Dagur - 18.12.1985, Qupperneq 8

Dagur - 18.12.1985, Qupperneq 8
8 - DAGUR - 18. desember 1985 Guðshús í kktá Það er ekki amalegt fyrir þá sem búa umhverfis klettakirkjuna að hafa þetta útsýni. Á tinnusteinana leggur maðurinn hönd sína, umturnar fjöllunum frá rótum. Hann heggur göng í björgin og auga hans sér alls konar dýrindi. Hann bindurfyrir vatnsœðarnar, tilþess að þær tárist ekki, og leiðir leynda hluti fram í dagsbirtuna. En spekin, hvar er hana að finna, og hvar á viskan heima? Guð veit veginn til hennar og hann þekkir heimkynni hennar. Pví að hann sér til endimarka jarðar, lítur allt, sem undir himninum er. Og við manninn sagði hann: „Sjá, að óttast Drottin - það er speki, og að forðast illt - það er viska. “ (Job 28:9-12, 23-24, 28). Geysifullkomið pípuorgel er í kirkjunni. Svalirnar og hvolfþakið eru úr kopar. Þessi orð úr Jobsbók eru eink- unnarorð Tempel kirkjunnar í Helsinki í Finnlandi. Hún heitir raunar Temppeliaukion kirkko á finnsku en Tempelplatsens kyrka á sænsku. Hún hlýtur að vera með sérkennilegri og stórfeng- legri guðshúsum. Hún er höggvin í klett. Hún er stórfenglegt mannvirki og finni menn ekki fyrir návist guðdómsins í þessu húsi, þá eru þeir líklega fjarlæg- ari honum en góðu hófi gegnir. En orðin úr heilagri ritningu, sem Sunnudagsmessa í klettakirkjunni.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.