Dagur - 20.12.1985, Síða 13
-bækuL
20. desember 1985 - DAGUR - 13
Fimm á
hættuslóðum
eftir Enid Blyton
Iðunn gaf á sínum tíma út 18 bækur
í þessum flokki og nú kemur út nítj-
ánda bókin sem aldrei hefur birst á
íslensku áður.
Þessi spennandi og ævintýralega
saga er algerlega sjálfstæð og sögu-
hetjurnar þær sömu og í fyrri
bókum, þau Júlli, Jonni, Anna,
Georgína og hundurinn Tommi.
Jólin nálgast og félagarnir fimm
leggja af stað í skíðaferðalag, glaðir
og áhyggjulausir. En jólafríið fer á
annan veg en þeir ætluðu því alls
staðar verða ævintýrin á vegi þeirra.
Krakkarnir finna jarðgöng sem
liggja að gömlum turni og þar er
greinilega eitthvað dularfullt á
seyði; að minnsta kosti eru ókunnir
ekki velkomnir því umhverfis turn-
inn er rafmagnsgirðing og grimmur
varðhundur gætir dyranna.
En félagarnir fimm hafa áður
komist í hann krappann og eru stað-
ráðnir í að komast að leyndardóm-
um gamla turnsins.
Höfundinn, Enid Blyton, þarf
vart að kynna en hún hefur með
Ævintýrabókunum, Dularfullu
bókunum og bókunum um félagana
fimm sýnt að hún kann flestum bet-
ur að skrifa bækur sem börn kunna
að meta. Kvikmyndir hafa verið
gerðar eftir mörgum bóka hennar
og eftir Ævintýrabókunum verið
gerð útvarpsleikrit sem flutt hafa
verið í Ríkisútvarpinu.
Iðunn gefur út. Álfheiður Kjart-
ansdóttir þýddi. Bækurnar eru
prentaðar í Odda hf. og kápa er
hönnuð á Auglýsingastofunni
Octavo.
Frank
fífldjarfur
frétta-
maður
Bækurnar eru eftir
franskan höfund
Jacques Martin
Ut eru komnar hjá Iðunni tvær
fyrstu bækurnar í nýjum flokki
teiknimyndasagna. Hér eru á
ferðinni ósviknar spennubækur
fyrir unglinga „á öllum aldri“.
Áðalsöguhetjan heitir Frank
Fanndal, blaðamaður og einka-
spæjari. Frank hefur einstakt lag
á að koma sér í lífsháska og er oft
ekki nema hársbreidd frá dauð-
anum þegar hann á í höggi við
hvers kyns lögbrjóta.
Önnur bókin nefnist Úlfagren-
ið. Dularfull og óhugnapleg
skemmdarverk eru framin í
fjallaþorpi í Ölpunum. Skammt
þar frá er verið að reisa stór-
virkjun og tengist bygging hennar
þessum atburðum. Frank er feng-
inn til að upplýsa málið, en þó er
svo að sjá sem einhver vilji hann
feigan frá upphafi!
Hin bókin heitir Við hlið vítis.
í henni lenda Frank og vinur
hans, Nonni, fyrir tilviljun í
óskemmtilegum lífsháska. Til-
raunir með gereyðingarvopn fara
úr böndunum, líf • á jörðinni
hangir á bláþræði og engu er lík-
ara en djöfladýrkun og svarti-
galdur frá miðöldum ráði
atburðarásinni. Kölski skyldi þó
aldrei vera til?
Bækurnar eru eftir franskan
höfund, Jacques Martin. Jón
Gunnarsson íslenskaði. Bækurn-
ar eru prentaðar í Belgíu.
Á bláþræði
eftir Gísia Þór
Gunnarsson
Komin er út hjá Iðunni skáldsagan
Á bláþræði eftir Gísla Þór Gunnars-
son. Þetta er önnur bók höfundar.
Fyrsta bók hans, „Kærleiksblómið"
kom út árið 1981.
Um efni þessarar nýju bókar segir
m.a. á kápubaki: „Pétur er áttavillt-
ur menntaskólanemi sem aldrei hef-
ur risið undir kröfum foreldra sinna.
Skyndilega og óvænt verður hann
húseigandi. Hann ákveður að lifa
sínu eigin lífi óháður fjölskyldunni.
Á fjörur hans rekur brátt önnur
ungmenni með svipaðan bakgrunn
og þarna verður eins konar sambýli.
Sambúðin gengur þó skrykkjótt
enda söfnuðurinn sundurleitur:
Hommi, eiturlyfjaneytandi, einstæð
móðir og landflótta ítalskur yógi.
Tilfinningar Péturs sveiflast milli
austurlenskrar dulspeki og stúlk-
unnar sem hann elskar og sem
niðurlægir hann í sífellu. Þetta er
áhugaverð og skemmtileg skáldsaga
um ungt fólk í háska; ungt fólk í leit
að sjálfu sér.“
Höfundurinn Gísli Þór Gunnars-
son er fæddur árið 1958. Að loknu
stúdentsprófi hefur hann dvalið í
hinum ýmsu heimshornum um
lengri eða skemmri tíma, á Ítalíu,
Grikklandi, ísrael, Egyptalandi,
Indlandi og Bandaríkjunum.
Bókin er prentuð í Odda hf.
Auglýsingastofan Octavo hannaði
kápu.
Leyndardómar
fortíðarinnar
- unglingabók eftir
verðlaunahöfund
Komin er út ný bók eftir Anke de
Vries en hann skrifaði bókina
Leyndardómar gistihússins sem
seldist upp á örskömmum tíma. Sú
bók var sæmd viðurkenningu dóm-
nefndar um Evrópsku unglinga-
bókaverðlaunin. Þessi nýja bók
nefnist Leyndardómar fortfðarinnar
og fjallar um Markús sem er átján
ára. Hann tekur að sér að gera upp
gamalt hús í Frakklandi sem staðið
hefur autt árum saman. En hann
verður þess brátt áskynja að í hús-
inu hafa gerst dularfullir atburðir og
þegar hann reynir að grafast fyrir
um þá, verður fátt um svör. íbúar
þorpsins vita meira en þeir vilja láta
uppi og þeir bregðast illa við spurn-
ingum Markúsar. Það eina sem
hann fær upp úr þeim er að óráðlegt
sé að dveljast í húsinu að næturþeli.
Auk þess á Markús í baráttu við
sjálfan sig. Sárar endurminningar úr
fortíðinni leita á hann og valda hon-
um alvarlegum kvíðaköstum. Það er
ekki fyrr en hann kynnist Júlíettu að
hann getur loks deilt leyndarmáli
sínu með öðrum og með hennar
hjálp tekst honum að leggja fortíð-
ina að baki.
Anke de Vries er hollenskur höf-
undur sem hefur unnið sér mikinn
orðstír fyrir barna- og unglingabæk-
ur sínar sem þýddar hafa verið á
mörg tungumál.
Álfheiður Kjartansdóttir þýddi.
Bókaútgáfan Iðunn gefur út. Bókin
er prentuð í Hólum hf.
Njósnir
á hafinu
-eftir Alistair MacLean
„Hljóðlaust og átakalaust og án við-
vörunar, rétt eins og þegar raf-
straumurinn fer af stórborg, slokkn
uðu Ijósin um borð í San Andrea
klukkustund fyrir dögun.“ Þannij
hefst hin nýja bók spennuhöfundar
ins Alistair MacLean - söluhæst:
þýdda höfund á íslandi samkvæm
niðurstöðum Hagvangs. Um efr
bókarinnar segir enn fremur: „Ei
hér var ekki um venjulegt rafmagns
leysi að ræða. Einhver um borð e
staðráðinn í að vinna skemmdar
verk. Skipstjórinn og fyrsti stýri
maður særast alvarlega i óvinaárás
Archie McKinnon bátsmaður verð
ur að taka við stjórninni. Hann vei
að um borð er óvinveittur aðili. Ein
hver úr áhöfninni hefur svikist a'
þeim og þessi skemmdarverkamað
ur hefur í fórum sínum miðunartæk
sem beinir þeim í hendur óvinanna.
Og svo er áttavitinn eyðilagð-
ur . . .“
í þessari nýju bók sinni, Njósnir
á hafinu, er Alistair MacLean aftur
kominn til sjós og vekur minningar
um HMS Ódysseif, fyrstu skáldsögu
sína. Bækur Alistair MacLean hafa
um árabil verið söluhæstu spennu-
bækur á íslandi. Þær eru þýddar á
fjölmörg tungumál og flestar þeirra
hafa verið kvikmyndaðar.
Bókaútgáfan Iðunn gefur út.
Gunnar Gunnarsson þýddi. Oddi
hf. prentaði. Kápa er hönnuð á
Auglýsingastofunni Octavo.
Olíubylgjan
blakka
eftir Hammond Innes
Nítjánda bók spennuhöfundarins
Hammond Innes á íslensku nefnist
Olíubylgjan blakka. Um efni bók-
arinnar segir m.a. í kynningu for-
lagsins: „Hver var maðurinn með
mörgu nöfnin sem fór huldu höfði
og hafði ótal sjóslys á samviskunni?
Var hann kaldrifjaður glæpamaður
og morðingi eða ástríkur faðir sem
lét nota sig til óhæfuverka? Trevor
Rodin lét það sig engu skipta, hann
vissi að þrjóturinn David Price hafði
valdið dauða Karenar, er olíuskipið
Jupiter strandaði og var á góðri leið
með að eyðileggja hans eigið líf.
Hann ásetur sér að finna Price, en
sú leit kostar raunir og hættur. Vik-
um saman lifir hann og hrærist í
undirheimum Austurlanda, þar sem
mannvíg og misferli eru daglegt
brauð. Það er ekki fyrr en í þjón-
ustu illmennisins og skipstjórans á
Aurora B að Price kemur í leitirnar.
en hin fagra dóttir Price er vís til
hefnda og ruglar Trevor í ríminu.
Æsispennandi bók eftir Hammond
Innes sem hlotið hefur mikið lof
gagnrýnenda.
Bókaútgáfan Iðunn gefur út. Álf-
heiður Kjartansdóttir þýddi. Oddi
hf. prentaði. Kápa er hönnuð á
Auglýsingastofunni Octavo.
Islensk-norsk
orðabók
eftir Ivar Orgland og
Frederik Raastad
Út er komin hjá NSK-forlaget í
Osló íslensk-norsk orðabók eftir
þá Ivar Orgland og Fredrik
Raastad. Bókin er hugsuð sem
hagnýt orðabók fyrir skóla og
daglega notkun. Hún hefur um
15000 uppflettiorð sem þýdd eru
bæði á nýnorsku og bókmál.
Fremst í bókinni eru leiðbeining-
ar um íslenskar beygingar og
framburð og í lok bókar listi yfir
algengustu íslensk mannanöfn og
staðanöfn. Höfundarnir segja
m.a. í formála fyrir bókinni:
„Fyrst og fremst var ætlun okk-
ar að semja orðabók sem væri
handhæg og auðveld að hafa með
sér hvert sem vera skal. Við höf-
um lagt áherslu á að taka upp öll
algengustu orð daglegs máls á ís-
landi. Auk hins daglega máls nær
orðaforðinn einnig yfir algenga
málnotkun á svið menningar og
almennra greina. Ennfremur er
hér nokkuð af nýyrðum úr tal-
máli, tölvumáli, fjölmiðlum og
seinni tíma bókmenntum. Al-
menna bókafélagið hefur umboð
og dreifingu orðabókarinnar á ís-
landi. Hún er 267 bls. að stærð,
pappírskilja.
Ný teiknimynda-
bók um
Sval og Val
Komin er út 20. bókin á íslensku um
hina ráðsnjöllu og ævintýrafúsu
blaðamenn, Sval og Val. Nefnist
hún Vélmenni í veiðihug, og kornast
hetjurnar hugrökku hér í hann
krappann eins og í fyrri bókum.
Höfundar þessara vinsælu bóka eru
franskir og heita Tome og Janry.
Bjarni Fr. Karlsson þýddi. Bækurn-
ar eru prentaðar í Belgíu en bókaút-
gáfan Iðunn gefur út.