Dagur - 18.12.1985, Page 9

Dagur - 18.12.1985, Page 9
18. desember 1985 - DAGUR - 9 Á klettaveggnum eru festingar með Utlum hillum þar sem hægt er að kveikja a kertum 1 minnmgu latins astvinar. 6 J vísað var til hér á undan, minna menn á hógværð - að þeir miklist ekki af verkum sínum og þá ekki heldur af byggingu þessarar kirkju. Guð veit veginn til spek- innar og viskunnar, - þess sem máli skiptir að höndla. Tœr fdjómburður En á veraldlegan mælikvarða mega höfundar þessa húss vera stoltir. Pað er alveg einstök til- finning að ganga inn í klettinn. Hljómburðurinn er frábærlega tær og mikill. Undirritaður var svo heppinn að vera þarna á ferð á sunnudegi og viðstaddur lúth- erska messu á ensku, en kirkjan er notuð af tveimur evangelísk lútherskum söfnuðum, öðrum finnskumælandi og hinum sænskumælandi. Auk þess fá aðr- ir lútherskir söfnuðir inni í kirkj- unni og þar eru gjarnan haldnir hljómleikar, eins og gefur að skilja, þar sem kirkjan er þekkt fyrir hljómburð. Yfir 170 þúsund manns taka þátt í kirkjulegum at- höfnum á hverju ári og um hálf milljón manna heimsækja hana árlega. 180 loftgUujgar rorgið sem kirkjan eða klettur- nn stendur við fékk nafn sitt árið 1906. Smám saman þróuðust íugmyndir um að reisa þarna drkju. Samkeppni um bygging- ina var haldin 1932 en engin ausn þótti viðunandi. Önnur amkeppni var haldin 1936 og þá 'ar hugmynd prófessors J.S. Sir- :n samþykkt, sem í grundvallar- itriðum byggðist á því að nota teininn sjálfan. Byrjað var að ;rafa út klettinn 1939, en því tarfi varð að hætta vegna /etrarstríðsins og heimsstyrjöld- i setti síðan strik í reikninginn. 'riðja samkeppnin var haldin 961 og þá varð ofan á að nota hugmynd tveggja bræðra, Timo og Tuomo Suomalainen. Fram- kvæmdir hófust 14. febrúar 1968 °g þeim var lokið á skömmum tíma, 28. september 1969. Kirkj- an er 13.760 rúmmetrar að stærð, vegghæð frá 5 til 9 metrar. í>ak kirkjunnar er gert úr kopar, steinsteypubitum og 180 gluggum á milli þeirra. Mesta hæð kirkju- loftsins er 24 metrar. Kirkjan sjálf tekur 940 manns í sæti og auk þess er safnaðarheimili sem tekur 130 manns í sæti. Aítarisveggur úr ísaídarkíetti Kirkjan er skammt frá miðborg Helsinki. Grunnhugmyndin var sú að varðveita klettinn eins og frekast væri kostur. Hægt er að ganga upp á hann, en kirkju- hvolfið er varið fyrir hávaða og umferð gangandi fólks með hlöðnum steinvegg, sem er bund- inn með járni, sem ekki sést. Engar bjöllur eru í kirkjunni. Veggir hennar eru hafðir gróf- gerðir og mun það m.a. hafa ver- iö gert af hljómtæknilegum ástæðum. Sjá má för eftir borana sem notaðir voru til að hola klettinn. Kletturinn tekur á sig margvfslegar myndir og liti og við vissar aðstæður má sjá vatn seytla út úr sprungum í klettaveggjun- um. Það rennur undir gólfið og þar undir mun vera ýmiss tækni- búnaður s.s. hitakerfi. Altar- isveggurinn er ísaldarklettur og á surnrin falla sólargeislar á hann við morgunmessur. Gegnt altar- inu eru svalir, allar klæddar með kopar eins og loftið. Þar er að- staða fyrir útvarps- og sjónvarps- upptökur. Geysistórt og voldugt pípuorgel er í kirkjunni með 4 hljómborðum, 43 stillihnöppum og 3.001 pípu. Einfaldast er að lýsa þessari kirkju með því að segja að hún sé hreint guðdómleg. Slík lýsing hlýtur að eiga vel við. HS ,,Pabbi, trúirðu á jólasveininn?“ Sú stutta pældi ntikið í jólasveinunum þegar þeir voru í fiöneueötunni á dogunum. Hvort pabbinn trúir á sveinana skal ósagt látið. 8 "!"8°tU"!J! .a Mynd: KGA OKUMAIMNA Mikil- vægt er að menn geri sér grein fyrir þeirri miklu ábyrgð sem akstri fylgir. Bílar eru sterk- byggðir í samanburði við fólk. Athyglisgáfan verður því að vera virk hvort sem ekið er á þjóðvegum eða í þéttbýli rtæ FERÐAR f \ n u Oskum viðskiptávinum okkar gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári 4| Þökkum viðskiptin. Jrar ^/Skipagötu 12, 2. hæð, sími 23022. <4 i/ ter kletturinn skapar ákaflega sérkennilegt andrúmsloft og mjög góðan ljómburð. óskar lesendum sínum gleðilegm jóla og gœfuríks komandi árs.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.