Dagur - 18.12.1985, Page 21

Dagur - 18.12.1985, Page 21
18. desember 1985 - DAGUR - 21 M og ktférauð íLondon Spjall við séra Jón Baldvinsson: Pegar jólin nálgasífer sérstök til- finning um marga. Það er þetta alkunna jólaskap sem oft er nefnt. Hinir harðsvíruðustu menn verða eins og lömb á vor- degi og leika við hvern sinn fingur. Það eiga ekki allir jafn- auðvelt með að nálgast jólin. Mörgum verður hugsað til fólks sem á þess ekki kost að njóta jól- anna eins og flestir aðrir. Ein- staklingar sem hvergi eiga höfði sínu að að halla hafa oft orðið umræðuefni manna á meðal. Einnig sjúklingar sem ekki geta dvalið meðal vina og ættingja um jól. Farmenn, hjúkrunarfólk og margir þurfa að sinna skyldu- störfum á jólum sem aðra daga. Svo er einn hópur mann sem þarfað aðlaga sig háttum og sið- um annarra þjóða, vegna dvalar sinnar meðal þeirra. Það búa margir íslendingar í öðrum löndum. Margir námsmenn eru víða um heim. Stór hluti þeirra kemur heim til íslands yfir jól. Þó er alltaf hluti sem ekki getur komist. Þá taka menn sig saman og halda íslensk jól úti. Jón Baldvinsson prestur og fjölskylda hans hafa verið búsett í London um nokkurt skeið. Jón starfar sem prestur og tengiliður þeirra sem veikinda vegna þurfa að leita sér lækninga þar. Mjög hefur færst í vöxt að fólk fari til London vegna hjartasjú.kdóma og hafa margir fengið góðan bata. Það getur verið erfitt fyrir menn sem ekki kunna tungumál- ið ensku, að fara einir til svo stórrar borgar sem London er. Þess vegna var fengið leyfi til að ráða mann sem starfar meðal annars við það að aðstoða sjúkl- inga sem þangað þurfa að leita. Til margra ára sinnti kona að nafni Anna Cronin þessu en nú er Jón Baldvinsson tekinn við. Það þarf að velja 12 tölustafi til að hringja til London. Það tókst í fystu tilraun og sambandið var mjög gott við Jón þegar hann svaraði skörulega á hreinni ís- lensku, „Jón Baldvinsson". - Komdu sæll Jón. Hvernig stendur á því að þú ert heima á þessum tíma? (Vitað er að Jón hefur mikið að gera í sínu starfi og er þar af leiðandi lítið heima hjá sér.) „Það stendur þannig á því að ég var að koma inn úr dyrunum. Ég var á flugvellinum að taka á móti sjúklingum." - Er mikið að gera í því að leiðbeina fólki sem kemur til lækninga? „Það er alltaf jafnt og þétt.“ - Verða margir á sjúkrahúsum í London um jólin sem þú hefur afskipti af? „Það er ekki vitað ennþá. Ég veit um einn sem verður örugg- lega hér. Við fáum ekki að vita um komu sjúklinga nema með viku fyrirvara, þannig að ein- hverjir gætu bæst við.“ - Kemur starfið til með að breytast með tilkomu hjarta- skurðdeildar í Reykjavík? „Það er öruggt, það breytist. Ég veit ekki hver framvindan verður. Veit ekki hvort verður þörf fyrir mig eftir það. Þó þykist ég vita að dálítið verði um sjúkraflutninga hingað. Það fer að sjálfsögðu eftir því hversu geyst verður farið í skurðaðgerð- ir heima. Ég á von á því að byrj- að verði á auðveldustu aðgerðun- um. Þá má reikna með að fækki um helming þeim sjúklingum sem þurfa að fara hingað. Úr því má líta á þetta sem mjög skikkanlegt starf. Þetta er ansi mikið eins og það er.“ - Ertu þá í tveggja manna starfi eins og er? „Ef ég segi það mundi það flokkast undir barlóm, eða kannski drýgindi. Fækkun sjúkl- inga um helming mundi þýða nokkuð eðlilegan vinnutíma.“ - Áttu þá sjaldan frítíma? „Það er oft erfitt að finna frí- tíma. Ég er ekki að kvarta, það er langur vegur frá því.“ - Þau jól sem nú nálgast eru 3. jólin sem Jón, Margrét Sigtryggs- dóttir og dætur þeirra tvær halda í London. - Er mikill munur á jólahaldi Breta og okkar íslendinga? „Munurinn er gríðarlega mikill. Okkur finnst að skorti á jólastemmningu hér í London, miðað við það sem við þekkjum heima á íslandi. Sérstaklega verður maður var við það á að- fangadagskvöld vegna þess að jól Jón Baldvinsson. eru ekki almennt haldin það kvöld. Einungis Norðurlandabú- ar, Þjóðverjar og slíkir sem eru í miklum minnihluta gera það. Oft er því nokkuð nöturlegt og við hálf kvíðum því að fara út á aðfangadagskvöld eftir að orðið er heilagt. Við förum þá í heim- sóknir til þeirra sem eru hér á sjúkrahúsum. Við færum þeim hangikjöt, laufabrauð og pakka og reynum að gera þetta svolítið jólalegt. Því oft er erfitt að vera sjúklingur langt frá sínu fólki á jólum. En á leið okkar gegnum borg- ina er fólk alls ekki í neinu jóla- skapi eins og við þekkjum. Það er ekki nóg að fólk gerir sér ekki dagamun í klæðaburði, heldur er þetta kvöld helst notað til að fara á fyllerí hér í landi. Það þykja ekki mannasiðir að drekka sig ölvaðan hér og litið er niður á fólk sem drekkur meira en svo að það þoli það. Því er með ólíkind- um, að þetta kvöld er undanskil- ið og allir drekka sig fulla. Ég man fyrstu jólin okkar hér, því þá vildu nágrannar okkar og góðir vinir fá okkur í partí til sín. Þetta kvöld er nefnilega mikið partíkvöld hjá Bretum. Við harð- neituðum að fara í partí og sögð- um að þetta kvöld væri helgast fyrir okkur og töluðum um heil- agleika og hvað annað. Það var ekki laust við að þau móðguðust þegar við neituðum partíinu og skemmtuninni á þessu kvöldi." - Er þetta kvöld hjá þeim eitt- hvað svipað því sem er hjá okkur á Þorláksmessu? „Það er rétt. Þetta er ekki ósvipað, því jólin byrja daginn eftir hjá þeim. Það er svolítíð misjafnt hvernig menn verja deg- inunt á jóladag. Sumir taka upp bögglana strax um morguninn. Aðrir bíða eftir hádegismatnum, sem er þeirra aðalmáltíð. Þá eru stórir og miklir kalkúnar á borðum. Eftir það taka þeir upp sína böggla. Það er aðal hátíð- leikinn hjá þeim. Að vísu er þetta svolítið misjafnt eftir fólki og hverju rnenn hafa vanist, eins og gengur. Jóladagur er þeirra dagur, eins og aðfangadagur hjá okkur." - Heldur þú og þín fjölskylda jólin í London eins og þið gerðuð á íslandi? „Já, að sjálfsögðu gerum við það. Við fáum sveitareykt hangi- kjöt norðan úr Þingeyjarsýslu, vel skotnar rjúpur úr Kinnarfjöll- um. Svo búum við auðvitað til laufabrauð. Við höfum haft sam- vinnu um það við aðra íslendinga hér í borginni. Það þykir mikil skemmtun þegar fólk hittist og gerir laufabrauð, svipað og þegar fjölskyldan safnast saman og ger- ir laufabrauðið heima. Það er svo skemmtilegt, að maður verður miklu þjóðlegri og tekur alla hluti svo alvarlega þegar maður er erlendis." - Er gróska í íslendingafélag- inu í London? „Það er nokkur gróska í félag- inu. Hún hefur aukist í sambandi við þetta starf mitt hér, sem hefur sett fjör í íslendingana. Það var hörkusamkoma hjá okkur 1. des- ember. Þá var haldin samkoma í Royal Festival Hall, mikil hátíð- arsamkoma. Borgarstjórinn í Reykjavík Davíð Oddsson kom á samkomuna. Hann hélt góða ræðu og sýndi myndir úr Reykja- vík. Hann tengdi saman nútíð og fortíð á mjög skemmtilegan háit, sem snerti strengi hjá mörgum ís- lendingum sem hingað fluttu eftir stríðið. Hann var með myndir frá þeim tíma sem vöktu minningar hjá mörgum. Sigríður Élla söng íslensk lög við undirleik Philip Jenkins. Sönghópurinn Hálft í hvoru var með prógramm fyrir okkur. Einnig var fegurðardrottningin okkar hún Hólmfríður Karlsdótt- ir þarna. Kom í fylgd tveggja líf- varða. Þetta var mikil og skemmtileg samkoma. Svo eigum við von á presti og kirkjukór Keflavíkur milli jóla og nýárs. Þessi hópur verður í ísrael um jólin og kemur við hér í bakaleið- inni. Það verður haldin messa, þar sem kórinn syngur og prest- urinn þjónar með mér við guðs- þjónustuna.4' - Það er því alltaf nóg að gera í heimsborginni. „Já, það er engin vöntun á því. Enda eins gott að hafa nóg að gera.“ - Nú þykir víst komið nóg af samtali við útlönd svo best er að hætta og þakka Jóni fyrir spjallið. Við sendum honum, fjölskyldu og öðrum íslendingum góðar kveðjur og óskum þeim gleði- legra jóla. gej-

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.