Dagur - 23.12.1985, Blaðsíða 2

Dagur - 23.12.1985, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 23. desember 1985 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI S(MI: 24222 ÁSKRIFT KR. 420 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 40 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GÍSLI SIGURGEIRSSON FRÉTTASTJÓRI: GYLFI KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, BRAGI V. BERGMANN, GESTUR E. JÓNASSON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík), YNGVI KJARTANSSON, KRISTJÁN G. ARNGRÍMSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, MARGRÉT Þ. ÞÓRSDÓTTIR, AUGLÝSINGASTJÓRI: FRfMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDfS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. ___leiðari.____________________________ Prinsinn og betlarinn Nú styttist í áramótin og þá verða kjara- samningar flestra stéttarfélaga lausir. Janúarmánuður verður tímabil sáttaum- leitana og fundahalda. Krafan um að kaup- máttur launa rýrni ekki verður örugglega sett á oddinn hjá launþegasamtökunum. Sú krafa er sjálfsögð. En nauðsynlegt er að fara að öllu með gát. Reynsla síðustu kjarasamninga hefur vonandi kennt okkur þá lexíu að ekki er allt fengið með því að fá fleiri krónur í kaup, ellegar hækkun í prósentum. Við vitum það öll að slíkir samningar fara beint út í verð- lagið og virka sem olía á það bál sem eng- um hefur tekist að slökkva, verðbólgubálið. Okkur hefur auðnast að halda því í skefjum með ýmsum eldvarnaæfingum, en það log- ar enn. Vonandi berum við gæfu til að fara skattalækkunarleiðina í kjarasamningun- um í janúar og auka kaupmátt launa á þann hátt, þótt vissulega þurfi jafnframt að leiðrétta laun þeirra sem minnst bera úr býtum. Prósentuhækkun launa eykur bilið á milli lág- og hálaunafólks, það vitum við að fenginni reynslu. Sú leið kemur því ekki til greina. Sú staðreynd sem skaut upp kollinum í Hafskipsmálinu, varðandi laun framá- manna þess fyrirtækis, er hrikaleg. Hver hefði trúað því fyrir fáum árum síðan að á Islandi gæti munur á launum þeirra hæst- og lægstlaunuðu náð upphæð sem sam- svarar 10-20 földum launum verkamanns? Þegar grannt er skoðað kemur í ljós að ótrúlegur launamunur er fyrir hendi. Söguna um prinsinn og betlarann þekkj- um við flest. Þegar prinsinn og betlarinn höfðu hlutverkaskipti sáu báðir lífið í breyttu ljósi. Prinsar og betlarar íslands þyrftu að hafa hlutverkaskipti í vikutíma og þá mundu ný viðhorf í kjarabaráttunni örugglega ná fram að ganga. Þeir eru margir „prinsarnir“ sem hafa efni á og að- stöðu til að herða sultarólina örlítið og leyfa láglaunamanninum að feta sig örlítið upp launastigann, án þess að kyrja ég-vil- líka sönginn. Gerum nú einu sinni raunhæfa og rétt- láta kjarasamninga. Byrjum nýja árið með því að minnka launabilið. Og umfram allt : Reynum skattalækkunarleiðina. BB. __viðtal dagsins_________________ „Stórkostlega gaman“ - að alast upp á Siglufirði segir Sverrir Sveinsson veitustjóri Að þessu sinni er Sverrir Sveinsson, veitustjóri á Siglu- firði, í viðtali dagsins. Sverrir er fæddur í Skagafirði, nánar tiltekið í Gröf á Höfðaströnd, árið 1933. Þaðan fluttist hann ungur til Siglufjarðar og hefur lengst af búið þar síðan. En hvernig var að alast upp á Siglufirði? „Stórkostlega gaman. Félags- lífið var gott, við vorum mikið í íþróttum og skólarnir voru ágæt- ir. Ég fluttist með foreldrum mínum til Sauðárkróks árið 1945. Þar kláraði ég barnaskólann og gagnfræðaskólann en fór síðan aftur til Siglufjarðar og lærði þar rafvirkjun.“ - Það hefur verið mikil upp- gangur á Siglufirði á þessum árum. „Já, það var mikið að gera fyrir rafvirkja í bátum, verksmiðjum, síldarplönum og víðar.“ - Það þarf ekki að spyrja að því, auðvitað hefur allt snúist um síldina á Siglufirði á þessum árum. En þú lærðir eitthvað meira en rafvirkjunina? „Jú, svo fór ég í Vélskólann í Reykjavík, í rafmagnsdeildina, og vann svo hjá Rafveitu Reykja- víkur um tíma. Þá kom ég aftur til Siglufjarðar og setti þar upp fyrirtæki sem ég rak í nokkur ár, verslun og alhliða rafmagnsþjón- ustu. Var með viðgerðir á radar- • og fiskileitartækjum þegar síld- arflotinn var og hét. Ég tók svo við Rafveitu Siglufjarðar árið 1966 og seinna Hitaveitu Siglu- fjarðar árið 1982, stuttu eftir að veiturnar voru settar undir eina stjórn.“ - Telurðu það skynsamlegt að hafa þessar orkuveitur undir einni stjórn? „Já, það fer nokkuð vel saman og hefur komið vel út. Við vorum að hugsa um að taka vatnsveit- una með líka en frá því var horfið. Hún tilheyrir frekar áhaldahúsi bæjarins.“ - Þú nefndir áðan að á æsku- árum þínum hefði verið mikið líf í íþróttum á Siglufirði. Hvaða íþróttir stundaðir þú? „Skíðin, ég var töluvert á skíðum. Var aldrei neinn afreks- maður en gutlaði með. Keppti nokkrum sinnum, m.a. hér á Ak- ureyri á landsmótum." - Það liggur það orð á Siglu- firði að þangað sé gott að koma til að keppa á skíðum, sérstak- lega í norrænum greinum. Sverrir Sveinsson. „Siglfirðingar hafa verið ákaf- lega áhugasamir um norrænu greinarnar, stökk og göngu, en minna um Alpagreinarnar sem eru þó vinsælli hjá krökkunum núorðið. Það eimir enn eftir af þessum „sjarma" sem var yfir norrænu greinunum. Þó að það séu nú engir snillingar sem við höfum í stökkinu, því miður. Það er ekki til hæla sér af að strákur komi af togara og hafi ekki æft sig neitt allan veturinn en vinni samt landsmót. Þetta hefur því miður komið fyrir hjá okkur.“ - Frá íþróttum yfir í atvinnu- mál. Það er naumast ofsagt að gerbylting hafi orðið í atvinnu- málum á Siglufirði á fáum árum. Atvinnuleysi mátti heita þar landlægt fyrir fáum árum en nú er þar rífandi atvinna. Hvað veldur? „Ein skýringin er sú að fyrir tveimur árum var byggt nýtt frystihús hjá Þormóði ramma og við stjórnun veiða hjá togurunum hefur þess verið gætt að það væri nóg vinna í frystihúsinu allt árið. Það hefur verið unninn töluvert meiri fiskur hjá húsinu í ár en í fyrra þannig að ég er alveg sáttur við þá stjórnun fiskveiða sem kvótafrumvarpið gerir ráð fyrir. Einnig bind ég miklar vonir við að okkur takist að stjórna loðnu- veiðum þannig að loðnuveiðar geti orðið stöðugar og vinnsla á loðnu á Siglufirði um leið. Að við fáum ekki yfir okkur hrun loðnu- stofnsins eins og árið 1982. Við erum búnir að taka á móti rúm- um 100 þúsund tonnum af loðnu á Siglufirði sem er mesta magn sem við höfum tekið á móti á einni vertíð.“ -yk. M M O ■ M A N %J O A G U R

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.