Dagur - 23.12.1985, Blaðsíða 4

Dagur - 23.12.1985, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 23. desember 1985 ég var Tootsie!! Sumir gera allt fyrir kvikmyndirn- ar. Ætli Dustin Hoffman fylli ekki þann flokkinn. I fjóra mánuöi „var hann kona“, eöa á meðan á tökum myndarinnar Tootsie stóð. „Úff, það hefði verið skandall hefði ég fæðst kona!“ sagði leikar- inn geðþekki. í fjóra mánuði fór Hoffman í partí sem Dorothy Michaels og komst þá að þeirri staðreynd að Tootsie átti engan séns. „Jú, karlmenn gáfu sig á tal við mig, en það var ekkert meira. Enginn virtist hafa áhuga á að hitta mig aftur. Pað var bara þetta gamla, „gaman að hitta þig“! og búið.“ Prátt fyrir að Hollywood „meik- upgengið" reyndi allt til að gera Tootsie fallega. „Ég sá það allt í einu, „hún“ yrði aldrei falleg. Það var sárt. Ég uppgötvaði að senni- lega væri hún of gömul,“ var niður- staða Hoffmans eftir ýtarlega rann- sókn á Tootsie. Hoffman lagði mikið á sig til að gera Tootsie sannfærandi, en að því er að framan segir virðist það unnið fyrir gýg. „Ég hugsaði aldrei um sjálfan mig sem karlmann í kven- mannsfötum. Ég var þessi kona!“ Og meira frá Hoffman: “Ég er í eðli mínu dálítið árásargjarn. Ég verð að vera í jafnvægi. Én þegar ég var Dorothy þá var ég ekki þannig. Konan mín hún Lísa sagð* ég hefði verið mikið umburðarlynd- ari.“ Hoffman segist hafa fengið mikla innsýn í þennan svokallaða reynslu- heim kvenna á meðan hann lék Dorothy, „en samt sem áður skil ég ekki konur. Pær eru mér enn hulin ráðgáta!" Eg var ekkí einu sirnii hrifinn af mér sjálfur þegar # Harka á Húsavík Hörð samkeppn) er víða ( myndbandabransanum. Vídeóleigurnar eru marg- ar og keppnln um kúnn- ana þvf miskunnarlaus. Við sögðum frá því (frótt um daginn að á Húsavík væru 5 vídeóleigur og þær kepptust um að bjóða jólatilboð hverju öðru glæsilegra og hagstæð- ara. Þannig bauð ein leig- an um dagínn spólur á 10 krónur stykkið og frétta- ritarf okkar á Húsavík sýndi að hann er gæddur spádómsgáfu, því í frétt- Inni sagði að þetta væri lægsta verð sem enn hefði verið boðið upp á. Og nú hefur það met verið slegið. • Veðrabrigði í bónus! f sjónvarpsdagskrá þelrra Húsvfklnga sem dreíft er í hvert hús, var auglýsing frá einni Vídeóleigunni nú fyrir helgina, þar sem gert er góðlátlegt grfn af 10 króna tilboði samkeppnis- aðila og gefið f skin að gæði slfkra mynda séu frekar takmörkuð. í aug- lýsingunnl er fyrst sagt frá jólatilboði 1, sem er nokk- uð „eðlilegt" tilboð en sfðan kemur jólatilboð 2: „Hér færðu myndir sem sýna meðal annars rendur, lætl, hljóðtruflan- ir, slyddu, snjókomu og yfirleitt öll þau veðragði sem þú sérð út um glugg- ann þinn yfir hátfðirnar. PS. Þetta er næstum því allt litmyndir. Verð: Ein mynd krónur 9, tvær myndir krónur 17, þrár myndir krónur 161“ Það er ekki amalegt fyrlr Húsvíkinga að geta horft á snjóinn á skjánum ef jóla- snjókoman bregst. • P.S. Og af þvf að þetta er sfð- asti dálkurinn okkar fyrir jól þá vill S&S nota tæki- færið og óska velunnur- um fjær og nær gleðilegra jóla með þeirri frómu ósk að allir eigi rólega og áhyggjulausa daga fyrir höndum. _á Ijósvakanum Til að gera smábörnunum biðina Iéttbærari verður bamaefni í sjónvarpinu á aðfangadag að vanda. Fyrst eru að vísu fréttir ld. 14 en síðan kemur Jólaævintýri Olivers bangsa, sem er frönsk brúðumynd, þá teiknimynd um köttinn Gretti (sjá Ijósmynd) og hundinn Odd. Þá kem- ur endursýning á Litlu stúlkunni með eldspýt- urnar og því næst Þytur í laufi, þar sem Fúsi froskur, Móli moldvarpa og félagar halda upp á jólin. Sjá nánar á bls. 10. MÁNUDAGUR 23. desember Þorláksmessa 7.00 Veðurfregnir • Fréttir • Bæn. Séra Þorvaldur Karl Helgason í Njarðvikuni flytur. 7.15 Morgunvaktin - Gunnar E. Kvaran, Sigriður Árnadóttir og Hanna G. Sigurðardóttir. 7.20 Morguntrimm. Jónína Benediktsdóttir. 7.30 Fréttlr • Tilkynningar. 8.00 Fréttir • Tilkynningar. 8.15 Veðurfregnir. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barn- anna: „EIvis, Elvis" eftir Mariu Gripe. Torfey Steinsdóttir þýddi. Sigurlaug M. Jónasdóttir les (19). 9.20 Morguntrimm • Til- kynningar • Tónleikar, þulur velur og kynnir. 9.45 Búnaðarþáttur. Anna Guðrún Þórhalls- dóttir ráðunautur talar um hlunnindi. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Lesið úr forustugrein- um landsmálablaða ■ Tón- lelkar. 11.10 Úr atvinnulífinu - Stjómun og rekstur. Umsjón: Smári Sigurðsson og Þorleifur Finnsson. 11.30 Árai Björasson átt- rseður. Þorkell Sigurbjömsson for- maður Tónskáldafélags ís- lands flytur ávarp og leikin verða lög eftir Áma. 12.00 Dagskrá • Tilkynning- ar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir • Tii- kynningar - Tónleikar. 15.00 Jólakveðjur. Almennar kveðjur, óstað- bundnar og til fólks sem býr ekki i sama umdæmi. 15.30 Tilkynningar • Tón- leikar. 16.00 Fréttir • Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Jólakveðjur, framhald. Tónleikar • Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir • Dag- skrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.30 Tilkynningar. 19.45 Þankar á Þorláks- messu. Séra Sólveig Lára Guð- mundsdóttir talar. 20.00 Jólakveðjur. Kveðjur til fólks í sýslum og kaupstöðum landsins. Leikin verða jólalög milli lestra. 22.00 Fréttir Dagskrá morgundagsins. 22.15 Veðurfregnir • Orð kvöldsins. 22.25 Jólakveðjur, framhald. 24.00 Fréttir. 00.05 Jólakveðjur, framhald. 00.50 Dagskrárlok. MÁNUDAGUR 23. desember 10.00-10.30 Ekki á morg- un... heldur hinn. Dagskrá fyrir yngstu hlustenduma frá barna- og unglingadeild útvarps- ins. Stjómendur: Kolbrún Hall- dórsdóttir og Vaidis Ósk- arsdóttir. 10.30-12.00 Morgunþáttur. Stjómandi: Ásgeir Tómas- son. Hlé. 14.00-16.00 Út um hvippinn og hvappinn. Stjórnandi: Inger Anna Aikman. 16.00-18.00 Allt og sumt. Stjómandi: Sigurður Þór Salvarsson. 3ja min. fréttir kl. 11,15,16, og 17. Hlé. 20.00-22.00 Stappa. Stjómandi: Kristján Sigur- jónsson. 22.00-01.00 Kvöldvaktin. Stjómendur: Amþrúður Karlsdóttir og Kristin Björg Þorsteinsdóttir. RlKlSÚTVARPIÐ AAKUREYRl 17.03-18.30 Rikisútvarpið á Akureyri - Svæðisútvarp.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.