13
2. desember 1985 - DAGUR - 13 íþróttiL Þórsarar töpuðu með einu stigi - fyrir Breiðabliki 64:65 W Björn Sveinsson 18, Konráð Bestir Blikanna voru Hannes Óskarsson 14, Hólmar Ástvalds- Hjálmarsson, Kristján Rafnsson son 11 og Jóhann Sigurðsson 10. og Jón Guðjónsson. - AE Stóiieikur hjá Konráð - dugði Þór ekki gegn Fram Jón Hcðinsson. Jón ekki með Það hefur vakið mikla athygli að Jón Héðinsson hefur ekki leikið með Þórsliðinu í þeim leikjum sem liðið hefur spilað á útivelli til þessa í vetur. Samkvæmt heimildum Dags er ekkert útlit fyrir að breyting verði á þessu, og Jón muni því aðeins leika heimaleiki Þórs. Ekki er vitað hvað þessu veld- ur en óneitanlega kemur þetta einkennilega fyrir sjónir. Jón er jafnan einn máttarstólpi Þórsliðsins á heimavelli en liö- ið án hans í útileikjunum sem eru að sjálfsögðu erfiðari leik- ir. Breiðablik og Þór áttust við í 1. deildinni í körfuknattleik í íþróttahúsinu við Digranes á föstudagskvöldið. Breiðablik sigraði með einu stigi 65:64. Leikurinn var allan tímann mjög jafn og liðin skiptust á um að hafa forustuna. Staðan í hálf- leik var 30:28 fyrir Þór. Um miðjan síðari hálfleik náði Breiðablik 8 stiga forskoti og virtist vera að gera út um leikinn endanlega. Staðan þá 52:44 og sá munur hélst svo til óbreyttur þar til 4 mín. voru til leiksloka, en á tóku Þórsarar að saxa á forskotið og náðu að jafna 64:64 þegar ein mínúta og 20 sek. voru til leiks- loka. Brieðablik fékk þá tvö víta- skot og skoraði úr öðru þeirra. Þórsarar fengu tækifæri til að komast yfir í lokin en þeim tókst ekki að nýta sér þær 40 sek. sem eftir voru af leiknum og BÍreiða- blik slapp því með sigurinn. Bestu menn Þórs í þessum leik voru Björn Sveinsson og Konráð Óskarsson sem átti frábæran leik í fyrri hálfleik. Hann lenti hins vegar fljótlega í villuvandræðum í síðari hálfleik og náði sér ekki á strik eftir það. Jóhann Sigurðs- son var óhemju drjúgur undir lokin og skoraði öll sín stig í síð- ari hálfleik. Stigahæstir í liði Þórs voru Þórsarar sóttu ekki gull í greip- ar Framara er liðin áttust við í 1. deildinni í körfubolta í Hagaskóla í gær. Fram vann öruggan sigur 84:64, þrátt fyrir góða baráttu Þórsara. Þórsarar byrjuðu leikinn mjög vel, höfðu frumkvæðið framan af, 2-4 stiga forskot þar til staðan var 14:10. Þá tóku Framarar mik- inn kipp og breyttu stöðunni í 21:16 sér í hag, og þeir juku við forskotið til leikhlés og leiddu í hálfleik 34:24, og sýnir þetta lága skor hversu sterkar varnir lið- anna voru. Framarar bættu enn við for- ustu sína í byrjun síðari hálfleiks og komust í 57:40. Þá tók Kon- ráð Óskarsson sig til og skoraði 3 þriggja stiga körfur í röð. í einu tilvikinu var brotið á honum um leið þannig að hann fékk vítaskot að auki sem hann skoraði úr þannig að þar var raunar um að ræða 4 stiga körfu. Staðan var þá orðin 59:50 og menn sáu fram á spennandi lokamínútur. Svo fór þó ekki. Framarar hleyptu Þórs- urum ekki nær sér en skoruðu þess í stað 6 stig í röð og eftir það var ekki spurning um úrslitin. Yfirburðamaður í liði Þórs var Konráð Óskarsson sem skoraði 31 stig, þar af 23 í síðari hálfleik og fimm 4 stiga körfur í leiknum, en allt liðið barðist vel gegn mjög sterku liði Fram. Konráð var að sjálfsögðu stigahæstur Þórsara, Jóhann Sigurðsson var með 10 stig, Hólntar Ástvaldsson 8 stig, Eiríkur Sigurðsson og Ólafur Adolfsson 4 hvor og aðrir minna. ísland - Vestur-Þýskaland á Akureyri á laugardaginn: Allir bestu leikmenn íslenska liðsins með! Einn af landslcikjum íslands og V.-Þýskalands um næstu helgi verður háður í íþrótta- höllinni á Akureyri og verður hann á laugardag kl. 13.30. Forsala aðgöngumiða verður í Sporthúsinu og hefst á mið- vikudag. Allir leikmenn íslenska lands- liðshópsins hafa gefið kost á sér í þessa leiki nema Þorbergur Aðal- steinsson sem leikur í Svíþjóð. Þetta þýðir að Akureyringar fá nú loksins að sjá til Alfreðs Gísla- sonar en mörg ár eru nú liðin síð- an hann hefur sést í leik í heima- bæ sínum. Þá koma allir aðrir at- vinnumenn íslands í leikinn sem fyrr sagði, Páll Ólafsson, Kristján Árason, Bjarni Guðmundsson og Atli Hilmarsson frá V.-Þýska- landi og þeir Einar Þorvarðarson og Sigurður Gunnarsson frá Spáni. V.-Þjóðverjar eru í dag með eitt af sterkustu landsliðum í heiminum. Á „Super-Cup“ mót- inu á dögunum urðu þeir í 4. sæti á eftir Sovétmönnum, Júgóslöv- um og Rúmenum en á undan lið- um eins og Póllandi, Tékkó- slóvakíu, Danmörku og Svíþjóð. Hér er því ekkert miðlungslið á ferðinni og í liðinu eru margir heimsþekktir leikmenn. Ekki er að efa að nú gefst handknattleiksáhugamönnum á Akureyri og nágrenni kostur á að sjá leik sem getur orðið mjög jafn og spennandi. Þótt mótherjarnir séu sterkir er íslenska liðið þræl- gott lið með alla sína bestu leik- menn innanborðs þannig að eng- inn ætti að missa af þessari viður- eign. Sem fyrr sagði er forsala í Sporthúsinu frá miðvikudegi. Þá verður fólki gefinn kostur á að spá fyrir um úrslit leiksins í íþróttahöllinni, og sá sem getur spáð rétt fær helminginn af inn- komunni í þeirri getraun. Alfreð Gíslason í leik í Skemmunni á Akureyri fyrir nokkrum áruni. Agavandamál! - og Völsungar töpuðu í Borgarnesi „Þetta var vægast sagt lélegur leikur hjá okkur, og viö áttum alltaf undir högg að sækja,“ sagði Sveinn Pálsson liösstjóri Völsunga, en liðið tapaði fyrir Skallagrími í Borgarnesi 21:18 í 3. deild handboltans um helg- ina. Völsungar voru heldur fáliðað- ir í þessum leik, þrír leikmanna liðsins fengu að sitja á áhorfenda- pöllum vegna agabrota þannig að fátt var um skiptimenn, aðeins einn fyrir útispilarana og vara- markvörður. Skallagrímur hafði því alltaf undirtökin í fyrri hálfleik og leiddi að honurn loknum með 9:5. í síðari hálfleik reyndu Völsungar allt hvað þeir gátu að vinna þennan mun upp, þeir náðu tvivegis að minnka í tvö mörk en nær komust þeir ekki. Þeir skoruðu 13 mörk gegn 12 í síðari hálfleik og töpuðu því leiknum 18:21. Mörk Völsunga gerðu Sig- rnundur Hreiðarsson 6, Pétur Pétursson 4, Helga Helgason 3, Birgir Skúlason 2, Bjarni Boga- son, Pálmi Pálmason og Gunnar Jóhannsson 1 hver. - Völsungar réðu ekkert við Björgvin Björg- vinsson í liði Skallagríms. Hann skoraði 14 mörk eins og gegn Þór daginn áður, og var þó tekinn úr untferð allan síðari hálfleik. gk-. Knatt- spymu úrslit Úrslit leikja í 1. og 2. deild ensku knattspyrnunnar um helgina urðu þessi: 1. deild: Arsenal-Birmingham 0:0 A. Villa-Tottcnham 1:2 2 Ipswich-Sheff. Wed 2:1 1 Luton-Man. City 2:1 1 Liverpool-Chelsea 1:1 Man. Utd.-Watford 1:1 x Ncwcastle-Leicester 2:1 1 QPR-Coventry 0:2 2 Southampton-Everton 2:3 2 West Ham-WBA 4:0 Oxford-Nott. Forest sunnud. 2. deild: Barnsley-Millwall 2:1 Bradford-Portsmouth fr. 1 Brighton-Hull 3:1 Charlton-Carlisle 3:0 Fulham-Oldham 2:2 x Grimsby-Blackburn 5:2 1 Leeds-Norwich 0:2 2 Middlesb.-Schrewsb. 3:1 Sheff. Utd.-C. Palace 0:0 Stoke-Sunderland 1:0 1 Wimbledon-Huddersf. 2:2 STAÐAN 1. deild Man. Utd. 19 13 4 2 36:10 43 Liverpool 19 125 2 42:17 41 West Hara 19 11 4 3 35:19 38 Chelsea 19 11 4 4 31:20 37 Sheff. VVed. 19 10 5 4 27:25 35 Everton 19 10 4 5 41:27 34 Arsenal 19 95 5 22:22 32 Luton 19 8 6 5 33:23 30 Newcastle 19 8 5 6 27:28 29 QPR 19 8 3 8 20:24 27 Nott. Forest 18 8 2 8 29:29 26 Tottenhara 18 7 4 7 31:24 25 Watford 19 6 5 8 34:34 23 Coventry 19 6 5 8 24:25 23 Southampton 19 5 6 8 23:28 21 A. Villa 19 48 7 23:25 19 Man. City 19 4 6 9 18:27 18 Oxford 19 4 6 9 28:38 18 Leicester 19 4 6 9 24:36 18 Birrainghara 18 5 2 11 11:25 17 Ipswich 19 3 3 13 16:34 12 W.B.A. 19 1 4 14 14:47 7 STAÐAN 2. deild Portsmouth 17 11 2 4 29:12 35 Sheff. Utd, 19 9 7 3 37:22 35 Charlton 17 10 3 4 33:19 33 Norwich 19 96 4 33:20 33 Wimbledon 19 9 6 4 23:18 33 C. Palace 19 9 4 6 26:21 31 Barnsley 19 85 6 22:16 29 Brighton 19 8 4 7 33:29 28 Blackburn 19 7 6 6 22:23 28 Oldhara 19 84 7 22:29 28 llull 19 67 6 31:26 25 Sunderland 19 7 4 8 19:26 25 Grimsby 19 6 6 7 32:27 24 Stoke 19 5 8 6 22:13 13 Leeds 19 6 5 8 22:27 13 Millwall 18 6 3 9 25:29 21 Eulham 16 6 2 8 17:22 20 liuddersf. 19 4 7 8 21:33 19 Bradford 16 5 3 8 17:24 18 Middlesb. 18 4 6 8 13:22 18 Schrewsbury 19 4 5 10 23:31 17 Carlisle 18 2 3 12 18:46 9

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.