Dagur - 23.12.1985, Blaðsíða 16

Dagur - 23.12.1985, Blaðsíða 16
Ritstjórn • Auglýsingar • Afgreiðsla Síminn er 24222 Samgöngur: Annríki hjá Flugleiðum - allar helstu leiðir ruddar í dag Mikid annríki var hjá Flugleið- um um helgina. Slæmt veður kom í veg fyrir flug á laugar- daginn en um miðnætti slotaði veðrinu og komu fjórar vélar norður um nóttina, fullbókað- ar. Sú síðasta lenti á Akureyri klukkan hálf fjögur um nóttina og var komin suður aftur á sjötta tímanum. í gær gekk flugið vel og komu vélarnar jafnt og þétt allan dag- inn og þegar upp var staðið laust fyrir miðnætti höfðu 10 vélar komið að sunnan og þeir hjá Flugleiðum töldu sig þá nokkurn veginn hafa annað eftirspurn. að halda áætlun að Magnús í Staðarskála í Hrútafirði sagði að stilla mætti klukkuna eftir þeim. Síðasta ferð hjá Norðurleið fyrir jól er í dag en næsta ferð verður síðan farin annan í jólum. BB. Hafspil hf: Margar pantanir borisl A föstudaginn útskrifuðust 15 nemendur frá Vgrkmenntaskólanum á Akureyri. Þar af voru 10 vélstjórar sem luku svokölluðu undanþágunámskeiði, en það var fyrsta og eina námskeið sinnar tegundar á Akureyrí. Þrír nemendur luku 2. stigi vélstjórnar og einn lauk námi í rafvirkjun. Þá var einn stúdent útskrifaður af viðskiptasviði og mun þetta vera í fyrsta sinn sem vetrarstúdent er útskrífaður á Akureyrí. Myndin hér að ofan var tekin við athöfnina í VMA. Bemharð Haraldsson skólameistarí er lengst til vinstrí á myndinni. Mynd: - KGA. í dag er áætlað að fara fjórar ferðir norður og suður og tvær ferðir á aðfangadag. Ekkert flug verður á jóladag en alla aðra daga til áramóta, ef veður leyfir. Þungfært var víða á vegum í gær en allar helstu leiðir verða væntalega ruddar í dag. Leiðin til Reykjavíkur var greiðfær í gær og komu fjórar fullar rútur frá Norðurleið til Ak- ureyrar þann dag, en ein fór suður. Bílstjórunum gekk svo vel Móttökuskermur í Sunnuhlíð KFUM og K á Akureyri eru að setja upp móttökuskerm fyrir gervihnattasendingu. Verður honum komið fyrir í verslunar- miðstöðinni Sunnuhlíð, en þar er félagsheimili KFLJM og K. Fyrirhugað er að taka á móti sendingum frá Explo ’85 en það er útsending sem ýmis kristin trúfélög standa að. Það eru um 100 borgir víðs vegar um heiminn sem taka á móti þessum sendingum og er tal- ið að um eða yfir hálf milljón manna muni fylgjast með send- ingunum. Útsendingin samanstendur af kristilegu efni og má þar nefna að predikarinn Billy Graham mun koma fram ásamt fleirum. Talið er að um sé að ræða víðtækustu gervihnattasendingu í heiminum. „Það tók nokkuð langan tíma að fá leyfið frá Pósti og síma, en það gekk upp. Við fáum lánaðan skerm sem Vídeólundur á og erum að vinna að því að setja hann upp,“ sagði Jón Oddgeir Guðmundsson í samtali við Dag. Útsendingin stendur í 4 daga, hefst þann 28. og stendur fram til 31. og er á milli klukkan 15 og 17. Er öllum sem áhuga hafa heimilt að líta inn í Sunnuhlíðina og fylgjast með. Á kvöldin þessa sömu daga, utan gamlárskvölds, verða samkomur í tengslum við útsendinguna þar sem unnið verður úr því efni sem sýnt hefur verið. -mþþ Þann 17. desember s.l. var stofnað nýtt fyrirtæki á Akur- eri og hlaut það nafnið Hafspil hf. Hafspil er stofnað með það fyr- ir augum að framleiða og selja vökvadrifinn búnað fyrir fisk- veiðiskip. Framleiðslan byggir á þróun Hreins Elliðasonar á spil- um fyrir neta- og línuveiðar, en hann hefur verið með þessi spil í þróun í ein þrjú ár. Tæki frá hon- um hafa þegar verið reynd um borð í nokkrum bátum á tveim vertíðum og hafa þau reynst vel. Nú verður framleiðslan sett í full- an gang og hafa margar pantanir þegar borist í spil frá Hafspili hf. Hluthafar í fyrirtækinu eru Hreinn Elliðason sem á 50%, Samherji sem á 20%, Iðnþróunar- félag Eyjafjarðar á 20% og tveir starfsmenn fyrirtækisins eiga 5% hvor. Hafspil hf. er til húsa að Draupnisgötu 7. -yk. Jóhann Sigurjónsson: Settur skólameistari - við MA til fjögurra ára Jóhann Sigurjónsson aðstoðar- skólameistari Menntaskólans á Akureyri hefur verið settur skólameistari sama skóla frá og með 1. júlí n.k. Svo segir í bréfi frá Sverri Hermannssyni menntamálaráð- herra sem blaðinu barst á föstu- dag. Tekið er fram að Jóhann sé settur til að gegna skólameistara- embættinu til fjögurra ára. Svo sem fram hefur komið í fréttum hefur Tryggvi Gíslason skólameistari fengið leyfi til að gegna störfum deildarstjóra í skrifstofu Norrænu ráðherra- nefndarinnar í Kaupmannahöfn Akureyri: Atta árekstrar og nokkur ölvun - annars rólegt hjá lögreglu á Norðurlandi um helgina Rólegt var hjá lögreglu víðast hvar á Norðurlandi um helg- ina. Veðrið var frekar slæmt á föstudagskvöld og mikil hálka á vegum. Á Akureyri urðu tveir árekstrar á föstudag og sex á laugardag en allir smávægilegir og engin meiðsl urðu á fólki. Þrir ökumenn voru teknir fyrir meinta ölvun við akstur á Ákureyri um helgina og á laug- ardagsnóttina voru tveir fluttir á sjúkrahús eftir að til átaka kom þeirra á milli í Sjallanum. Meiðsli þeirra reyndust smá- vægileg. Á Dalvík var einn tekinn fyr- ir meintan ölvunarakstur og víða á Norðurlandi þurfti lög- regla að aðstoða ökumenn sem voru í vandræðum vegna þungr- ar færðar. Á Húsvík fór vinnuskúr við blokkarbyggingu í stutt föstu- dagsfcrðalag með Kára og hafn- aði ofan í grunni nokkuð skemmdur. Annars átti lögreglan á Norð- urlandi nokkuð náðuga helgi að þessu sinni. BB. allt að fjögur ár. Tryggvi hafði áður sagt að hann teldi eðlilegt og skylt að aðstoðarskólameistari væri staðgengill skólameistara og því teldi hann sjálfgefið að Jó- hann yrði settur í embættið þessi fjögur ár. Og nú hefur menntamálaráð- herra sem sagt staðfest þessa skipan mála. BB. 16 nauðungaruppboð Mikil aukning hefur orðið á nauðungaruppboðum á síðast Iiðnum tveimur árum. Margir ná að „koma eignum sínum undan hamrinum“ áður en til iokauppboðs kemur, en ekki allir. Á þessu ári voru 16 fasteignir seldar á uppboði í umdæmi sýslu- manns Eyjafjarðarsýslu, sem jafnframt er bæjarfógeti á Akur- eyri og Dalvfk. Af þessum 16 fasteignum, var í 5 tilfellum um atvinnuhúsnæði að ræða en 11 sinnum var íbúðarhúsnæði selt á uppboði, ýmist hús ellegar íbúð- ir. í fyrra voru 14 eignir seldar á nauðungaruppboði, 1983 voru tvær seldar en 7 fasteignir voru seldar nauðungarsölu árið 1982. Af þessu má sjá að nauðungar- sölum hefur stórlega fjölgað á s.i. tveimur árum. BB. Breyttar snjómokstursreglur: Múlinn mokaður tvisvar í viku Við gildistöku nýrra reglna um snjómokstur á vegum, mun hagur Ólafsfirðinga í sam- göngumálum vænkast stór- lega. í þessum nýju reglum er gert ráð fyrir að Ólafsíjarðar- múli verði ruddur tvisvar í viku í stað vikulega áður. Reglur um snjómokstur á land- inu hafi verið í endurskoðun hjá samgönguráðuneytinu svo og Vegagerð ríkisins í nokkurn tíma og þessa dagana er unnið að lokafrágangi nýrra reglna um snjómokstur. Samgönguráðherra þarf að staðfesta reglurnar áður en þær taka gildi. Reglurnar hafa ekki tekið miklum breytingum við þessa endurskoðun en snjómoksturs- dögum mun þó fjölga á nokkrum stöðum á landinu. Að sögn yfirverkfræðings hjá Vegagerðinni eru helstu breyt- ingar á Norðurlandi eystra þær, að auk Ólafsfjarðarmúla verður leiðin frá Húsavík til Raufarhafn- ar rudd tvisvar í viku, þó aðeins þegar snjólétt er. Annars einu sinni í viku. Það sama gildir um Kísilveginn svo kallaða í Mý- vatnssveit. Ekki reyndist unnt að fá upplýsingar um snjómokstur- inn á Norðurlandi vestra en vænt- anlega verður hægt að greina nánar frá þessum málum á allra næstu dögum. BB.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.