Dagur - 18.12.1985, Side 14

Dagur - 18.12.1985, Side 14
14 - DAGUR - 18. desember 1985 dagdvelja. Brandarar - Læknir, sagði hræddur sjúkiing- ur. - Nú er illt í efni. Ég gleypti munnhörpuna mína áðan þegar ég var að æfa mig að spila á hana. - Svona maður, sagði læknirinn. - Vertu bara rólegur, þetta hefði getað verið verra. Hugsaðu þér bara ef þú hefðir nú verið að æfa þig á píanóið.... - Læknir, ég er að verða svo gleyminn. - Eg skil Jónatan minn. Viltu ekki fá þér sæti? - Takk fyrir - fá mér hvað? - Sæti. Jæja Jónatan minn. Hve- nær tókstu fyrst eftir þessu vanda- máli? - Hvaða vandamáli....? - Hvers vegna í ósköpunum er rjóminn dýrari en mjólkin, spurði uuga frúin í mjólkurbúðinni. - Það er nú vegna þess vina mín, að það er miklu crfiðara að fá kýrnar til að setjast á litlu fernum- ar, svaraði afgreiðslumaðurinn. Tveir ungir snákar í frumskóg- inum: - Ætli við séum citraðir? - Það veit ég ekki. Af hverju spyrðu? - Ég beit mig óvart í neðri vörina. Geysistórt Ijón var á rölti um fmmskóginn og allt í einu sá hvar lítil mús trítlaði yfir veginn skammt undan. Ljónið stoppaði og þefaði af músinni. - Þú ert mjög lítil, urraði það illi- lega. - Já, ég hef nýlega verið veik, svaraði músin afsakandi. - Þú verður að standa þig bctur, sagði yfirþjónninn við þjónustu- stúlkuna. - Gesturinn við borð númer 10 situr þarna og sefur. Kastaðu honum út! - Nei, það vil ég ekki. - Hvers vegna ekki? - Vegna þess að í hvert skipti sem ég vek hann, borgar hann reikn- inginn. - Vill þjónninn vera svo vænn að ioka glugganum? - Ó, blæs á yður? - Nei, en buffið hefur fokið þrisvar sinnum á gólfíð. Kona nokkur hafði boðið litlum syni nágrannans að borða hjá sér. - Ertu viss um að þú getir skoríð kjötið þitt hjálparlaust, spurði hún. - Já, já, svaraði hann hiklaust. - Það er oft svona seigt heima. Hjá ráðningarstjóranum: - Þér emð vonandi heiðarlegur? - Hvort ég er. Ég hef starfað sem sundlaugarvörður í sex ár án þess að fara nokkurn tímann í bað. Óskar var fímmtugur og vinir hans vildu stríða honum dálítið og skutu saman í geit til að gefa honum. Gjöfína aflientu þcir ásamt lisfa með nöfnum gefcnda. Óskar leit fyrst á geitina og síðan á listann, grafalvarlegur, og sagði svo: - Þetta er þá líklega ættartalan hennar.... - Hvemig er nýi forstjórinn? - Fúll, en réttlátur. - Hvemig þá? - Hann er fúll við aila. Við upptöku kvikmyndarinnar átti leikarinn að fara inn í búr hjá Ijóni. Honum leist vægast sagt illa á það en lciksfjórinn reyndi að hughreysta hann: - Þú getur verið alveg rólegur fé- lagi. Ljónið cr tamið. Það hcfur verið hellt í það mjólk alla tíð. - Einmitt það já, svaraði leikarinn vantrúaður. - Ég hef svo sem líka fengið mjólk alla tíð, en mér fínnst samt gott að fá mér kótelettu svona annað slagið. - Hugsaðu þér bara, er þetta virki- lega tóbaksplanta, sagði elskuleg gömul kona, þegar hún var að skoða stóran trjágarð. - Og hvað er nú langt þangað til vindlarnir verða þroskaðir...? Fisksali var að mála skilti við búð- ina hjá sér. Hann ætlaði að festa það yfír dyrnar á versluninni. Á skiltinu stóð: Nýr fískur seldur hér í dag. Þá kom vegfarandi til físksalans og sagði við hann: - Þú þarft nú ekki að mála „í dag“ á skiltið. Ég mcina nú bara að ekki sclur þú fískinn í gær eða á morgun, cða er það? - Nei, ég býst ekki við því, svaraði físksalinn og strikaði þessi orð út. - Svo þarftu ekki að setja „hér“ heldur, því ekki selur þú fiskinn annars staðar, sagði vegfarandinn þá. - Nei, þetta er alveg rétt hjá þér, samþykkti físksalinn og strikaði orðið út. - Og hvers vegna þá að mála „seldur", ja, ég meina ekki gefur þú fískinn, eða er það? - Nei, auðvitað geri ég það ekki, svaraði fisksalinn. - Og hvers vegna í ósköpunum dettur þér í hug að taka það fram að fískurínn sé nýr? Ekki selur þú gamlan físk? - Vitanlega ekki, sagði físksalinn. - Og svo er bara eitt enn, sagði vegfarandiun að lokum, - það er aiger óþarfí að taka það fram að fískur sé á boðstólum, því maður fínnur það á lyktinni langar leið- ir. . . . - Fórstu að ráðunt mínum gegn svefnleysinu? Taldir þú kindur? - Já, það gerði ég læknir. Ég taldi upp að 482.354! - Og sofnaðir þú ekki? - Nei, þá var kominn tími til að fara á fætur... Læknaneminn var í heimsókn á geðveikrahælinu. - Hvernig farið þið að því að fínna út hvort fólk er orðið heilbrigt, spurði hann. - Við látum það fá teskeið, fyllum baðkar af vatni og segjum því að tæma baðkarið, svaraði yfírlæknir- inn. - Hvað segir það um heilbrigði sjúkiingsins? - Jú, sjúklingamir sem eru orðnir frískir taka bara tappann úr og hleypa vatninu úr baðkarinu á þann hátt. - Já, ég hefði ekki látið mér detta það í hug. - Það er eitthvað að kaffínu hjá ykkur. Ég fæ í magann af því. - Ertu viss um að það sé kaffið? - Það getur ckki verið annað. Ég hef ekki lifað á öðru í fjórar vikur. Maðurinn var hjá augnlækni hersins. - Jæja, lestu á þetta spjald sem er þama á veggnum, sagði læknirinn. - Hvaða spjald?? - Nú, þetta þarna fyrir ofan stólinn. - Hvaða stól? Það var ekki um ncitt að efast. Maðurinn var úrskurðaður óhæfur til herþjónustu. Þcgar hann kom út frá augnlækninum, brá hann sér í bíó þar ■ grenndinni. Þcgar Ijósin voro kveikt í hléinu, sá maðurinn sér til mikiliar skclfíngar, að í næsta sæti sat augnlæknirinn. Maðurinn lét þó á engu bera og sagði sallarólega: - Getið þér sagt mér hvort þessi strætó fer niður í miðbæ? Davið gamli koin til prestsins, mjög vandræðalcgur og gat loks stunið upp að hann þyrfti að biðja hnnn um að skíra hjá sér. - Þetta eru gleðifréttir. Ég óska ykkur innilega til hamingju, sagði prestur. -Hvað á baraið að heita? - Tja, okkur Maríu minni datt í hug að láta drenginn heita Hósí- anna. - Hvað er að heyra þetta? Hósí- anna! Það gengur ekki. Það hefði kannski veríð hægt ef stúlka hefði átt í hlut, en sveinbarn... - Ja, við María lásuin þetta nú í sjálfri Ritningunni. - í Ritningunni? - Já, þar stendur skýrum stöfum unt innreiðina í Jcrúsalem að fóik- ið hafí hrópað: Hósíanna, þú son- ur Davíðs. Umsjón: Bragi V. Bergmann Þrautir 1) Hvaða efni er maðurinn með í glasinu? EVTORIH. 2) Varðmaður á vakt horfir í vestur. Þá kemur liðþjálfinn og hrópar til hans: „Til hægri snú.“ „Snúðu þér við.“ „Til vinstri snú.“ í hvaða átt horfir varðmað- urinn eftir að hafa framfylgt þessum skipunum? 7) Eftirtöldum orðum er raðað upp eftir ákveðinni reglu: PÍPAN TRÚAR JESÚS TAKTS UNGUR Hvert eftirtalinna orða á að koma næst samkvæmt regl- unni? OFLOF VÖLVA SÓSUR ÚLFÚÐ 8) Eftirtöldum orðum er raðað upp eftir ákveðinni reglu: KREPPT SLANGA ILMAÐI Hvert eftirtalinna orða á að koma næst samkvæmt regl- unni? BORAÐI FYLKIÐ AUSUNA LANGAR 3) Tveir arabar setjast niður f eyðimörkinni til þess að hvílast og borða nesti. Ann- ar þeirra átti 5 kexkökur en hinn átti 7. En áður en þeir byrjuðu að borða kom ókunnur maður á úlfalda til þeirra. Hann settist hjá þeim og þeir deildu með honum matnum. Þegar maðurinn fór gaf hann þeim 12 gull- peninga að launum fyrir ör- Iætið. Annar arabinn vildi skipta peningunum þannig á milli þeirra að sá sem hafði átt 7 kexkökur fengi 7 gullpen- inga en hinn fengi 5. Er það rökrétt leið til að skipta pen- ingunum? Ef svo er ekki, hvað átti þá hvor um sig að fá marga gullpeninga? 4) Jón reisti sér hús. Það var ósköp venjulegt í alla staði, með tveiinur gluggum á hverri hlið, alls átta gluggar. En hið óvenjulega var, að ailir gluggarnir snéru í suður. Hvernig getur staðið á því? 5) Ef það tekur 5 menn 6 daga að grafa 7 holur, hversu lengi er þá einn maður að grafa hálfa holu? 6) Endurraðaðu stöfunum 13 hér að neðan þannig að þeir myndi aðeins eitt orð. ONIÐSETEÐRITA. 9) Eftirtöldum orðum er raðað upp eftir ákveðinni reglu: MAÐUR AÐILA RÓFUR ÓVÆRA HÓTEL ÁRANA Hvert eftirtalinna orða á að koma næst samkvæmt regl- unni? DÓMUR ÓMYND HEFLA DEYÐA 10) Um miðnætti á sunnudegi er úrhellisrigning. Páll lítur út um gluggann og staðhæfir að eftir 72 klukkustundir muni ekki verða sólskin. Á hverju byggir hann slíka langtíma- 11) Hesturinn og asninn rétt sil- uðust áfram, enda báru báðir þunga byrði. Asninn kveink- aði sér og þá sagði hesturinn: „Hvað ert þú að kvarta? Ef þú létir mig hafa einn böggul mundi ég bera helmingi fleiri böggla en þú. Og ef ég léti þig fá einn böggul, mundum við hafa jafn marga.“ Hversu marga böggla bar hvor um sig? ' trr- ^ — — -O) 13) Með því að færa eina eld- spýtu til er hægt að mynda ferhyrning. Hvernig?? 14) Hér fyrir neðan er skúffa, búin til úr fjórum eldspýtum. Utan við skúffuna er pening- ur. Getur þú látið peninginn vera í skúffunni með því að færa til tvær eldspýtur? Sjá lausnir á bis. 27

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.