Dagur - 18.12.1985, Side 13
18. desember 1985 - DAGUR - 13
sig og ekki haft nein afskipti af
því.“
Þorbjörg: „Hann fær aö
smakka sitt vín ef hann langar til,
ég er ekki fanatísk. Ég get haldið
minni trú þó aö ég búi í Garði og
hafi ekki mína kirkju nálægt,
samt finnst mér ég ekki vera eins
trúrækin og þegar ég haföi mína
kirkju í Keflavík. Ég var mikið í
skáta- og barnastarfi og fannst
virkiiega gaman aö vinna viö það
og þess sakna ég, þó ekki það
mikið að mér finnst betra að eiga
heima hér. Og ég vildi ekki
skipta þó að mig langi að vinna
meira með börnum. Ég kenni
handavinnu í Skúlagarði einu
sinni í viku, en það er svo lítið að
mér finnst ég ekki vera hluti af
starfsfólkinu.“
- Hefurðu tekið þátt í félags-
lífi í sveitinni?
„Ég er í ungmennafélaginu,
það sér um jólaballið í ár fyrir
börnin og það er gaman að vinna
við undirbúninginn. Ég spiia
bridds, Jón er mikill briddsmaður
og kenndi mér, en þó ég sé fé-
lagslynd og hafi gaman af að vera
með fólki er ég mjög heimakær
líka.“
0 Pað er enn
talað um mig
sem happdrættis-
vinninginn
- Þakkið þið Degi að þið skyld-
uð kynnast?
„Ég kaupi Dag enn, og reyni
að borga hann skilvíslega,“ segir
Jón, og Þorbjörg bætir við: „Við
sættum okkur við að Dagur á
sinn þátt í þessu. Kjartani Helga-
syni finnst hann eiga stóran þátt í
þessu og við fengum brúðkaups-
gjöf frá ferðaskrifstofunni. Það
er enn talað um mig sem happ-
drættisvinninginn, þetta er nú ef
til vill ekki meiri tilviljun heldur
en gengur og gerist í þessum
efnum, fólk hittist á balli eða ein-
hvers staðar. Við giftum okkur
hér í Garði, en það gekk erfið-
lega að fá prest á þessum tíma
vegna sumarleyfa, prestastefnu
og fleiri orsaka, en að lokum
fengum við sr. Örn Friðriksson á
Skútustöðum."
Ég fæ að skoða heimilis-
albúmið og því er gaman að
fletta, þar eru blaðaúrklippur um
ferðavinninginn hans Jóns,
heillaóskakort frá brúðkaupinu,
fæðingum og afmælum barnanna
og ýmsum merkisatburðum
hjónabandsins.
Einnig fæ ég að sjá myndir úr
hinni afdrifaríku ferð og frá dvöl
Þorbjargar í Bandaríkjunum,
þaðan gæti hún sagt okkur margt
fróðlegt. Hún hafði ákveðið að
stunda frekara nám, þegar hún
kaus að gerast heldur húsfreyja í
Garði. En meðal annars hefur
Þorbjörg lært dálítið í tónlist.
Guðmundur Nordal, sem var
hennar fyrsti kennari, fullyrðir að
hún sé fyrsta stelpa sem verið
hafi í fullorðinslúðrasveit á ís-
landi. Jón er einnig gefinn fyrir
söng nú er hann að æfa heimatil-
búið efni, ásamt fleirum úr ung-
mennafélaginu, til flutnings á
jólasamkomu.
Hjónin minnast þess er Þor-
björg kom í heimsókn um jólin
fyrir fjórum árum og Jón tók
hana með sér upp á sviðið í
Skúlagarði til að aðstoða sig við
hlutaveltu. Líklega hefur þá
mörgum Keldhverfingnum dottið
í hug að þarna væri frúarefnið
kornið, og reynst sannspár.
Ég verð að kveðja fjölskylduna
og þakka fyrir viðtökurnar. Um
kvöldið ætlar Þorbjörg á að-
ventukvöld með dótturina en Jón
ætlar að gæta sonarins heima.
Það var gott að koma í Garð og
spjalla við þetta indæla fólk. Ég
held heim á leið ánægð með að
vinna hjá Degi sem átti sinn þátt
í að leiðir þeirra lágu saman.
Fjölskyldan í Garði; Brynja Dögg
2ja ára, Jón Sigurðsson, Þorbjörg
Bragadóttir og Bragi 9 mánaða.
var hér tæpan sólarhring. Síðan
hringdi Jón í mig á Þorláksmessu
og bauð mér að koma norður."
- Hvað varstu þá farinn að
hugsa Jón?
„Ja, ekki um hjónaband, það
var ekkert slíkt á döfinni þá. Við
vorum bestu kunningjar og höfð-
um haft samband gegnum síma.
Svo þróaðist þetta svona smátt og
smátt.“
- Um jólin?
„Já, það má segja að það hafi
byrjað um jólin. Það má geta
þess að Kjartani Helgasyni þótti
þetta dálítið mikill vinningur. Að
ég skyldi fá ferðina fyrir tvo og
taka svo af honum fararstjórann.
Það fannst honum heldur gróft
og talar um það við mig enn þann
dag í dag.“
„Þann 27. feb. opinberuðum
við, við vorum mjög ákveðin
þegar þetta fór loksins af stað.
Okkur fannst við vera orðin það
gömul að við vissum hvað við
værum að gera.“ í byrjun maí
flutti Þorbjörg í Garð, þau giftu
sig þriðja júlí og sama sumar
byrjuðu þau að byggja nýja íbúð-
arhúsið.
0 Ég er mikil
jólamanneskja
- Eru jólin mikil hátíð á ykkar
heimili?
„Ég held að fólki í Kelduhverfi
finnist ég skrýtin, því ég byrja að
undirbúa jól í september, þá fer
ég að útbúa jólagjafir. Eg er
mjög mikil jólamanneskja, ég er
alin upp við að eyða nóvember
og desember í jólaundirbúning.
Móðir mín saumaði og bjó til
jólagjafir eins og ég geri núna og
það þarf ekki að kosta svo mikla
peninga.
Mamma segir að jólin séu eig-
inlega punkturinn yfir i-ið,
þá er búiö að vinna svo mikið að
undirbúningi og jólin verða svo
mikið skemmtilegri. Mér finnst
ekki nóg að fara í búð á Þorláks-
messu, kaupa jólagjafir, en hafa
ekkert fyrir þeim sjálf. Mér finnst
mjög gaman að sauma á börnin,
baka, elda góðan mat og búa til
allt kaupæði mikið seinna
hingað, skreytt var með heimatil-
búnu skrauti, og til dæmis kom
ekki ríkisrafmagn fyrr en 1966.“
- Hvernig gengur að samræma
jólasiðina ykkar?
, „Mjög vel,“ segir Þorbjörg.
„Við lögum okkkur bæði eftir að-
stæðum, ég þarf að hafa laufa-
brauð og rjúpur sem ég hef alls
ekki alist upp við, mér finnst
fyllt lambalæri betra og við höf-
um hvort tveggja."
% Mér finnst
betra að eiga
heima hér
Þorbjörg mig langar að vita
svolítið meira um aðventista, er
til dæmis eitthvað í sambandi við
matarvenjur þeirra sem olli því
að fólk hélt að Jón fengi ekki al-
mennilegan mat?
„Aðventistar eru bókstafstrú-
armenn, trúa á Biblíuna og taka
hana bókstaflega, þeir eru mjög
kirkjuræknir, trúa á endurkomu
Krists og boðorðin tíu. Mikil
áhersla er lögð á heilbrigt líferni,
og t.d. þess vegna neita þeir
hvorki tóbaks né áfengis. Hvor-
ugt hef ég reynt og veit ekkert
hvað það er, en sakna þess ekki
neitt, get skemmt mér án þess.
Aðventistar neyta ekki
óhreinnar fæðu, sem kallað er,
t.d. svínakjöts og skelfisks, sem
sagt ekki dýra sem eru alætur eða
dýra sem ekki jórtra. Þetta er
ekkert vandamál, mér finnst allur
matur góður, en ég er alin upp
við að svínakjöt sé ekki góður
matur, og þá finnst mér það ekki
góður matur, mér hálfpartinn
býður við því.
í raun þarf ég ekki að neita
mér um neitt. en ég sakna þess
mikið að komast ekki í kirkju um
hverja heigi. Afi minn sem er ný-
látinn, sendi mér alltaf messur á
kassettum og ég hafði mínar
messur hér heima. Svo eru að-
ventistar mjög félagslynt fólk."
- Jón, eru menn hættir að vor-
kenna þér vegna fæðisins?
„Já, það held ég, ég hef nú lítið
heyrt af þessu umtali.
Við ákváðum að þar sem ég er
lítið trúaður maður skyldum við
semja um að blanda trúmálum
ekki saman við okkar líf, ég hef
leyft henni að hafa sitt út af fyrir
Bömin á heimilinu; Bragi og Brynja Dögg.
jólasælgæti."
- Hvað finnst þér um auglýs-
ingaflóðið og fleira sem farið er
að fylgja jólunum?
„Auglýsingarnar fara í taug-
arnar á mér, mér finnst fólk
hugsa allt of lítið um jólin sem
jólin. Mér finnst nauðsynlegt að
hafa aðventukvöld og jólamessu
á jólunum sjálfum, ég hef verið
aðventisti síðan ég var 17 ára og
aðventistar gera mikið úr jólum.
Þeir hafa alltaf aftansöng
á jóladagskvöld og jafnvel jóla-
guðsþjónustu líka, síðan
eru mjög skemmtilegar jóla-
árshátíðir þar sem öll fjöl-
skyldan er saman komin. Það var
kannski helst þetta sem ég sakn-
aði þegar ég flutti hingað að hafa
ekki mína kirkju í sveitinni.
Áður en ég kom áleit fólk að ég
væri stórskrýtin og aumingja Jón
mundi aldrei fá almennilegan
mat að borða.“
- Jón þú ert ekki aðventisti,
hvernig voru jólin þegar þú varst
að alast upp?
„Nei, ég er ekki aðventisti og
ákaflega lítið kirkjurækinn
maður, en Þorbjörg sækir flestar
messur hér.
Hjá karlmönnum í sveit er allt-
af töluvert mikill annatími um
jólin, fyrir strák eins og mig sem
hafði gaman af kindum og kunni
ærbókina utan að, var alltaf mik-
ið meira gaman af útivinnu held-
ur en innivinnu. Ég hef lítið verið
gefinn fyrir matseld og slíkt.
Hér var einangrað, þegar ég
var krakki, sótti faðir minn eini
suður í heiði til að búa til jólatré
úr, Það voru sett kerti á það og
þau fest með þvottaklemmum.
Vegna einangrunarinnar barst